Morgunblaðið - 29.06.1974, Side 28

Morgunblaðið - 29.06.1974, Side 28
MORGUNBLÁÐIÐ, LÁUGARDAGUR 29. JUNI 1974 Jónatan Þórmundsson prófessor: Vituð ér enn 1 fphtii eða hvat? ij VIÐ, sem unnið höfum að undir- skriftasöfnun undir kjörorðinu Varið land, mörkuðum þá stefnu f upphafi þessarar baráttu að taka ekki þátt I umræðum á opin- berum vettvangi meðan á söfnun- inni stæði, né svara þeim árásum, sem á okkur yrðu gerðar. Ein meginástæðan var sú, að við vild- um ekki eyða til þess tíma frá því, sem miklu mikilvægara var, þ.e. að gera árangur söfnunarinnar sem allra glæsilegastan. Auk þess töldum við það fremur hlutverk stjórnmálamannanna að ræða málin á grundvelli gefinna stað- reynda, m.a. þess, sem okkur tókst að leiða í ljós, sem sé, að meiri hluti þjóðarinnar er hlynntur virkri þátttöku f vestr- ænni samvinnu. Nú, þegar sýnt er, að meira en helmingur þjóðar- innar styður málstað okkar, gefst nokkurt tóm til að líta yfir farinn veg. Málflutningur andstæðinga okkar hefur snúizt um tvennt, annars vegar efnisatriði málsins svo sem eðlilegt er, öryggismálin og gildi söfnunarinnar fyrir fram- vindu þeirra mála, en hins vegar það að ófrægja undirskrifendur Varins lands, ýmist alla ótiltekið eða forgöngumennina eina sér. Hefur þessi síðari þáttur orðið miklu fyrirferðarmeiri og öfga- fyllri en nokkurn í okkar hópi hafði órað fyrir. Hefur hann vafa- lítið skyggt mjög á umræðuna um sjálf efnisatriðin. Er þessi mál- flutningur andstæðinganna einkar ljós vottur þess, að árangur söfnunarinnar var þeim mikið áfall í því moldviðri belkk- inga, sem tekizt hafði að þyrla upp á undanförnum misserum. UMRÆÐUR UM EFNISATRIÐI Ekki er ætlunin í þessu greinar- korni að ræða ítarlega um öryggismálaumræðurnar að undanförnu. Aðeins eitt atriði vildi ég þó minnast á strax nú, og það er túlkun sumra stjórnar- sinna á áskorunartexta Varins lands. Sjálfsagt hafa óbreyttir borgarar með óbrjálaða skynsemi átt auðvelt með að skilja áskorun- ina, enda komu skýrt fram I henni þessi þrjú meginatriði: a) Treysta ber samstarfið innan Atlantshafs- bandalagsins. b) Varnarsamn- ingnum við Bandaríkin verði ekki einhliða sagt upp að svo stöddu. c) Varnarliðið verði ekki látið hverfa úr landi um sinn. Þessi atriði er hvorki hægt að skýra sem góðlátlega áminningu um að fara varlega í öryggismálum, svo sem utanríkisráðherra hefur látið hafa eftir sér, né heldur ósk um ævarandi hersetu, svo sem ýmsir hinna öfgafyllri í hópi andstæð- inga hafa haldið fram. Hitt er svo annað mál, að 55522 íslendingar geta ekki verið sammála um öll smáatriði í framkvæmd varn- anna, svo sem um það, hvort hér skuli vera hundraðinu færri eða fleiri hermenn, hvort halda eigi áfram núverandi varnarsamstarfi við Bandaríkin í nákvæmlega sama formi, svo og hvernig skuli háttað yfirstjórn Keflavfkurflug- vallar o.s.frv. Öryggishagsmunir Islands, lýðfrelsi og mannréttindi er það, sem þjóðin setur ofar öllu öðru. Hún er ekki sjúklega hrædd um að týna menningu sinni og tungu eða glata efnahagslegu og stjórnmálalegu forræði sínu. Þetta er af þeirri einföldu ástæðu, að þjóðin veit, hvað í henni býr og hún hefur miklu meiri trú á sér í þessu efni en hinar hræðslugjörnu sálir vilja viðurkenna. Og hún veit, að engar slíkar hættur hafa steðjað að henni hin sfðustu ár vegna nær- veru fámennrar varnarstöðvar. STlGANDI I BLAÐAMENNSKU Dagblaðið Þjóðviljinn hefur gengið í gegnum þrjú þróunarstig í lýsingum sínum á undir- skrifendum Varins lands og for- göngumönnum söfnunarinnar. Fyrstu dagana þótti fært að setja landráðastimpil á alla undirskrif- endur, sjálfsagt vegna þess að ekki hafði verið búizt við nema nokkrum þúsundum undirskrifta. Þótti þá ekkert tiltökumál að saka þá um landráð, þótt auðvitað fengju forgöngumennirnir þar drýgstan skerf. Þegar undirskrift- ir voru komnar upp í 20—30 þús- und, hefur sennilega ekki þótt hæfa að ræða mikið um landráð, enda erfitt öðru vísi en að sá stimpill væri settur á alla undir- skrifendur jafnt. Tók þá við annað stigið, þ.e. fölsunarstigið. Komu þá risafréttir um falsanir á listum með ýmsum hætti, undir- skriftir án umboðs, tvfskriftir, fölsun nafna, sem ekki finnast á þjóðskrá o.s.frv. Þegar ljóst varð, að forgöngumenn söfnunarinnar hugðust ganga rækilega úr skugga um, að engar eða sem fæstar slíkar villur kæmust inn, varð blaðið enn að skipta um baráttuaðferð. Þriðja stigið, sem enn stendur yfir, er fólgið í því, að óheiðarlegt hafi verið eða jafn- vel refsivert, a.m.k. að sænskum lögum, að láta fara fram tölvuúr- vinnslu til leiðréttingar á skekkj- um á þeim mikla sæg nafna, er inn bárust. Var það m.a: talið trúnaðarbrot gagnvart þeim, er undirskrifuðu, svo að kannski telja þeir Þjóðviljamenn sig hafa þurft að gæta hagsmuna ein- hverra í þeirra hópi. Varla hefðu þeir haft fyrir þvf ef þeir heföu álitið, að það væru eingöngu stjórnarandstæðingar, sem skrif- uðu undir. Jafnhliða þeim þróunarstigum, er að framan gat, var öðru hverju á það minnzt, að beitt væri nauð- ung, félagslegum þrýstingi og at- vinnukúgun til að fá menn til að skrifa! A öðrum vettvangi komst meira að segja snjall maður að þeirri niðurstöðu, að hin raun- verulega tala undirskrifta væri aðeins helmingur af þeim, sem inn höfðu borizt, þar eð hinn helmingurinn væri til kominn af félagslegum þrýstingi! Það vantaði hins vegar hlutfall þeirra, sem ekki skrifuðu undir af þessari ástæðu, t.d. vegna þrýst- ings frá forystu Framsóknar- flokksins. HVAÐ SEGJA SÆNSKU LÖGIN? Konungur Svíþjóðar staðfesti hinn 11. maí 1973 ný lög varðandi skráðar upplýsingar (datalag). Samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lok laganna gengu þau í gildi 1. júlí 1973. Rétt er þó að taka skýrt fram vegna villandi málflutnings um þessi lög að undanförnu, að megiatriði laganna, m.a. um leyfisveitingar, refsiákvæði og skaðabætur, ganga fyrst I gildi 1. júlí 1974. Nokkrar undantekn- ingar frá þessu er að finna I 2. og 3. mgr. ákvæðisins, m.a. um það, að taka megi til meðferðar um- sókn um leyfi til skrásetningar af því tagi, sem lögin taka til, ef hún fer fram eftir 1. júlí 1974. Þetta sýnir með öðru þau annarlegu sjónarmið, er ráða hinum mikla flýti, sem verið hefur á þings- ályktunartillögu um þetta efni á Alþingi. Samhliða lögum um skráðar upplýsingar (datalag) gerðu Svíar breytingu á 1. nr 249/1937 um takmarkanir á rétti til að láta af hendi almennar skrár (om inskrankningar I ratten att ut- bekomma allmanna handlingar). Þá gaf konungur út tilskipun um framkvæmd laganna (data- kangörelse) og reglur um eftirlit (instruktion för datainspektion- en). Lög um skráðar upplýsingar (datalag) skiptast I nokkra kafla. Fyrst er fjallað um það, hvenær leyfi þurfi til skráningar, sem unnin er með sjálfvirkum að- ferðum (með hjálp av automatisk databehandling), þá er fjallað um skyldur þess, er slíkt leyfi fær. Þriðji kaflinn fjallar um eftirlit og sá fjórði um refsingar og skaðabætur. Loks kemur svo áðurgreint bráðabirgðaákvæði. I hinum ósæmilegu slagorðum andstæðinga Varins lands hefur sífellt verið hamrað á því, að for- göngumenn söfnunarinnar hafi brotið gegn þessum lögum og mundu vera fangelsismatur í Svl- þjóð. Aðalblekkingarnar I þessum ummælum hafa verið tvær. Annars vegar hafa forgöngu- mönnum verið gerðar upp að- ferðir, sem þeir hafa ekki beitt, svo sem afhending útskrifta til óviðkomandi aðila, og hins vegar að tölvuúrvinnslan sem slfk hafi verið brot á lögunum, m.a. vegna þess, að þeir hefðu ekki haft leyfi til hennar. Áður en efnislega er komið að þessum atriðum er rétt að vekja athygli á meðferð and- stæðinganna á mikilsverðri sönn- unarreglu íslenzks réttar, þ.e. að enginn verður sakfelldur nema sök sé á hann sönnuð. Sakaráberi hefur sönnunarbyrðina fyrir full- yrðingu sinni. Þetta gildir bæði í opinberum málum um saksókn- ara og aðra ákærendur og I meið- yrðamálum, þar sem maður verður að sanna ærumeiðandi ummæli sín, ef hann vill komast hjá lagaábyrgð. Allur málflutn- ingur andstæðinganna hefur ein- kennzt af því, að sök forgöngu- mannanna væri sönnuð og jafnvel ögrunum í þeirra garð um að sanna mál sitt, sbr. Þjóðviljann 26. febr., bls.4: „Ef VL-menn vilja bera eitthvað það af sér, sem hér segir, þá skulu þeir leggja fram hina vélunnu lista og tölvugögn- in, þ.e. fyrirmælin, sem farið var eftir, þegar tölvuskráin var gerð. Þeir skulu einnig leggja fram allar þær segulbandsspólur sem tölvuskráin er varðveitt í. Og þeir skulu vera tilbúnir til að leggja eið út á það, að þarna séu öll gögnin komin og ekkert hafi farið til óhlutvandra aðila. Meðan þeir gera þetta ekki, mega þeir sið- ferðislega heita sannir að sök. En jafnvel þótt þeir gerðu þetta, eru þeir grunsamlegir. Aðferðir þeirra koma upp um þá.“ (Leturbr. höf.) Sönnunarhliðin er þó auka- atriði I augum forgöngumanna Varins lands, þar sem þeir vita, að þeir hafa ekkert það aðhafzt, sem brýtur I bága við lög nokkurrar siðmenntaðrar þjóðar, þar sem lýðfrelsi og mannréttindi eru nokkurs metin. I greinargerðum, sem birzt hafa á dagblöðum, má sjá, hvernig úrvinnsla á listum Varins lands fór fram. Sérstak- lega má leggja áherzlu á það, að tölvuúrvinnslan var gerð ein- göngu I þvf skyni að raða upp nöfnum til að geta vinsað úr tví- ritanir, nöfn fólks undir tvltugs- aldri og aðrar skekkjur. Engar upplýsingar voru notaðar við þessa úrvinnslu aðrar en þær, sem fram koma á listunum sjálf- um, þ.e. nafn, heimilisfang og númer þess lista, sem skrifað var á. Nöfnin voru ekki auðkennd á neinn þann hátt, sem gerir kleift að tengja þessa skrá öðrum skrám til samanburðar eða úrvinnslu, t.d. væri nær ógerningur að láta tölvu bera hana saman við félaga- skrá stjórnmálaflokka. Ég fullyrði, að úrvinnsla af þessu tagi varðar ekki við neitt ákvæði hinna sænsku laga. a) Leyfis hefði e.t.v. þurft að leita vegna tölvuúrvinnslunnar, sbr. 2. gr., en ekki til að hafa undirskriftasöfnunina sjálfa. b) Engin ástæða er til að ætla, að slíks leyfis hefði verið synjað vegna þess höfuðeinkennis söfn- unarinnar, að verið var að safna og ganga frá upplýsingum, sem undirskrifendur sjálfir létu af hendi til að koma þeim á fram- færi opinberlega. I 3. gr. er lögð áherzla á það, að við leyfisveit- ingu skuli taka tillit til þess, hvort um sé að ræða óhæfilega röskun á friðhelgi einkalffs (otillbörligt intráng I registrerads personliga integritet). Við matið á þessu skal svo aftur virða eðli og magn upplýsinga og afstöðu þeirra ein- staklinga til skráningar, sem skrá- in tekur til, eða þá afstöðu, sem ætla má, að þeir hafi til hennar. Það segir að vísu I lok 4. gr., að leyfi til skráningar upplýsinga varðandi trúar- og stjórnmála- skoðanir eigi aðeins að veita, þegar sérstakar ástæður séu fyrir hendi. Líklegt finnst mér, að sér- stakar ástæður þættu vera fyrir hendi þar sem um helmingur kjósenda vill koma á framfæri opinberlega skoðun sinni um póli- tlskt málefni. c) Sænsku lögin hafa auðvitað fyrir augum skráningaraðgerðir, sem eru allt annars eðlis en sú röðun undirskrifta, sem Varið land lét fara fram. Ekki þarf að taka það fram, að forgöngumenn Varins lands hefðu sleppt tölvu- vinnslu, ef leyfis hefði verið synjað, og þá sennilega Iagt list- ana fram óleiðrétta, þar sem nær ókleift er að yfirfara slíkt magn I höndunum. d) Það skal tekið fram, að þess var frá upphafi vandlega gætt, að hvorki listar né úrvinnslugögn kæmust I hendur óviðkomandi að- ila. Þau ákvæði laganna, sem lúta að óheimilli meðferð eða afhend- ingu eiga þvl alls ekki við, sbr. 11. gr. og 20. gr. 1. um skráðar upplýsingar (datalag) og áður- nefnd 1. nr. 290/1973 um breyt- ingu á 1. nr. 249/1937. Andstæðingar söfnunarinnar hafa ekki farið rétt með efni og túlkun refisákvæðanna I 20.—21. gr., en ég hirði ekki að tína slíkt til, enda tel ég óþarft að taka slík atriði til alvarlegrar athugunar, þegar þvf fer svo fjarri, að lögin taki til heiðarlegra og samvizku- samlegra vinnubragða, sem frjáls- ir einstaklingar hafa viðhaft I frjálsu lýðræðisþjóðfélagi. UM HVAÐ VERÐUR KOSIÐ? Að mlnum dómi verða aðalmál kosninganna tvö: 1) varðveizla sjálfstæðis og öryggis Islenzku þjóðarinnar og 2) varðveizla mannréttinda, svo sem æru- verndar og friðhelgi einkalffs. Eg verð að harma, að sú samstaða, sem áður var með einlægum lýð- ræðissinnum úr Sjálfstæðisflokki, Alþýðuflokki og Framsóknar- flokki, hefur nú rofnað. Fram- sóknarflokkurinn hefur látið undan þrýstingi frá kommúnist- um og virðist nú vilja stefna beint I sömu sæng aftur, ef marka má ummæli forsætisráðherra sjálfs I hringborðsumræðum sl. miðviku- dagskvöld. Ef núverandi vinstri stjórn heldur völdum er ekki minnsti vafi á því, að landið verður gert varnarlaust. Verður þess þá vart langt að blða, að „varnarlína" sovézka flotans fær- ist vestur fyrir landið og póli- tískur þrýstingur úr þeirri átt aukist. Stöndum þvl saman á kjör- degi um varnarbandalag vestr- ænna þjóða og munum, að einu stjórnmálaflokkarnir, sem fyrir þessar kosningar hafa lýst yfir einörðum stuðningi við vestræna samvinnu, eru Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn. Hitt meginmál kosninganna lýtur að andlegu frelsi þessarar þjóðar. Hvers má vænta af þeim, sem leggja þá I einelti með skipu- lagðri ófrægingarherferð, sem hafa unnið það eitt til saka að segja skoðun sína á því, hvernig öryggi landsins verði bezt borgið og gefið öðrum kost á að segja skoðun sfna á því? Hvers má vænta af þeim, sem reyna að beita fyrir sig rithöfundasamtökum, blaðamannasamtökum og stúd- entasamtökum til að knésetja þá, sem vilja ekki una látlausum of- sóknum og freista þess að verja æru sína? Hvers má vænta af þeim, sem boða afnám löggjafar, er veitir borgurum þessa lands vernd gegn árásum á æru og einkalíf, einungis af þvf þeir þurfa sjálfir að standa ábyrgir gerða sinna?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.