Morgunblaðið - 27.04.1975, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRIL 1975
Biblische
Unterweisunn
Biibeíonderricht
T1TR073.S7 73?
reióubúinn aó fórna því, sem
nauðsynlegt er til aó hjálpa
meðbróóur sínum i neyð, er í
slæmri aöstöóu sem verjandi
sióalögmáls, sem bæði er
ákveðið og strangt i kröfum
sinum. (7)
Skyldur ríkisvaldsins
Það liggur þung skylda á
herðum hins opinbera að
vernda mannslífið, og sérstak-
lega rik er skylda þess, þegar
um er að ræða lif, sem er ógnað
á einhvern hátt eða getur ekki
varið sig sjálft. Til þeirra má
telja líf aldraðs fólks og
öryrkja, aumingja og vangef-
inna, sjúklinga og fátæklinga,
og líf þess barns, sem enn er
ófætt í þennan heim. — Það er
heldur ekki innan verkahrings
hins opinbera að ákveða um
gildi hins mismunandi forms,
er mannlegt líf tekur sér, t.d.
með þvi að veita heilsuhraust-
um meiri rétt til lífs en sjúkum,
greindum meiri iífsrétt en treg-
gáfuðum og ungum meiri rétt
til lífsins en öldruðu fólki,
o.s.frv.
Þá aðeins, er hið opinbera
verndar rétt þróttlitilla ein-
staklinga til óskerts lífs, getur
það vænzt þess að vera talið
þjóðfélag, sem sýnir mannrétt-
indum fullkomna virðingu.
Það hefur verið venja lög-
gjafans að beita refsingum sem
því vopni, er beztan árangur
ber i þessari vörn fyrir manns-
lífinu. En refsing er ekki
einasta Ieiðín — og varla sú
heppilegasta, til að vernda og
hlúa að lífi fólks. Heillavæn,
jákvæð löggjöf á sviði félags-,
menningar- og uppeldismála
getur og á í vaxandi mæli að
verja mannslíf það, sem enn er
í móðurlifi. (19)
Fóstureyðingar
og kristin ábyrgð
MIKIÐ er nú rætt um fóstur-
eyðingar og réttmæti þeirra.
Ymsir aðilar hafa látið til sín
heyra um málið á opinbcrum
vettvangi. Mest hefur borið á
baráttusamtökum þeim, sem
heimta ótakmarkaðan ákvörð-
unarrétt handa móðurinni til
að ráða yfir lífi fóstursins.
Olíklegt má telja, að þessi
kröfugerð gefi rétta mynd af
skoðunum og vilja íslenzkra
kvenna. Reyndar hafa margar
konur snúizt öndverðar gegn
því einkennilega „kvenrétt-
indamáli", að mæður geti að
eigin geðþótta fyrirskipað eyð-
ingu afkvæma sinna.
Mál, sem varöar
kirkjuna
Nú er hér um stórvægilegt
siðferðisvandamál að ræða.
Kristin kirkja hefur alla tíð
haft það hlutverk að útbreiða
og efla siðgæði í anda Frelsara
síns. Hún hlýtur því ævinlega
að boða mönnum lögmál Krists,
þ.e. kærleika til allra manna,
ekki sízt til hans minnstu
bræðra (Mt. 25:40). Þessi sam-
ábyrgð gagnvart lífinu, helgi
þess og réttindum, má ekki
gleymast í kirkjunni. Ef þjóð-
félagið vill ekki viðurkenna
þessar skyldur sinar, verður
kirkjan þeim mun fremur að
standa fast á grundvallarregl-
um sínum um lotningu fyrir
lífinu. Þrátt fyrir andstöðu og
skilningsleysi manna verður
kirkjan ætíð að halda fram rétti
lítilmagnans — bæði lífsrétti
hans og réttindum manna til
félagslegs öryggis.
Heilsteypt,
kristin afstaöa
Nú á dögum er kaþólska
kirkjan óneitanlega áhrifarík-
asti málsvarinn fyrir lífshelgi
ófullburða barna. Þetta hefur
hún sýnt með skýlausri and-
stöðu við fóstureyóingar í
kaþólskum löndum. Þessi af-
staða kirkjunnar hefur hingað
til komið í veg fyrir löghelgáðar
fjöldaaftökur á fóstrum í stór-
um hluta heims. En einnig hef-
ur hún á afgerandi hátt viður-
kennt það og boðað, að sam-
félaginu sé skylt að styðja og
styrkja allt vanmáttugt lif, t.d.
með félagslegum úrbótum fyrir
mæður og börn þeirra.
0
Umsjón:
Jóhannes Tómasson
Gunnar E. Finnbogason
ÞESSIR ERU HELZTU RÆÐUMENN
Biskupar kaþólsku kirkjunn-
ar á Norðuröndum hafa gefið
út merka yfirlýsingu: Fóstur-
eyðingar og kristin ábyrgð
(1971). Þessi bæklingur er til á
íslenzku, en i alltof fárra hönd-
um. Mér þykir vel við hæfi, að
nokkrir kaflar þessarar yfirlýs-
ingar birtist hér i blaðinu, því
að af henni má fræðast um hið
kristna viðhorf, eins og það er
boðað tæpitungulaust.
Kaflar þessir eru teknir á við
og dreif úr ritinu, en sums stað-
ar vikið til betra málfars, með
góðfúslegu leyfi dr. Hinriks
biskups Frehen.
— Jón Valur Jensson.
Ur yfirlýsingu
kaþólsku
biskupanna
Um siðferðislega grund-
vallarafstöðu kirkjunnar
Með umhyggju sinni fyrir
mannslífinu hefur kristin
kirkja, ætið frá fyrstu tímum,
tekið ákveðna stefnu gegn því,
að þungun sé slitið. Kirkjan
hefur skilyrðislaust varið rétt
fóstursins til lífs og vaxtar.
Bæði almennt áiit manna og
niðurstöður líffræðilegra rann-
sókna vorra tima hallast að þvi,
að á þeirri stundu, er getnaður
á sér stað, sé að finna upphaf
lifs með fóstrinu, — upphaf
sem er einstakt í sinni röð og
enginn vafi leikur á. Fóstrið
fær að vísu næringu sína frá
líkama móðurinnar, en er samt
sem áður ekki hluti liffæra-
kerfis hennar. Það er stað-
reynd, að fóstrið er eigin mann-
Mörg þúsund manna mót
ungmenna verður
haldið í Brússel seinast í
júlí nú í sumar. Þar koma
fram margir þekktir
ræðumenn svo sem Billy
Graham, Festo
Kivengere, sem sér um
Biblíulestur, ásamt Luis
Palau. Mikið verður um
alls kyns söng — margir
hópar koma fram og tjá
sig í tónlist, m.a.
Ghoralerna frá Svíþjóð,
sem voru hér á ferð fyrir
áramót. Mót þetta verður
kynnt í dag i Fríkirkj-
unni kl 17.00 og þar fást
nánari upplýsingar um
það.
vera, sem er að vaxa. Öþarfi er
að leita að öðrum ástæðum til
að skýra afstöðu II. Vatikan-
kirkjuþingsins, er það lýsti
virðingu sinni fyrir gildi
mannsins og tók afstöðu gegn
„öllu, sem andstætt er lífinu,
t.d. hvers kyns morðum, þjóðar-
morðum, fóstureyðingum, svo
kölluðum miskunnarliflátum
(euthanasia) og einnig sjálfs-
morðum að yfirlögðu ráði“
(Gaudium et spes). Þar segir
ennfremur: „Guð, sem yfir öllu
lifi ræður, hefur falið mann-
kyninu að vernda lífið, og gera
það á mannsæmandi hátt. Hlúa
ber að lífinu með mestu
umhyggju, allt frá getnaðar-
stundu. Bæði fóstureyðingar og
barnamorð eru verk, sem ber
að fordæma sem andstyggiiega
glæpi."
Afstaða kirkjunnar er þvi sú,
að virða það líf, sem frá fyrstu
getnaðarstundu er mannslíf.
(Úr6. gr.).
Ábyrgö samfélagsins
er að hlúa
aö þessu lífi
Sú hin sama samvizka, sem
skyldar hvern kristinn mann til
að líta á og virða fóstrið sem
veru, er hefur sitt eigið líf og
þá um leið rétt til að hlúð.sé að
því, skyldar hinn kristna mann
jafnframt til að vera hinni
verðandi móður til aðstoðar,
svo að hún geti borið og fætt
barn sitt án hættu fyrir hana
sjálfa og fjöiskyidu hennar.
Hjálp þessa má láta í té beint,
eða fyrir atbeina stofnana.
Skyldurnar leiða hvor af ann-
arri. Kristin trú getur ekki lagt
áherzlu á aðra skylduna án
þess, aó sú siðari njóti einnig
sama gildis. Sá, sem ekki er
EvangeiistischeVeranstoltongen I ^
r"" I Riunioni di
cHSSL 1____________| evan9Gliz2azione
n9«"zaC’°
M'est,a
r
— I þrælkunarvinnu
Framhald af bls. 18
fangelsisvistinni lauk. Ég fékk
lungnabólgu í Saxenhausen og
upp úr því slæma brjósthimnu-
bólgu. Maður fékk að liggja
inni rétt meðan vart varð hita
en um Ieið og bráði af mér, var
ég sendur út i erfiðisvinnu,
enda þótt vetur væri og ískalt.
Finnst mér stundum eftir á
furðulegt að ég skyldi yfirleitt
risa upp úr þessum veikind-
um.“
Leifur virðist ekki bera neinn
kala til hinnar þýzku þjóðar
nútímans þrátt fyrir þessa
reynslu. „Ég hef alltaf haft nóg
fyrir stafni síðan ég kom heim
og horfi þar af leiðandi ekki svo
ýkja mikið um öxl, en auðvitað
er þetta geymt en ekki gleymt.
Ég hef síðan átt leið um Þýzka-
land og þegar maður er á
gömlum slóðum og meðal
Þjóðverja rifjast iðulega upp
fyrir manni minningar frá þess-
um tíma. En samt er eins og
maður reyni að leiða þessar
minningar hjá sér, hugsi í
núinu og um framtíðina, og ég
heyri að ýmsum félögum
mínum frá fangabúðavistinni,
sem ég hef síðar hitt er eins
farið.“
Engu að síður eru sumar
minningar ásæknari en aðrar
— „eins og þegar ég lá sjúkur
og gat mig ekki hreyft meðan
sprengjurnar féllu allt I kring;
þá bara vonaði maður,“ segir
Leifur. „Ég á því varla aðra ósk
heitari en að hörmungar af
þessu tagi eigi ekki eftir að
dynja aftur yfir — að minnsta
kosti ekki yfir Evrópu, því að
þær eru því miður að endur-
taka sig annarsstaðar i
heiminum, t.d. Kambódíu og
Víetnam. Ég held að Is-
lendingar hafi ekki hugmynd
um hvað strið raunverulega er,
jafnvel þótt við yrðum fyrir
mannfalli i siðasta stríði og
kannski ekki minna en
styrjaldarþjóðirnar hlutfalls-
lega.“
JHovfsnnl'Inþiþ
nucivsincRR
^«-«22480