Morgunblaðið - 03.08.1975, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. AGÚST 1975
+
Þökkum innilega hlýhug og hluttekningu við fráfall og jarðarför
GUÐLAUGAR GUÐMUNDSDÓTTUR.
Elliheimilinu Grund færum við sérstakar þakkir fyrir frábæra umönnun
og hjúkrun síðustu æviár hennar.
Fyrir hönd vina og vandamanna,
Nfna Þórðardóttir,
Trausti Einarsson.
f
Konan mín, móðir okkar og amma
UNNUR ÓLAFSDÓTTIR,
Hagamel 22
verður jarðsungin frá Neskirkju miðvikudaginn 6. ágúst kl. 1 5.
Gísli Jakobsson,
böm, tengdabörn og barnabörn.
+
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför
SVEINBJÖRNS JÓNASSONAR
vélstjóra, Patreksfirði.
Grfma Guðmundsdóttir,
Lalla Sveinbjörnsdóttir Haraldur Jónsson,
Jónas Sveinbjörnsson,
Kópur Sveinbjörnsson, Rannveig Árnadóttir
og barnabörn.
+
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall
SNÆBJARNAR KALDALÓNS
lyfjafræðings.
Ester Kaldalóns, Hannes Blöndal
Erla Kaldalóns Hallgrfmur Njarðvfk
Selma Kaldalóns Jón Gunnlaugsson
Guðrfður Bang Karl O. Bang.
+
Við þökkum innilega auðsýndar samúðarkveðjur við andlát og jarðarför
móður okkar.
GUÐRÚNAR M. BJARNADÓTTUR
frá Keflavík,
Valdfs Sigurðardóttir
Jóhann Sigurðsson
Kristinn Sigurðsson.
+
Eiginkona mín, dóttir mín, móðir okkar og tengdamóðir
HALLDÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Barmahlfð 35
er lést i Landspítalanum þann 27. júlí s.l. verður jarðsungin frá
Fríkirkjunni í Reykjavik þriðjudaginn 5 ágúst kl. 13 30.
Blóm og kransar afþeðið, en þeir sem vilja minnast hinnar látnu, láti
liknarstofnanir njóta.
Stefán Steingrfmsson,
Marta Þorleifsdóttir, Stefán Stefánsson,
Guðmundur Hilmar Hákonarson, Marfa Valdimarsdóttir.
+
Kveðjuathöfn um móður okkar
SIGÞRÚÐI GUÐMUNDSDÓTTUR JESSEN
frá jsafirði
fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 5. ágúst kl. 1 5.00. Jarðsett
verður frá ísafjarðarkirkju fimmtudaginn 7. ágúst kl. 14.00. Þeim sem
vilja minnast hennar er bent á Kvenfélagið Hlíf á isafirði
Helga C. Jessen
Viggó R. Jessen Hulda R. Jessen
Sigurjón G. Þórðarson Kristfn Sigurðardóttir
Þór Birgir Þórðarson Erna Jóhannsdóttir
Jens Þórðarson Hansfna Gfsladóttir.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför ömmu okkar,
tengdaömmu og fósturmóður
ÞÓRUNNARÞÓRÐARDÓTTUR
prestfrúar frá Stað f Grindavík
Sérstakar þakkir færum við Halldóri Steinsen lækni og hjúkrunarliði
Landakotsspítala fyrir frábæra aðstoð og hjúkrun í veikindum hennar.
Bryndís Friðþjófsdóttir, Sigurður Valdimarsson,
Kristján B. Kristjánsson, Kristbjörg Jóhannesdóttir,
Brynhildur Kristjánsdóttir, Björn H. Björnsson,
Sigurður V. Guðmundsson, Eygló Þorgrímsdóttir,
og barnabarnabörnin.
Halldór Guðmunds
son — Minning
Fæddur: 16/9 1912.
Dáinn: 22/7 1975.
Drottinn gaf, drottinn tók.
Sú langa þraut er liðin,
þá loksins hlauztu friðinn.
Þegar ég frétti andlát vinar
míns, Halldórs Guðmundssonar,
setti mig hljóða, eins og alltaf fer
fyrir okkur þegar við fréttum lát
vinar eða vandamanna.
Halldór var fæddur að Seli i
Ásahreppi i Árnessýslu. Foreldr-
ar hans voru Sesslja Vigfúsóttir,
fædd að Króki i Ásahreppi, og
Guðmundur Jóhannesson, fædd-
ur að Seli i Ásahreppi, sem er
næsti bær við Krók.
Foreldrar Halldórs bjuggu
allan sinn búskap að Seli. Halldór
ólst upp í foreldrahúsum til 20
ára aldurs, er hann fiuttist að
heiman og fór í atvinnuieit til
Reykjavíkur.
Halldór var sá 11. í röðinni af 14
systkinum, 6 bræðrum og 8 systr-
um. Fjögur af systkinum hans eru
látin og er hann sá fimmti sem
flust hefur yfir landamærin og er
þar stórt skarð fyrir skildi.
Er Halldór kom til Reykjavíkur
frá heimabyggð sinni gerðist
hann leigubílstjóri hjá Litlu bíla-
stöðinni og vann þar um stuttan
tíma. Er Halldór hætti að vinna
þar, fór hann að vinna hjá Bif-
reiðastöð Steindórs og stundaði
hann akstur þar í 6—7 ár.
Þegar Halldór hætti þeirri at-
vinnugrein réðst hann í vinnu hjá
Ræsi og þaðan fór hann til Egils
Vilhjálmssonar. Vann hann þar í
6 ár, eða þar til hann þurfti að
hætta vinnu vegna þess sjúkdóms
sem að síðustu dró han til dauða.
Tíu ár liðu frá því að Halldór
fann fyrst fyrir sjúkdómi sínum,
þar til yfir lauk. Siðustu 2 árin
lagðist hann 8 sinnum á sjúkra-
hús og var á Vífisstöðum siðustu
vikurnar, þar sem hann iést að
morgni 22. júlí.
Fyrir um það bil 25 árum
kynntist Halldór eftirlifandi konu
sinni, Kristínu Ingimarsdóttur,
sem reyndist honum einstakur
förunautur á lifsleiðinni. Hjóna-
band þeirra var með eindæmum
gott og farsælt.
Kristin stundaði mann sinn
með einstakri þolinmæði og góðri
umönnun í hans þungu sjúkdóms-
raun, enda fann Halldór það og
mat mikils.
Halldór og Kristín eignuðust
tvö börn, Birgi, sem enn er í for-
eldrahúsum og Esther, sem gift er
Reyni Haraldssyni og eru þau
barnlaus. Eina dóttur átti Kristín
fyrir kynni þeirra Haildórs og
+
Þökkum auðsýnda samúð við
andlát og útför
FREDRIKKE KLAUSEN
frá Eskifirði.
Vandamenn.
heitir hún Bára Todd og er gift
Gunnari Sigurbjartssyni og er
hann eigandi að Verkframa, hann
dvelst nú á sjúkrahúsi. Bára og
Gunnar eiga 3 börn. Halldór
reyndist henni sem góður faðir og
börnum hennar sem hinn bezti
afi.
Halldór var maður hlédrægur,
prúður í allri framkomu og traust-
ur og góðurjvinur. Hann var dug-
legur í hvívetna og lét sig aldrei
vanta til vinnu. Hann var sam-
vizkusamur og góður verkamað-
ur. Vel var Halldór liðinn af
vinnufélögum og yfirmönnum
sínum og báru þeir virðingu fyrir
Halldóri sem sérstökum og góðum
vinnukrafti.
Halldór var hagur á margt og
fórust öll verk vel úr hendi og
hafði einnig mikið yndi af lestri
góðra bóka.
Halldór hafði gaman af öilum
ferðalögum og var mikill náttúru-
dýrkandi. Hann ferðaðist víða, þó
var heimabyggðin honum alltaf
kærust og hélt hann oftast á
heimaslóðir.
Halldór var dýravinur mikill,
en bar þó af með hestana, það
voru hans uppáhaldsvinir. Oft
brá hann sér á bak góðum gæð-
ingi og í vinahópi var þá alltaf
glatt á hjalla, sungið mikið og
hjalað.
Haildór var aðdáandi söng-
listarinnar, enda hafði hann
fallega og mikla söngrödd. Og er
vinir og vandamenn brugðu sér á
bak góðum gæðingum og hófa-
dynurinn barst um holt og hæðir
og margraddaður söngurinn barst
um loftin blá, þá var gaman að
vera ungur, enda hefur hugur
hans oft reikað til þeirra tíma og
Framhald á bls. 47.
— Hvert er
álit þitt
Framhald af bls. 3
Ragnar Tómasson hdl.:
Margt virðist óljóst um
ástandið í Portúgal. Þó er ljóst
að kommúnistar um allan heim
hafa eina sál, eina hugsun, eitt
takmark. Það ræðst af atvikum
hvort farin er leið lýðræðis eða
byltingar, hvort leiðin er stutt
eða löng, takmarkið er ævin-
lega eitt og hið sama: að
drottna með góðu eða illu.
Kommúnistar annarra Evrópu-
landa eru tvístfgandi. I hjarta
sínu fagna þeir merkum áfanga
félaga sinna i Portúgal en
heima fyrir vaknar upp gamla
kommagrýlan og áfram heldur
sama þrotlausa baráttan: að
sannfæra hrekklausan almenn-
ing um að svona muni þeir
aldrei haga sér.
Steinunn Sigurðardóttir
skáld og útvarpsfréttamaður:
Byltingar eru eins og ástamál
að því leyti að það er gagnslaust
að fíiósófera um þær fyrir-
fram.
Einar Karl Haraldsson frétta-
stjóri Þjóðviljans:
Það er harla erfitt að átta sig
á „byltingunni með blómið f
byssuhlaupinu“. Guðbergur
Bergsson segir i grein í Þjóð-
viljanum s.l. þriðjudag að eigin-
lega sé ekki hægt að skrifa um
byltingar nema I fortfð. Svo
hröð og flókin er atburðarásin
sem fylgdi i kjölfar liðsfor-
ingjabyltingarinnar, að jafnvel
þeir sem standa í henni meiðri
skilja vart samhengið, hvað þá
við, sem stöndum fjarri, og
treysta verðum meiri og minni
æsingafrettum f ihaldsfjölmiðl-
um, sem leggja gildismat kapí-
talfskra lýðræðisrikja á alla
þróun mála f Portúgal.
Sú þjóðfélagsumbylting sem
stjórnarbylting liðsforingjanna
hrinti af stað á sér þó greini-
lega sameiginlegt markmið f
vilja þorra portúgölsku þjóðar-
innar að losna úr viðjum hálfr-
ar aldar fasískra stjórnarhátta
og einokunarauðvalds. Lengra
nær eindrægnin ekki og þau
stjórnmálaöfl, sem að verki eru
í Portúgal, og flest hafa leystst
skyndilega og sókipulögð úr
læðingi, eru svo sundurþykk
að nærri stappar algjörri ring-
ulreið.
1 orði kveðnu er öll stjórn-
málaöfl í Portúgal, með herja-
hreyfinguna í broddi fylkingar,
sammála um að koma á sósíal-
isma. Öljósara er hverskonar
sósíalismi það er. Markmið liðs-
foringjanna, sem keppast við að
útnefna sjálfa sig hershöfð-
ingja og ráðherra, eru afar
óljós f þeim efnum. Þeir fara
með byltingarvaldið, en meðal
þeirra eru uppi deilur um fram-
tiðarstefnuna, og veikir það
stöðu þeirra.
Fram að þessu hafa herfor-
ingjarnir stuðzt við Kommún-
istaflokk Cunhals, sem er bezt
skipulagða stjórnmálaaflið f
Portúgal. Ekki þyrfti það að
koma mjög á óvart þótt þeir
söðluðu um þegar fram líða
stundir og tækju upp samvinnu
við Soares og jafnaðarmenn
hans.
Einna helzt má lfkja ástand-
inu í Portúgal við fjöltefli her-
foringja og háskölamanna í for-
ystu stjórnmálaflokka, þar sem
framtíð portúgalskrar þjóðar er
lögð að veði. Eins og stendur er
erfitt að sjá hver teflir af
mestri leikni, hver hefur beztu
skilgreininguna á stöðunni,
hverjum verða á mistök, og
hver vinnur flestar skákirnar á
endanum. 1 versta falli getur
„blómabyltingin“ snúizt upp f
andhverfu sína og einhver ein-
ræðisseggur hrifsað til sín ein-
ræðisvald með tilheyrandi ógn-
arstjórn.
Útkoman á byltingartilraun-
inni f Portúgal hlýtur þó alltaf
að verða metin í ljósi þess hvort
hún tryggir pórtúgölsku þjóð-
inni raunhæft frelsi og efna-
hagslegar framfarir til fram-
búðar.
Ef niðurstaðan yrði nú þrátt
fyrir allt f þeim dúr væri ósk-
andi að ritstjórn Morgunblaðs-
ins hefði þann þroska þá að
fagna þeirri þróun, enda þótt
Portúgalir kysu að kasta auð-
valdsskipuiaginu fyrir róða.
Þorsteinn Thorarensen
rithöfundur:
Þegar litið er til atburða í
frumstæðum og fátækum
löndum eins og Portúgal,
Grikklandi og Indlandi, er út i
bláinn að áfellast valdhafana
fyrir að viðhalda ekki vestrænu
lýðræði.
Hið marglofaða lýðræði er
sjaldan eins og spámenn þess
lýsa þvi í hátíðarræðum, og þar
sem allan efnahagslegan og fél-
agslegan grundvöll skortir,
verður úr því tóm hræsni.
Ég undrast því hvorki fram-
ferði frfskra fasistahershöfð-
ingja né portúgalskra kommún-
istahershöfðingja, þó að þeir
sýni rétt andlit ofbeldis. Við-
brögð þeirra spretta upp úr
öfgum og andstæðum samfél-
aga, sem kunna engar leik-
reglur lýðræðis.
Þegar að kreppir f hungurs-
neyð, atvinnuleysi og allt kemst
í þrot f stjórnspillingu, verður
líka tómt mál að tala um mál-
frelsi. Þegar stjórnvöld standa
gagnvart óleysanlegum hörm-
ungum og upplausn leiðir af
sjálfu sér, að þau verða að tak-
marka málfrelsið, þar sem það
er sfðast aðeins orðið skálka-
skjól málskrafanna og niður-
rifsmanna, sem sjálfir kunna
sér engar hófstilltar leikreglur
lýðræðis. Þetta gildir jafnt um
Portúgal og Indland, þvf miður.
En þó að maður taki lýðræðið
ekki allt of hátíðlega f slíkri
eymd, verður þó að gera sér
grein fyrir öflum þjóðfélagsins
og það sem ég ekki skil, er
hvernig örlítill minnihluta-
hópur eins og portúgalskir
kommúnistar, með aðeins 10%
þjóðarinnar á bak við sig, ætlar
að gera sig að herrum yfir
öðrum. Það sýnist mér ólíklegt
að takist, jafnvel þótt þeir út-
helli blóði.