Morgunblaðið - 03.08.1975, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. AGUST 1975
47
Þórður Möller
yfirlæknir látinn
ÞÓRÐUR Möller, yfirlæknir á
Kleppsspítalanum lézt í Reykja-
vík sl. föstudagskvöld, 58 ára að
aldri. Hann var fæddur 3. janúar
1917. Foreldrar hans voru Þóra
Þórðardóttir Guðjohnsen og
Jakob Möller, fyrrum ráðherra.
Hann varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1935 og
lauk læknisprófi við Háskóla Is-
lands 1945. Siðan stundaði hann
framhaldsnám og starfaði við
sjúkrahús i Kaupmannahöfn,
London og Osló, auk læknisstarfa
hér heima. Hann var m.a. yfir-
læknir fávitahælisins i Kópavogi
1952—1956.
1958 varð Þórður kennari i geð-
sjúkdómafræðum við Háskóla Is-
lands og jafnframt yfirlæknir
Kleppsspítala.
Þórður tók mikinn þátt i félags-
málum, þó sérstaklega innan
KFUM. Kona hans var Kristín
Magnúsdóttir.
r
Attræður
Attræður verður á morgun, 4. ág.
Þórhallur Geirfinnsson, fyrrum
bóndi á Botni í Þorgeirsfirði, nú
til heimilis að Ásgarði á Sval-
barðsströnd. Þórhallúr verður að
heiman á afmælisdaginn.
— Portúgal
Framhald af bls. 1
félagsskipan og fornri menn-
ingu.
I bænum Evera í héraðinu
Alemtejo, sem er eitt helzta
vígi vinstrisinna og kallað
„Rauða Alemtejo", hafa hópar
vopnaðra manna ráðizt á land-
búnaðarverkamenn sem hafa
lagt undir sig bændabýli. Sömu
sögu er að segja í mörgum öðr-
um héruðum Portúgals þótt
vopnum sé ekki alltaf beitt.
Yfirvöld í afskekktum héruð-
um eiga fullt í fangi með að
framfylgja nýsettum lögum og
stefnumiðum byltingarinnar,
hreinsanir embættismanna á
landsbyggðinni eru ekki fram-
kvæmanlegar vegna litils
stuðnings almennings og örygg-
isþjónustan COPCON mætir oft
óvirkri andstöðu hægrimanna
og óhlýðnisaðgerðum annarra
landsmanna.
Þannig á COPCON oft fullt í
fangi með að handtaka and-
stæðinga stjórnarinnar og
halda uppi lögum og reglu.
COPCON getur barið niður
einangruð uppþot en þjóðin
mun alltaf finna einhver ráð til
að streitast gegn byltingunni,
segir de Figueirado.
Árásir hafa verið gerðar á
miðstöðvar flokka sem eru
hlynntir kommúnistum i
Oporto og öðrum bæjum í
Norður-Portúgal, kveikt hefur
verið í ritstjórnarskrifstofum
blaða sem fylgja byltingarsinn-
um að málum og 1 fornum bæj-
um eins og Batalha skammt frá
Lissabon er kirkjuklukkum
hringt um leið og fólk hrópar:
„Niður með kommúnismann“.
1 mörgum þorpum fá örfáir
kommúnistar sem í þeim búa,
ekki að yfirgefa heimili sín
nema með leyfi sérstakra
nefnda andstæðinga þeirra. Þar
sem fylgi kommúnista er Iitið
er byltingarstefnan því ófram-
kvæmanleg og MFA er að gera
sér grein fyrir því. Á öðrum
svæðum (fylgi kommúnista er
mest I suðurhlutanum) vekja
sósíalismaáform andúð enda er
venjulegu fólki fyrst og fremst
umhugað að verja eignir sínar,
hús og jarðir.
Socialista, timarit flokks dr.
Soares segir: „Það sem er að
gerast I Portúgal stefnir ekki i
átt til sósialisma. Það er tilraun
i rannsóknarstofu. Rússar vilja
sýna að i hálfevrópsku landi
eins og Portúgal sé hægt að rífa
allt niður.... Er ennþá rikis-
stjórn I Portúgal? Ef svo er
ekki eigum við ekki annað eftir
en að skrifa á húsveggi eins og
einhver gerði í Prag 1968:
„Vaknaðu Lenin. Þeir eru
gengnir af vitinu.“
— Forsetahjónin
Framhald af bls. 48
Er komið var 1 vogahyggð tóku
á móti hópnum konur úr kven-
félagi sóknarinnar, ásamt fleira
fólki sem eingöngu hafði komið
til að heilsa upp á Islending-
ana: Þarna var borinn fram
ríkulegur hádegisverður, og
þegar séð varð að ekki vannst
timi til að ljúka samræðum var
ákveðið að hópurinn drykki
þarna einnig eftirmiðdagskaffi.
Margt af fólki af íslenzku bergi
brotið býr þarna og fslenzka var
töluð eins og við værum komin
heim.
Frá Vogum var haldið til
Duffin og frá þvi hefur áður
verið sagt, og eins veizlunni hjá
dr. Bjarka Jakobssyni í
Neepawa. Frá Neepawa var
haldið til Brandon og
Glenborough. Riding Mountain
þjóðgarðurinn er ákaflega fal-
legur staður, og þar sáu ungl-
ingarnir margt sem þeir höfðu
aldrei áður séð, t.d. vísunda,
dádýr, elgi, skógarbirni o.m.fl.
Brugðu þau sér svo á hestbak
en ekki held ég að þeim hafi
öllum fundist að þarna væri um
gæðinga að ræða. Á miðviku-
daginn var svo haldið áfram
ferðinni, en það var heitasti
dagur ferðarinnar. Var hitinn
milli 35—40 stig á Celsíus. Gist
var í Glenborough, og svo hald-
ið til Winnepeg með viðkomu í
öskju og skoðað þar minja-
safnið.
I Torpage var boðið til
hádegisverðar af bæjarstjórn. I
Winnepeg var gist í lúterskri
kirkju og þar mikið af islenzku
fólki I söfnuðinum. A föstu-
daginn var boðið til hádegis-
verðar af Hudson Bay Company
og haldið þaðan til Fort Derry
sem er gömul verzlunarmiðstöð
á bökkum Rauðár. Eftir að hafa
skoðað þennan fræga stað var
boðið til veizlu í lystigarði Sel-
kirkjubæjar. Undi æskufólkið
sér þar einkar vel. Sumir fengu
sér sundsprett í Iaug í garðin-
um, en kaldur myndi sá póllur
þykja til sundiðkana heima á
Islandi. Þar vbru einnig nokkr-
ir aðrir Austur- og Vestur-
Islendingar og skemmtu sér
með unglingunum. I veizlulok
var dansað og sungnir íslenzkir
söngvar. KI. 10 var svo komið til
Árborgar og þar voru gest-
gjafar fyrir til að taka á móti
gistivinum sínum.
I dag fer svo fólkið að
streyma til hátiðarhaldanna á
Gimli, sem byrja með pönnu-
kökuveizlu þar á hafnar-
svæðinu. Aðal hátíðahöldin
verða svo á mánudag, og þar
mun m.a. flytja ræðu forseti
Islands, dr. Kristján Eldjárn,
en hann kom ásamt forseta-
frúnni, frú Halldóru Eldjárn,
og föruneyti þeirra til Winne-
pegborgar kl. 2 i gær.
— Kúrdar
Framhald af bls. 1
irvalda, síðan í janúar á þessu ári.
I framhaldi af þessum upplýs-
ingum hafði Morgunblaðið sam-
band við Gisbert Janiche í Hels-
ingfors, en hann á sæti í finnsk-
kúrdísku nefndinni. Sagði hann
að erfitt væri að fá nákvæmar
upplýsingar um ástandið hjá
Kúrdum í Irak vegna þess að lok-
að hefði verið fyrir allt upplýs-
ingastreymi frá landinu og að
Kúrdar væru algerlega einangr-
aðir. Þó væri um það orðrómur að
ofsóknum gegn Kúrdum hefði
hvergi linnt, þrátt fyrir loforð
Iraksstjórnar um uppgjöf saka.
Janiche sagði að það sem gerði
ástandið verra fyrir Kúrda væri
að engin stjórnarandstaða væri í
landinu og erlend riki, og stofnan-
ir gerðu nánast ekki neitt til að fá
Irakstjórn til að hætta ofsóknun-
um. Almennt hefði verið búist við
þvi að pólitlskir fangar yrðu látn-
ir lausir samkvæmt samningi um
sakaruppgjöf, en allt benti til
þess að hið gagnstæða hefði gerst.
Fjöldi flóttamanna, sem snúið
hefur aftur, hefur verið tekinn af
lífi. ----------------
— Costa Gomes
Framhald af bls. 1
sögðu í dag að um 100 hermenn
hefðu umkringt aðalstöðvar
kommúnista i bænum Famalico i
Norður-Portúgal eftir að herskáir
flokksmenn skutu á hóp mótmæl-
enda og særðu tvo alvarlega.
Hafði mannfjöldi gert aðsúg að
aðalstöðvunum og hafði verið
róstusamt I bænum I nótt.
Hvað er aðheyra?
Framhald af bls. 5
tangóinn „Jalousie", og eins léttklass-
ísk lög, t.d. sænska lagið „Tornarna"
eftir Sjöberg."
Baldir til stuðnings á ferðalaginu
verða þeir Eyþór Þorláksson gítarleik-
ari, Guðmundur Steingrimsson
trommuleikari og Ómar Axelsson
bassagitarleikari, auk þess sem Hjálm-
týr Hjálmtýsson tenórsöngvari syngur
nokkurlög.
„Ég hafði upphaflega hugsað mér að
láta þáttinn heita Tónaferð til tuttugu
landa," sagði Baldur, „og hafði undir-
búið hann sem slikan. En i miðri upp-
töku biluðu upptökutækin, þannig að
tónaferðin náði ekki nema til tiu landa.
Ég var hins vegar á förum til Spánar og
því varð ekki af þvi að seinni helming-
urinn yrði tekinn upp. En kannski verð-
ur af þvi siðar."
BRYNJÓLFUR BISKUP SVEINSSON
Þórhallur Guttormsson cand mag.
flytur erindi, sem nefnist „þriggja alda
minning Brynjólfs biskups Sveinsson-
ar" kl. 19.35 á þriðjudagskvöldið, en
þann dag, 5. ágúst, eru liðin 300 ár
frá dauða biskupsins.
— Eyjar
Framhald af bls. 48
kl. fjögur aðfaranótt Iaugardags,
en vegna veðurs lauk dansinum á
þriðja tímanum um nóttina.
I gærmorgun hafði stytt upp í
Eyjum og birt til og bundu menn
vonir við að bjart yrði allan dag-
inn og að sem minnst rigndi, en
þó var útlit fyrir skúraveður.
- Hvað er að sjá?
Framhald af bls. 5
upptöku hjá HljóÖritun hf. i Hafnar-
firði, þar sem þeir léku undir á Plötu
Megasar, og um kvöldið fórum við á
dansleik hjá þeim i Festi."
Auk Egils voru kvikmyndatöku-
maður og hljóðupptökumaður á hæl-
unum á Júdasi allan daginn — „og við
kvikmynduðum strákana i öllu sem
þeir gerðu, þegar þeir voru að borða,
fara á klósettið og hvað sem var, eða
nærri þvi."
Kvikmyndaefnið, sem þannig fékkst,
var um þriggja stunda langt, en var svo
klippt niður i hálftima þátt.
— Minning
Framhald af bls. 33
sýsia er nú á félagsvæði Dags-
brúilar. Brynjólfur var mála-
fylgjumaóur og var trúr þeim
málslað sein ltann bárðist f.vrir
hvort lteldur var á þessum vett-
vangi eða iiðrum í þeiin féliigum,
sein liann starfaði um ævina.
Hann var tryggl.vndur og vinfast-
ur, vinur vina sinna. en al'skifta-
lftiim um aðra sein ekki voru
honum að ska|)i.
á hinum velþegntt og miirgu
heimsóknum hans á heimili okkar
hjóna snerust umræður oftast ttm
verklegar framkvaimdir, sem
vortt á döfinni á hverjmn tima, en
fyrsta verk hans hér var að smiða
brú á heimreiðina er gamla brúin
bi'laði í mikluin valnaviixtum einn
véturinn. Hann téiknaði biúna
með járnum og iillu sem f.vlgir og
reisti liana fljótt og vel, þannig að
hún hefir dugað vel og borið upp
hin stórvirku tæki, sem tilheyra
búnaði Hitaveilunnar og Orku-
stofnunar við borframkvæmdir
hér á siðustu áruin. Þá stýrði
hann framkvæmdum við bygg-
ingu úlilnisa hér á jiirðinni og
ibúðarhúss, svo að hvergi sésl
sprunga og hvergi dre.vrir dropa
inn uni veggi eða glugga, hvernig
svo sem hin sunnlenska ringing
og veðrátta lætur. Þeim lærðu og
skólagengnu mönnum, sem að
byggingum stóðu, þóttu ráð hans
oft frumleg en ávallt góð, og sam-
starf þessara aðila við smiðinn
var ágætt svo af bar. Hann aflaði
sér kunnáttu í bókum, en einnig
og ekki síður meó langri reynslu
við hin margvíslegu störf, sem
hann stuhdaði um ævina.
Síðustu árin bjó Brynjólfur i
Selás vjð Reykjavík og undi þar
einn i eigin húsi við ýmiskonar
föndur svo sem skeifnasmiðí og
fleira. Brynjólfur kvæntist ekki,
en eignaðist eina dóttur,
Guðmundu, sem er gift og búsett
á Djúpavogi og var honum dóttir-
in einkar kær.
Að leiðariokuin vil ég votta að-
standendum samúð og færi
hinum látna þakkir fyrir liðnar
samveruslundir og samstarfið.
Síðasta heimsókn hans á heimili
okkar var i mannfagnaði á siðasl-
liðnum vetri og við það tækifæri
var hann hrókur alls fagnaðar og
flutti frumsamið kvæði, sem hann
færði í Ietur í gestabók. Visur
þessar segja raunar allt sem segja
þarf á skilnaðarstundu og síst
grunaði okkur þá að endalokin
yrðu með svo skjótum hætti sem
raun ber vitni.
Jón M. Guðmundsson,
Reykju m.
— Verzlun
Framhald af bls. 19.
vörusölunni. Þetta var svo erfitt.
Maður fékk t.d. kartöflur I stórum
sekkjum og varð að vigta þær
sjálfur I tveggja kílóa poka. Eins
var með sykurinn og margt ann-
að. Að lokum losaði ég mig við
matvöruna og tók verzlunarpláss-
ið allt undir vefnaðarvöruna. Hún
er meðfærilegri og skemmtilegri
söluvara."
„Mig dreymdi alltaf um að
koma á fót virkilega flottri verzl-
un. Það er þó einhvern veginn
þannig, að mér hefur alltaf fund-
ist ganga af manni i þessu starfi
frekar en hitt,“ segir Þórey.
„Þetta verður líka sifellt erfiðara.
Sem dæmi má nefna erfiðleikana
hvað fjármálin snertir. Heildsal-
arnir gefa æ styttri gjaldfrest.
Núna bjóða þeir helzt ekki víxla-
viðskipti nema til eins og hálfs
mánaðar. Það er alltof stutt ef
erfiðlega gengur.“
En hefur það nokkurn tima
hvarflað að þessari fullorðnu
konu að draga sig í hlé? Ennþá
sér hún sjálf um bókhald og inn-
kaup verzlunar sinnar.
„Nei, ég læt mig ekki dreyma
um að hætta kaupmennskunni
nærri strax,“ svarar hún snöggt.
„Ég hef heldur ekki efni á því. Þó
ég sé búin að vera við þetta i
marga áratugi ætti ég ekki fyrir
margra ára vist á Hrafnistu. Ég
veit að fólk segir si svona: Kerl-
ingin í Þorsteinsbúð á nóga pen-
inga, en það er því miður ekki
staðreyndin. Ég er í rauninni
fátæk. — En verið þið ekki að
hafa þetta eftir mér. Fólk tekur
þetta sem barlóm, en þetta er
fakta!"______ ______
Minning Halldór
Framhald af bls. 32
sjá lífið í sínu rétta ljósi í hópi
þeirra sem voru honum kærastir.
Halldór var hrókur alis fagnaðar i
góðum vinahópi.
Halldór hafði gantan af allri úti-
vist og naut þess að njóta fegtirð-
ar nátlúrunnar i félagsskap fjiil-
skyldunnar.
Þegai- ég sem þetta skrifa,
heyrði lát Halldórs, langaði mig
til að setja örfá kveðjuorð á blað,
þó ég búist við að aðrir skrifi um
hann og geri því betri skil.
Halldór kom mér fyrir sjónir
sem hugljúfur drengskapar-
maður, hýr, í bragði og hlýlegur í
viðmöti, broshýr og með léttan
húmor. Gott viðmöt sem mér féll
svo vel, rólega framkomu og prúð-
mannlega. Halldór var heimakær
maður og féll bezt að vera alltaf
sem næst fjölskyldu sinni og
njóta samvistar við hana.
Gagnkvæm virðing ríkti innan
fjölskyklunnar.
Börnuin og barnabörnum var
hann mikils virði og eflaust hefur
hann oft tekið afabörnin á bné sér
og sungið við þau.
Ilalldór var blíður í lund og
allri framkomu. Siöast þegar ég
sá Halidór, þá var hann nokkuð
hress og talaði hann mikið um þá
umönnun sem hann fékk á þeim
sjúkrahúsum sem hann hafði leg-
ið á. Hann dásamaði mikið þann
kærleika og ástúð sér tii handa,
sem hann hafði fundið hjá starfs-
liði sjúkrahúsanna og gott viðmót.
Það var dásamleg tilfinning að
finna hver drottins ljós lýsti upp
hug þessa sjúka manns sem bar
sínar þjáningar með einstakri
karlmennsku og þrautseigju.
Ég þakka Halldóri hjartaniega
fyrir góð og elskuleg kynni og
vináttu sém hann sýndi mér i
hvfvetna.
Fjölskylda min bióur Kristínu
börnum hennar og barnabörnum.
ásamt vinum og ættingjum öðr-
um, blessunar drottins og vottar
þeim innilega samúð.
Bið ég guð að styrkja þau i sorg
og söknuði og lofa guð fyrir lausn
Halldórs frá þrautum hans og
þjáningum, en við vitum að látinn
lifir.
Hann er nær sínum ástvinum
og umvefur þá meó ekki minni
kærleika og hjartgæzku en hann
gerði í lifandi lífi, þvi í húsi föður
míns eru mörg híbýli.
Far þú i friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Guðrún Hansdóttir.
— Nordjamb
Framhald af bls. 35
veður, og þeir sem þekkja ána segja
að hún jafni sig á tveimur dögum.
Og væntanlega hefur rigningin gert
gróðrinum gott, því að uppskeran
var að eyðileggingu komin eftir
þurrkana," sagði Þuríður og brosti
við.
Næst hittum við að máli Steinunni
Harðardóttur með stokkbólgna hönd
í fatla. Hún hefur orðið illilega fyrir
barðinu á mýbitinu við ána, en er nú
á batavegi, eftir að hafa orðið að
leita sér læknishjálpar.
Steinunn, er þetta annars ekki ein-
göngu drengjaskátamót?
„Þátttakendurnir eru eingöngu
drengjaskátar, enda hafa kvenskáta-
og drengjaskátahreyfingarnar verið
aðskildar frá upphafi, en viða hefur
verið tekið upp samstarf ! meira eða
minna mæli, m.a. á öllum Norður-
löndunum. Þar er verkefnum ekki
lengur skipt eftir kynjum og þegar
um stórbrotið verkefni eins og þetta
mót er að ræða. eru allir starfskraft-
ar nýttir hvers kyns, sem þeir eru."
Steinunn hefur aðallega haft á
sinni könnu spor, sem lýsir röskun á
jafnvægi náttúrunnar.
„Við köllum þetta spor „Við
byggjum borg". Við reynum að sýna
hvernig borgir verða til, með þv! að
láta þátttakendur byggja líkön af
tveimur borgum. Önnur er byggð
eftir fyrirframgerðu skipulagi, þar
sem tiltekið er hverskonar byggingar
eiga að vera á hverju svæði, en hin
fær að byggjast eftir frjálsu formi,
þannig að þátttakendur bæta við
hana eftir eigin geðþótta. Við von-
umst til þess að þetta vekji krakkana
til umhugsunar um lifsskilyrði ibúa t
borgum og áhrif borganna á náttúru-
legt umhverfi sitt."
Guðbjartur Hannesson sér um
sporið „í slóð Eskimóa", sem fjallar
um samspil manns og náttúru. Þar er
leitast við að sýna hvernig Eskimóar
gátu lifað af gæðum lands og sjávar
einum saman i fullkominni sátt við
náttúruna. „Við leggjum áherslu á,"
sagði Guðbjartur, „að sýna hvernig
veiðidýr þeirra, selurinn, var nýttur
til hins ýtrasta. Kynningu á lifnaðar-
háttum þeirra er skipt í fjóra þætti:
vopn og veiðarfæri, farartæki, hýbýli
og veiðiaðferðir. Þessu fá þátt-
takendur að kynnast af eigin raun
með þvi að smiða veiðarfæri og
sleða og búa til likan af snjóhúsi úr
leirkögglum. Þeir reyna svo veiðar-
færin að lokum með þvi að skjóta
skutli og af boga að marki, sem
útbúið er sem selur."
Guðbjartur segir okkur að lokum
frá sporinu: „Frá korni til brauðs",
þar sem kynnt eru öll skrefin, sán-
ing, uppskera, þresking, mölun og
bakstur með upprunalegum
áhöldum, sem skátarnir spreyta sig
við að beita.
Annað verkefni, sem er i höndum
Íslendinga er stjórn einnar af tjald
búðum mótsins. Allar bera tjald-
búðirnar einhver landfræðileg heiti
frá Norðurlöndum og eru búðirnar,
sem Íslendingarnir sjá um nefndar
HEKLA. Þarna gista 1600 skátar frá
27 þjóðlöndum, þannig að tungu-
málin eru mörg, sem islensku starfs-
mennirnir verða að bregða fyrir sig.
Öll matseld i tjaldbúðunum fer fram
yfir opnum eldi. Tjaldbúðarstjóri i
Heklu er Arnlaupur Guðmundsson.
Kristin Bjarnadóttir/t.g