Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 235. tbl. 62. árg. MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Vestur-þýzkir skuttogar- ar á veiðum á Reykjanes- hrvgg í gær, nokkrar míl- ur fyrir utan gömlu 50 mílna mörkin. Lengst til vinstri er aóstoðarskipið Meerkatze. Ljósm. Mbl. Friðþjófur Fiskveiðilögsagan 200 mílur: Semjum til sigurs — eða berjumst til sigurs FISKVEIÐILÖGSAGA lslands var færð út f 200 sjómflur á miðnætti s.l. en þá tók gildi reglugerð sú, sem Matthfas Bjarnason, sjávarútvegsráðherra undirritaði hinn 15. júlí s.l. Þar með hefur fiskveiðilögsagan stækkað úr 216 þúsund ferkílómetrum f 758 þúsund ferkflómetra. t ávarpi Geirs Hallgrfmssonar, forsætisráðherra, til þjóðarinnar, sem birt er f heild f Morgunblaðinu f dag, segir hann m.a.: „Lffsbjörg okkar er f veði og málstaður okkar svo sterkur, að sigur mun vinnast með fullum yfirráðum Islendinga yfir fiskimiðunum.“ Forsætisráð- herra vfkur einnig að hugsanlegum samningum við aðrar þjóðir og segir. „Við munum ekki gera neina samninga, sem ekki eru f fullu samræmi við hagsmuni okkar og annaðhvort munum við semja til sigurs, eða ef það verður hlutskipti okkar, berjast til sigurs“. 1 einkasamtali við Morgunblaðið, sem birt er á baksfðu blaðsins f dag segir Amerasinghe, forseti hafréttarráð- stefnunnar, m.a.: „Fylgi við 200 mflna efnahagslögsögu fer hraðvaxandi og hefði gert það, hvort sem var.“ Samkvæmt þeim upplýsingum sem Morgunblaöið fékk í gær- kvöldi hjá Landhelgisgæzlunni voru 74 erlend skip á veiðum við landið í gær. Þar af voru 50 brezkir togarar 16 vestur-þýzkir, 5 færeyskir og 3 belgískir. Brezku togararnir voru dreifðir á svæði frá Hvalbak norður um að Húnaflóa. Flestir voru á Þistil- fjarðargrunni, 23 togarar, og 11 togarar voru suður af Hvalbak. Allir brezku togararnir nema þrír voru að veiða í hólfum milli 12 og 50 mílnanna, en 5 af 6 hólfum eru þeim nú opin til veiða. Vestfjarða- hólfið eitt er lokað í september og október, en það nær frá Bjarg- töngum að Horni. Þrír brezkir togarar voru á veiðum utan við 50 milna mörkin. 16 vestur-þýzkir togarar voru á veiðum við landið f gær og 3 voru á heimleið af Islandsmiðum. 7 af þessum togurum voru á Reykja- neshryggnum og 9 voru á veiðum útaf Hvalbak. Allir nema einn voru fyrir utan 50 milna mörkin og átti að stugga þessum eina út fyrir i gærkvöldi. Belgisku togararnir voru allir þrir á veiðum i hólfum milli 12 og 50 mflna markanna á Reykjanes- hrygg. 5 færeysk veiðiskip voru á segir Geir Hallgrímsson, forsætis- ráðherra, í ávarpi til þjóðarinnar veiöum undan Suðurlandi, sum mjög djúpt. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins fóru sfðdegis í gær í flugferð út á togaramiðin út£(f Reykjanesi. Upphaflega var ætlunin að fljúga yfir miðin suð- austan við land, þ.e. við Hvalbak þar sem bæði brezkir og þýzkir togarar voru en skyggni var svo slæmt að það reyndist ekki unnt. A Reykjaneshryggnum voru 11 skip á veiðum, 7 vestur-þýzkir togarar, 3 belgískir og einn íslenzkur togari, Þormóður Goði. Fyrst var flogið yfir belgisku togarana enda þeir næst landi í hólfum milli 12 og 50 milna markanna. Belgisku togararnir eru litlir siðutogarar, miklu minni en vestur-þýzku drek- arnir sem voru á veiðum utar. Eftir að Morgunblaðsmenn höfðu sveimað aðeins yfir belgísku togurunum var haldið út að 50 milna mörkunum. Enginn af Franihald á bls. 7 ■ > mm ■ JI’liiill MntihÍHs HjarnaMui s|évari'ilvvgsn Dagur gleði og ánægju llvtrt <nt tlvlrl |.|A«Vlr Ivlgli, slvlnn Islvnilliiuii I lnniflivl|(lsiiiáll I tilefni af útfærslu fslenzku fiskveiðilögsögunnar f 200 mflur er i Morgunblaðinu f dag blaðauki helgaður Iandhelgisbarátt- unni auk þess sem f aðalblaðinu birtast viðhorf sjómanna og stjórnmálamanna til útfærslunnar. Efni blaðaukans er annars sem hér segir: # Dagur gleði og ánægju. Viðtal við Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra....................bls. 13 0 Flotinn og mennirnir við stjórnvölinn ................14 0 Sagan, þörfin og rétturinn. Otfærslur islenzku fiskveiðilandhelginnar ...........................15—16 0 Barátta fyrir miklu velferðarmáli. Viðtal við HansG. Andersen, sendiherra........................17 0 200 mílurnar og 50-menningarnir .................18—19 O Landhelgisgæzlan hlýtur alltaf að vera dýr.........20—21 # ÍJtfærslan 1952 og löndunarbannið í Bretlandi ....22—23 % Landhelgisbaráttan i rnyndum................. 24—25—26 0 12 mflurnar 1958 ................................ 28—29 # 50 milna útfærslan 1972 ........................ 30—31—32 9 ísland og Norðurhöf eftir Svend Aage Malmberg.......34—35 0 Kort af hinni nýju fiskveiðilögsögu ...................36

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.