Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 19
18 200 mílur \ MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1975 Fulltrúar 50 menninganna fluttu ríkisstjórn Islands áskorun um 200 mflna fiskveiðilögsögu. — Einar Ágústsson, sem þá gegndi starfi forsætisráðherra tekur við skjölunum. 200mílurnar og 50 menningarnir öllum flokkum. Áskoruninni var þegar vel tekið af öllum þorra manna og má geta þess, að Morgunblaðið fagnaði henni i forystu- grein sama dag og hún var birt. Þar segir m.a.: „Með hliðsjón af þeirri þróuri, sem nú á sér stað, er eðlilegt að Islendingar taki ákveðna afstöðu og lýsi þeirri stefnu, að þeir muni styðja 200 sjómílna regluna.“ I tilefni þess, að draumurinn um 200 mílurnar er í dag orðinn að veruleika sneri Mbl. sér til nokkurra forystumanna 50- menninganna og bað þá svara spurningunni: Hvað er þér efst í huga á þessum merku tímamótum? Svör þeirra fara hér á eftir. FÖSTUDAGINN 27. júlí 1973 birtist í islenzkum fjölmiðlum áskor- un 50 nafnkunnra áhugamanna um sjávarútvegsmál til Alþingis og ríkisstjórnar, þar sem skorað er á þessa aðila „að lýsa nú þegar yfir, að íslendingar muni krefjast 200 mílna fiskveiðilögsögu á væntan- legri hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, — og skipi sér þar með á bekk með þeim þjóðum, sem hafa lýst yfir 200 míium,“ eins og komizt er að orði í áskoruninni. Þar með var stigíð fyrsta skrefið á opinberum vettvangi í átt að 200 mílna fiskveiðilögsögu íslendinga, sem verður að veruleika í dag. Áskorendur voru úr ýmsum stéttum þjóðféíagsins og einnig úr MAGNUS SIGURJÓNSSON: Það er sérstök tilfinning að sjá hugsjón- ir rætast og mikið gleðiefni að nú er ekkert ský yfir 200 mílna stefnunni, þó blikur séu við hafsbrún, þegar lokatak- mark þessa þáttar sjálfstæðisbaráttunnar blasir við. Þegar við nú að fullu heimtum rétt okkar til hafsvæðanna umhverfis landið og aðrar þjóðir hætta að nýta arfleifð okkar, sem sína eign, þá hvarflar hugur- inn aftur í tímann, til þeirra manna sem fyrstir reistu merkið og mörkuðu stefn- una, sem nú er endanlega að sigra. Á þeirri löngu leið, sem farin hefir verið sýnir baráttan um hvern áfanga, að það er fyrst og fremst þolgæðið og úthaldið, sem er grundvöllur sigursins. Þolgæði og út- hald er okkur Islendingum I blóð borið, en sundurlyndi hefir of oft spillt góðum áformum. Ég vil ekki á þessum degi, vekja upp gamlar erjur, þó er ein alvarleg hætta sem að steðjar, en hún er sú, að hávaða- mönnum með stríðsskap og bardaga- áskoranir takist að rjúfa samstöðuna og spilla málinu. Gegn þeim óvinafagnaði verðum við öll að snúast. Verði aftur á móti við mikla erlenda andstöðu að etja, þegar til alvörunar kemur þá reynir alltaf mest á þá sem eru í fremstu víglínu á hafinu, en öll verðum við að sameinast í átakinu sem til þarf, svo sigur vinnist. EINAR SIGURÐSSON: Einar Sigurðsson: „Guð gefi, að íslendingar einir njóti landhelginnar innan 200 mílnanna." GUÐJÓN B. ÓLAFSSON: Utfærsla fiskveiðilögsögu Islands í 200 mflur er þýðingarmesti viðburður síðan þjóðin hlaut sjálfstæði sitt. Um fyrirsjáan- lega framtíð mun efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar grundvallast á fiskimiðunum umhverfis landið og þeim atvinnuvegi sem á þeim byggir. Full umráð Islendinga sjálfra yfir þessum mikilvægu auðlindum þola ekki frekari bið vegna ofveiði erlendra fiskimanna á undanförn- um árum. Magnið er ekki til skiptanna. Á þ^ssum tímamótum er nauðsynlegt að skilja mikilvægi rannsóknar- og eftirlits- starfsemi, svo að tryggð verði skynsamleg nýting fiskstofna. Jafnframt skal minnt á þörf fyrir góða meðferð hráefnis og vöru- vöndun við framleiðslu fiskafurða til út- flutnings. Stöndum saman um þessa meginþætti og útfærsla fiskveiðilögsögu tslands í 200 mílur mun boða betri tíma fyrir komandi kynslóðir. GUÐMUNDUR KJÆRNESTED: Mér er það efst f huga, að nú séum við að heyja lokabaráttu í sjálfstæðismálum okkar, með því að ná aftur í okkar hendur því hafsvæði sem tilheyrði landinu í upp- hafi, en við höfum misst í hendur erlendra nýlenduvalda á undanförnum öldum. Því skiptir það meginmáli fyrir okkur nú að standa saman í þessari baráttu okkar og láta önnur ágreiningsmál bíða á meðan á þessari baráttu stendur. HREGGVIÐUR JÓNSSON: I dag er náð takmarki, sem hefur verið ósk þjóðarinnar um aldaraðir. öld eftir öld og kynslóð fram af kynslóð hefur það verið sameiginlegt baráttumál þjóðarinn- ar að eiga óskoruð yfirráð fiskveiðanna kringum landið. Allt frá því að fyrstu erlendu fiskimennirnír fara að veiða hér við land upp úr árinu 1408 eða 1409 til dagsins I dag, hafa tslendingar aldrei viðurkennt þær veiðar, en orðið að beygja sig sakir aflsmunar. I dag þegar hillir undir þetta langþráða takmark skyggir það þó á, að við verðum vafalaust að búa við að útlendingar fiski enn um sinn innan 200 mílna markanna, en vonandi verður það sem stytzt. Það er von mín, að útfærslan í 200 mílur eigi eftir að skjóta sterkum rótum undir öflugar fiskveiðar og raunhæfa nýtingu okkar Isíendinga á fiskimiðunum hér kringum landið, en vil undirstrika þá miklu ábyrgð, sem því fylg- ir fyrir okkur Islendinga að ráða einir þessum auðæfum. Ekki veldur ávallt sá, sem heldur. TÓMAS ÞORVALDSSON: I fáum málum hefir íslenzka þjóðin ver- ið jafn einhuga sem í baráttunni fyrir sjálfstæði sínu og I landhelgisbaráttunni, sem kom beint I kjölfar sjálfstæðisins, enda eru þessi mál svo nátengd hvort öðru, að ei verður sundur skilið. Sú þjóð, sem ekki er efnalega sjálfri sér nóg og lætur reka á reiðanum í efnahagsmálum, á vart langa lífdaga sem sjálfstæð. Sjávaraflinn stendur undir efnahags- legri velferð okkar og velmegun og þó að landbúnaður sé rótgróin og sterk stoð þá má hann sín ekki mikils nema mikill sjávarafli komi til. Sama máli gegnir enn um aðra þætti atvinnulífsins. Við höfum fyrr orðið að heyja harða baráttu til að ná þeim sjálfsagða rétti okkar að nytja sjálfir okkar fiskimið en þurfa ekki að deila afnotum landgrunns- ins með öðrum þjóðum, sem af þarfleysu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.