Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 13
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1975 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1975 37 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, slmi 10 100. Aðalstræti 6, slmi 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 40,00 kr. eintakið. Stærsta skrefið að var hinn 26. júli 1973, að 50 þjóðkunnir forystumenn í íslenzkum sjávarútvegi, afhentu stjórn- völdum svohljóðandi áskorun: ,,Undirritaðir skora á Alþingi íslendinga og ríkisstjórn að lýsa nú þegar yfir, að íslendingar muni krefjast 200 mílna fisk- veiðilögsögu á væntanlegri Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna — og skipa sér þar með á bekk með þeim þjóðum, sem hafa lýst yfir 200 mílum." Áskorun þessi vakti þá þegar þjóðarathygli. í forystugrein í Morgunblaðinu hinn 8. ágúst 1973 sagði m.a.: „Þjóðin öll mun krefjast þess að við fylgj- um fram kröfunni um 200 sjó- mílur með fullri einurð og traustri samstöðu með þeim þjóðum sem lengst vilja ganga." Hinn 16. október 1973 fluttu allir þing- menn Sjálfstæðisflokksins und- ir forystu Gunnars Thor- oddsen þingsályktunartillögu á Alþingi um útfærslu fisk- veiðilögsögu islands í 200 sjó- mílur. í þingsályktunartillög- unni sagði m.a.: „Alþingi álykt- ar, að fiskveiðilandhelgi íslands verði stækkuð þannig að húr\ verði 200 sjómílur frá grunn- línum allt I kring um landið og komi stækkunin til fram- kvæmda eigi síðar en 31. desember 1 974." í alþingiskosningunum, sem fram fóru sumarið 1974 var útfærsla fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur fyrir árslok það ár, eitt helzta stefnumál Sjálf- stæðisflokksins og í málefna- samningi þeim, sem gerður var milli Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks, er núverandi rikisstjórn var mynduð, haustið 1974, var ákveðið, að fisk- veiðilögsagan skyldi færð út í 200 sjómílur á árinu 1975. Hinn 1 5. júlí síðastliðinn undir- ritaði Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, reglu- gerð um útfærslu fiskveiði- markanna og tók sú reglugerð gildi á miðnætti síðastliðnu. Þar með hefur stærsta skrefið verið stigið í landhelgisbaráttu íslendinga, sem segja má að hafi staðið nær linnulaust frá því að lýðveldi var stofnað á íslandi á árinu 1944. Einn maður hefur unnið stöðugt að landhelgismálum þjóðarinnar allt þetta tímabil. Það er Hans G. Andersen, þjóðréttarfræð- ingur. Morgunblaðíð gefur út í dag sérstakt landhelgisblað i tilefni útfærslunnar i 200 sjómílur. í þvi blaði er rakin saga þessarar löngu baráttu, sem á köflum hefur verið bæði hörð, erfið og viðburðarík og er ekki sízt ástæða til fyrir hinar yngri kyn- slóðir íslendinga, sem ekki hafa fylgzt með fyrri útfærslum af eigin raun, að kynna sér rækilega efní þessa blaðs og sögu þessarar nýju sjálfstæðis- baráttu, sem háð hefur verið á okkar timum. Á þessum timamótum horf- um við bæði til baka og fram á veg. Við fögnum því, sem áunnizt hefur um leið og við gerum okkur þess glögga grein, að þótt fiskveiðimörkin hafi nú verið færð út i 200 sjómílur verður fullur sigur ekki unninn fyrr en fiskimið okkar íslendinga hafa gersamlega verið friðuð af erlendri rányrkju og veiðum fiskiskipa frá erlend- um þjóðum. Á næstu vikum biða okkar örlagaríkar ákvarðanir. Við hljótum að meta á hvern veg því marki verður bezt náð að friða fiskveiðilögsögu okkar algjörlega. í þeim efnum skul- um við meta stöðu okkar af raunsæi og kaldri skynsemi eins og Geir Hallgrímsson, for- sætisráðherra, hefur itrekað hvatt til. Við vitum af fenginni reynslu frá fyrri útfærslum, að við höfum ekki afl til að reka erlend veiðiskip algerlega út fyrir fiskveiðimörkin, þótt við getum gert þeim erfitt um vik. Afstaða okkar til samninga um veiðiheimildir innan hinnar nýju fiskveiðilögsögu hlýtur að byggjast á þvi, hvort við náum settu marki fyrr og betur með eða án samninga. Á þessum tímamótum bein- ist athygli þjóðarinnar ekki sízt að landhelgisgæzlunni og starfsmönnum hennar sem fá nú viðameira og erfiðara verk- efni en nokkru sinni fyrr. Starfslið landhelgisgæzlunnar hefur marga hildi háð við er- lend veiðiskip og brezk herskip á liðnum árum. Þeir hafa haldið á okkar málum á þann veg, að þeim og þjóðinni allri hefur verið til sóma. Á þessum ör- lagatímum er óhætt að full- yrða, að þjóðin öll mun standa einhuga að baki varðskips- mönnum og öðru starfsliði landhelgisgæzlunnar í þeim erfiðu viðfangsefnum, sem þeir eiga fyrir höndum. Við höfum í dag stigið stærsta skrefið í átt til fullr3 yfirráða yfir fiskimiðum okkar. Þess vegna mun þessa dags lengi minnzt í íslenzkri sögu. Geir Hallarímsson forsætisráðherra: Málstaður okkar svo sterkur að sigur mun vinnast Hér fer á eftir ávarp Geirs Hallgrímssonar forsætis- ráðherra, sem sent var öllum fjölmiSlum f gær. NU á miðnætti gengur I gildi reglugerð um útfærslu fiskveiðilandhelgi Islands, sem kveður á um 200 mílna fiskveiðilögsögu umhverfis landið. Lögsagan stækkar samkvæmt þessari reglugerð úr 216 þús. ferkm í 758 þús. ferkm, eða um 542 þús. ferkm. Með þessum hætti er væntanlega stigið lokaskrefið I stækkun íslensku fiskveiðilögsögunnar. MARKVISS BARÁTTA FRÁ LÝÐVELDISSTOFNUN Markviss barátta liggur til grundvallar útfærslu okkar í 200 mílur. Islendingum hefur löngum verið ljóst, að nýting fiskimiðanna umhverfis landið er forsenda afkomu landsmanna. Því er eðlilegt, að stækkun fiskveiðilögsögunnar hefur verið höfuð bar- áttumál landsmanna áratugum saman. Eftir lýðveldis- stofnunina 1944 hafa landhelgismálin ávallt verið efst á baugi og setið í fyrirrúmi. Undirbúningur að lögum um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins var þegar hafinn fljótlega eftir lýðveldisstofnun og lög um þessi efni voru sett 1948. Landhelgissamningur sá, er Danir höfðu gert við Breta 1901 og heimiluðu þeim veiðar allt að þrem mílum frá ströndum Islands, var sagt upp 1949 og féll úr gildi 1951. Fjörðum og flóum fyrir Norðurlandi var lokað 1950 og fjörðum og flóum annars staðar var lokað og fiskveiðilögsagan færð út í 4 mílur árið 1952, í 12 mílur 1958, 50 mílur 1972 og nú, árið 1975, i 200 mílur. Allt hafa þetta verið einhliða ákvarðanir af okkar hálfu, en þær hafa engu að síður átt sér stoð í þróun þjóðaréttar, sem gengið hefur okkur í vil. Við Islendingar höfum átt veigamikinn þátt í þess- ari þróun og flýtt henni. í framhaldi af tillögu islands hafa 3 hafréttarráðstefnur verið haldnar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna til þess að fjalla m.a. um stærð fiskveiði- og efnahagslögsögu, og islendingar hafa haldið þar vel á máli sínu undir forystu Hans G. Andersen. Til marks um, hve þróunin hefur verið ör, má rifja upp, að á hafréttarráðstefnunni 1960 munaði aðeins einu atkvæði, að 12 mílna fiskveiðilögsaga yrði sam- þykkt sem alþjóðalög með 2/3 hluta atkvæða. Island greiddi ekki þessari tillögu atkvæði, en samþykkt hennar hefði valdið því, að mun erfiðara hefði verið að halda áfram og færa landhelgina út, fyrst í 50 mílur og sfðan í 200 mílur. Nú 15 árum seinna, er t'æpast rætt um minni efna- hagslögsögu en 200 mílur. Það er styrkur að útfærsla okkar, þótt einhliða sé er f fullu samræmi við frumvarp það af hafréttarsátt- mála, sem lagt var fram á síðasta fundi hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna fyrr á þessu ári. Við höfum valið þá leið að færa aðeins út fiskveiðilögsögu okkar, en ekki svokallaða efnahagslögsögu. Hagsmun- ir okkar eru að svo stöddu yfirgnæfandi bundnir fiskveiðunum, og efnahagslögsöguhugtakið er engan veginn skýrt afmarkað. FISKSTOFNAR ERU í HÆTTU Spurt er, hvers vegna við bíðum ekki eftir niður- stöðu Hafréttarráðstefnunnar, áður en fiskveiðilög- sagan er færð út í 200 mílur. Svarið er, að fiskstofnarnir eru í þeirri hættu, að ábyrgðarhluti væri að bíða. Við verðum að stjórna hagnýtingu fiskimiðanna og gera viðunandi friðunar- og verndunarráðstafanir til þess að tryggja þessa lífsbjörg okkar. Hafréttarráðstefnan hefur og dregist á langinn, næsti fundur hennar verður í mars til mai i New York 1976, og ljóst er, að enn annan fund verður a.m.k. að halda, þar til úrslit fást. Vafasamt er, að sá fundur verði á næsta ári, og því eru allar likur á, að ráðstefnunni ljúki ekki fyrr en 1977, og fullgilding ákvarðana hennar tekur enn lengri tíma. í raun hefur það einnig verið svo, að ýmsar aðrar þjóðir hafa talið hagsmuni sína slíka, að þær hafa mjög hugleitt einhliða útfærslu. Vonir stóðu til þess um tima, að t.d. Norðmenn, Bretar, Kanadamenn, Bandaríkjamenn og Mexíkóbúar færðu út einhliða, okkur samferða eða því sem næst. Enn hefur ekki orðið úr aðgerðum þessara þjóða, hvað sem kann að verða, eins og fram hefur komið í fréttum, sérstaklega frá Mexíkó og Bandaríkjunum. í öllum þessum lönd- um eru sterk öfl að verki, sem undirbúa einhliða útfærslu efnahagslögsögunnar, ef hafréttarráðstefnan dregst um of á langinn. Fiskveiðihagsmunir þessara þjóða eru þó hlutfallslega ekki nema brot af hagsmun- um islendinga. Allar þessar þjóðir ættu því að skilja, að islendingar geta ekki beðið lengur að gera ráð- stafanir til að tryggja lífsafkomu sína. SIGUR ER EKKI UNNINN Við íslendingar ætlumst til skilnings, stuðnings og viðurkenningar annarra rfkja á útfærslu okkar. Þótt við teljum okkur hafa stigið lokaskrefið í stækkun íslensku fiskveiðilögsögunnar, gerum við okkur grein fyrir, að lokatakmarkinu er ekki að fullu náð og sigur ekki unninn, fyrr en islendingar stjórna í raun einir hagnýtingu íslenskra fiskimiða. Ennþá vitum við ekki, hvort aðrar þjóðir muni viðurkenna 200 mílurnar í verki. Nokkur ríki hafa mótmælt útfærslunni, og sum þeirra telja hana ólögmæta. Þótt við islendingar föll- umst ekki á þau mótmæli og stöndum fast á lögmætum rétti okkar, er hér um að ræða deilumál þjóða á milli. Við islendingar gerum þá kröfu til annarra þjóða, sem eiga í deilum sfn á milli, að þær ræðist við og leitist við að leysa deilumál sín með samkomulagi. Við getum ekki gert minni kröfur til sjálfra okkar en við gerum til annarra. Við höfum og, með þátttöku ökkar í Sameinuðu þjóðunum og aðild okkar t.d. að Helsinki- yfirlýsingunni í lok öryggismálaráðstefnu Evrópu nú í sumar, lýst því yfir, að við munum leitast við að leysa deilumál með viðræðum og samkomulagi við önnur ríki. Þótt ekki væri af öðrum ástæðum, hljótum við að ræða við þær þjóðir, sem þess óska. GEFUM ANDSTÆÐINGUM EKKI VOPN 1 HENDUR Viðræður við aðrar þjóðir eru ekki síst nauðsyn- legar til þess að koma í veg fyrir, að andstæðingar okkar fái vopn í hendur á næstu fundum Hafréttarráð- stefnunnar, þegar frumvarpið að hafréttarsáttmála verður rætt í einstöku atriðum. Þar skiptir mestu máli að vernda ákvæði frumvarpsins um óskoruð yfirráð strandríkis yfir 200 mílunum, að strandríkið hafi einhliða rétt til þess að kveða á um hve mikið fisk- magn skuli taka upp úr sjó og hvort öðrum þjóðum skuli heimilaðar veiðar. Við megum ekki gefa and- stæðingum okkar á hafréttarráðstefnunni minnsta til- efni til að koma fram breytingartillögu við hafréttar- frumvarpið að fela gerðardómi úrskurðarvald, ef ósamkomulag verður milli strandrikis og annarra þjóða. Ljóst verður að vera, að íslendingar hafi ávallt komið fram af fullum samkomulagsvilja og sanngirni, og það sé óbilgirni annarra að kenna, ef ósamkomulag verður eða ófriður á Islandsmiðum. Eins og kunnugt er telja fiskifræðingar ýmsa helstu fiskstofna á Islandsmiðum fullnýtta, og í raun þurfi að framkvæma friðun og verndunaraðgerðir, sem eru í því fólgnar að minnka sóknina meira en nemur allri núverandi sókn útlendinga á miðin. Við þurfum að fræða og sannfæra erlendar þjóðir um þessa stöðu og nauðsyn verndunaraðgerða. LlFSHAGSMUNAMÁL að TRYGGJA MARKAÐI Samhliða því að tryggja fullnægjandi aflamagn is- lendingum til handa, er auðvitað llfshagsmunamál að tryggja markað fyrir íslenskar sjávarafurðir. Við mun- um ekki beygja okkur fyrir efnahagslegum þvingun- um, en jafnframt slíkum þvingunum gætir vaxandi tilhneigingar þjóða, bæði innan og utan Efnahags- bandalagsins að styrkja fiskveiðar sínar með uppbót- um úr ríkissjóðum og skattlagningu á aðrar atvinnu- greinar. Aðrar þjóðir geta þetta, vegna þess að fisk- veiðar eru lítill hluti af framleiðslu þeirra og útflutn- 'ingi, en afleiðingin verður sú, að samkeppnisaðilar okkar, á erlendum mörkuðum selja sjávarafurðir undir kostnaðarverði. Hér er gengið gegn þróun undanfarandi ára og niðurfellingu hafta og styrkja. I viðræðum okkar við aðra verðum við, að skfrskota til þessarar alþjóðlegu samvinnu, sem á að vera okkur í hag, því að hún tryggir hagkvæma verkaskiptingu þjóða á milli og þá efast enginn um að islendingar hafa yfirburði f fiskveiðum og fiskvinnslu. Auk veiða og vinnslu er sala fiskafurða okkar engu að síður veigamikill þáttur f efnahagslegri afkomu. Það er engum til gagns að veiða og vinna fisk, sem ekki selst á því verði, sem tryggir lífsviðurværi þjóðarinnar. STÖNDUM SAMAN SEM EINN MAÐUR A þessu stigi skal ekki fullyrt hvort viðræður þær, sem fram fara við aðrar þjóðir, beri árangur. Við Islendingar skulum vera viðbúnir því að engir samn- ingar takist. Margt í ummælum forsvarsmanna ann- arra þjóða, sem óskað hafa eftir viðræðum við okkur, bendir til takmarkaðs samningsvilja og skilnings á stöðu okkar, og hversu hagsmunir okkar af fiskveiðum eru yfirgnæfandi meiri en viðkomandi þjóða. Við munum ekki gera neina samninga, sem ekki eru f fullu samræmi við hagsmuni okkar og annað hvort munum við semja til sigurs, eða ef það verður hlut- skipti okkar berjast til sigurs. Hvort sem verður, þarf þjóðin að standa saman sem einn maður og vera reiðubúin að taka því, sem að höndum ber, og m.a. að þola þá lifskjaraskerðingu, sem barátta okkar til að ná langþráðu markmiði getur haft i för með sér. Engum vafa er bundið að mikið mun mæða á ystu útvörðum okkar f landhelgismálinu. Landhelgisgæsla okkar og vaskir starfsmenn hennar eiga miklar þakkir skilið fyrir afburða frammistöðu í þeirri baráttu sem við höfum háð hingað til og allar góóar óskir fylgja þeim nú, þegar á þá eru enn lögð erfið og hættuleg skyldustörf. Við vonumst til þess að við getum stýrt þessum málum þannig og gæfan gefi, að manntjón hljótist ekki af. LÍFSBJÖRG OKKAR ER 1VEÐI Við þurfum einnig, islendingar, bæði til þess að sannfæra umheiminn um nauðsyn okkar á útfærsl- unni og sjálfra okkar vegna, að kunna að hagnýta okkur hina nýju stóru fiskveiðilögsögu, með því að standa að samningu nýrra laga og reglna um hagnýt- ingu fiskimiðanna umhverfis landið, þar sem nauðsyn- legum friðunar og verndaraðgerðum er framfylgt. i þessum efnum er ljóst að ágreiningur getur orðið milli manna eftir landshlutum, og mörg matsatriði koma til úrlausnar. Við þurfum að koma á vfðtæku samkomu- lagi er tryggi nauðsynlegar verndarráðstafanir. Við Íslendingar skiljum hve mikió er í húfi að vel takist til um 200 mflna útfærslu, og því þurfum við í sjálfu sér ekki hvatningar við að fylgja þessari út- færslu fiskveiðilögsögunnar f 200 mílur fram til sigurs. Við munum sem einstaklingar og þjóð halda full- komnu jafnvægi, beita yfirvegaðri skynsemi og dóm- greind á hverju sem gengur og við hverja sem er að eiga. Lífsbjörg okkar er í veði og málstaður okkar svo sterkur, að sigur mun vinnast með fullum yfirráðum íslendinga yfir fiskimiðunum. Allir fagna útfærslunni Viðtöl við forystumenn stjórnmálaflokkanna í TILEFNI af þeim tímamótum, að 200 mílna fiskveiðilögsaga hefur nú tekið gildi, hafði Mbl. samband við forystumenn stjórnmálaflokk- anna og spurði þá, hvað þeim væri efst í huga nú. Fyrir Framsóknarflokkinn svaraði Ólafur Jóhannesson, fyrir Alþýðuflokkinn Benedikt Gröndal, fyrir Alþýðubandalagið Lúðvík Jósepsson og fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna Magnús Torfi Ólafsson. Ólafur Jóhannesson Ólafur Jóhannesson formaður Fram- sóknarflokksins sagði: „Mér er efst í huga hvern árangur barátta íslands á alþjóða- vettvangi hefur borið í þessum málum. Auðvitað fagna ég þessu skrefi eins og hver annar íslendingur og þarf ekki að fjölyrða um það.” Benedikt Gröndal Benedikt Gröndal, formaður Alþýðu- flokksins, sagði: „Þegar við íslendingar endurreistum lýðveldið og hlutum fullt frelsi, höfðu erlend veiðiskip rétt til að fiska upp að 3 milum við strendur lands- ins, þar á meðal inni í flóum og fjörðum Ég tel það vera sömu nýlendustefnuna að stunda fiskveiðar nærri ströndum fjar- lægra landa eins og að ráða auðlindum I þeim löndum. Það var því sjálfsagt mál, að jafnskjótt og við íslendingar hefðum endurheimt fullveldi, mundi hefjast barátta fyrir yfir- ráðum yfir hafsvæðum og fiskimiðum umhverfis strendur landsins. Þessi bar- átta hófst með setningu landgrunns- laganna. Síðan hefur sóknin staðið í rúm 30 ár og fiskveiðilögsagan hefur verið færð út skref fyrir skref, úr 3 I 4 milur, þá ÓLAFURJÓHANNESSON í 1 2 mílur, loks i 50 mílur og nú tekur gildi 200 mílna fiskveiðilögsaga. Við höfum farið að með gát i þessu máli og ekki farið lengra en það, sem við töldum heimsálit styðja og önnur forysturiki framkvæmdu en það er raunverulegur þjóðar- réttur Við höfum haft forystu um þessi mál i Evrópu og hvað eftir annað mætt harðvítugri mótspyrnu, löndunar- banni, lokun hafna, beitingu herskipa og flugvéla, og efnahagslegum þvingunar- ráðstöfunum. Allt þetta höfum við staðið af okkur og munum standa af okkur. Alltaf höfum við sigrað um síðir, þvi 4 mílur og 1 2 mílur urðu fljótlega alþjóða- reglur, og eins mun fara um 200 mílurnar. Þessi barátta hefur verið beint og eðli- legt framhald sjálfstæðisbaráttunnar. Við [slendingar höfum verið sammála um stefnuna í meginatriðum, en furðu dug- legir við að bitast innbyrðis um fram- kvæmdaratriði og að togast á um heiðurinn Það sætir undrun, hve miklum árangri BENEDIKT GRÖNOAL við höfum náð á svo skömmum tima, aðeins þremur áratugum. En nú tekur 200 mílna fiskveiðilögsagan gildi Hún á eftir að verða að almennri efnahagslög- sögu, en í megindráttum held ég að þetta sé lokatakmark landhelgismálsins. Við erum komnir að miðllnum milli okkar og GrænlandS, okkar og Jan Mayen, okkar og Færeyja. Ég trúi því, að á alþjóðlegum vettvangi verði 200 mllna efnahagslög- saga ríkjandi um langa framtið. Þess vegna er dagur 200 milnanna mikill dagur i sögu okkar. Án efa mun hann i bókum íslendinga standa nærri 1 7. júní 1 944. Þess vegna á 15. október nú að vera gleðidagur og fánadagur um allt land. Islendingar. Alþýðuflokkurinn hefur frá öndverðu tekið virkan þátt I þessari bar- áttu og veitt henni allan stuðning sinn. Alþýðuflokkurinn óskar þjóðinni til hamingju. Við höfum stigið sögulegt skref, komandi kynslóðum i landinu til heilla." LÚÐVÍK JÓSEPSSON Lúðvík Jósepsson Lúðvik Jósepsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, sagði: „Mér er að sjálfsögðu efst í huga, hvernig okkur muni takast til með fram- kvæmdina á þessari útfærslu. Á þvi leikur enginn vafi að allir landsmenn fagna útfærslunni í 200 milur og gleðjast yfir þvi að þessi ákvörðun hefur verið tekin. En sú mikla spurning, sem menn standa frammi fyrir í dag, er hins vegar: Hvernig tekst til með framkvæmdina? Ef það þyrfti að fara svo, að við semd- um við útlendinga um veiðiheimildir innan 200 milnanna og jafnvel einnig innan þeirra marka, sem áður höfðu verið ákveðin, innan 50 milna, þá verður þvi ekki neitað að býsna stór skuggi fellur á málið Ég tel fyrir mitt leyti að eins og málin standa nú þá eigum við ekki að semja um neinar undanþágur og aðalrök mín fyrir þv! eru þessi: í fyrsta lagi tel ég að staðan á fiski- miðunum með okkar fiskistofna sé þann- MAGNÚS TORFI ÓLAFSSON ig að það sé óhjákvæmilegt að fella niður sókn útlendinga. í öðru lagi tel ég að útlendingarnir hafi fengið svo rlflegan umþóttunartima, sem nú nálgast að vera fjögur ár og það jafnvel rúmlega, frá því er tilkynnt var um útfærsluna í 50 milur, að engin sanngirni sé að þeirfái lengri tima. Sá aðili, sem við eigum mest undir i þessum efnum, Bretar, samdi auk þess við okkur um tiltekinn umþóttunartíma og hann er lið- inn. Ég tel því að engri átt nái að fallast á framlengingu á slikum undanþágum. í þriðja lagi bendi ég á að staða okkar í dag er miklum mun sterkari en þegar við höfum fært út áður — svo sem eins og þegar við færðum út i 1 2 milur og 50 mllur. Nú hefur fengizt svo sterk viður- kenning fyrir málstað okkar á alþjóðavett- vangi, að það stappar nærri þvi að komin séu alþjóðalög. Það leikur ekki vafi á þvi að meirihluti þjóða í heiminum styður þetta sjónarmið og við trúum þvi að aðeins sé eftir hálft eða eitt ár þar til samkomulag næst um það formlega Miðað við þessar aðstæður þá tel ég að staða okkar sé þannig, að það nái engri átt að fara nú að semja um undanþágur Ég tel að það sem fram hefur verið fært fyrir þvi að rétt væri nú að semja til stutts tíma, sem aðallega byggist á þvi að við séum að vernda okkar viðskiptahags- muni, við séum að reyna að fá i gildi þá tollalækkun við Efnahagsbandalagið, sem við höfðum samið um áður — ég tel þetta atriði mjög litilvægt Hér er um sáralitlar fjárhæðir að ræða borið saman við afganginn af okkar fiskimiðum og auk þess tel ég að við verðum að standa fast á þvi, að þeir samningar, sem við gerðum við Efnahagsbandalagið, komi til fram- kvaémda án þess að við kaupum þau tollafriðindi aftur með nýjum friðindum frá okkar hálfu. Auk þess er mjög hættu- legt að láta útlendinga verða vara við það, Breta og Þjóðverja, að þeir geti átt að- gang að fiskimiðum okkar með þvi að hóta okkur á viðskiptasviði Þvi tel ég mjög háskalegt að ætla að fara að verzla með landhelgisréttindin og viðskiptarétt- indi Ég tel að enn séu ekki komin upp nein rök fyrir því, að við förum að semja um gagnkvæm hlunnindi á meðan þær þjóðir, sem við þyrftum að leita til I þeim efnum, hafa ekki fært formlega út fisk- veiðimörk sin. Á meðan svo er hafa þær ekkert að bjóða okkur." MagnúsTorfi Ólafsson Magnús Torfi Ólafsson, formaður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, sagði: „Nú er náð langþráðu marki, en að baki þeim árangri liggur starf og þrautseigja margra manna á sjó og landi. Bakhjarl ákvörðunarinnar um 200 milna fiskveiði- lögsögu er gerbreytt viðhorf um mestalla heimsbyggðina til réttar strandrikja og til verndunar lifandi auðlindum hafsins, frá þvi sem rikti, þegar sókn okkar íslendinga i málinu hófst. Við getum verið hreyknir af að hafa átt drjúgan hlut i að hrinda af stað og leiða til sigurs þá þróun, sem vonandi fær endanlega staðfestingu á næstunni á Hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna Á þessari stundu verður mér sér i lagi hugsað til tveggja næstu kynslóða á undan okkur, sem nú lifum, fólksins, sem horfa mátti upp á það án þess að fá nokkra rönd við reist, að erlend togskip rændu það lifsbjörginni og að fornum rétti landsins var afsalað i þágu erlendra hagsmuna Nú hefur þessara harma verið rekið Enn leitast erlend stjórnvöld við að þægjast hagsmunum útgerðarfyrirtækja i sumum löndum, sem vitna til erfðaréttar til að þurrausa íslenzk fiskimið. Löndunar- bann og viðskiptahömlur megna ekki að sveigja okkur frá settu marki og við sllkum bolabrögðum eigum við augljósan mótleik Baráttan gegn ofveiði og rán- yrkju nýtur almenns skilnings og sam- úðar í þeim löndum, sem i hlut eiga og hagsmunir fjöldans þar, neytendanna, fara saman við okkar hagsmuni. Þörf almennings i Bretlandi og Vestur- Þýzkalandi fyrir fiskmeti verður ekki betur fullnægt til frambúðar en þannig, að friðunaraðgerðir okkar heppnist og árangur okkar i að tryggja sem bezt lifsskilyrði og lífskjör i landinu er háður þvi, að við eigum eðlilega aðgang að þeim mörkuðum, sem bezt kjör bjóða Á þessu sviði þurfum við að hefja gagnsókn með kynningarstarfsemi og málflutningi, sem eftir verður tekið, svo að fámennir ofrikishópar og rikisstjórnir, sem ganga erinda þeirra, eigi ekki aðeins við okkur að fást, heldur einnig almenningsálitið i eigin löndum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.