Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1975 45 V/ELA/AKAIMOI Velvakandi svarar f sfma 10-100 kl. 14—1 5. frá mánudegi til föstú- dags. 0 Aðeins unnt að bðlusetja 1000 Reykvíkinga við mænusótt á ári! Maður kom að máli við Velvak- anda. Hann hafði farið í Heilsu- verndarstöðina til að láta bólu- setja sig við mænusótt. Hann sagði: „Sem ég sat og beið eftir því að röðin kæmi að mér fór ég að hugleiða, að bólusetningin hlyti að sækjast býsna seint með þeim vinnuhraða og þeirri virkni, sem þarna væru viðhöfð. Auglýst er, að mænusóttarbólu- setningin fari aðeins fram milli kl. 16.30—17.30 á mánudögum þ.e.a.s. einu sinni í viku. Mér virt- ist að það tæki ekki minna en 3 mínútur að bólusetja hvern ein- stakling, þannig að á einum klukkutíma er sém sagt hægt að koma bóluefninu f um það bil 20 manns, — það er að segja 20 Reykvikingar eru bólusettir á einni viku. Það er ósennilegt að bólusetning fari fram í Heilsu- verndarstöðinni nema í mesta lagi 50 mánudaga á ári, og þá höfum við ársafköstin, sem eru 1000 manns á ári. Hvenær ætli þeim, sem þarna standa að verki, detti í hug að búið verði að gera tsland að ónæmissvæði fyrir mænusótt með þessu áframhaldi? Það kemur í ljós, ef haldið er áfram að reikna. Allir vita, að Islendingar eru rúm 200 þúsund, en þeir, sem láta bólusetja sig í Heilsuverndarstöð- inni eru liklegast um helmingur þjóðarinnar. Þess vegna liggur i augum uppi, að það tekur eina öld að gera þetta fólk ónæmt fyrir mænuvéiki. Eg veit ekki hvort það er ætlazt til að maður taki hvatningar- og viðvörunarorð Margrétar Guðna- dóttur prófessors um að allir láti bólusetja sig sem fyrst alvarlega, þegar svona er staðið að málum, en mér þætti fróðlegt að fá skýr- ingu á þessu.“ 0 Kvennafrí — kvennaverkfall Þórunn Þórðardóttir húsmóðir skrifar: „Kvenfólk vill sanna það með verkfalli hversu ómissandi það er atvinnulifinu, — heimilin eru tekin með. Þarf einhver verkfall til að sanna hversu ómissandi hann er í sinu umhverfi? Er ekki öllum ljóst, bæði körlum og kon- um, að taki einstaklingur að sér verkefni, sama hvað eða hjá hverjum, þá er alltaf einhver, sem treystir þvi að verkefnið sé leyst af hendi? greip jólastemningin okkur þrátt fyrir allt. Við dyrnar inn f skrúðhúsið gerðist dálftið scm hafði dálftii áhrif á mig. Ég sá nefnilega f fyrsta skipti einn þeirra sem sfð- ar flæktust inn f sorgarleikinn á afgerandi máta. Þar var stór og groddalegur karlmaður á sextugs- aldri, hann var klæddur í svört og þröng jakkaföt og stðrskorið and- litið var óeðlilega þrútið. Tord hrökk við og ég gat ekki gert mér grein fyrir hvort það stafaði af þreytu þegar hann ávarpaði manninn og ég heyrði óvildartón- inn f henni. — Góðan dag. Það var sannar- lega gott að sjá að þér eruð á yðar stað, Lundgren. Þér verðið að hjáipa mér að ná f frú Motander, við verðum að biðja hana að koma til liðs. Augu Lundgrens voru rauð og þrútin og nú var augljóst að mað- urinn var mjög óstyrkur. — Er ... er ... hefur eitthvað komið fyrir? Er eínhver veikur? — Arne Sandell er dáinn, sagði Tord alvörugefinn. Maðurinn var engan veginn sér- stakiega góðúr leikari. Enda þótt hann glennti upp munninn til að sýna yfirgengilega undrun sfna, Hvað er mikilvægast af því sem við tökum að okkur hlýtur alltaf að verða matsatriði og viðhorf fólks eru að sjálfsögðu ólfk, en öll störf f þjóðfélaginu byggjast á keðju verkefna, sem einstakling- ar þess vinna að. Hafi einhver það hugarfar gagnvart sinu starfi, að hann eða hún séu ekki mikilvæg, þarf sá hinn sami fyrst og fremst að kanna sina eigin afstöðu gagn- vart starfinu, en ekki að byrja á því að krefjast þess að öðrum finnist það mikilvægt. Allt slikt verður að koma innan frá og er náskylt því, sem kallað er ábyrgðartilfinning. Sá sem finnur til ábyrgðar gag.ivart starfi sfnu (öll störf höfð f huga) verður mikilvægur í starfi af sjálfum sjér fyrst og fremst og með því vinnur hann viðurkenn- ingu annarra, en hins vegar et unnt að draga úr mikilvægi sumra starfa með þvf að sinna þeim af ábyrgðarleysi. Mér sýnist þetta kvennaverk- fall eigi að verða eins konar skemmtun. Kvenfólk ætlar að skemmta sér við að sjá það svart á hvítu hve margar starfsgreinar fari úr skorðum, ef þær leggja niður vinnu í einn dag. Mikilvæg- ið skal sannað, en er það ekki óumdeilanlegt þegar? Hefur þetta slagorð við rök að styðjast? Ég efast um, að þeir yrðu margir, sem héldu þvf fram i alvöru, að kvenfólk væri ekki mikilvægt hvaða störfum sem það gegnir. Það er vitað fyrirfram, að margs konar starfsemi getur lam- azt ef kvenfólkið kemur ekki til vinnu, mikilvægið þarf þvf ekki að sanna með þessu móti. % Gagnrýnislaus múgmennskan Þess vegna freistast maður, því miður, til að líta á þetta uppátæki sem leik án skynsamlegra raka. Það er fundió upp slagorð og síð- an tekur múgmennskan við. Gagnrýnislaust er fylgt eftir inn- taki slagorðsins. k Einn af meginkostunum við það að vera Islendingur er einmitt það, að hver og einn finnur svo greinilega til mikilvægis sfns í fámenninu. Sérhver einstakiing- ur virðist ómissandi, hvar sem hann haslar sér völl, úti f atvinnu- Iffinu, á heimilinu og innan fjöl- skyldunnar. Svo kom þetta með erlendu blöðin og athyglina erlendis. „Nú skuluð þið hætta að hugsa, konur. Þetta er nefnilega íslenzkt fyrir- bæri, og ef hægt er að vekja at- hygli á íslenzku málefni erlendis þá sannar það óumdeilanlega mikilvægi málefnisins i augum sumra einstaklinga.“ En það er líka til dómgreindar- laust fólk á Norðurlöndum eins ogálslandi. Ég vona að afleiðing þessa upp- þots 24. október n.k. verði ekki sú, að kvenfólk á tslandi marki þá stefnu að berjast fyrir jafnrétti með bægslagangi og hávaða, og með fölsk og innantóm slagorð að leiðarljósi. Jafnrétti er miklu al- varlegra mál en svo, að slíkar aðferðir séu sæmandi. Við lifum á svo miklum breytingatfmum, að mannshugurinn nær ekki alltaf að fylgja fast á eftir breytingun- um. Við erum oft ekki búin að aðlagast einni breytingu þegar sú næsta er orðin að raunveruleika. Þannig eru það viðhorf og hugs- unarháttur fólks, sem þarf stöð- ugt að ræða og átta sig á, til þess að finna út stöðuna i nútímanum. En einmitt vegna hinna hröðu breytinga, eru það oft viðhorfin og hugsunarhátturinn, sem daga uppit Ég álft, að þessi „sortering" á kvenfólki i sérbás eigi ekki rétt á sér i nútímaþjóðfélagi. Kvenfólk og karlmenn vinna og lifa saman f þjóðfélaginu. Það eru hagsmunir beggja kynja, að öllu réttlæti sé fullnægt. Þetta kvennaverkfall er ábyrgðarleysi og gefur þeim orð- rómi byr undir báða vængi, sem heyrzt hefur frá sumum atvinnu- rekendum, að kvenfólk sé dýr vinnukraftur. Þórunn Þórðardóttir húsmóðir." HÖGNI HREKKVÍSI 1975 MrNaught Syndicate. Inc Fjórir 36 tonna geymar fluttir einn kílómetra EITT erfiðasta verkið við endur- reisn sfldarbræðslunnar f Nes- kaupstað er flutningur á fjórum 36 tonna hráefnisgeymum frá rústum gömlu bræðslunnar að þeirri nýju. Þetta verk hefur Gfsli H. Guðlaugsson tekið að sér og reiknar hann með að verkið taki 40 daga. Hann sagði f samtali við Morgunblaðið, að ekki yrði þetta auðhlaupið, en geymarnir verða fluttir iandleiðina. Til að byrja með þyrfti að lyfta hverjum geymi 2.5 metra frá þeim stalli, sem þeir nú standa á. Kvað Gfsli að nota þyrfti sérstakan útbúnað til þess. Því næst verða geymarnir lagðir á sleða, sem byggður hefur verið til flutninganna, en áður en drátturinn getur hafist, þarf að setja grind inn í geymana, en tveimur jarðýtum á síðan að beita fyrir sleðann og draga geymana leiðina á milli verksmiðjanna, sem er um 1 kflómetri. Búið er að gera undirstöður undir geymana við nýju verk- smiðjuna og er þangað kemur, þarf að lyfta geymunum með sér- stökum tækjum og slaka þeim síðan á sinn stað. GARÐAHREPPUR Blaðberi óskast í Arnarnesið Upplýsingar í síma 52252 „Hlustaðu nú, kona góð: Þegar ekkjan var látin, kom í Ijós, að hún hafði arfleitt köttinn sinn að milljónum króna! Ekk: er öll vitleysan eins!“ STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS Stjórnun I. Námskeið i stjórnun I verður haldið að Skipholti 37, mánud. 20., þriðjud. 21. og miðv.d. 22. okt. n.k. Námskeiðið stendur yfir kl. 1 5.00—18.45 alla dagana. Fjallað verður um eftirfarandi: jtO&\ . Hvað er stjórnun og hvert er hlutverk hennar? if Stjórnunarsviðið og setning markmiða. if Stjórnun og skipulag fyrirtækja. Til að ná settu marki er mikilvægt að starfsfólk fyrirtækisins starfi sem ein heild. Þeir, sem hafa mannaforráð, þurfa að sjálfsögðu að kunna góð skil á stjórnun, en það er misskilningur, að stjórnun eigi aðeins erindi til þeirra. Þeim mun meiri yfirsýn, sem hinir einstöku starfsmenn hafa, má ætla að auðveldara sé að láta heildarmarkmið fyrirtækisins sitja i fyrirrúmi. Leiðbeinandi er Brynjólfur Bjarnason rekstrarhagfræðingur. > -■\ \ i / Símanámskeið Stjórnunarfélagið gengst fyrir símanámskeiði fyrir simsvara 23., 24. og 25. okt. að Skipholti 37. Námskeiðið stendur yfir kl. 14.00- 17.00 fid. 23. okt„ föd. 24. okt. kl. 14.00 —18.00 og laud. 25. okt kl. 9.15 — 12.00. Þáttaka tilkynnist í síma 82930 Þekking er góð fjárfesting. SIGGA V/öGA * IiLVERAW w FAbvt on (Wq OG ‘dÆWSKA v/sf ALWG WXLZGA FZ07T f OWORNA^ WAFA GfNGV^ BlNS OG vlRÁ- Wi vp\k yimw fb'At) veiY mi W GEKr AVIN49 iU GAÝA Á K0N6/NNI? ; — .rT - ÍG Æ7ZA WZA U 49 VONA A8 V/V V/ VÁOVf U)ÓYNA'bí\- ORW. KASSV4S4- omz WLWA A9 V£R4 ÚTÆGI- lbgar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.