Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 33
32 200 mílur MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKT0BER 1975 Brezkt herskip kemur togara til aðstoöar. Voru skipin þá um 12 mílur frá Grímsey, en þaðan komu fyrstu fréttirnar um átökin, er Grímseyingar heyrðu miklar skotdrunur í fjarska, sem um sjóorr- ustu væri að ræða. Bráðabirgðaviðgerð fór fram á Everton með aðstoð manna frá herskipinu og dráttar- bátnum Statesman, sem einnig kom á staðinn og hélt síðan togarinn áfram veiðum undir herskipavernd, en hann var nýkominn á miðin, er atburðurinn átti sér stað. I viðtali á sunnudagskvöldi lýsti Ólafur Jóhann- esson forsætisráðherra því yfir að hér hefði verið um eðlilegar löggæzluathafnir að ræða eins og á hefði staðið. Frétt þessi vakti mikla athygli víða um heim enda beindust nú augu umheimsins að íslandi því að 30. maí komu þeir hingað til lands Richard. Nixon Bandaríkjaforseti og George Pompidou Frakklands- forseti til viðræðufundar og fór sá fundur fram á Kjarvalsstöðum 31. maí og 1. júní og gífurlegur fjöldi blaðamanna alls staðar að úr heiminum kom hingað til að fylgjast með viðræðunum. NIXON-POMPIDOU FUNDURINN OG ARVAKURSMÁLIÐ Islenzkir ráðamenn ræddu landhelgismálið við for- setana tvo og voru þeir að sögn vel upplýstir um það, en Nixon forseti sagði að þeir gætu ekkert skipt sér af málinu, Islendingar og Bretar yrðu að leysa það sjálf- ið. Sama sagði Pompidou en báðir létu í Ijós skilning á málstað íslendinga. Eins og nærri má geta var mikið um að vera á landinu meðan á dvöl þessara tignu gesta stóð og landhelgismálið einnig mjög í brennidepli. Eitt atvik þessa daga varð til þess að koma landhelgismál- inu í fjölmiðla um allan heim, þó ekki með þeim hætti, sem Islendingar hefðu helzt kosið. Föstudaginn 1. júní kl. 7.30 árdegis sigldi brezki dráttarbáturinn Irishman á bakborðshlið varðskipsins Árvakurs, þar sem það var statt 24 sjómílur SSA af Hvalbak. Einnig reyndi dráttarbáturinn að festa vír f skrúfu varðskipsins með aðstoð brezka togarans Vivaria og freigátunnar Scylla. Um kl. 09.00 skar Árvakur síðan á togvíra brezka togarans Gavina. Eftir það sigldu þá togararnir Bel- gaum og Vivaria ásamt Irishman samtímis á Árvakur, sem skemmdist töluvert, en engin slys urðu á mönn- um. Á blaðamannafundi í Kjarvalsstöðum um kl. 11.15 um morgun var Hannes Jónsson blaðafulltrúi íslenzku ríkisstjórnarinnar að ræða við erlenda blaðamenn um landhelgismálið og hafði fundurinn verið ákveðinn i samráði við blaðafulltrúa Bandaríkjaforseta og Frakk- landsforseta. Er nokkuð var liðið á fundinn kom lögreglumaður skyndilega til Hannesar og kvaddi hann f símann. Eftír andartak kom Hannes aftur og tilkynnti, að hann hefði verið að tala við Ólaf Jóhann- esson forsætisráðherra sem hefði skýrt sér frá því að 10—15 brezkir togarar hefðu ásamt brezkum dráttar- bátí þjarmað að varðskipinu Árvakri og siglt á hann með þeim afleiðingum að hann væri að sökkva. Þóttu þetta að vonum mikil tfðindi og sendu erlendu frétta- mennirnir margir fréttina umsvifalaust út um heim. Þegar síðan í ljós kom, að fréttin var nokkuð ýkt var mörgum manninum skemmt, en aðrir urðu mjög reið- ir. Urðu talsverð blaðaskrif um þetta mál í erlendum fjölmiðlum og sætti blaðafulltrúinn harðri gagnrýni fyrir og var íslenzka ríkisstjórnin sökuð um að hafa notað sér atburðinn í ómerkilegu og illgirnislegu áróðursskyni. Af Árvakri er það að segja að hann hélt aftur á miðin eftir að bráðabirgðaviðgerð hafði farið fram. Ríkisstjórn Islands mótmælti þessari ásiglingu mjög harðlega, en svipaðir atburðir áttu eftir að endurtaka sig nokkuð oft á næstu mánuðum. Þannig hélt deilan áfram allt sumarið án þess að nokkuð benti til þess að lausn væri á næsta leiti. Fjölmörg atvik urðu á miðunum, siglingar og vörpuklippingar, en viðræður héldu áfram milli íslenzkra aðila og Breta og V-Þjóðverja. Islendingar unnu einnig mjög að fram- gangi málsins á alþjóða vettvangi. I júlí úrskurðaði Haagdómstóllinn að Bretum og V-Þjóðverjum væri heimilt að veiða innan 50 mílnanna, en islenzka ríkis- stjórnin mótmælti dómnum, enda sendi hún ekki fulltrúa til að vera við málflutninginn. BRÁÐABIRGÐA- SAMKOMULAGIÐ 27. september samþykkti íslenzka ríkisstjórnin á fundi sínum að tilkynna brezku stjórninni, að ef brezku herskipin og dráttarbátarnir yrðu ekki komin út fyrir 50 mílurnar fyrir miðvikudaginn 3. október kæmu slit á stjórnmálasambandi ríkjanna til fram- kvæmda í samræmi við ályktun, sem ríkisstjórnin hafði gert á fundi sínum 11. september. Þá lá fyrir bréf frá Edward Heath forsætisráðherra Breta til Ólafs Jóhannessonar. Upp frá þessum degi fór málið svo að mjakast í samkomulagsátt. Brezka stjórnin tilkynnti þriðjudaginn 2. október, að herskipin myndu hverfa út fyrir 50 mílurnar fyrir kl. 15.00 3. október. Jafnframt var ákveðið að Ólafur Jóhannesson færi til Lundúna til viðræðna við Heath 15. október. Forsætis- ráðherra sagði áfundi meðfréttamönnumí Reykjavík að vitað hefði verið að NATO hefði beitt áhrifum sínum til lausnar deilunni. Islendingar sendu nú sendiherra sinn aftur til London og undirbúningur að gerð samkomulags höfst af fullum krafti. Við brottför herskipanna breytti brezku togaraskipstjórarnir hegð- un sinni, veiddu utar og ef íslenzku varðskipin komu að þeim hífðu þeir inn vörpurnar og höfðu sig á brott. Virtust báðir aðilar leggja sig fram um að forðast allt, sem gæti orðið til að spilla fyrir samningaviðræðum. Viðræðufundur forsætisráðherranna stóð siðan 15. - 16. október og við komuna til Reykjavíkur sagði forsætisráðherra að hann teldi að hagstæðari grund- völlur til samninga væri fáanlegur en verið hefði fram til þess tima. Laugardaginn 20. október var samnings- grundvöllurinn sem Ólafur kom með heim frá Bret- landi birtur og sagðist forsætisráðherra vera tilbúinn til að samþykkja hann. Var utanríkisráðherra einum síðan falið að vinna að samningsuppkasti á grundvelli skýrslu forsætisráðherra. 8. nóvember Iagði svo ríkisstjórnin fram tillögu til þingsályktunar um heimild til handa rikisstjórninni til að ganga frá bráðabirgðasamkomulagi við Breta. Var hún samþykkt á Alþingi 13. nóvember með 53 atkvæðum gegn 6, en einn sat hjá. Skv. samkomulag- inu máttu Bretar veiða 130 þúsund lestir á ári við íslandsstrendur og frystiskip útilokuð af miðunum svo og 15 stærstu togarar Breta og 15 aðrir miðað við fjölda brezkra skipa við veiðar hér við land 1971. Þá var samið um friðun fjölda svæða á vissum árstímum. Gerður var listi yfir skip, sem veiðar máttu stunda við landið skv. samkomulaginu og samþykkt að strika skip, sem gerðust brotleg við samkomulagið, út af listanum. Lauk þar með í bili landhelgisdeilum Islendinga og Breta, en ósamið var eftir sem áður við V-Þjóðverja. Hins vegar var Ijóst, að íslenzka þjóðin myndi ekki lengi halda að sér. höndum í landhelgismálinu, því að umræður um 200 mílurnar höfðu þegar hafizt. Hér hefur aðeins verið stiklað á stærstu steinunum í þessu þorskastríði, enda ekki hægt að gera svo um- fangsmiklu máli veruleg skil í stuttri grein. — ihj. Forsíða Morgunblaðsins 16. febrúar 1972. 60 SÍÐUR (TVÖ BLÖÐ) hefía aðgerðir ____“'t* i Islands er of lítill indra brezku .skinfn 111,11 lil N*ss ufl hindra hrezku skipii Kinnland: —-—- Frestun í 3 dag-a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.