Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÖBER 1975 200 mílur 19 Guðmundur Kiærnested Magnus Sigurjonsson Einar Sigurðsson Tomas Þorvaldsson Þessi mynd af síðu úr Morgunblaðinu 27. júlf 1973 er af nöfnum 30 menning- j anna, sem fyrstir komu fram með ‘ stefnuna um 200 mílna fiskveiðilög- sögu til handa íslendingum. sækja á okkar mið. Þær þjóðir eru auðug- ar af auðlindum og náttúrugæðum, sem ekki finnast hér á okkar kalda landi. Við fögnum nú stórum áfanga, er við færum fiskveiðilögsögu okkar út I 200 mílur og treystum því, að enginn nágranna okkar sé svo skammsýnn og óbilgjarn að mótmæla eða krefjast áfram afnota okkar fiskimiða, sem við eigum með fullum rétti. Það er einlæg von mín og ósk, okkur íslendingum til handa, að við berum gæfu til þess að nytja veiðisvæðin af skynsemi og framsýni og tryggjum, að hin góðu skilyrði, sem fiskstofnar hér við land hafa til að ná örum vexti, verði ekki rýrð. Við verðum tafarlaust að stöðva smá- fiskveiðar og deyða fiskinn ekki fyrr en hann er beztur til frálags fyrir sjávarút- vegsfólk svo það fái stærri hlut af verð- mætunum hér eftir en hingað til. Á þann hátt einan getum við bjargað íslenzku þjóðinni frá efnahagslegu öng- þveiti og fært hana á ný á traustan efna- hagslegan grunn, sjómönnum, fiskvinnu- fólki og öðrum landsmönnum til góða. Ég heiti á alla góða menn, sem hér um ráða, að sjá svo um, og vil að lokum færa öllum, sem lagt hafa landhelgismálinu lið, beztu þakkir og ekki sist þeim, er staðið hafa í fylkingarbrjósti bæði á sjó og á landi. MARKUS GUÐMUNDSSON: Útfærsla auðlindalögsögunnar í 200 míl- ur, ásamt öllum þeim skrefum sem áður voru stigin, hefur sennilega átt heil- steyptara fylgi meðal þjóðarinnar en nokkurt annað mál siðan sjálfstæðisbar- áttunni lauk. Að visu voru hnökrar i sambandi við 200 milna lögsögu, sem voru af rammpólitísk- um rótum runnir. Kommúnistum þótti, sem nærri sér væri höggvið, og ætti að smækka framlag vinstri stjórnarinnar, sem beitti sér fyrir 50 milna lögsögunni. Aðallega fengu Magnús Sigurjónsson og Hreggviður Jónsson að k-enna á skömmum frá þeim, því þeir beittu sér fyrir undir- skriftum nokkurra manna, sem nærri sjávarútvegi stóðu, um yfirlýsingar þess efnis, að ætlunin væri að færa lögsöguna út i 200 mílur í framtiðinni, en ekki ein- skorða sig við 50 mílna lögsögu. Þessi yfirlýsing var talin vopn fengin útlending- um til frekari mótstöðu um 50 mílna lög- sögu. Ég hygg að útfærsla í 200 mílna auð- lindalögsögu geri okkur í dag hægara um vik að ná árangri í samningum við erlend- ar þjóðir, þar eð fylgi slíkrar lögsögu er komið á pappír hjá yfirgnæfandi hluta þjóða í heiminum. Annað mál er það, ef vilji er ekki til samninga hjá Bretum eða Þjóðverjum, þá er við þá eina að sakast. SAMNINGAR Bretar eru þrjóskir og hafa unnið marga sigra með seiglu og þrjósku. Þjóðverjar eru kurteisir, en afburða frekir, þegar henni sleppir. Gagnvart þeim þýðir enga undanlátsemi. Ég er hlynntur samningum á skynsam- legum grundvelli, vil forðast allt ofstæki, en frekar enga samninga en nauðungar- samninga. Þvi miður hefur hið opinbera ekki krafist neins álags af okkur þegnunum, svo sem aukins sparnaðar eða breytinga á innkaupum nauðsynja, utan tilmæla (þó frekar undrunar) eins ráðherra, Ölafs Jó- hannessonar. Ég hygg, að ef værum við betur stödd fjárhagslega utanlands sem innan, þá væri það eitt bitrasta vopnið, sem við ættum, því þá gætum við þraukáð örugglega nógu lengi, þó við værum of- beldi beitt. LANDHELGISGÆZLAN Loksins er að því er virðist, lokið gælum við Þjóðverja. Tími var kominn til. Að visu eru varðskipin of fá, því þau inna af hendi geysimikla þjónustu svo sem björgunarstörf, flutninga á sjúku og lika heilbrigðu fólki, ásamt ýmsum öðrum störfum. Ég tel nauðsynlegt að létta af gæzlunni þvi, sem unnt er með góðu móti, og efla hana eðlilega af tækjum og skipum. FRIÐUR Ýmsir hagsmunahópar innan sjávarút- vegsins þykjast vita allt um, hvernig eigi að friða fiskstofnana fyrir íslenzkum skip- um. Þarna blandast inn í hreppapólitíkus- ar, sem ekki hafa hundsvit á fiskveiðum, ýmsir stjórnunarmenn, sem vilja láta ljós sitt skina og þykir óhæfa að geta ekki borið á borð við erlenda stórkostlegar friðunaraðgerðir gegn togurum, þótt hömlulítið sé skarkað upp i landsteina með botnvörpu af hundruðum togskipa, aðeins ef þau eru undir vissri stærð. Drag- nót er leyfð viða og netaveiðar því nær ótakmarkað. Fiskfæð á islenzkum fiskimiðum er svo uggvænleg, að nauðsyn er fullra umráða a.m.k. 50 mílna lögsögunnar, en ofstækis- menn mega ekki ráða nýtingu hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.