Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 29
28 200 mílur MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÖBER 1975 12 mílurnar 1958 Viðbótarreglugerð kvað á um mjög verulegar tak- markanir á veiðum togskipa innan 12 mílna mark- anna. Það sjónarmið var lagt til grundvallár, að þessar veiðar væru bannaðar á hrygningarsvæðum og á aðal- veiðistöðvum bátaflotans meðan aðalvertíð stæði, og fyrir Vestfjörðum voru togveiðar innan hinnar nýju landhelgi óheimilar með Öllu — allan ársins hring. Snemma í júní lýsti talsmaður brezkra togaraeigenda því yfir, að brezkir togaraeigendur myndu að engu hafa hina nýju fiskveiðilandhelgi tslendinga, og myndu þeir njóta til þess atbeina brezka flotans. Siðar lýstu togaraeigendur sjö landa, sem beinna hagsmuna áttu að gæta á íslandsmiðum, því yfir, að þeir myndu virða að vettugi hina nýju landhelgi. Um leið var þess óskað formlega, að við- komandi ríkisstjórnir sæju um, að skip þeirra hefðu frið til veiða við Island. Yfirlýsing þessi kom frá ráðstefnu togaraeigenda þessara landa í Haag, en þar var líka ákveðið, að setja á stofn nokkurs konar sjólögreglu, sem sæi um vernd veiðiskipa, og ætluðu Bretland, Vestur-Þýzkaland, Belgía og Spánn að sameinast um framkvæmd þessa. Af þessari ráðagerð varð þó ekki, en 12. ágúst bárust fregnir af því, að Bretar væru sem óðast að útbúa herskip sín til að verða til taks á miðunum við ísland um mánaðamót ágúst — september. Fjögur herskip voru í samfloti. Það fréttist, að skipstjórarnir hefðu fengið fyrirmæli um að sýna fyllstu háttprýði, var- kárni og Iagni í skiptum sínum við Islendinga. LJÓNIÐ SVNIR TENNURNAR Um leið og hin nýja fiskveiðilandhelgi tók gildi á miðnætti 1. september 1958stefndu 11 brezkir togarar inn fyrir mörkin — 9 út af Dýrafirði óg tveir úti fyrir Horni. Undir morgun hóf íslenzka landhelgisgæzlan aðgerðir til að stugga togurunum út úr landhelginni. Þess hafði áður orðið vart, að belgískir og vestur- þýzkir togarar, sem voru að veiðum innan 12 mílnanna Spúlum á þá! Þetta voru móttökurnar, sem Islenzkir varðskipsmenn fengu hjá brezkum togarasjómönnum. Bretarnir vita víst ekki að við höfum aldrei tapað stríði á miðnætti höfðu áður flutt sig út fyrir. Sigldi þá brezka freigátan Palliser á mikilli ferð með mannaðar fallbyssur milli varðskips og landhelgisbrjótanna, svo að varðskipin hlutu undan að láta. Daginn eftir fór á sömu leið — íslenzk varðskip bjuggust til að hrekja veiðiþjófana út úr landhelginni, en herskip stórveldisins komu þá til skjalanna. Leik- urinn var ójafn — við ofurafl var að etja — leikurinn gat ekki farið nema á einn veg. Það var svo f morgunþokunni út af Austfjörðum að morgni hins 2. september, að varðskipið Þór greip brezka togarann „Northern Foam“ að veiðum sjö mílur út af Norðfirði. Fóru sjö menn af varðskipinu um borð f togarann, auk tveggja af Maríu Júlíu, sem nærstödd var. Þór tók stefnu á Seyðisfjörð með togarann í eftirdragi og varðskipsmenn þar um borð. Skyndilega kom herskipið Eastbourne á vettvang og sigldi hraðbyri að varðskipinu. Eftir nokkurt þóf komust sjóliðar af Eastbourne um borð í togarann. Var óskað eftir þvf, að íslenzku varðskipsmennirnir færu aftur um borð í Þór, en því var neitað. Voru varðskipsmennirnir þá fluttir um borð í Eastbourne. Um kvöldið gaf brezka flotamálaráðuneytið út til- kynningu um að íslendingarnir væru gestir um borð í herskipinu. Meðan þessu fór fram, var reynt að setja menn af Maríu Júlfu um borð í annan brezkan togara, Lifeguard frá Grimsby. Var tekið á móti þeim með járnstöngum, öxum, bareflum og vatnsslöngum, og urðu þeir frá að hverfa. I þessum átökum mættust þeir menn fyrst, sem áttu eftir að elda saman grátt silfur öðrum fremur í þeim átökum, sem framundan voru, en það voru þeir Eirík- ur Kristófersson skipherra á varðskipinu Þór og Barry Anderson skipherra á Eastbourne. Kom Anderson um borð f Þór og ræddi við Eirfk, en hvarf að því búnu aftur um borð í Eastbourne, sem sigldi á haf út með íslenzku varðskipsmennina innanborðs. Hinn þriðja daginn urðu á ný átök á miðunum. Þá sigldi brezkur togari — „Búrfell“ — f veg fyrir varðskipið Albert, með þeim afleiðingum, að árekstur varð. Engin slys urðu á mönnum, en til orðahnippinga kom milli varðskipsmanna og sjóliða á Eastbourne, er þarn^koín enn á vettvang með gínandi fallbyssukjafta og beitti yfirburðum sínum gegn várðskipi, sem var minni máttar. Viðbrögð við þessum atburðum á Islandi voru á einn veg og í blaðaskrifum frá þessum tíma kemur fram undrun og reiði vegna þessarar ráðabreytni stórveldis- ins Bretlands gagnvart fámennri þjóð, sem engin tök hafði á þvf að þreyta aflraunir við voldugan flota. (JTIFUNDUR 5. september var haldinn fjölmennasti fundur, sem þá hafði farið fram hér á landi. Fulltrúaráð verkalýðs- félaganna efndi til útifundar á Lækjartorgi. Tölu varð ekki komið á mannfjöldann, en mannhafið náði langt upp í Bankastræti og út í Lækjargötu, að þvi er séð verður á myndum, sem teknar voru á fundinum. Um kvöldið urðu óspektir við brezka sendiráðið. Það er ekki aðeins á sfðari árum, sem Kínverjar og Islendingar hafa átt samleið í Iandvinningamálum, þvi að fjórum dögum eftir að Islendingar færðu út land- helgi sfna gáfu Kfnverjar út yfirlýsingu um að þeir hefðu fært Iandhelgi sína út í 12 mílur. Kfnverjar lýstu því yfir skorinort, að „þetta væri innanríkismál og engin erlend íhlutun yrði þoluð“. Islendingum barst liðsauki víðar frá, þvi að 5. september sendu Rússar frá sér tilkynningu um, að Sovétríkin gætu ekki til lengdar horft á það aðgerðar- laus, að Bretar beittu hervaldi við Island, og væri þetta framferði Breta bein árás á landið. Rússar létu þó ekki verða af þeim ásetningi sínum að skerast í leikinn til að vernda íslendinga fyrir óvininum, ein- hverra hluta vegna. 6. september hafði brezkum togurum innan land- helginnar fækkað og voru þeir nú niu að tölu. Herskip- in héldu áfram að nudda á sínum stað, en þó var stórtfðindalaust. Ofureflið f þorskastrfðinu hafði enda komið auga á ólíkt geðugri bardagaaðferð en það að ota krókstjökum og bareflum eða glenna fallbyssu- kjaftana framan í andstæðinginn. Atzt við með GUÐSORÐI Einn daginn lauk Barry Anderson skýrslu sinni til flotamálaráðuneytisins brezka með tilvitnunum í orðs- kviði Salómons, vitandi, að hún myndi ná eyrum óvinarins: Þegar óguðlegum fjölgar, fjölgar og mis- gjörðum, en réttlátir munu horfa á fall þeirra. Hetjur hafsins voru ekki alltaf upplitsdjarfar þegar varðskip komu að þeim við iðju sfna f Islenzkri landhelgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.