Morgunblaðið - 15.10.1975, Page 44

Morgunblaðið - 15.10.1975, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTOBER 1975 Folarnir sjö að hann vildi reyna að fara út í heiminn og vinna fyrir sér. Foreldrar hans sögðu nei, og báðu hann að líta á bakið á bróður sínum, sem var allt gult og blátt. En hann lét sig ekki, heldur sat við sinn keip, þar til hann fékk að fara og lagði þá af stað. Þegar hann var búinn að ganga heilan dag, kom hann líka til konungshallar- innar og þar stóð konungur úti, og spurði hvert hann væri að fara, og þegar piltur svaraði, að hann vildi komast einhvers- staðar í vist, þá sagði konungurinn að hann gæti gætt folanna sinna sjö, og svo bauð konungur honum sömu laun og hét honum sömu refsingu og bróður hans. Jú, pilti leizt vel á þetta starf, og sagðist skyldi gæta folanna og segja konungi hvað þeir ætu og drukku. I birtingu um morguninn sleppti hesta- vörðurinn folunum sjö úr húsi, og þeir af stað aftur yfir hóla og hæðir, og piltur á eftir. En það fór eins fyrir honum og bróður hans. Þegar hann hafði þotið á eftir folunum í langan tíma, og var orðinn bæði sveittur og móður, kom hann að bjargskútanum, þar sem kerlingin sat og spann á snælduna sfna. Hún kallaði strax til hans og sagði: „Komdu hingað til mín, sveinninn minn væni, og ég skal greiða hár þitt“. Það leist pilti vel á. Hann lofaði folunum að fara sína leið, en settist niður í skútann hjá kerlingunni. Þar sat hann og lá og hreyfði sig ekki allan daginn. Þgar folarnir komu aftur um kvöldið, fékk kerlingin þessum pilti líka mosa- flyksu og vatnskrús, sem hann átti að sýna konunginum. En þegar konungur spurði piltinn: „Geturðu sagt mér hvað folarnir mínir sjö eta og drekka?“ og piltur sýndi mosann og vatnskrukkuna og sagði: „Hér sérðu matinn þeirra og drykkinn.“ — Þá reiddist konungur og skipaði að flengja piltinn, og reka hann þegar úr vistinni. Og þegar piltur kom heim til sín aftur, sagði hann líka sínar farir ekki sléttar, og kvaðst aldrei framar fara að leita sér atvinnu. Þriðja daginn vildi Öskubjörn fara af stað. Hann sagði að sig langaði líka til þess að reyna að gæta folanna sjö. Hitt fólkið hló og gerði gys að honum, og bræður hans sögðu: „Fyrst svona fór fyrir okkur, þá getur þú aldrei gætt þeirra, — enda væri það einkennilegt, þar sem þú aldrei hefir gert annað en að liggja og róta í öskunni". „Ég vil nú fara samt,“ sagði Öskubjörn. „Ég er nú einu sinni búinn að taka það í mig“, og hvað sem bræðurnir hlógu og foreldrarnir báðu, þá var það til einskis gagns. Öskubjörn lagði af stað. Þegar hann hafði gengið lengi, kom hann til konungshallarinnar í rökkrinu. Þar stóð konungur úti á tröppunum og spurði hvert hann ætlaði. “Ég er að leita mér að atvinnu“, sagði Öskubjörn. „Hvaðan ertu?“ spurði konungurinn, því nú vildi hann vita svolítil deili á manninum, áður en hann réði hann í vist hjá sér. Öskubjörn sagði hvaðan hann væri, og sagðist vera bróðir þeirra tveggja, sem gætt hefðu folanna konungsins, og svo spurði hann, hvort hann gæti ekki fengið að gæta þeírra daginn eftir. „O, svei“, sagði konungur, — hann reiddist, bara ef hann heyrði þá tvo folasmala nefnda, — „ef þú ert bróðir þeirra, þá dugir þú varla mikið heldur. Slíku fólki hef ég fengið nóg af.“ „Já, en úr því ég er nú kominn hingað, gæti ég vonandi fengið að reyna“, sagði Öskubjörn. Vinur! Ekki yfirgefa hringinn Þar eð ég er eldri stekk ég reiður og fúll!! fyrst! Mamma er upptekin, Snúlli minn, og má ekki vera að þvf að horfa á alla þá fugla, sem þú sérð. Ég held, að það sé hyggilegra, að ég fari á undan læknir. Lff- hræðsla gæti gripið hann þeg- ar hann sér yður. eftir þvf að lenda í einhverri flækju. — Næsti, kallar læknirinn. Jón spratt á fætur og gekk inn. — Hvað gengur að þér? — Það skal ég segja þér. Þegar ég beygi mig fram svo að Ifkaminn myndar rétt horn við fæturna, sný mér til hægri, teygi sfðan annan fótinn fram og reyni að beygja mig til vinstri, finn ég voðalegan sárs- auka f mjöðminni. — Já ég skil það, sagði lækn- irinn, en hvers vegna í ósköp- unum gerirðu þessa bjánalegu hreyfingu? , — Hana verð ég að gera, þegar ég fer inn f nýja bflinn minn. X Rjúpnaskytta kom inn f kjötbúð og bað um rjúpur. — Við höfum þvf miður eng- ar rjúpur, svaraði afgreiðslu- maðurinn, en við erum hérna með ágætar pylsur, sem ... — Pylsur, þú getur étið þfn- ar pylsur sjálfur. Heldurðu kannski að ég geti sagt kon- unni minni að ég hafi skotið pylsur. X Villi: — Nagarðu á þér neglurnar? Maggi: — Nei. Villi: — Það ættirðu að gera. Maggi: — Af hverju? Villi: — Þá gefur pabbi þinn þér eitthvað fyrir að hætta þvf. X Tveir Skotar sátu f veitinga- húsi og rifust um, hvor þeirra ætti að borga bjórinn, sem þeir höfðu drukkið. Loks ákváðu þeir að varpa hlutkesti. „Þjónn,“ kallaði sá, sem ekki átti að borga, en hinn óheppni kallaði „eldur“ og hvarf í mannþröngina. Moröíkirkjugaröinum 8 einnig postulfn, sápa, sokkar og sagir... IburðarmikiII en smekklaus fbúð með jólatré sem stóð og beið og bakki með kaffibollum, þar sem aðeins annar bollinn hafði verið hreyfður. Dökkhærður maður með gapandi og blóðugt sár f höfðinu... Ljóst hár Barhöru, sem flaksaðist um herðar henni... og grænn silkikjóll. Hvernig myndi hún taka þessari sorg, sem hafði knúið á dyr hennar? Var sorg hennar tryllt og frumstæð? Var Tord nú að reyna með öllum ráðum að hughreysta hana. Og Einar? Hann var að öllum Ifkindum að hringja til fógetans og sagði: — Það hefur verið framið morð hér... já á aðfangadagskvöldi. Svo að það er þvf miður nauðsyn- legt að þér komið sem fyrst. Getið þér lagt strax af stað. Þegar við komum heim að prestsetrinu var ég vot af svita. Lotta hljóp fram f eldhúsið og sagði að ég væri veik og Hjördfs Holm birtist f hvftum sloppi yfir sparikjólinn með eldrjóðar kinnar og spurði kvfðafull hvað amaði að mér. Pabbi kom einnig út úr stofunni og ég var ekki fullkomlega dús við að ég væri að valda þeim þessum áhyggjum. En sem betur fór varð hugur Lottu fljótt bundínn við Nefertite og ég gat loksins sagt þau orð sem brunnumérátungu: — Morð! Hann hefur verið myrtur. I búðinni. Ilann lá fyrir innan búðarborðið... Ég fann hann! Getið þið fmyndað ykkur, hvernig manni verður innan- brjósts? Skiljið þið að ég... — Elsku barnið mitt, vertu nú róleg. Það var ekki aðeins hlýja f rödd föður míns, heldur Ifka harka, sem gaf mér vísbendingu um að hann Jeit svo á að ekki einu sinni morð gæti afsakað móðursýki og vanstiilingu. Ég herti mig upp og þegar Hjördís stamaði vandræða- leg með skelfingarglampa f aug- um: — Hvernig ... ? Ég meina ... vitið þið, hvernig það hefur borið að og hver... hefur gert það? Mér tókst að gefa nokkur við- hlftandí og rðleg svör, en vitn- eskja mfn var auðvitað af mjög skornum skammti. Hún hlustaði á mig f djúpri þögn og næstu orð hennar sem báru vitni um hag- sýní hennar sem húsmóður komu næstum eins og þruma úr heið- skfru lofti: — Hvað á ég nú að gera við allan grautinn og fiskinn? Þeir koma sjálfsagt ekki alveg á næst- unni, presturínn og Bure dósent En svo var engu Ifkara en hún hefði tekið f hnakkadrambið á sjálfri sér og hún var róleg og . öguð sem ætfð. Hún skipaði bæði mér ogLottuað fara f rúmið. Þar sem hún virtist skynja að ég væri m.vrkfælin stakk hún upp á þvf að Lotta svæfi f Einars rúmi og meira að segja neyddi hún ofan f mig svefnpillu og flóaða mjólk fyrir okkur báðar. Nefertite sem iá á milli okkar varð fyrst til að sofna og það leið ekki á löngu þangað til svefninn náði efnnig tökum á mér. Ég svaf vært og draumlaust og ég minnist þess hvorki að morð né blóð hafi verið að angra mig. Ég hefði ekki haft á móti þvf að sofa lengur. En það var ekki orðið bjart af degi, þegar Lotta vakti mig. Hún var að tipla um með þrfarma kertastjaka f hendi og skrækjandi kettling f hinni hend- inni. — Hvernig lfður þér núna, Puck? Ég vona þér sé batnað? Þú ætlar vonandi að koma með mér f kírkjuna. Hún settist á rúmstokkinn hjá mér og f flöktandi kertaljósinu sá ég að varir hennar skulfu. — Pabbi segir að Arne Sandell sé dáinn, sagði hún hljóðlega. Barbara liggur og sefur f Hjör- dfsar herbergi og það eru allir svo hryggir. En ... en þegar maður er hryggur á maður að fara f kirkju, alveg sérstaklega á jóladagsmorg- un, finnst þér það ekki? Ég faðmaði hana að mér og fór sfðan að klæða mig, þótt mér væri það þvert um geð. Skynjun mfn var dofin af svefnlyfinu, sem ég hafði tekið kvöldið áður og enda þótt Hjördfs bæri fram sterkt og rjúkandi heitt kaffi f eldhúsinu dugðí það ekki til að vekja mig almenniiega. Mér fannst Tord eins og upphafinn og mjög fjar- lægur, hvar hann sat þarna f hempunni sinni, og fröken Holm, Einar og faðir minn voru öll held- ur mæðuleg. Enginn þeirra vildi né gat sagt eitthvað. Ég varð þess þó vfsari að þau höfðu verið á fótum lungað úr nóttinni. Fóget- inn hafði kvatt lögreglustjórann á velti&ng og þegar sá hafði komið og kannað það sem fyrir lá og augijóst var, hafði hann samband við morðdeild rfkislögreglunnar ... En umfram altt var þó auð- fundið að enginn gat botnað I þvf hvers vegna Arne Sandell hafði beðið þessi endalok. Stutt gönguferðin frá prests- setrinu og út f kirkjuna var þó mjög hressandi. Loftið var ferskt og kirkjan var uppljómuð af kertaljósum og smám saman

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.