Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÖBER 1975 200 mílur 21 I l. f K fyrsta myndu þeir bæta sjö varöskipum við þann flota sem fyrir er og einni 2500 tonna ferju sem gengi 27 mílur, þremur Orionflugvélum (ein slík kostar á við 3 Fokkera), einum kafbát og sex þyrlum. Lauslega áætlað telst mér til að kostnaður Norðmanna vegna alls þessa muni nema 25 milljörðum króna.“ „Hérna fáum við hins vegar aðeins einn Fokker Friendship — og það með látum,“ segir nú Valdimar Jónsson. Raunar má heyra á þeim fjórmenningum, að starfs- mönnum Landhelgisgæzlunnar hefur sárnað sú gagnrýni sem fram hefur komið á flugvélakaup Landhelgisgæzlunnar. I því sambandi má hér einnig tilfæra orð Guðmundar Kjærnested, skipherra á Tý, sem sagði i samtali við blaðamenn Morgunblaðsins fyrir helgina, að honum fyndist leiðinlegt að þurfa að fara út í nýja landhelgisbaráttu þegar fjölmiðlarn- ir hér heima fyrir væru neikvæðir í garð Gæzlunnar. „Þessu var öfugt farið við útfærsluna 1972 þegar hver stappaði stálinu í annan,“ sagði Guðmundur. „Það hefur að vísu ekkert verið rætt við okkur skipstjórnarmenn Landhelgisgæzlunnar um hvaða flugvél ætti að kaupa henni til handa, en það erum við sem gerum alla leiðareikniriga og það erum við sem þurfum að mæta fyrir rétti og standa fyrir máli okkar þegar eitthvað ber upp á. Það er ólíkt þægilegra að eiga að vinna um borð i stórri flugvél eins og Fokker Friendship eða lftilli Beechcraft, og ef ég hefði verið spurður um hvaða vél Land- helgisgæzlan ætti að kaupa, hefði ég hik- laust svarað Orion eða Neptune. Bezt gæti ég þó trúað að sumum þættu þær vélar nokkuð dýrar úr því að Fokkerinn þykir það.“ A þeim fjórmenningum var lika að heyra að þeir væru þessarar skoðunar. „Fólk verður að gera sér grein fyrir þvi að landhelgisgæzlan hlýtur alltaf að vera dýr og því dýrari sem hafsvæðið sem gæta þarf er stærra,“ sögðu þeir ennfremur. „Og það má þá alveg eins spyrja: Hvað myndi það kosta að hafa enga landhelgis- gæzlu — ef hér væri hægt að stunda gegndarlausa rányrkju á fiskimiðunum?" LIÐIN TlÐ Og þessar umræður leiddu hugann að liðinni tið, þegar eitthvað bragð var að þorskastríðinu að dómi þeirra landhelgis- gæzlumanna. Jón Steindórsson yfirloft- skeytamaður, hafði verið á Maríu litlu Júlíu í þorskastríðinu 1958, en hún kom þá töluvert við sögu. Skipherra á Maríu Júlíu var þá Lárus Þorsteinsson og Jón segir að i hans skipherratíð hafi oft verið gaman að lifa. „Ég man t.d. eftir þvi einu sinni hvernig Lárus lék snilldarlega á brezka herskipið," segir Jón. „Við höfðum komið að brezkum togara og sigldum upp með hlið hans, líkt og við gerðum okkur líklega til að taka hann. Það var töluverð þoka um þetta leyti en ,,drekinn“ sá okkur i radarnum, setti á fulla ferð í áttina að okkur og það var ekkert með það, þeir ætluðu að sigla á okkur, þvílikur var hraðinn á þeim. Við sáum hins vegar lika i radarnum hvað herskipið ætlaði sér, svo að við læddum okkur aftur með togaran- um og upp með hlið hans hinum megin. Þetta athuguðu Bretarnir ekki, heldur keyrðu á þessum heljar krafti inn i hvalbakinn á togaranum og munaði minnstu að það ýtti honum á Maríu Júliu. Togarinn stórskemmdist auðvitað við þetta og bæði urðu skipin að hverfa af miðunum heim til Bretlands til viðgerðar." I annað skipti urðu þeir á Maríu Júliu þess valdandi að íslandsmið voru friðuð fyrir brezkum togurum a.m.k. tvo tíma á dag. María Júlía var þá við gæzlu innan um brezku togaranna og sáu menn þá hvar herskipið hafði staðnæmzt til að taka olíu og vistir. Búið var að leggja olíuslönguna um borð í herskipið og þá notaði María Júlía tækifærið, sigldi upp við hlið eins togarans og Lárus lét mannskapinn raða sér upp við borð- stokkinn likt og taka togarans væri í aðsigi. Skipstjóri togarans öskraði skelf- ingu lostinn eftir hjálp i talstöðina, svo að sjóliðsforinginn á herskipinu sá þann kostinn vænstan að rlfa sig lausan frá birgðaskipinu og koma togaranum til hjálpar. En þá sást ekki nokkur maður á þiljum Mariu Júliu og Lárus lézt ekkert skilja I þessu írafári sjóliðsforingjans. Hins vegar var herskip- ið ekki fyrr búið að láta leggja oliuleiðsl- urnar úr birgðaskipinu um borð til sín aftur en Lárus sigldi litla varðskipinu upp að hlið togarans og allt fór á sömu leið. „Þá var sjóliðsforingjanum nóg boðið og fyrirskipaði öllum togurunum að halda sig utan við 12 mílurnar þá tvo tíma á dag Guðni Skúlason (t.v.) og Valdimar Jónsson loftskeytamenn í fjar- skiptamiðstöðinni. Pétur Sigurðsson forstjóri Jón Steindórsson yfirloftskeyta- maður. Hálfdán Henrýsson tekur við skeyti frá varðskipi og færir stöðu þess inn á kort. sem herskipið tók oliu og vistir. Þannig kom minnsta skip íslenzka v.arðskipa- flotans þvi til leiðar að fiskimiðin voru friðuð hluta úr degi fyrir veiði brezku togaranna," segir Jón. AUKAAHÖFN Nú er þetta allt stærra I sniðum. Is- lenzka landhelgisgæzlan hefur að vísu verið efld verulega frá því sem var fyrir 17 árum, en naumast I þeim hlutföllum er nemur stækkun fiskveiðilögsögunnar á þessu timabili. Álagið á starfsmenn Land- helgisgæzlunnar hlýtur að stóraukast eftir útfærsluna I 200 sjómílur og eru þeir reiðubúnir að taka slíkt á sig? Við bárum þessa spurningu undir Helga Hallvarðs- son skipherra, sem jafnframt er formaður starfsmannafélags Landhelgisgæzlunnar. „Það sem segir sig sjálft að nú bætist við mikið hafsvæði þar sem varðskipin þurfa að halda uppi gæzlu,“ sagði Helgi, „og það hlýtur að bitna mjög á áhöfnum skipanna. Skipin verða að dveljast allt upp I þrjár vikur á hafi úti I misjöfnum veðrum. Ég tel að sú reynsla sem fékkst af 50 mflun- um hafi sýnt að sllkt getur orðið mjög þreytandi til lengdar. Sú spurning hlýtur þá llka að vakna, hvort ekki sé nú tfma- bært að endurskoða þá hugmynd sem komið hefur fram um að hafa jafnan eina aukaáhöfn til taks, þannig að hún leysi þá áhafnir skipana af, og sú skipshöfn er kemur I land getur I millitíðinni verið I ýmsum þjálfunum.“ Helgi sagði ennfremur, að jafnframt þessu væri það mikið áhugamál starfs- mannafélagsins að menn hlytu meiri al- hliða þjálfun I stjórnun ýmissa þeirra tækja er varðskipin væru búin og alltaf væru að vera fullkomnari, samanber allar þær nýjunger væru I Tý og Ægi varðandi ratsjártækni og fjarstýringu á vélum og tækjum. Kvaðst Helgi hér einkum eiga við það, að unnt væri að senda menn til við- komandi framleiðenda til að fullnema sig I réttri meðferð þessara tækja og eins til að geta gert við þau. „Það er einnig ljóst, að hin aukna fisk- veiðilögsaga gerir hlutverk fluggæzlunnar enn þýðingarmeira en áður og að óaðfinn- anleg samvinna þarf að fera á milli varð- skipanna og flugvélarinnar. Það er því öruggt að flugtími gæzluvélarinnar kemur til með að aukast mjög frá því sem nú er, því að enda þótt fiskveiðimörkin nái á ýmsum stöðum út fyrir landgrunnið þá eru staðir eins og suðaustur af Hvalbak, Reykjanesgrunnið, fyrir Vestfjörðunum og grálúðumiðin út af Kolbeinsey, þar sem miðin ná langleiðina út undir 200 míl- urnar“. Helgi kvaðst þó telja, að Landhelgis- gæzlan myndi geta gætt alls þessa haf- flæmis með allgóðu móti, því að reynslan sýndi að erlend fiskiskip hér við land héldu sig yfirleitt I hóp og þau færðu sig til þangað sem veiðivonin væri mest I það og það skiptið." Að sjálfsögðu verður þetta erfiðara fyrir þá sök að við höfum yfir að ráða fjórum skipum, sem ekki geta verið öll úti I einu, eitt verður ætíð að vera með mannskapinn I höfn til hvlldar,“ sagði Helgi. „Og hitt má heldur ekki gleymast, að þótt við einbeitum okkur að 200 sjómílunum mega grunnslóðirnar ekki gleymast, þar sem okkar eigin skip hafa haft veiðiheimildir miðað við stærð allt upp að þremur sjómllum. Þar höfum við aðeins tvö lítil skip til gæzlu og yfir sumartímann er alltaf annað þeirra upp- tekið við að sinna vitunum. Því hlýtur sú spurning einnig að vakna, hvort ekki kunni að vera tímabært að athuga með kaup á stórum hraðbátum. Mér hefur allt- af virzt sú tregða sem alltaf kemur upp þegar rætt er um slík kaup stafa af reynslu manna á þeim hraðbátum, sem komu hér upp rétt eftir striðið og mun hafa verið mjög neikvæð. Þetta tel ég á misskilningi byggt, vegna þess að bátar þessir voru byggðir úr krossviði, einungis ætlaðir til þess að skjótast út frá landi til skyndiárása og sigla síðan aftur I var. Nú hefur tækninni aftur á móti fleygt svo fram að athugun um kaup á slíkum bátum á fyllilega rétt á sér.“ Helgi sagði ennfremur, að Landhelgis- gæzlunni væri það nauðsynlegt að hafa vana og þjálfaða menn um borð I varðskip- unum, en eins og áður væri getið hefðu verið umræður um það innan starfs- mannafélagsins að þreyta sækti að áhöfn- un varðskipanna I allt að 3ja vikna útivist. „Þvi er það nauðsynlegt að stjórn Land- helgisgæzlunnar athugi það I tima að koma I veg fyrir slíkt með einhverjum aðgerðum, t.d. eins og lengri fríum skip- verja, og hefur raunar starfsmannafélagið sent dómsmálaráðherra bréf þessa efnis, þar sem komið er fram með ýmsar hug- myndir. Er það von okkar að dómsmála- ráðherra taki þær til vinsamlegrar athug- unar,“ sagði Helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.