Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKT0BER 1975 3 Osló — Washington — Cuxhaven — Edinborg V-býzkir embættismenn: Úíærslan niun virt að vettugi Bonn, 14. október — Reuter VESTUR-Þjóðverjar munu virða að vettugi einhliða út- færsiu fsienzku fiskveiðilögsög- unnar f 200 mflur á miðnætti f nótt unz samkomulag næst f deilu landanna tveggja, að þvf er heimildir innan stjórn- arinnar f Bonn sögðu f dag. Lýstu heimildamennirnir áhyggjum sfnum af þvf að enn skuli ekkert hafa heyrzt frá fslenzku rfkisstjórninni um nýjar viðræður. Reuter- fréttastofan hefur eftir einum embættismanna stjórnarínnar: „Á meðan við höfum ekki náð samkomulagi við fslendinga munum við halda okkur við þau alþjóðalög sem kveða svo á að fslendingar hafi ekki rétt til að færa lögsögu sfna út þegar þeim sýnist.“ Embættismaður f land- búnaðar- og sjávarútvegsráðu- neytinu sagði í dag, að vestur- þýzka stjórnin hefði um skeið viðurkennt mikilvægi fisk- iðnaðar fyrir Islendinga og hann gaf f skyn að hún væri tilbúin til að gera málamiðlun. Dagblaðið SUddeutsche Zeit- ungen í MUnchen sagði í dag að málamiðlun væri sennileg. Hún myndi fela í sér, að íslendingar leyfðu Vestur-Þjóðverjum að veiða vissar fisktegundir á vissum tímum á vissum svæðum, og í staðinn myndu Vestur-Þjóðverjar hætta andófi sínu gegn þvf að viðskiptasamn- ingur Islendinga við Efnahags- bandalagið tæki gildi I heild og einnig aflétta löndunarbanni á íslenzka togara i vestur-þýzkum höfnum. Áður en bannið var sett lönduðu islenzkir togarar að meðaltali 90.000 tonnum af fiski árlega í Vestur- Þýzkalandi. Embættismenn f Bonn sögðu í dag að brottrekstur vestur- þýzkra togara frá veiðisvæð- unum innan 200 mílnanna yrði verulegt áfall fyrir tugþús- undir fiskimanna og verkafólks I fiskiðnaði á norðurströnd Þýzkalands, sem er með fátæk- ari svæðum landsins. Ljósm. Mbl. Friðþjófur. FLAGGSKIPIÐ A tJTLEIÐ — Flaggskip fslenzka varðskipaflotans, Týr, var á hægri siglingu við 50 mflna mörkin útaf Reykjanesi þegar Morgunblaðsmenn flugu yfir skipið f gær. Stefndi skipið út til hinnar nýju 200 mflna fiskveiðilögsögu. Skipið virðist alveg tilbúið f slaginn þvf sjá má klippurnar tilbúnar f skut þess, ef vel er að gáð. Mikill fiskskortur í Grimsby—geysihátt verð Grimsby — Frá blaðam. Mbl., Ingva Hrafni Jónssyni STEINUNN SF seldi í Grimsby i fyrradag 33,6 lestir fyrir 4 milljónir 417 þúsund kr. eða um 131 kr. meðalverð: Jón Olgeirsson ræðismaður sagði í Fjöldi fyrirspurna berst sendiráðinu í London Níels P. Sigurðsson, sendi- herra tslands f London sagði að sendiráðið hefði verið mikið spurt um landhelgismálið undanfarna daga. Nfels sagði að f gær hefði birzt f Daily Express grein um útfærsluna og kvað hann hana ekki hafa verið andstæða hagsmunum ís- Iendinga. t greininni hafi verið fjallað um landhelgismálið út frá staðreyndum en þó hafi ein villa verið þar, sem togara- menn voru bornir fyrir. Villan var um það að tslendingar veiddu mestan hluta afla sfns við Bretland. Nfels sagði að sendiráðið hefði þegar leiðrétt þessa mis- sögn en eftir væri að sjá, hvort sú leiðrétting fengi inni f blað- inu. Níels sagði að brezkir togaraeigendur héldu uppi áróðri gegn hagsmunum Is- lands — það væri heldur ekkert nýtt. Áróðursins hefði þó lítt gætt í útvarpi í London, en aðaláróðurinn birtist i Radio Humberside, en það er útvarps- stöðin fyrir Grimsby og Hull. Helztu fyrirspurnir, sem sendiráðinu f London berast eru um viðræðudaga við Breta og spurningar um það hvenær útfærslan kemur til fram- kvæmda gagnvart Bretum, 13. nóvember. Enn kvað Níels mánuð til stefnu og á þeim mánuði gæti margt gerzt. samtali við Mbl. að ekk’ hefði verið um mjög góðan fisk að ræða og ef hann hefði verið af sömu gæðum og fiskurinn sem Dagný seldi um daginn hefði orðið um algera metsölu að ræða, 140—150 kr. kg. Af þessari sölu greiddi Steinunn um 572 þúsund kr. í toll vegna þess að bókun 6 hjá EBE hefur ekki tekið gildi. Þegar Dagný seldi umdaginnvar tollurinn 1,8 milljónir kr> og á þessu ári hafa íslenzk skip greitt 19,2 milljónir kr. í tolla af sölu fyrir 148 milljónir. Á sl. ári námu tollarnir um 35 milljónum af 297 milljón kr. sölu miðað við núgildandi gengi. Hér er aðeins um að ræða ísfisk sem landað er f Grimsby. Jón Olgeirsson sagði, að mikill skortur væri á fiski f Grimsby og geysihátt verð á mörkuðunum. Sagði hann að íslenzku skipin gætu gert metsölu en hefðu skiljan- lega takmarkaðan áhuga á lönd- unum vegna tollanna. Hann sagði að ísfiskverð hefði hækkað verulega að undan- förnu og héldi sú þróun áfram. Einnig hefði eftirspurn eftir freðfiski aukizt og hann hefði á undanförnum vikum fengið 4 fyrirspurnir um möguleika á freðfiskkaupum frá Islandi og eru það fyrstu fyrirspurnirnar sfðan 1972. Freðfiskbirgðir f Bretlandi hefðu farið minnkandi og fyrirsjáanlegur skortur væri á slikum fiski. Sagði hann að Norðmenn fengju mjög gott verð fyrir sinn freðfisk en þeir stæðu miklu betur að vígi en íslendingar því að af þeirra fiski þyrfti að greiða miklu minni toll en af íslenzkum fiski. Deilt um 200 mílur í Grimsby Talsmaður kanadíska sjávarútvegsráðuneytisins í samtali við Mbl. „Skiljum Islendinga og munum fœra út sjálfir „ÉG GET sagt það, að rfkis- stjórn Kanada hefur fullan skilning á áhyggjum fslenzku stjórnarinnar af fiskistofn- unum og nauðsynlegri verndun þeirra, og skilning á þörfum á forréttindum fyrir fiskimenn strandrfkja,“ sagði talsmaður kanadfska sjávarútvegsráðu- neytisins f Ottawa í samtali við blaðið f gær. „Ctfærsla kana- dfsku fiskveiðilögsögunnar f 200 mflur er mál sem hefur algjöran forgang hjá ríkis- stjórninni, og við teljum að samkomulag það sem náð- ist innan Norðvestur- Atlantshafsfiskveiðinefndarinn- ar nýlega færi það takmark nær okkur, — að samkomu- lagið muni gera útfærsluna sjálfa hnökralausari þegar þar að kemur. Ég get ekki sagt neitt um dagsetningu slfkrar útfærslu á þessu stigi, en hins vegar get ég skýrt frá þvf að rfkisstjórnin hefur þegar hafið tvfhliða viðræður við ýmis helztu fiskveiðilönd sem hér eiga hlut að máli. Eru það eink- um lönd sem aðild eiga að fisk- veiðinefndinni, lönd eins og Sovétrfkin, Spánn, Portúgal og fleiri. Öll þessi lönd hafa a.m.k. meðtekið það, að fiskveiði- mörkin verða færð út og tvö þessara landa, Noregur og Portúgal, hafa ennfremur f formlegum orðsendingum samþykkt að viðræðurnar fari fram á grundvelli 200 mflna lögsögu. Þessi lönd viðurkenna þar með rétt okkar til að taka slfka ákvörðun, en öll löndin hafa sem sagt meðtekið að út- færsla er óumflýjanleg. Og við teljum rétt að leita samninga áður en til útfærslu kemur, þótt viðræður eftir á komi að sjálfsögðu einnig til greina. Þessar tvfhliða viðræður nú eru þó aðeins á undirbúningsstigi." Frá blaðamanni Mbl., Ingva Hrafni Jónssyni, ÍGrimsby AÐALFYRIRSÖGN á forsfðu brezka blaðsins Grimsby Evening Telegraph f gærkveldi fjallar um 200 mflna fiskveiði- lögsögu tslendinga og er þar sérstaklega rætt um bréf, sem Mike Hawley, formaður Félags yfirmanna á Grimsbytogurum, sendi brezku rfkisstjórninni fyrir nokkru. I bréfi Hawleys krefst hann þess fyrir hönd félags sfns að brezka stjórnin lýsi yfir þvf að hún muni færa fiskveiðimörk Breta út f 200 sjómflur. Frederick Peart, sjávarút- vegsráðherra Breta, svarar bréfi Hawleys f blaðinu og seg- ir, að brezka rfkisstjórnin hafi þegar gefið út opinbera viljayf- irlýsingu um 200 mflur á haf- réttarráðstefnunni með þvf að styðja tillögur um 200 mflna lögsögu. Islendingar hafi fært út f 200 sjómflur, en sú einhliða útfærsla — segir ráðherrann nægi ekki til þess að Bretar breyti afstöðu sinni. Ef aðrar þjóðir hins vegar fylgdu f kjöl- farið — segir ráðherrann — yrði stjórnin að endurskoða af- stöðu sfna. Á eftir svari ráðherrans er sfðan Mike Hawley gefinn kost- ur á að segja álit sitt á um- mælum ráðherrans og segir hann að ráðherrann sé sér- fræðingur f að láta Iöðrunga sig, þvf að svarið sé rétt eins og starfsmenn brezku utanrfkis- þjónustunnar vilji að hann svari. „Það myndi hins vegar“, segir Mike Hawley, „gleðja okkur yfirmenn á togurunum, ef ráðherrann skriði nú út úr fiskveiðiskel sinni og berði frá sér og berðist jafnframt fyrir okkur. Myndum við þá óspart klappa fyrir honum." Eftirlitsskipið Meerkatze var á þönum milli vestur-þýzku togaranna sem voru á vciðum á Reykjaneshryggnum f gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.