Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 14
— Þegar reglugerðin var gefin út hinn 15. júlf í sumar um útfærslu fiskveiðilög- sögunnar í 200 mílur, benti margt til þess, að við mundum einir færa út fyrir fund Hafréttarráðstefnunnar í New York á næsta ári. Nú hafa þau gleðitíðindi gerzt, að Mexico hefur ákveðið að færa einhliða út í 200 mílur, og fulltrúadeild Banda- ríkjaþings hefur samþykkt að færa ein- hliða út í 200 mflur, frá 1. júlí á næsta ári. Ákvörðunin um að stækka fiskveiðilög- söguna úr 216000 ferkílómetrum í 758000 ferkílómetra, er okkur Islendingum mikið gleðiefni og ánægja okkar verður meiri með hverjum degi sem líður, þegar við sjáum og heyrum að þjóðir sem voru margar á móti fyrri aðgerðum okkar f landhelgismálum eru nú komnar á sömu skoðun og við og mín skoðun er sú, að þess verði ekki langt að bíða, að þjóðir sem nú halda dauðahaldi í 12 mílna fiskveiðilög- sögu einangrist með öllu. Þannig komst Matthias Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, að orði f upphafi samtals er Morgunblaðið átti við hann í tilefni þess, að fiskveiðilögsagan hefur nú verið færð út í 200 sjómilur, en Matthias Bjarnason undirritaði reglugerð hinn 15. júlí sl. um þennan stærsta áfanga f land- helgismálum þjóðarinnar. — Það er faunalegt fyrir Breta, að á sama tíma og fulltrúi þeirra á hafréttar- ráðstefnunni f Genf lýsir yfir vilja Breta til 200 mílna efnahagslögsögu þjóða, skuli brezkur ráðherra lýsa því yfir nokkrum mánuðum sfðar, að Bretar ætli að veiða upp að 12 milum við Islandsstrendur ef Islendingar hafi ekki náð samningum við þá fyrir 13. nóvember. Þessi ummæli hræða mig ekki neitt, en breyta ekki þvi að við viljum ræða við Breta, þrátt fyrir þessi ummæli og benda þeim enn einu sinni á þá þversögn, sem kemur fram í málflutningi þeirra á hafréttarráð- stefnunni og ummælum hins brezka ráð- herra. Fullyrðingum Breta og Þjóðverja um hefðbundinn rétt þeirra á Islands- miðum hef ég oft svarað, og sfðast nú Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra: nýverið á þann hátt, að þær fullyrðingar eru algjörlega út í hött. STÓRAUKNAR SKYLDUR LANDHELGISGÆZLU Þessu næst vék Matthfas Bjarnason sjávarútvegsráðherra að Landhelgis- gæzlunni og hlutverki hennar eftir út- færsluna f 200 sjómílur og sagði: — Með gildistöku hinnar nýju reglu- gerðar eru lagðar stórauknar skyldur á landhelgisgæzluna. Verkefni hennar koma til með að margfaldast. Það er sjáan- legt, að það hefði þurft að auka að miklum mun varðskipaflota og flugvélaeign land- helgisgæzlunnar, en það er eins og annað takmörkum háð, hve miklu fjármagni þessi litla þjóð getur varið I þvf skyni. Landhelgisgæzlan hefur haft á að skipa mjög góðu starfsliði, sem hefur rækt skyldur sínar og hlotið almenna viður- kenningu þjóðarinnar og góðan orðstír út á við. Dagur gleði og ánægju Kaupin á nýrri Fokker-flugvél fyrir landhelgisgæzluna, hafa verið gagnrýnd. Ég tel, að með hinni nýju fiskveiðilögsögu verði ekki hjá þvf komizt að kaupa þetta stóra flugvél, sem hefur flugþol og út- búnað til þess að stunda svo víðáttumikil gæzlustörf. Þess vegna finnst mér allt tal um litla flugvél vera mælt af skammsýni og miklu þekkingarleysi. Norðmenn og Danir eru með 12 milna fiskveiðilögsögu og strandgæzla þeirra notar Orion- flugvélar, sem kosta um 1650 milljónir króna. Dettur nokkrum í hug að við getum haldið uppi gæzlu í lofti á 758000 ferkiló- metra svæði með einhverri smáflugvél? Eftir því sem betur er búið að Land- helgisgæzlunni, þeim mun meiri kröfur getum við gert til hennar. Við gerum þær kröfur til hennar við útfærsluna nú, að hún fylgist mjög rækilega með öllum brot- um sem framin eru innan hinna nýju fiskveiðimarka en hins vegar viljum við ekki, að starfsmenn Landhelgisgæzlunnar setji sig í bráða lifshættu við skyldustörf sin í þágu þjóðarinnar. NYTING fiskveiði- LÖGSÖGUNNAR Sjávarútvegsráðherra vék nú að nýt- ingu hinna nýju fiskveiðilögsögu og um það efni sagði hann: — Það þarf ekki að rifja upp nauðsyn þess að stækka fiskveiðilögsöguna. Það hefur verið gert svo ítarlega og sýnt fram á með rökum, að flestir fiskstofnar eru annað hvort ofnýttir eða fullnýttir og höfuð verkefni okkar er að minnka ásókn- ina í veiðar ofnýttra fiskstofna með því að stefna að þvf, að útlendingar veiði ekki innan fiskveiðimarkanna, og með þvf að setja skynsamlegar takmarkanir og skipu- lag á veiðar islenzkra skipa jafnframt því að auka friðun á tilteknum svæðum um lengri eða skemmri tfma undir varanlegu eftirliti. Til þess að ná þessu takmarki er nú unnið að undirbúningi löggjafar um nýt- ingu fiskveiðilandhelginnar. Þau störf eru unnin af fulltrúum útgerðar og sjómanna undir forystu fiskimálastjóra og nú nýlega hafa þingflokkarnir tilnefnt sfna fulltrúa f þessa nefnd. Það er von okkar, að þessi nefnd geti lokið störfum sínum sem fyrst og frumvarp verði Iagt fyrir Alþingi og stefnt að því að afgreiða það fyrir jólafrí. Timinn sem er til umráða, er mjög tak- markaður. En ef þessi áform eiga að tak- ast verður sannarlega að halda mjög vel á spöðunum. Þessi mál eru bæði viðkvæm og erfið. Sjónarmið þeirra, sem hlut eiga að máli, eru afar ólík og því miður hættir mönnum oft til að láta stundarhagsmuni ráða skoðunum og gerðum. Það fer ekki fram hjá neinum, að tslendingum er margt betur gefið en að hlfta settum regl- um í hvivetna. Á sama tima og við erum að færa út í 200 sjómílur, hafa því miður alltof margir brotið reglur og verið teknir fyrir landhelgisbrot. Þetta fáum við oft að heyra, þegar fulltrúar erlendra rikja og erlendir fréttamenn koma og spyrja hvernig á þessum brotum standi, hvort þjóðin standi ekki í órofafylkingu að út- færslu landhelginnar, hvort það sé ekki Framhald á bls. 33 Fleiri og fleiri þjóðir fylgja stefnu íslendinga í landhelgismálinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.