Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 15
14 200 mílur MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÖBER 1975 Olatur inors, tv. torsætisráð- Hans G. Andersen, sendiherra herra Jóhann Þ. Jósefsson, fv. þingm. og ráðherra. Stefán Jóhann Stefánsson, fv. ráð- Jóhann Hafstein, fv. ráðherra herra. Sagan, þörfin og rétturinn: Útfærslur íslenzkrar fiskveiðilandhelgi LANDHELGI ÍSLANDS FRAM YFIR 1900 Frá upphafi þjóðveldis á Islandi og fram á 17. öld mun ekki hafa verið um fiskveiðilandhelgi að ræða við Island í þeim skilningi sem lagður er í það orð nú á tímum. Islendingar bjuggu þá aleinir að fiskimiðum við landið allt þjóðveldistfmabilið eða fram á þann tima að landið var komið undir erlend yfirráð. I doktorsritgerð Gunnlaugs Þórðarsonar, sem hann varði við Sorbonneháskóla í París í maí 1952, er íslenzk landhelgi á tímabilinu 1631 til 1662 talin hafa verið sex mílur og á tímabilinu frá 1662 til 1859 fjórar mflur eða 16 sjómílur. Frá 1859 fram um aldamótin 1900 framfylgdu dönsk yfirvöld landhelgisvörzlu ekki nema að einni mílu, þrátt fyrir áskoranir Alþingis um víðfeðmara vörzlusvæði. Þessi slaka gæzla skerti þó á engan hátt lagalegan né sögulegan rétt okkar til stærri landhelgi. - 1901 gerðu svo dönsk stjórnvöld sérstakan samning við Breta þess efnis, að ekki skyldi gilda gagnvart þeim stærri landhelgi við ísland en 3 sjómflur. UNDIRBtlNINGUR AÐGERÐA Arið 1946 var að tilhlutan Ólafs Thors, þáverandi forsætis- og utanrfkisráðherra, ráðinn þjóðréttarráðu- nautur f þjónustu ríkisstjórnarinnar, Hans G. Ander- sen, sem fyrst og fremst skyldi vinna að undirbúningi aðgerða af íslands hálfu til útfærslu fiskveiðilögsög- unnar. Hefur hann allar götur síðan verið helztur ráðunautur íslenzkra stjórnvalda í þessum þýðingar- mikla málaflokki. Jóhann Þ. Jósefsson, sjávarútvegsráðherra i ríkis- stjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar, hafði forgöngu um, að fyrsta skrefið til útfærslu fiskveiðilandhelg- innar var stigið með setningu laga frá 5. apríl 1948 um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins (land- grunnslögin), sem allar síðari breytingar á fiskveiði- landhelgi okkar eru byggðar á. Löngu áður hafði þessi sami stjórnmálamaður beitt sér fyrir því, meðan Danir önnuðust enn vörzlu landhelginnar, að Vestmanna- eyingar keyptu björgunar- og gæzluskipið Þór, sem var fyrsta strandgæzluskip Islendinga og upphafið að landhelgisgæzluflota okkar. Siðari hluta árs 1948 flytja þrfr þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, þeir Jóhann Hafstein, Sigurður Bjarnason og Gunnar Thoroddsen, þingsályktunartil- lögu um landhelgisgæzluna og stækkun landhelg- innar. Þingmennirnir Hermann Jónasson og Skúli Guðmundsson fluttu fyrstir formlega tillögu á Alþingi um uppsögn samningsins við Breta frá 1901, en það kom í hlut Bjarna Benediktssonar, þá utanrfkisráð- herra, síðla árs 1949, að segja samningum upp. Féll hann úr gildi 3. október 1951. Skömmu eftir að landgrunnslögin voru sett, 1948, hófust málaferli Breta og Norðmanna fyrir Haagdóm- stólnum. Var í upphafi ljóst og við það miðað, að mjög myndi íslendingum hagstætt að hafa hliðsjón af úrslit- um dómstólsins við undirbúning eigin aðgerða á þess- um vettvangi. Var þó ákveðið að hefja fyrstu aðgerð- ina á grundvelli landgrunnslaganna. Ólafur Thors, þáverandi sjávarútvegsráðherra, gaf út reglugerð um verndun fiskimiða fyrir Norðurlandi 22. apríl 1950, þar sem afmarkað var svæði eftir skandinavísku regl- unni, þ.e. að dregin var grunnlína um yztu skerja og útnesja og fyrir mynni flóa og fjarða, en markalínan sjálf sett fjórum mílum utar. Á þessu svæði var íslendingum jafnt sem útlendingum bannaðar veiðar með botnvörpu og dragnót og erlendum aðilum jafn- framt allar aðrar veiðar (þ.á m. síldveiðar). FJÖGURRA SJÓMlLNA FISKVEIÐILANDHELGI 1952 Sem fyrr segir þótti rétt, er samningurinn við Breta féll úr gildi 3. október 1951, að fresta frekari aðgerð- um samkvæmt landgrunnslögunum þar til sýnt væri, hvern veg mál horfðu við eftir Haagdóminn í deilu Breta og Norðmanna. I janúar 1952 fóru síðan fram viðræður milli Breta og Islendinga. Af okkar hálfu tóku þátt í þeim: Ólafur Thors, Agnar Kl. Jónsson og Hans G. Andersen. Þar lagði Ólafur Thors fram eftir- farandi yfirlýsingu. 0 „1. Samkvæmt beiðni brezku ríkisstjórnarinnar frestaði islenzka ríkisstjórnin frekari aðgerðum í Sam- bandi við verndun fiskimiða, þar til vitað væri um úrslit Haagdómstólsins. 0 2. Lögfræðilegir ráðunautar ríkisstjórnarinnar, bæði innlendir og erlendir, telja nú að íslenzku ríkis- stjórninni sé heimilt að taka upp a.m.k. sams konar reglur og Norðmenn. Þetta fyrirkomulag höfðu Is- lendingar einnig áður en samningurinn frá 1901 var gerður, bæði að því er varðar grunnlínur og fjögurra mílna fjarlægð frá þeim. 0 3. Islendingar eru nú að undirbúa ráðstafanir sínar á þessum grundvelli." Ríkisstjórnin gaf síðan út bráðabirgðalög 19. marz 1952, sem staðfest voru á Alþingi að hausti sama árs, er fólu í sér fjögurra mílna landhelgi miðað við grunnlinur dregnar frá yztu skerjum og annesjum. Bannaðar voru botnvörpu- og dragnótaveiðar innan markanna, bæði innlendum og erlendum veiðiskipum, og útlendum jafnframt allar aðrar veiðar. 1 lögum þessum var og heimild til atvinnumála- ráðuneytisins þess efnis, að það gat takmarkað fjölda veiðiskipa sem og hámarksveiði hvers einstaks skips, ef það teldi að um ofveiði væri að ræða. LÖNDUNARBANN A ISLENZKAN FISK I BRETLANDI Haustið 1952 knúðu brezkir togaraeigendur fram löndunarbann á Islenzkan fisk í Bretlandi, sem stóð allar götur fram í nóvembermánuð 1956. Arið 1948 var sett á stofn í París Efnahagssamvinnu- stofnun Evrópu (OEEC), sem greiða átti fyrir efna- hagslegri samvinnu aðildarríkja. Islenzka ríkisstjórn- in tók þessa brezku refsiaðgerð upp innan vébanda þessarar stofnunar. Ólafur Thors flutti málið þar fyrir hennar hönd, en Pétur Benediktsson, sem var fasta- fulltrúi Islands í ráði stofnunarinnar, fylgdi svo málinu eftir. Málinu lyktaði síðan, eftir fjögurra ára löndunarbann, árið 1956 með samkomulagi brezkra og ísíenzkra togaraeigenda og gagnkvæmum yfirlýsing- um stjórna beggja ríkjanna. Samningur þessi var umdeildur, einkum af hálfu kommúnista, en hann fjallaði m.a. um frestun frekari aðgerða af hálfu Islendinga unz þá yfirstandandi allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna lyki, búlkun veiðarfæra innan landhelgismarka og rétt skipa til að leita vars í neyðartilfellum. KOMMÚNISTAR 1 ORÐI OG A BORÐI Um þessa gagnrýni sagði Ólafur Thors m.a.: „I þessum efnum hefi ég hvorki beint eða óbeint leynt eða ljóst, aðhafzt neitt annað en það, sem allir ráðherrar f stjórn Steingríms Steinþórssonar og stjórn minni voru sammála um, og engar tilslakanir viljað gera, sem núverandi stjórn (fyrri vinstri stjórnin), sem kommúnistar sjálfir eru í, hefur ekki lagt nafn sitt við. — Hvernig geta ráðherrar kommúnista setið áfram í ríkisstjórn, sem gefið hefur þær yfirlýsingar, sem gefnar voru á fundi Efnahagssamvinnustofnunar- innar í gær eða leyft þann löndunarsamning, sem íslenzkir togaraeigendur hafa nú gert við brezka Pétur Benediktsson, fv. sendi- Steingrfmur Steinþórsson, fv. herra ráðherra Agnar Kl. Jónsson, sendiherra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.