Morgunblaðið - 15.10.1975, Page 7

Morgunblaðið - 15.10.1975, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTOBER 1975 7 r Verðtrygging sparifjár og fjárskuld- bindinga Aron Guðbrandsson hefur ritað athyglisverðar greinar I dagblaðið Vísi um verðtryggingu spari- fjðr. Hann segir ma: „Á fáu hafa menn graatt meira á umliðnum ðrum en að fá lánað fé. Almenn- ingur þekkir þetta mjög vel. Menn fá lánaða pen- inga til allskonar fjárfest- inga, eignirnar hækka sið- an stórkostlega i verði. en skuldirnar, sem sköpuðu verðmætin, greiðast niður með sömu krónutölu. — Það rétta hefði vissulega verið, að visitölutryggja Aron Guðbrandsson allar skuldir og innstæður fyrir löngu, því ð meðan menn eygja þann mögu- leika mestan til gróða, að skulda, þá er freistingin fyrir hendi til þess, að eyðileggja þá undirstöðu, sem gjaldmiðillinn hvilir á. .. ." Skuldari spari- skírteina Um spariskirteini rikis- ins segir Aron: „Ég hefi alltaf taiið og tel enn. að rikið þurfi að fara varlega í útgáfu þessara verð- bréfa. Ástæðan er sú að skirteinin eru verðtryggð og margfaldast þvi fljót- lega að verðmæti þegar peningarnir eru i hröðu hruni. Ég tel heldur ekki rétt, að taka lán með þessum kjörum til skipu- lagslítilla framkvæmda. Hitt hefði verið réttara að verja andvirði þeirra til ákveðinna verka, sem siðan hefðu verið tekin inn á fjárlög við gjalddaga skírteinanna, en ekki að gefa út ný bréf til innlausnar þeim eldri. . . ." Dæmi Arons Þá tekur Aron dæmi um gagnkvæman ávinning slíkra skirteina: „Við för- um upp i ráðuneyti og óskum þar eftir að lagður verði vegarspotti, sem okkur vanhagar um. Ráðamenn svara því til, að vegur þessi verði lagður eftir 5 ár, þá sé hann á vegaáætlun og verði þá tekinn á fjárlög. Við bjóðum ráðherranum þá að lána rikinu það fé, sem þarf til verksins, gegn þvi, að við fáum sömu verðmæti eftir 5 ár og þá muni kosta að leggja veginn. Þessu boði getur rikið tekið, þvi við það skeður þrennt: 1) Við munum fá veginn 5 árum fyrr en ella, 2) Útgjöld rikisins munu ekki aukast frá áætlun, 3) Við fáum okkar verðmæti óskert. — Frá sjónarmiði þeirra, sem skirteinin kaupa er málið augljóst: Þetta er eini möguleikinn sem menn hafa til þess að bjarga þvi sem bjargað verður i hruninu, ef menn hafa ekki það mikið fé undir höndum að þeir geti staðið i stórframkvæmd- um, og jafnvel þótt menn hefðu það, þá gætu skírteinin orðið hag- felldari." Siðar i greininni segir hann: „Oft hefi ég verið spurður að þvi, hvort rikið muni verða þess umkomið að endurgreiða þessi skir- teini. Ég vil ekki vera svo bölsýnn að halda að rikis- gjaldþrot verði hér, en ef svo yrði, hvers virði eru þá peningaseðlarnir? Og hvað er þá með allt þjóðarstoltið?" Niðurstöðurnar virðast þvi þessar. Fara á varlega I útgáfu og sölu verð- tryggðra spariskirteina rikisins. Andvirði þeirra á að verja til áveðinna arð- bærra verka. sem hag- kvæmt er að flýta fram- kvæmdum á, bæði til þess að þau komist fyrr i gagn og arðgjöf, og vegna þess að framkvæmdakostn- aður vex það ört, að það kann að reynast rikinu þyngra i skauti að fresta framkvæmdum en standa undir kostnaði af verðtryggðum spari- skirteinum, sem flýtt geta tilteknum verkum um nokkur ár. — Semjum til sigurs Framhald af bls. 1 þýzku togurunum var að toga fyr- ir innan mörkin, en þrir þeirra voru rétt utan markanna. Enn utar, u.þ.b. 10—15 sjómílur, voru fjórir vestur-þýzkir togarar að veiða í bezta veðri. Voru þetta allt stórir skuttogarar og mátti þekkja þar kunn nöfn landhelgisbrjóta, svo sem Sleswig og Arcturus. Þarna var einnig vestur-þýzka eft irlits- og aðstoðarskipið Meer- katze á fullri ferð milli togaranna. Skammt innan 50 mílna mark- anna útaf Reykjanesi var flagg- skip varðskipaflotans, Týr, á hægri ferð og fylgdist með vestur- þýzku togurunum. Var ekki annað að sjá en Týr væri tilbúinn í slaginn, því í skut hans mátti sjá togvíraklippurnar frægu ef grannt var skoðað. Skipakostur Landhelgisgæzl- unnar er nú við upphaf 200 mílna fiskveiðilögsögu við tsland samtals 6 varðskip og ein flugvél. Fjögur stærri varðskip eru í flot- anum, Týr, Ægir, Þór og Óðinn, en síðastnefnda skipið er í klöss- un í Danmörku en verður væntan- lega komið I gagnið um eða upp úr næstu mánaðamótum. Tvö minni varðskip eru i flotanum, Albert og Arvakur. Landhelgis- gæzlan á eina Fokker flugvél, TF- SÝR, og önnur er í smiðum fyrir stofnunina í Hollandi. Þyrla Landhelgisgæzluunnar, TF-GNÁ, eyðilagðist er hún hrapaði til jarðar fyrir nokkrum dögum. Samkvæmt reglugerðinni nýju er fiskveiðilögsagan mörkuð 200 sjómflum utan við grunnlínu, sem dregin er milli staða sem nánar eru tilgreindir i reglugerðinni. Auk þess eru dregnar marklínur umhverfis Kolbeinsey, Hvalbak og Grimsey, 200 sjómílur frá þeim. Þar sem skemmra er en 400 sjómílur milli grunnlina Færeyja og Grænlands annars vegar og Islands hins vegar afmarkast fisk- veiðilögsaga íslands af miðlínu. Reglugerðinni verður ekki fram- fylgt að svo stöddu, eða þar til annað verður ákveðið, utan mið- línu milli grunnlina Jan Mayen annars vegar og Islands hins vegar. Island er fyrsta þjóðin við Norð- ur-Atlantshaf sem færir fiskveiði- lögsögu sína út í 200 sjómílur. Með gildistöku reglugerðarinn- ar um 200 mílna fiskveiðilögsögu frá og með miðnætti s.l. er allt hafsvæði út að 200 sjómílum allt I kringum landið lýst lögsögusvæði islands. Frá miðnætti s.l. er því öll veiði erlendra skipa innan 200 milna markanna óheimil sam- kvæmt íslenzkum lögum nema til komi sérstök heimild veitt af ís- lenzkum stjórnvöldum. Núgild- andi samningar um veiðiheimild- ir renna út hinn 13. nóv. n.k. Hafsvæði hinnar íslenzku fisk- veiðilögsögu nærgftir útfærsluna til 758 þúsund ferkilómetra. 50 mílna lögsagan náði til 216 þúsund ferkilómetra og 12 milna lögsagan til 75 þúsund ferkíló- metra. Hin nýja 200 mflna lögsaga er því þrisvar og hálfum sinnum stærri en 50 mílna lögsagan og tiu sinnum stærri en 12 mflna lög- sagan. Ef miðað er við sjálft is- land er hin nýja fiskveiðilögsaga rúmlega sjö sinnum stærri en landið. Sé miðað við láð og lög hefur íslenzkt yfirráðasvæði rúm- lega tvöfaldazt við útfærsluna i 200 milur. A meðfylgjandi korti má sjá hvar erlendir togarar héldu sig á Islandsmiðum f gær. Bretar voru dreifðir frá Hvalbak norður fyrir að Húnaflóa, en sýnt er hvar þeir voru flestir. Þá sýnir kortið friðunar- svæði f hinni nýju fiskveiðilögsögu. F/t' Fiskveiéimork samkv. reglugerá 8° Lítið ekin vel með farin Jaguar bifreið til sölu. Uppl. í síma 82345 milli kl. 5 — 7. S___________________________________________________________^ RJP 8196 R O Y A L SKYNDIBÚÐINGARNIR ÁVALLT FREMSTIR ENGIN SUÐA Tilbúinn eftir fimm mínútur 5 bragðtegundir Hinn margumtalaði og vinsæli Útsölumarkaöur vekur athygli á m m m Þaö koma ávallt nýjar vörur í hverri viku á markaðinn Ótrúlegt vöruúrval á frábærlega verði Látið ekki happ úr hendi sleppa ATHUGIÐ! Markaðurinn stendur aðeins stuttan tíma

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.