Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1975 200 mílur 15 Bjarni Benediktsson, fv. ráðherra Gunnar Thoroddsen, ráðherra Sigurður Bjarnason, fv. alþ.m. (sendiherra) Hermann Jðnasson, fv. ráðherra. Skúli Guðmundsson, fv. alþ.m. togaraeigendur, en þetta hvort tveggja er það, sem kommúnistar hafa alltaf fordæmt sem örgustu land- ráð? Með þvf að sitja áfram í ríkisstjórninni hljóta kommúnistar að bera stjórnarfarslega ábyrgð á yfir- lýsingunum og löndunarsamningnum og dæma allt, sem þeir hafa sagt um þetta mál frá upphafi, dautt og ómerkt.“ TÓLF SJÓMÍLNA FISKVEIÐILANDHELGI 1958 Hinn 30. júní 1958 gaf þáverandi sjávarútvegsráð- herra í samstjórn Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, Lúðvík Jósepsson, út reglugerð um útfærslu fiskveiðilandhelgi við ísland i 12 sjómílur — og kom hún til framkvæmda 1. september sama ár. Allmörg ríki mótmæltu þá þegar gildi hinnar nýju reglugerðar, þó að stjórnir þeirra allra nema Breta gæfu fiskiskipum sfnum fyrirmæli um að halda sig utan hinna nýju marka. Brezka ríkisstjórnin lét skip sin halda áfram veiðum allt að 4ra milna mörkunum og veitti þeim herskipavernd. Þar með hófst hið svokallaða fyrra þorskastrfð, sem átti eftir að setja svip sinn á þjóðlif okkar og sambúð við aðrar þjóðir um nokkurt skeið. Stjórnmálaflokkarnir allir og almenningur stóðu einhuga að útfærslunni, þó að nokkur ágreiningur væri um undirbúning og framkvæmdaatriði, einkum varðandi kynningu málsins og aðgerðir í þá átt að fá hina nýju fiskveiðilandhelgi virta f reynd, sem var aðalatriði málsins. Sjálfstæðismenn lögðu m.a. til að ísland kærði Breta fyrir fram fyrir ógnun við fslenzkt landsvæði og léti af þvi tilefni kalla saman ráðherra- fund Átlantshafsbandalagsins, þar sem forsætisráð- herra og utanrfkisráðherra flyttu málið af Islands hálfu. Þessari tillögu sjálfstæðismanna var hafnað með allsendis ófullnægjandi rökstuðningi, ekki sizt með hliðsjón af þvi, sem i kjölfarið fylgdi, þorska- stríðinu. Um þetta efni sagði Bjarni Benediktsson m.a.: „Ég trúi því ekki, ef utanríkisráðherrar Atlantshafsbanda- lagsins hefðu haldið fund, þar sem einarðlega var gerð grein fyrir málstað Islands, að brezki utanrikisráð- herrann hefði treyst sér til að fara þaðan til að fyrirskipa herhlaupið á Island.“ LYKTIR ÞORSKASTRlÐSINS Hinn 27. febrúar 1961 lagði rfkisstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins fram á Alþingi til- lögu til þingsályktunar um lausn fiskveiðideilunnar við Breta. Aðalatriði samkomulagsins fólu i sér eftir- farandi: Brezka ríkisstjórnin viðurkenndi i senn 12 sjómilna fiskveiðilandhelgi við Island og þýðingarmiklar breyt- ingar á grunnlinum á fjórum stöðum umhverfis landið. Þessar grunnlinubreytingar stækkuðu fisk- veiðilandhelgi okkar um 5065 ferkílómetra. Brezkum fiskiskipum vóru heimilaðar veiðar á tak- mörkuðum svæðum milli 6—12 milna markanna, um takmarkaðan tima á ári hverju, næstu 3 árin. Auk þess lýsti íslenzka rikisstjórnin því yfir, að hún myndi halda áfram að vinna að framkvæmd ályktunar Alþingis frá 5. maí 1959, varðandi útfærslu fiskveiði- landhelginnar við Island, og að ágreiningi um hugsan- legar aðgerðir skyldi vísað til Alþjóðadómstóls Sam- einuðu þjóðanna. Viðurkenning á 12 milna mörkunum og grunnlínu- breytingum var stórfelldur stjórnmálasigur. Veiði- heimildir voru aðeins til 3ja ára og ýmsum takmörkun- um háðar. Um síðasta atriðið sagði Bjarni Benedikts- son: ,,Með þessu bindur Island sig hvorki við viðurkenn- ingu, sem kynni að fást með málaleitan eða samn- ingum við einstök ríki, Bretland eða önnur, né við alþjóðasamninga, heldur áskiljum við okkur rétt til einhliða ákvarðana um stækkun jafnskjótt og við teljum að einhver sú réttarheimild sé fyrir hendi, sem Alþjóðadómstóllinn viðurkennir. A þennan hátt hafa Islendingar tryggt sér að njóta góðs af allri þeirri þróun alþjóðaréttar, sem kann að verða okkur til hags í þessum efnum.“ Rétt er og að minna á ummæli Padilla Nervos, dómara hjá alþjóðadómstólnum, sem sagði: „Samkvæmt orðsendingunum frá 11. marz 1961 gerði samkomulag aðila þegar ráð fyrir þeim mögu- leika, að lýðveldið tsland myndi færa út fiskveiðiland- helgi sfna umfram 12 mflna mörkin. Ef það er and- stætt alþjóðalögum að gera ráð fyrir slfkri útfærslu, hefðu rfkisstjórnir Bretlands og V-Þýzkalands ekki samþykkt að taka slfka yfirlýsingu með í formleg orðsendingaskipti.... I þessari orðsendingu er fólgin viðurkenning á rétti Islands til að færa fiskveiðiland- helgi sfna út.“ Aðdragandi þessa samkomulags, um viðurkenningu á 12 mílna fiskveiðilandhelgi okkar, hófst árið 1960, er ríkisstjórnir Breta og Islendinga samþykktu að hefja viðræður um deiluefni sín. Sögulegustu hápunktar þeirra viðræðna vóru fundir Ólafs Thors og Macmillan í Keflavík (þáverandi forsætisráðherrar ríkjanna) og Guðmundar I. Guðmúndssonar og Sir Alec Douglas Home í París (þáv. utanríkisráðherrar ríkjanna). FIMMTlU SJÓMlLNA FISKVEIÐILANDHELGI 1972 1. september 1972 kom til framkvæmda reglugerð um útfærslu íslenzkrar fiskveiðilandhelgi í 50 sjó- mílur. Enn sem fyrr er byggt á landgrunnslögunum frá 1948 um vísindalega verndun fiskistofna á Islands- miðum. Viðbrögð Breta urðu á sama hátt og áður. Þeir láta ekki við það sitja að mótmæla útfærslunni. Fiskveiði- floti þeirra heldur eftir seirr áður áfram fiskveiðum innan hinnar nýju landhelgi, fyrst í stað án herskipa- verndar, en 19. maf 1973 ákveður brezka ríkisstjórnin að senda herflota sinn inn í landhelgina til verndar veiðiþjófum. Þar með er hafið nýtt þorskastríð á Islandsmiðum. V-Þjóðverjar virða heldur ekki landhelgina i reynd og hafa haldið uppi veiðum innan hennar allar götur siðan útfærslan átti sér stað. Þeir hafa hinsvegar aldrei gripið til herskipaverndar. En aðstoðarskip, sem veiðiflota þeirra fylgja, liggja undir rökstuddum grun um njósnir um ferðir íslenzkra varðskipa. Strax eftir útfærsluna biðja bæði Bretar og V- Þjóðverjar um viðræður, sem fara fram en án árangurs. Fljótlega eftir útfærsluna er þó samið við Belga um takmarkaðar veiðiheimildir. Þegar sýnt er, hvern veg mál þróast, leggur forhiað- ur Sjálfstæðisflokksins Geir Hallgrímsson, til: 1) að mál verði sótt á hendur Bretum á ráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins, 2) kannað verði, hvort leggja beri fram kæru á hendur þeim á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, 3) utanríkisráðherra geri ferð um Norðurlönd til að kynna málstað Islendinga, 4) athugað verði með ráðstefnu allra þjóða, sem Iýst hafa yfir stærri landhelgi en 12 sjómílur og 4) ekki verði samið við Breta meðan herskip þeirra eru innan íslenzkrar fiskveiðilandhelgi. SAMIÐ VIÐ BRETA OG FLEIRIÞJÓÐIR I október 1973 fer Ólafur Jóhannesson, þá forsætis- ráðherra, til London á fund Heaths, forsætisráðherra Breta. Heimkominn leggur hann samningsdrög til lausnar landhelgisdeilunni fyrir ríkisstjórn sína. Ljóst var að deilur stóðu innan stjórnarinnar um samnings- drögin, enda höfðu kommúnistar haldið uppi hat- römmum andróðri gegn hvers konar samningum. 8. nóvember leggur þó ríkisstjórnin fram á Alþingi þingsályktun, sem heimilar henni að ganga frá sam- komulagi við ríkisstjórn Bretlands. Samningsdrögin gera ráð fyrir 2ja ára takmörkuðum veiðiheimildum, sem miðast við 130.000 tonna hámarksafla hvort árið. Gert er ráð fyrir ákveðnum fjölda veiðiskipa (hvorki frystiskipum né verksmiðjuskipum), sem miðast við 25% niðurskurð á fjölda brezkra togara frá árinu 1971, en 36% minnkun að tonnatölu. Þá er miðað við lokun þýðingarmikilla bátasvæða og loks lokun svæða til skiptis umhverfis allt landið. Brezk skip, sem brotleg gerast við samkomulagið, skulu missa veiði- leyfi sfn. Ríkisstjórnin (vinstri stjórnin síðari) fór fram á samþykki Alþingis við þessi samningsdrög, sem binda myndu enda á það hættuástand, sem undan- farið hafði ríkt á Islandsmiðum. Þrátt fyrir óvenju hatrammar árásir kommúnista á efnisatriði samkomulagsins greiddu ráðherrar þeirra og þingmenn, allir með tölu, atkvæði með samkomu- laginu. Endurtók sagan sig hér frá fyrri vinstri stjórn- inni, þ.e. samkomulaginu frá 1956, eftir útfærsluna í 4 mílur. Allir þingmenn Alþýðuflokks, Framsóknar- flokks og SFV greiddu samningnum og atkvæði. Sömuleiðis mikill meirihluti þingmanna Sjálfstæðis- flokksins. Mótatkvæði greiddu sex þingmenn: 5 þing- menn Sjálfstæðisflokksins og Bjarni Guðnason. Helztu gagnrök mót samningunum voru: ágrein- ingur um einstök leyfð veiðisvæði, samningarnir fólu ekki i sér viðurkenningu á 50 mílna mörkunum á sama hátt og samningurinn frá 1961 fól í sér beina viður- kenningu á 12 milna mörkunum og að ekki var tryggt, með samkomulaginu, að umsamin tollfriðindi samn- ings við EBE-ríkin kæmu ti! framkvæmda, en þau eru mjög þýðingamikil fyrir útflutning sjávarafurða okk- ar. Eftir útfærslu i 50 sjómilur var þannig samið við Belga, Breta, Norðmenn og Færeyinga um takmark- aðar veiðiheimildir. Hins vegar var aldrei samið við Þjóðverja, sem hafa verið einir um veiðiþjófnað I landhelgi okkar, allt frá þessum umræddu samnings- gerðum. Framhald á bls. 27 Einar Ágústsson, ráðherra Guðmundur I. Guðmundsson, fv. Geir Hallgrtmsson, forsætisráð- Edw. Heath, fv. forsætisráðherra Matthlas Bjarnason, sjávarút- ráðherra, sendiherra herra Breta vegsráðherra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.