Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÖBER 1975 200 mílur 23 útfærslunnar erlendis og eru þær yfirleitt á forsiðu blaðsins 3ja dálka. Stórmálið „landhelgismálið" fær þó ekki í augum blaðamanns í dag nógu verðugan sess í fréttum blaðsins, en þó verður maður að gæta þess, að blaðamenn Morgunblaðsins frá 1952 hafa að sjálf- sögðu ekki getað séð það fyrir, hve harðneskjuleg viðbrögð þetta sjálfstæðismál þjóðarinnar og „sjálfs- vörn smáþjóðar, sem á líf sitt og frelsi og verja“, fékk erlendis og þá einkum af hálfu Breta.» BREZKIR TOGARAEIGENDUR BANNA LANDANIR ISLENZKRA SKIPA Þrátt fyrir úrskurð Haag-dómstólsins vildu brezkir útgerðarmenn ekki sætta sig við útfærslu landhelg- innar. Þeir gátu þó ekki fengið stuðning brezku ríkis- stjórnarinnar við aðgerðir sfnar eins og í þorskastríð- inu 1958. Hins vegar lét brezka stjórnin í ljós efasemd- ir um rétt íslendinga til friðunar fiskimiðanna. Út- gerðarmenn í Bretlandi gripu hins vegar sjálfir til aðgerða gegn íslendingum þegar um mitt ár 1952 fyrir forgöngu Sambands togaraeigenda og útgerðarmanna- félagsins í Aberdeen. I brezkum höfnum áttu út- gerðarmenn allan löndunarútbúnað, sem notaður var tii löndunar á fiski. Það var þvf á þeirra valdi, hverjir fengju þjónustu við þennan útbúnað og hverjir ekki og þegar þeir höfðu bannað Islendingum afnot af tækjunum, lokuðust allar fiskihafnir, sem Islendingar gátu landað í: Grimsby, Hull, Aberdeen og Fieetwood. Hafnarverkamenn lýstu því hins vegar yfir að ekki stæði á þeim að landa úr íslenzkum fiskiskipum. Þar með var ísleznkum fiskiskipum ómögulegt að landa í brezkum höfnum og hið fræga löndunarbann hófst og stóð það í fjögur ár eða fram í nóvember 1956. tslendingar tóku löndunarbanninu að sjálfsögðu ekki með þegjandi þögninni. Innan Efnahagssamvinnu- stofnunar Evrópu krafðist Ölafur Thors, þáverandi sjávarútvegsráðherra, þess þegar í desember 1952, að stofnunin léti málið til sín taka, svo að löndunarbann- inu yrði aflétt. Pétur Benediktsson var þá fastafull- trúi Islands í ráði stofnunarinnar, en hann var jafn- framt sendiherra í París. Fylgdi hann málinu eftir, unz samkomulag varð um það í ársbyrjun 1956 að samningar yrðu teknir upp um hugsanlegan löndunar- samning Islendinga í brezkum fiskihöfnum. Viðræð- urnar áttu að vera á milli brezkra og íslenzkra togara- eigenda, og fulltrúar Félags íslenzkra botnvörpuskipa- eigenda í viðræðunum voru þeir Kjartan Thors, þáver- andi formaður þess, Loftur Bjarnason og Jón Axel Pétursson. Hinn 14. nóvember 1956 tókust samningar, sem tóku giidi daginn eftir. 10 ÁRA LÖNDUNARSAMNINGUR Samningarnir táknuðu ekki, að íslendingar gætu flutt fisk á brezkan markað að vild. Á honum voru ýmsar takmarkanir. T.d. mátti árlegur útflutningur ekki fara upp fyrir 1,8 milljón sterlingspunda og ársfjórðungslega ekki umfram 450 þúsund pund. Inn- flutningur hvers mánaðar mátti heldur ekki nema meiru en 2/5 hlutum af innflutningsverðmæti árs- fjórðungsins og verðmæti ýsu og flatfisks mátti ekki fara fram úr 40% af leyfðu hámarki og verðmæti þorsks og annarra fisktegunda mátti ekki fara yfir 60%. Setti FÍB mjög nákvæmar reglur á sölukvóta milli útgerðarfélaga til þess að fullkomins réttlætis yrði gætt milli þeirra innbyrðis. Meðan á löndunarbanninu stóð þessi fjögur ár var neytt allra krafta til þess að hnekkja því. Sem dæmi má nefna að Þórarinn Olgeirsson stofnaði félag með íslenzkum togaraeigendum. Lagði Þórarinn fram 1/5 hlutafjárins, en togaraeigendurnir 4/5 — en hlutaféð var 5 þúsund sterlingspund. Félag þetta hlaut nafnið Iceland Agencies Ltd. og átti að annast landanir íslenzkra togara í Grimsby. Togarinn Jón forseti landaði síðan á vegum þessa félags 19. og 20. nóvember 1952. Fleiri togarar sigldu með fisk, en var snúið til Þýzkalands, þar sem markaðurinn þar var talinn hagstæðari. DAWSON Síðla árs 1953 kemur svo George Dawson fram á sjónarsviðið og varð á skömmum tfma mikil ævintýra- persóna — einkum fyrir það að hann einn bauð brezku togaravaldi byrginn eða eins og sagði í 5 dálka forsíðu frétt Morgunblaðsins hinn 3. nóvember 1953, þar sem er viðtal við Dawson: „Á volduga andstæð- inga, en hliðhollan almenning. Dawson hræðist ekki bolabrögð togaramanna". Dawson bauðst til þess að skapa aðstöðu fyrir ísfisk-, sölur íslendinga í Bretlandi og kom því í kring að nokkrir togarar seldu afla sinn í Grimsby. Hinn 15. október landaði Ingólfur Arnarson í Grimsby og í Morgunblaðinu frá þessum tíma segir að aðeins einn fiskkaupmaður George Wright hafi þorað að kaupa fiskinn af ótta við hefndarráðstafanir útgerðarmanna. Dawson sendi hins vegar fiskinn á Billingsgate- markaðinn í London og 7 klukkustundum eftir að fiskinum var landað, var hann orðin söluvara í London. Um þennan atburð segir í Morgunblaðinu, 16. október 1953 á baksíðu, þar sem einnig er birt stór mynd af Dawson með textanum: „Dawson did it“ — eða Dawson tókst það: „ÖIl blöð f Bretlandi segja með stóru letri frá fisklöndunni. Nota þau víða orðtakið, sem nú er á hvers manns vörum, að „Dawson did it“. Blöðin birta myndir af Dawson um borð í Ingólfi Arnarsyni, myndir af skipshöfn og næturmyndir frá fisklönd- unni. Allir eru sammála um að Dawson hafi skipulagt Iöndun og flutninga frábærlega vel. Þar þurfti að mörgu að hyggja og hvergi hefur keðjan brostið. iöndunattonwft l í l loodfc*1®' ,ldda“ WW\^h"'1" peMOlww'"1”' w"1" „ ’ >m> i fohðrf, "aMrSivis *5&»Jéna loiíiirö^'r*’1 ------ UtiU w hehit «• í |drn I lillos' ****0rzz StetáW'oMi. 1« Fra Iiskmarkaöinuni í (.rimshy, or Ingölfur Arnarson kom nu*ð fyrsta íslon/ka fiskinn til Daw- sons. Sam Boe, uppboðshaldari hvður upp fiskinn. Forsíða Mor.uunhlaðsins, þt*f>ar fyrsti fiskurinn komur til (Irims- hy. Noðst á síðunni or :íja dálka Irött um að hoilhrifíðisfulltrúinn í (Irimshy sniíist á svoif inoð út- iiorðarmönnum. rorsiða Morgunhlaðsins liinn 11. maí 1Í152, þar som í oins dálks frótt cr skýrt frá því að fiskvoiði- löfísaíian vFrði fa*rð út í 4 mílur á rorsiða IVIorKunblaðsms hinn 15. maí 1952 — útfa*rsludaffinn. Efst .‘5,ja dálka er skýrt frá viðbrÖRðum í Rretlandi við útfa*rslunni. Bro/.ka fiskimálaráðunoytið var- ar toíiaraoÍKondur við nýju frið- unarlínunni. Fram til þessa hafa margir kallað Dawson manninn, sem græddi milljónir á járnarusli. Nú hafa orðið mikil umskipti á, því nú hefur hann sýnt og sannað það svo ekki verði um villzt, að hann er framúrskarandi verzlunarmaður. Sérkenni hans eru einurð hans og vinnuþrek. Þá þykir þetta síðasta verk hans sýna óvenjulega hæfileika til að sjá sér út viðskiptamögu- leika, sem öðrum virtust ófærir. Vegna þess hve fisklöndun þessi tókst frábærlega vel, hefur Dawson vaxið f allra augum og fer nú að nálgast það að þessi drengur úr fátækrahverfi Lundúna fái á sig blæ þjóðsagnahetju I augum almúgans. En allar gamansögurnar og þjóðsögurnar, sem blöðin birta um hann, verða sem bezta auglýsing fyrir Dawson og íslenzka fiskinn". ALLRA BRAGÐA NEYTT Balslev Jörgensen, sem var eins konar fréttaritari Morgunblaðsins í Bretlandi, en hann var starfsmaður Politiken, tók viðtal fyrir Morgunblaðið við George Dawson, sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins. I við- talinu lýsir Dawson, hvernig brezkir togaraeigendur reyndu að knésetja hann. Við skulum grípa rétt niður í viðtalinu hér og þar til þess að sjá við hvað Dawson átti kapp að etja og hvernig hann brást jafnan við. Hann segir fyrst að hann hafi þurft að halda komu Ingólfs Arnarsonar leyndri, svo að brezkir togaraeig- endur fylltu ekki höfnina af skipum — síðan segir hann: „Þegar þetta tókst ekki, reyndu þeir með betri árangri að þvinga fiskkaupmenn til að kaupa ekki fisk af mér. Það var aðeins einn kaupmaður sem vogaði að brjóta gegn þessu einræðisbanni. En ég var líka undir það búinn. Ég hafði keypt fiskvinnslustöðina í Pyewipe, skammt fyrir utan Grimsby. Ég hef þegar aukið hana mikið og endurbætt, svo að hún er orðin stærsta og fullkomnasta fiskvinnslustöð f Englandi. Þar er nýr fiskur flakaður, reyktur og saltaður og geymdur í frystiklefum. Þangað gat ég flutt fiskinn, þegar fiskkaupmenn þorðu ekki að kaupa hann og síðan selt hann þaðan beint til kaupendanna inni í landi. Næsta bragð þeirra var að neita mér um fs. Ég gat keypt klumpa-ís annars staðar í Englandi, en ekki hinn svonefnda plötuís, sem er ómissandi. Þess vegna varð ég að kaupa fsframleiðsluvélar í Bandaríkjunum og Danmörku. Svo var mér neitað um leigu á fiskkössum. Ég varð þá að kaupa heila kassaverksmiðju. Enn var mér neitað um rafmagn til starfseminnar, svo að ég varð að taka til minna ráða og setja upp rafstöð með heilu rafkerfi. Ég var jafnvel undir það búinn að verða neitað um vatn og boraði þess vegna eigin brunna. En vatn var hér um bil eina björgin, sem mér var ekki bönnuð. Og það tókst heldur ekki að æsa verkamenn og bílstjóra upp á móti mér. Þeir hafa verið mér tryggir vinir og nú eru 140 manns starfandi hjá mér í Pyewipe, auk þess sem heil sveit vörubifreíða og bflstjóra er jafnan til taks. Það sem átti að gera út af við mig, var þegar togaraeigendur tilkynntu mér að þeir myndu undir- bjóða fiskverð mitt og valda mér svo miklu fjárhags- tjóni, að ég yrði neyddur til þess að gefast upp. En þessi ráðagerð þeirra fer líka út um þúfur.“ Sfðan segir Dawson frá þvf f viðtalinu að þegar íslenzki fiskurinn hafi komið á markað hafi fiskverð lækkað um þriðjung. Dawson segir, að þar með hafi allur almenningur litið á sig sem sinn bezta vin og bragð togaraeigenda hafi hitt þá sjálfa eins og hvert annað boomerang. DAWSON GEFST UPP En þótt Dawson hafi talað digurbarkalega, reyndist hann ekki eins drjúgur f athöfnum sem orðum. Næsta fisklöndun var ákveðin 6 dögum sfðar og var síðan gert ráð fyrir föstum fiskinnflutningi frá Islandi. Dawson hafði þó ekki bolmagn til þess að halda þessum viðskiptum áfram og mun m.a. fjárhagsleg geta hans ekki hafa verið slík, sem hann hafði látið í veðri vaka. tslenzkir togaraeigendur sköðuðust ekki af viðskiptunum við Dawson, enda mun Þórarinn Olgeirsson hafa staðið sem endranær dyggan vörð um hagsmuni þeirra í Grimsby. Fyrst ber á því að Dawson sé að gefast upp, þegar Morgunblaðinu er flett hinn 1. desember. Þar segir, að orðrómur sé uppi um, að hann sé að gefast upp, en Ernest Beckett, fulltrúi Dawsons í Grimsby fullyrðir við Morgunblaðið að orðrómurinn hafi ekki við rök að styðjast. Hvarf Dawsons úr fisksölubransanum virðist svo ekki hafa verið jafn hávært og koma hans. Dawson vildi að íslenzkum fiski yrði landað í Liver- pool, þar sem hann hafði m.a. samvinnufélög með sér, sem vildu kaupa af honum hluta af íslenzka aflanum, þegar togaraeigendurnir í Grimsby settu honum stól- inn fyrir dyrnar. Islenzkir togaraeigendur vildu ekki landa annars staðar en i hinum hefðbundnu fiskihöfn- um og þetta varð Dawson um megn fjárhagslega. Hann varð gjaldþrota og fór siðan í að niðursjóða appelsinusafa og annað slikt. Þá var höfðað mál á hendur honum fyrir vörusvik og hann var dæmdur i fangelsi. Siðan hefur lítið sem ekkert af honum heyrzt. Samningurinn um landanir fslenzkra fiskiskipa í Bretlandi, sem gerður var 14. nóvember 1956 stóð í 10 ár og rann út samdægurs árið 1966. Þrátt fyrir útfærsl- una 1958 i 12 sjómflur stóðst löndunarsamningurinn og gátu íslenzk skip landað i Bretlandi öll árin, sem þorskastríðið fyrsta stóð yfir. —mf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.