Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1975 200 mílur 33 — Mattliías Bj arnason Framhald af bls. 13 ætlunin, að Islendingar haldi sjálfir þær reglur, sem settar eru fiskstofnunum til verndar. VIÐHORF 1 SAMNINGAVIÐRÆÐUM_________ I framhaldi af þessu vék Matthías Bjarnason, að viðhorfum í samningamál- um og sagði: — Á meðan við getum ekki tryggt land- helgina fyrir okkur sjálfa er skynsamlegt að ræða við þær þjóðir, sem óskað hafa eftir samningaviðræðum og semja við þær um mjög takmarkað magn til skamms tima á mjög takmörkuðum veiðisvæðum. Ég á við með þessu, að það er skynsam- legra að semja um takmarkaðar veiði- heimildir en að láta stela úr landhelginni margfalt meira magni og njóta á móti engra fríðinda í viðskiptum við þessar þjóðir. Þessu til skýringar vil ég benda á, að Bretar veiddu 1973 um 155 þúsund lestir undir herskipavernd, en samningar við þá voru ekki gerðir fyrr en 13. nóvem- ber það ár. Við sitjum svo eftir með tolla- þvinganir og margvísleg önnur óþægindi. VlÐTÆK SAMSTAÐA A HAFRETTARRAÐSTEFNU Þá var vikið að hafréttarráðstefnunni og sjávarútvegsráðherra hafði þetta að segja um hana: — Á hafréttarráðstefnunni hefur náðst víðtæk samstaða þess efnis, að strandriki geti ákveðið leyfilegan hámarksafla innan 200 milna fiskveiðilögsögu og möguleika sinn til að hagnýta hann. Þar sem strand- ríki hefur ekki möguleika til þess, á það að gefa öðrum ríkjum leyfi til þess. Þessi ákvæði koma fram í 50. og 51. grein 2. kafla heildarfrumvarpsins á ráðstefnunni. Óhikað má fullyrða, að þessi ákvæði njóta stuðnings yfirgnæfandi meirihluta þeirra ríkja, sem þátt taka í störfum ráðstefn- unnar. Við Islendingar teljum okkur geta fullnýtt fiskimið okkar nú og verðum m.a.s. að gæta hóís í því að fjölga ekki verulega frá því sem nú er nýjum og stórum fiskiskipum. Það er samhljóða álit vísindamanna skipstjórnarmanna, út- gerðarmanna og annarra þeirra, sem gerzt þekkja, að söknin á miðin sé orðin of mikil og við þurfum bæði að losna við erlend skip af miðunum og takmarka sókn okkar ísiendinga sjálfra. NÝTUM AFLANN ____________BETUR______________ Það er ekki úr vegi að minnast'á, að heildarafli Islendinga einna á Islands- miðum var 1243 þúsund lestir 1966, þar af var síldin 770 þúsund lestir. Þessi afli hrundi gjörsamlega á tveimur til þremur árum og nú síðustu þrjú árin hafa síld- veiðar verið bannaðar við Island þar til á þessu hausti, að leyft verður að veiða allt að 10 þúsund lestir 1 hringnót og reknet. Þetta ofboðslega fall á síldveiðunum, sem voru svo stór þáttur í sjávarútvegi og þjóðarbúinu, sýnir, að við verðum að fara gætilegar en við höfum gert, i sambandi við veiðar annarra fisktegunda. Það er ágætt að fiska og fiska vel, en það er þó ekki höfuðatriði að fiska vel, heldur að nýta á sem fullkomnastan hátt þann afla, sem á land kemur. Það er ósennilegt, að heildaraflinn verði meiri á næstunni en verið hefur, en ef við eigum að byggja í jafnrfkum mæli afkomu okkar ásjávarút- vegi verðum við að stefna að stóraukinni vöruvöndun. Við verðum að taka hart á þvi, að gildandi reglur verði virtar, ekki aðeins um borð i skipum, heldur einnig í sambandi við uppskipun og alla vinnu i landi. Þá er sala á afurðum okkar ekki síður mikið vandamál. Það er ekki nóg að fiska eða vinna afurðirnar, við verðum að selja þær og fá sem hagkvæmast verð fyrir. I þeim efnum stöndum við nú frammi fyrir miklum erfiðleikum. Við höfum orðið fyrir þungu áfalli á þeim markaði sem er langstærstur, þ.e. i Banda- rikjunum, þar er framboð á fiski mikið. Sömuleiðis er verð á afurðum okkar til Sovétrfkjanna of lágt, miðað við aukningu á framleiðslukostnaði hér innanlands. Við verðum því að leita fanga á nýjum miðum. Við verðum að gera allt, sem hægt er, til þess að auka viðskipti við aðrar þjóðir og þá sérstaklega Vestur-Evrópu þjóðir. I samkeppni um sölu á sjávarafurðum rekum við okkur á það, að við eigum mjög ójafnan Ieik, þar sem eru þjóðir Efnahags- bandalagsins, sem fiskveiðar Stunda og þær styrkja útveg sinn mjög. Þar er raunar ekki eingöngu um að ræða EBE rikin. Frændur okkar Norðmenn styrkja sinn útveg stórkostlega. Það skapar gífur- legan aðstöðumun, þegar okkar menn eru að selja fiskafurðir á erlendum mörkuð- um i samkeppni við þessar þjóðir. Við íslendingar getum ekki staðið undir styrkjum til útgerðarinnar, því að út- gerðin og fiskvinnslan eru um 80% af útflutningsverðmæti þessarar þjóðar. Það eru þvi engir möguleikar á þvi, að undir- stöðuatvinnuvegirnir geti orðið að styrk- þegum, því að fslenzkur sjávarútvegur er hornsteinn sjálfstæðis þessarar þjóðar. Yfirlitsmynd yfir Hafréttarráðstefnuna í Caracas Venezuela sumarið 1974 — Spjallað við Hans G. Andersen Framhaid af bls. 17 þeirra og fjölmargra annarra, að ýmis önnur mál séu leyst um leið, svo sem reglur varðandi alþjóðlega hafsbotns- svæðið, umferð um sund og ýmislegt fleira.“ „Hvenær telur þú að textinn geti náð sinni endanlegu mynd?“ ,,Nú er ráðgert, að næsti fundur ráð- - stefnunnar verði i New York i marz til mai 1976 og ef til vill einn fundur enn síðar á því ári, þannig að undirritun gæti farið fram mjög seint á þvi ári eða snemma á árinu 1977. Auk þess eru sér- stakir fundir haldnir i nefndum, sem starfa milli ráðstefnufunda, bæði í ýmsum rikjahópum og Evensen-nefndinni. Næsti fundur i Evensen-nefndinni verður fyrstu tvær vikurnar í desember i New York. Allt miðar þetta starf að því að hægt sé að Ijúka verkefni Hafréttarráðstefnunnar sem fyrst. Af Islands hálfu er aðalatriðið að sjá um, að þær reglur, sem ég nefndi áðan verði formlega staðfestar í endan- legum hafréttarsáttmála án þess að nokk- ur þriðji aðili hafi þar úrskurðarvald." „Hvaða áhrif getur útfærsla tslendinga haft á framgang málsins á Hafréttarráð- stefnunni?“ „Við íslendingar höfum í dag fært út i 200 milur, en það mun hafa mikla þýðingu við framhald málsins á Hafréttarráðstefn- unni að vel takist með framkvæmd reglu- gerðarinnar. Ef nú eru gerðir samningar við önnur ríki, sem hagsmuna hafa að gæta, þannig að þau gætu fengið nokkra úrbót i bili, mundi það tvennt vinnast, að þeir samningar væru gcrðir á grundvelli 200 milna svæðis, jafnvel áður en það fyrirkomulag hefur verið endanlega stað- fest á ráðstefnunni og að tekið væri tillit til þess að endanleg niðurstaða liggur enn ekki fyrir. Auðvitað yrði þar að vera um að ræða verulegan niðurskurð á afla og ýmsar skerðingar koma til viðbótar — þö þannig, að þær samrýmdust því, að tök væru á að ná umsömdu aflamagni. Á þeim grundvelli yrði svo framhaldið — að berj- ast til þrautar fyrir þessu mikla velferðar- máli.“ — mf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.