Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 31
30 200 mílur MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÖBER 1975 50 mílna útfærslan 1972 Stiklað á stærstu steinunum Upphaf þess kafla í sögu landhelgisbaráttu íslenzku þjóðarinnar, sem lýkur f dag með 200 mílna útfærsl- unni, var 15. febrúar 1972, er Alþingi samþykkti einróma með atkvæðurm allra 60 þingmanna að land- helgi Islendinga skyldi vera 50 mílur frá grunnlínum frá og með 1. september 1972. Alþingi ítrekaði jafn- framt þá grundvallarstefnu Islendinga að landgrunn íslands og hafið yfir því sé hluti af íslenzku yfirráða- svæði. Við umræðurnar á Alþingi komst Jóhann Haf- stein þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins m.a. svo að orði: ,,Við sjálfstæðismenn höfum lagt okkur alla fram um að samstaða næðist á Alþingi í landhelg- ismálinu. Sama verður sagt um Alþýðuflokksmenn. Því miður tókst ekki á Alþingi í fyrra að ná samstöðu við þáverandi stjórnarandstöðu. Við treystum nú á farsæla framvindu málsins. Við sérhverja framkvæmd þess skyldi farið með gát en einurð og festu.“ Ölafur Jóhannesson þáverandi forsætisráðherra sagði að virðing manna fyrir Alþingi myndi vaxa vegna þessa atburðar, eftir samstöðunni yrði tekið ekki aðeins á íslandi heldur einnig erlendis. íslendingar myndu leggja sig alla fram um að ná samkomulagi við Breta og V-Þjóðverja og halda áfram vinsamlegum viðræð- um við frændþjóð okkar í Færeyjum. Barátta væri hins vegar framundan, barátta, sem gæti orðið ströng og e.t.v. löng, þar sem við þyrftum á öllu okkar að halda. Tíminn fram að útfærslunni 1. september var frem- ur viðburðalítill, en viðræður fóru fram við V- Þjóðverja og Breta. Þeir Einar Ágústsson utanríkis- ráðherra og Lúðvík Jósepsson þáverandi sjávarútvegs- ráðherra fóru til London 23. maí og áttu tveggja daga viðræður við Tweedsmuir barónessu og sir Alec Douglas Home utanríkisráðherra. Sagði utanríkisráð- herra f samtali við Mbl. við komuna til Lundúna, að hann teldi að viðræðurnar myndu leiða til samkomu- lags. Svo reyndist ekki en menn voru sammála um að nokkuð hefði miðað í rétta átt. Annar fundur var boðaður I júnf. Þær viðræður báru heldjjr ekki árangur og nýr fundur var boðaður í júli. 10 júlí kom svo Tweedsmuir barónessa hingað til lands ásamt aðstoðarmönnum. Virtust samningamenn nokkuð bjartsýnir f upphafi en að loknum tveggja daga viðræðum slitnaði upp úr samningum og nýjar viðræður voru ekki boðaðar. Bretar báðu þá einnig um lögbann Haagdómstólsins á útfærsluna. Segja má að landhelgisviðræðurnar hafi að nokkru leyti fallið f skuggann fyrir öðrum heimssögulegum atburði, sem var að gerast á Islandi, einvfgi aldarinnar milli heimsmeistarans í skák, Boris Spasskys, og áskorandans, Bobby Fischers, sem hófst 12. júlf og átti eftir að setja mikinn svip á daglegt líf á íslandi fram í ágústlok. Um miðjan ágúst var gert samkomulag við frændur vora Færeyinga um veiðiheimildir þeim til handa innan 50 mílnanna. I júlí var einnig undirritaður viðskiptasamningur við Efnahagsbandalag Evrópu með fyrirvara um að um- samdar viðskiptaívilnanir á sjávarafurðum kæmu eigi til framkvæmda fyrr en viðunandi lausn hefði fundizt á landhelgismálinu. Einar Ágústsson utanrikisráð- herra sagði f ræðu við undirritun samkomulagsins í Brússel, að þessi fyrirvari væri skuggi yfir samninga- gerðinni. Nú eru tæp þrjú ár liðin og enn situr allt við það sama, og hefur það valdið íslendingum miklu tjóni. Viðræður fóru á þessu tímabili einnig fram við V-Þjóðverja án þess að samkomulag næðist. VARÐSKIPIN HEFJA AÐGERÐIR Morgunblaðið skýrir frá útfærslunni föstudaginn 1. september á forsfðu undir fyrirsögninni „Varðskipin hefja aðgerðir". Á baksíðu er fjallað um síðustu skák Fischers og Spasskys, sem farið hafði f bið kvöldið áður. Sýndist mönnum allt benda til að Spassky ætti ekki möguleika og reyndist það rétt, hann gaf skákina án þess að tefla hana frekar. Fischer var síðan krýnd- ur heimsmeistari f veizlu aldarinnar 4. september, en íslenzkir varðskipsmenn undirbjuggu nýja baráttuað- ferð gegn landhelgisbrjótum. Að kvöldi næsta dags sat heimur allur felmtri sleginn eftir að hryðjuverka- menn Palestinuaraba höfðu myrt 9 ísraelska íþrótta- mer.n, sem þeir rændu í dögun í ólympíuþorpinu í Múnchen. 6 skæruliðar og 1 v-þýzkur lögregluþjónn létust í blóðbaðinu. Það sama kvöld beittu íslenzku varðskipin f fyrsta sinn klippingaraðferðinni, sem átti eftir að valda miklu fjaðrafoki meðal erlendra togaramanna og strax daginn eftir kom fyrsta hótun Breta um herskipa- vernd til handa togurunum í samtali James Priors þáverandi fiskimálaráðherra Bretlands við blaðamann Mbl. f Lundúnum, þar sem hann sagði, að brezka stjórnin myndi veita herskipavernd ef áreitni Islend- inga héldi áfram og brezkir togaraeigendur færu fram á slíka vernd. Það var varðskipið Ægir sem skar fyrst á togvira ómerkts brezks togara norður af Horni og er talið að hér hafi verið um að ræða togarann Peter Scott frá Hull. Sem kunnugt er léku brezkir togara- skipstjórar það fyrri hluta deilunnar að mála yfir nafn og númer skipa sinna. I frásögn Mbl. af þessum atburði segir að er Ægir hafi skorið á trollið hafi brezku sjómennirnir kastað kolamolum, járnboltum og brunaexi yfir f varðskipið. En meðan á þessum aðgerðum stóð voru samninga- menn í landi ekki aðgerðarlausir og 7. september var gert samkomulag við Belga um leyfi fyrir 19 belgfska togara að veiða í 7 hólfum innan 50 mflnanna. Gilti samkomulag þetta til 1. júní 1974. Voru umrædd 7 hólf á svæðinu frá Hvalbak suður fyrir land að Snæfells- nesi og náðu á nokkrum stöðum upp að gömlu 12 mílunum, en önnur að línu 14 mílur frá landi. Á blaðamannafundi, sem ríkisstjórnin hélt eftir að sendiherra Belga hér á landi hafði undirritað sam- komulagið, sagði Einar Ágústsson utanríkisráðherra að samkomulagið væri stórt skref til að afla viður- kenningar á hinni nýju landhelgi hjá þeim þjóðum, sem hér veiddu. Eftir þessa fyrstu daga má segja að deilan hafi færzt í nokkuð fastar skorður. Islenzku varðskipin héldu stöðugt áfram aðgerðum sínum, klipptu á togvfra og hrelldu togaraskipstjóra þannig að erfitt var um vik fyrir þá að athafna sig við veiðarnar. Samningaviðræð- ur fóru alltaf fram öðru hverju, en án þess að nokkur veruleg von væri til samkomulags. Brezkir togarasjó- menn voru að vonum æfir yfir þessu, en brezk yfir- völd virtust ekki tilbúin til að senda herskip strax til Islands. Munaði oft mjóu á miðunum, er brezkir og þýzkir togarahópar þrengdu að Ægi og Óðni og siðast f desember sigldi brezkur togari á Öðin. DRÁTTARBÁTARNIR A MIÐIN I upphafi ársins 1973 var mál Breta á hendur Islendingum tekið fyrir af Haagdómstólnum. Islenzku varðskipin voru mjög iðin við að klippa á togvíra og brezkir togaramenn ítrekuðu kröfur sínar um her- Freigátan Scylla hindrar varðskipið Þór við gæzlustörf út af Austfjörðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.