Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 23
22 200 mílur MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1975 AÐ TILHLUTAN rfkisstjórnr Ólafs Thors var löggjöf- in um vísindalega verndun fiskimiöanna sett árið 1948. Lögin heimiluðu ríkisstjórn að ákveða friðunar- svæði eða verndarsvæði, hvar sem er við strendur landsins innan takmarka landgrunnsins. Jafnframt hafði ríkisstjórn Islands á valdi sínu að setja reglur um hagnýtingu svæðanna. Ákvörðun þessi sló því föstu, að íslendingar skipuðu sér í flokk þeirra þjóða, sem töldu, að miða bæri fiskveiðilögsöguna við land- grunnið. Þetta var í raun ekki skrítið, þar sem land- grunn íslands er afmarkaðra svæði en landgrunn nokkurs annars lands. Fyrsta aðgerð rfkisstjórnar Islands, eftir að land- grunnslögin höfðu verið sett, var framkvæmd hinn 1. júni 1950, en þá voru fiskveiðitakmörkin úti fyrir Norðurlandi færð út frá Horni að Langanesi. Voru þá settar grunnlfnur og f jörðum og flóum lokað og mörk- in frá grunnlínum ákveðin 4 mílur. Ekki var að þessu sinni ráðizt í að færa út fiskveiðilögsöguna úr þremur í fjórar mílur umhverfis allt landið, þar sem fyrir alþjóðadómstólnum í Haag var mál Breta og Norð- manna vegna sams konar breytinga í Noregi og var því ákveðið að bíða átekta niðurstaðna dómsins. Niður- staða dómsins varð svo sem kunnugt er Norðmönnum í hag og þvi gátu Islendingar farið að hugsa sér til hreyfings f fiskveiðiverndunarmálum. FLÓUM OG FJÖRÐUM LOKAÐ Hinn 19. apríl 1952 var síðan sett reglugerð um útfærslu fiskveiðilögsögunnar umhverfis Island og ákveðið að hún kæmi til framkvæmda hinn 15. maí. George Dawson — ævintýramaðurinn, sem reyndi að brjðta á bak aftur ofurefli brezkra togaraeigenda. Útfærslan 1952 og löndunar- bannið í Bretlandi Myndin er tekin, þegar fyrsti Dawson-fiskurinn kom á markað í Billingsgate í London. Á forsíðu Morgunblaðsins stóð f myndatexta: „Aldrei fyrr hafði svo nýr fiskur sézt þar á markaði og seldist hann því þegar ..Dawson er lengst til vinstri. Með reglugerðinni lokuðust allir flóar og firðir lands- ins á sama hátt og gert hafði tveimur árum áður fyrir Norðurlandi. Algjör samstaða var með Islendingum um þessa útfærslu þá sem endranær. Sama daginn og reglugerðin var gefin út flutti Ólafur Thors atvinnumálaráðherra ávarp til þjóðar- innar í útvarp. Ólafur sagði m.a.: ,,Það er að vonum að margir muni nú spyrja, hverra undirtekta sé að vænta frá öðrum þjóðum út af þessum ráðstöfunum Islend- inga. Um það er bezt að fullyrða sem minnst á þessu stigi málsins, enda að þvf leyti ekki ástæða að hafa um það miklar bollaleggingar þvf að íslendingar eiga um ekkert að velja í þessu máli. Síminnkandi afli íslenzkra skipa bregður upp svo ótvíræðri og geigvæn- legri mynd af framtíðarhorfum íslenzkra fiskveiða, ef ekkert verður aðhafzt að það er algjörlega óhætt að slá því tvennu föstu: 1. að engin íslenzk ríkisstjórn er í samræmi við íslenzkan þjóðarvilja og þjóðarhagsmuni, nema hún geri ráðstafanir til að vernda íslenzk fiskimið. 2. að þess er enginn kostur, að Islendingar fái lifað menningarlífi í landi sínu, nema þvf aðeins að þær verndunarráðstafanir komi aðtilætluðum notum. Aðgerðir íslenzkra stjórnvalda í þessu máli eru sjálfsvörn smáþjóðar, sem á lff sitt og frelsi að verja. Að dómi ríkisstjórnarinnar byggjast þær auk þess á lögum og rétti. I heimi samstarfs og vinarhugs ættu Islendingar að mega treysta því, að málstaður þeirra verði skoðaður með sanngirni. Það nægir íslendingum — ella er að taka því, sem að höndum ber.“ Þegar Morgunblaðinu frá þessum tíma er flett, er dálítið undarlegt svo að ekki sé meira sagt, að sjá hvernig blaðamenn blaðsins hafa meðhöndlað fréttir dagsins. Daginn, sem undirritun reglugerðarinnar fer fram, er hvergi á það minnst í blaðinu, en hins vegar er þess getið í eins dálks stuttri frétt á forsíðu hinn 14. maí, að á morgun verði landhelgin færð út f 4 mílur. Dægurmálið sem allt virðist snúast um þessa daga, voru forsetakosningar, þar sem Ásgeir Asgeirsson og séra Bjarni Jónsson kepptu um hylli kjósenda. Næstu daga á eftir birtast síðan í blaðinu fréttir um viðtökur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.