Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 28
— Sagan, þörfin og rétturinn Framhald af bls. 15 ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA SJALFSTÆÐISFLOKKSINS 1973 I október 1973 lögöu allir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins (1. fl.m. formaður þingfl. Gunnar Thorodd- sen) fram þingsályktunartillögu um 200 sjómílna fisk- veiðilandhelgi: „Alþingi ályktar að fiskveiðilandhelgi Islands verði stækkuð þannig, að hún verði 200 sjómflur frá grunn- línum allt i kring um landið og komi stækkunin til framkvæmda eigi síðar en 31. desember 1974. Þar sem skemmra er milli Islands og annarra ríkja en 400 sjómílur skal í samræmi við alþjóðlegar venjur miða við miðlínu milli landanna. Alþingi felur rikisstjórninni að leggja fyrir þingið frumvarp um breytingar á lögum, sem nauðsynlegar eru vegna útfærslu í 200 sjómílur. Alþingi leggur nú sem fyrr áherzlu á nauðsyn þess að settar verði strangar reglur um verndun fiskistofna til þess að tryggja sem bezta hagnýtingu þeirra og koma i veg fyrir ofveiði, og að þeim reglum verði fylgt eftir með festu.“ 7. nóvember 1974 leggur svo ríkisstjórn Geirs Hallgrimssonar, i samræmi við stjórnarsáttmála stjórnarflokkanna, fram frumvarp til laga um breyt- ingar á landgrunnslögunum frá 1948 þess efnis, að gert er ráð fyrir útfærslu fiskveiðilandhelginnar i 200 sjómílur. TVÖ HUNDRUÐ SJÖMlLNA FISKVEIÐILANDHELGI 1975 15. júlf í ár gaf sjávarútvegsráðherra i stjórn Geirs MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1975 Hallgrímssonar, Matthias Bjarnason, út nýja reglu- gerð um fiskveiðilandhelgi Islands, sem felur i sér 200 sjómílna fiskveiðilandhelgi frá og með 15. þessa mánaðar. Samkvæmt reglugerðinni skal fiskveiðiland- helgin afmörkuð 200 sjómflur utan við grunnlínu, sem dregin er milli nánar tilgreindra staða í reglugerðinni um eyjar og útnes landsins. Auk þess skulu dregnar markalfnur umhverfis Kolbeinsey, Hvalbak og Gríms- ey, 200 sjómílur frá þeim. Þar sem skemmra er en 400 sjómflur milli grunnlína Færeyja og Grænlands annars vegar og Islands hinsvegar, skal fiskveiðiland- helgi Islands afmarkast af miðlínu. Reglugerðinni verður og ekki framfylgt að svo stöddu, eða þar til annað verður ákveðið, utan miðlínu milli grunnlfna Jan Mayen annars vegar og Islands hins vegar. — Reglugerðin felur og í sér bann við veíðum erlendra skipa í fiskveiðiiandheiginni, takmarkanir á veiðum íslenzkra skipa og friðunarsvæði uppeldisstöðva fiski- stofna. Ennfremur um búnað veiðarfæra i fiski- skipum, sem leið eiga um friðuð svæði, aflaskýrslur og heimild sjávarútvegsráðuneytis til takmörkunar fjölda veiðiskipa og hámarksafla hvers einstaks skips, þegar og þar sem um ofveiði er að ræða. Geir Hallgrímsson,. forsætisráðherra, sagði við undirritun hinnar nýju reglugerðar: „Ég tel, að hér sé um eitt stærsta skref að ræða, sem við höfum stigið f landhelgismálum okkar, þegar við erum í þann veginn að ná Iokatakmarki þvf, er við settum okkur með landgrunnslögunum 1948 og höfum stig af stigi sótt markvisst að lokamarkinu, sem felst f ákvæðum þeirrar reglugerðar, sem Matthfas Bjarnason sjávar- útvegsráðherra gaf út f dag samkvæmt ákvörðun rfkis- stjórnarinnar.“ 200 mílur 27 HIN NYJA LANDHELGI Matthfas Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, sagði m.a. við undirritun reglugerðarinnar 15. júlf sl.: „Hafsvæði hinnar fslenzku fiskveiðilögsögu nær þá (eftir útfærsluna) til 758 þúsund ferkflómetra. 50 mflna lögsagan náði til 216 þúsuna ferkflómetra og 12 mflna lögsagan til 75 þúsund ferkflómetra. Hin nýja fiskveiðilögsaga er þvf þrisvar og hálfum sinnum stærri en 50 mflna lögsagan og tfu sinnum stærri en 12 mflna lögsagan. Ef miðað er við landið sjálft er hin nýja fiskveiðilögsaga rúmlega sjö sinnum stærri en það. Sé miðað við láð og iög hefur fslenzkt yfirráða- svæði rfflega tvöfaldazt við 200 sjómflna útfærslu fiskveiðilögsögunnar nú.“ Ofveiði og síminnkandi stofnstærð fisktegunda við Island stefndi, án útfærsiu og óhjákvæmilegra friðunaraðgerða, að eyðingu þeirrar meginauðlindar og undirstöðu atvinnuöryggis- og efnahagslegs sjálf- stæðis þjóðarinnar, sem fiskstofnarnir eru. Allar teg- undir botnlægra fiska á íslandsmiðum hafa um árabil verið ýmist of- eða fullnýttar, svo sem ótvíræðar rannsöknir og skýrslur fiskifræðinga okkar sýna ljós- lega, sem og ört minnkandi arðsemi þess fjármagns, sem varið hefur verið til útgerðar. Útfærsla landhelg- innar styðst þyi við brýna nauðsyn, sem ekki varð lengur umflúið að meta af framsýni og stórhug. Grundvöllur útfærslunnar hvílir og á aiþjóðlegri þróun hafréttarmála, m.a. því frumvarpi að hafréttar- sáttmála, sem lagt var fram á hafréttarráðstefnunni í Genf og er augljós stuðningur meirihluta þjóða heims við það. Afstaða okkar til hugsanlegra samninga nú hlýtur að byggjast á því, hvaða árangur næst með samn- ingum, hvort við í raun náum viðtækari fiskvernd og meiri eigin afla með samningum eða án. Afstaða okkar hlýtur að byggjast á framtíðarhagsmunum þjóðar okkar — og þeim einum. Dráttarbáturinn Statesman var eitt þeirra 44 brezku skipa sem reyndu að verja brezka landhelgisbrjóta í síðasta þorskastríði. Þarna öslar dráttarbáturinn áfram og f baksýn er brezkt herskip, en ekki höfðu dráttarbátarnir erindi sem erfiði, því íslenzku varðskipin sáu við þeim. Ljósmynd Friðgeir Olgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.