Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÖBER 1975 200 mílur 31 Frá viðræðum Ólafs Jóhannessonar og Edwards Heaths. skipavernd. 23. janúar var svo dráttarbáturinn States- man sendur á Islandsmið til fulltingis brezkum land- helgisbrjótum. Síðan má segja að þróunin hafi stöðugt stefnt til hins verra unz brezkir togaraskipstjórar tóku þá ákvörðun 17. maí að sigla af brott af Islandsmiðum þar sem þeir fengju ekki herskipavernd. HERSKIPIN 19. mai taldi svo brezka stjórnin að hún gæti ekki lengur setið aðgerðalaus, þar sem engir brezkir togar- ar höfðu veitt innan fslenzku 50 mílnanna I tæpa tvo sólarhringa og kl. 14.30 að ísl. tíma tilkynnti Joseph Godber, sem þá var orðinn sjávarútvegsráðherra, tog- araskipstjórum að þeir myndu fá flotavernd. Morgun- blaðið skýrir frá því 20. mai, að f simskeyti frá brezka eftirlitsskipinu Othello til Englands hefði sagt: „Við lékum brezka ættjarðarsönginn „Land of hope and glory“ svo að öll nærliggjandi skip mættu heyra — eftir að við fengum fréttina um að flotinn væri á leiðinni." Olafur Jóhannesson forsætisráðherra sagði í viðtali við Mbl. sem birtist þriðjudaginn 22. maí, að hann liti á aðgerðir Breta sem ofbeldi og sagði íslendinga ekki geta setzt að samningaborði fyrr en flotinn hefði verið kvaddur á brott á ný. Lýsti forsætisráðherra þvi jafnframt yfir að landhelgin yrði varin eftir aðstæðum og með öllum tiltækum ráðum. I Mbl. er einnig frásögn af flugferð blaðamanns þess yfir miðin á mánudegi og þá voru 15 brezkir togarar að veiðum innan 50 mílnanna og gættu þeirra hvorki meira né minna en 3 freigátur og 4 aðstoðarskip auk þess sem brezkar Nimrodþotur sveimuðu yfir miðunum. A mánudeginum greip fslenzka ríkisstjórnin einnig til gagnráðstafana, er ákveðið var að brezkum herflug- vélum yrði ekki leyft að lenda á íslandi, þar sem þeim hefði m.a. verið ætlað að stunda eftirlitsflug hér við land. Þá var sendiherra Islands í Lundúnum einnig kallaður heim til viðræðna og skýrslugjafar. Forsætisráðherra sagði þá á fundi með fréttamönn- um, er hann var að þvi spurður hvort hann liti á ástandið sem strfðsástand: „Já, að nokkru leyti, en erfitt er að hugsa sér slíkt ástand milli stórveldis eins og Breta og óvopnaðrar smáþjóðar eins og íslend- inga.“ Hann sagðist vona að ekki þyrfti að koma til að slfta þyrfti stjórnmálasambandi við Breta. Á þriðju- deginum hafði norska rikisstjórnin formlegt samband við ríkisstjórnir Isiands og Bretlands og bauð fram hjálp Noregs til að miðla málum, en fslenzka ríkis- stjórnin hafnaði á föstudag tilboðinu án samráðs við utanríkismálanefnd og stjórnarandstöðu. Var þessi afgreiðsla gagnrýnd af Geir Hallgrímssyni varafor- manni Sjálfstæðisflokksins í samtali við Mbl. Fimmtudaginn 24. maí boðaði Alþýðusamband Is- lands til útifundar á Lækjartorgi vegna flotainnrásar Breta og var geysileg þátttaka í fundinum, 20—30 þúsund manns að þvi er lögreglan taldi. Fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna fluttu þarna ræðu og ríkti mikill samhugur á fundinum. Samþykkt var ályktun, þar sem flotainnrásinni var harðlega mótmælt og skorað á ríkisstjórnina að hún hlutaðist þegar í stað til um að tillaga yrði lögð fyrir allsherjar- þing S.Þ. og öryggisráð um fordæmingu á ofbeldisár- ásinni og þess krafizt að fastaráð NATO fordæmdi aðgerðir Breta og fyrirskipaði þeim að afturkalla flotann. Bretar hefðu lokað öllum samningaleiðum og íslendingar myndu aldrei semja undir v.aldbeitingu. EVERTON Alvarlegustu átök þroskastríðsins áttu sér stað laug- ardaginn 26. maí, er varðskipið Ægir skaut föstum skotum að brezka togaranum Everton kl. 12.30, þar sem hann var að taka inn trollið á Sporðagrunni um 20 mílur fyrir innan fiskveiðimörkin. Var skipstjórg tog- arans fyrirskipað að stöðva skip sitt, en hann sinnti því engu og hélt á fullri ferð austur á bóginn. Til að itreka fyrirmælin ákvað skipherra varðskipsins, Guð- mundur Kjærnested, að skjóta lausum skotum á togar- ann og síðan kúluskotum fyrir framan hann. Þar sem togarinn sinnti ekki þessum stöðvunarmerkjum áleit skipherra varðskipsins nauðsynlegt að skjóta á skipið sjálft og var þá skotið 4 skotum fyrir framan togarann og einu skoti I netalest hans. Kom þá leki að togaran- um. Ægir skaut svo nokkru síðar enn einu skoti i fiskilest togarans. George Mussell skipstjóri Everton lét sér þó ekki segjast og hélt áfram að sigla á fullri ferð til austurs. Nokkur leki var kominn að skipinu og það farið að síga að aftan. Er um þrir tímar voru liðnir frá því að Ægir kom að togaranum nálguðust aðrir brezkir togarar skipin og herskipið Júpiter var á fullri ferð á staðinn. Hætti þá skipherra varðskipsins eftir- för en kallaði Everton upp og sagði: „Skipstjóri, þú ert hugrakkur maður, ég vona að þú fáir aðstoð, gangi ykkur vel.“ Framhald á næstu síðu mmmmmtr.itxxg. Frá fjöldafundinum á Lækjartorgi 24. maf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.