Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTOBER 1975 Grimsby — London — Bonn — Ottawa Nýtt þorskastríð óhjákvæmi- legt — takist ekki samningar — segir Nigel Marsden, framkvæmdastjóri Consolidated Fisheries Ltd. í Grimsby Grimsby — Frá blaðam. Mbl., Ingva Hrafni Jónssyni. „EF EKKI nást samningar um áframhaidandi veiðar brezkra togara innan 50 mílnanna er óhjákvæmilegt að til nýs þorskastríðs komi,“ sagði Nigel Marsden framkvæmdastjóri Grimsby-fyrirtækisins Conso- lidated Fisheries Ltd. við fréttamann Mbl. í dag er hann var spurður álits á samningun- um sem framundan eru. „Það vill enginn nýtt stríð en ef 50 mílunum verður lokað er það endirinn á útgerð um 50—100 síðutogara og fyrirtæki mitt myndi þurrkast út á einni nóttu. Consolidated Fisheries Ltd. gerir nú út 11 síðutogara en hefur lagt 4 skipum frá ára- mótum, þar á meðal Everton, sem mjög kom við sögu í síðasta striði. Það sem af er þessu ári eða til 1. september höfðu þessi skip landað um 8000 lestum af fiski af íslandsmiðum en um 700 tonnum af öðrum miðum. Þess má geta, að er Everton var lagt í júní, var skipið með mest af aflaverðmæti pr. úthaldsdag af skipum fyrirtækisins en Everton er gufutogari. Var meðal aflaverðmæti hjá skip- inu 1142 sterlingspund pr. út- haldsdag. Ég sé ekki hvernig hægt er að hugsa sér f framtiðinni að brezk skip verði lokuð frá 50 milun- um, það hljóta að vera hags- munir beggja að halda uppi við- skiptum og því skyldi ekki vera hægt að verzla með veiðileyfi eins og aðra vöru. Ég geri mér ljóst að 200 mílur eru ekki langt undan á alþjóðavettvangi Forsætis- ráðherra í norska útvarpinu SAMKVÆMT upplýsingum Agriars Kl. Jónssonar, sendi- herra íslands í Ósló, hefur lítið sem ekkert verið fjallað um út- færsluna í norskum fjölmiðlum undanfarna daga og enginn hefur leitað til sendiráðsins vegna útfærslunnar. — Sagði Agnar að sendiráðið væri að undirbúa að senda út mikla til- kynningu, sem borizt hefði frá rikisstjórn íslands með skýr- ingum á málinu og þörf út- færslunnar. Kvað hann öll sendiráð Islands hafa fengið slíka tilkynningu til dreifingar. Agnar sagði að yfirleitt fyigd- ust Norðmenn mjög vel með þvi sem íslendingar gerðu i fisk- verndunarmálum. Hann sagðist búast við því að eitthvað yrði um málið í blöðunum i dag, en f fréttum síðdegis í gær í norska útvarpinu var birt viðtal við Geir Hallgrímsson, forsætisráð- herra, sem fréttamaður norska útvarpsins tók við hann i Reykjavfk. Agnar sagði að Geir hefði I viðtalinu skýrt afstöðu Islands og hvers vegna Is- Iendingar gætu ekki beðið úr- slita málsins á hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna. en samningaleiðin hlýtur alltaf að vera opin. Persónulega segi ég alveg eins og er að ég mun einskis láta ófreistað til þess að tryggja að skip mfn fái að halda veiðum áfram við ísland og ef eina leiðin er að gera það undir herskipavernd þá munum við fá vernd. Brezka rikisstjórnin veit að íslandsveiðarnar eru undirstaða undir rekstri skip- anna og skapar þúsundum manna atvinnu og hún mun ekki láta viðgangast að það fólk missi atvinnu sína. Við skiljum hinsvegar frið- unarsjónarmið tslendinga mjög vel og styðjum allar friðunaraðgerðir en þær verða að vera innan skynsam- legs ramma og byggðar á stað- reyndum. Vísindamenn eru ekki óskeikulir. Þeir sögðu að allur fiskur væri búinn f Hvíta- hafinu, en aflinn þar hefur aldrei verið meiri en nú.“ Mbl. spurði Marsden hvað hann teldi að myndi gerast ef samið yrði t.d. um 60—70 þúsund lesta hámarksafla. „Ég geri mér grein fyrir að íslendingar munu ekki sætta sig við samninga sem ekki gerðu ráð fyrir verulegri afla- minnkun en það yrði þá brezku togaraeigendanna að skipu- Ieggja hvernig sá afli yrði tekinn og hvernig honum yrði skipt. Hins vegar þýðir ekkert að bjóða okkur að taka þann afla utan 50 milna þvi að þá er ekki grundvöllur fyrir útgerð- inni. Ef Islendingar segja I næstu viðræðum að ekki sé um að ræða möguleika á að leyfa veiðar innan 50 mílna liggur það eiginlega á hreinu að það verður stríð og þó að enginn hafi viljað né vilji strið er það stundum eina leiðin til að knýja á um samninga." Þetta samtal við Marsden var eina tilfellið þar sem blm. varð var við beina þorskastrfðshót- un. Annars virðast menn hér á einu máli um, að leysa verði málið með samningum, óhugs- andi sé að fara í nýtt þorska- stríð. Ron Chapman, for- maður sjómannadeildar sam- taka flutningaverkamannasam bandsins I Grimsby, sagði við blm. Mbl. að erfitt væri að gera sér grein fyrir stöðu málanna eins og horfði því að menn hefðu engar tilraunir gert til samninga sem kallazt gætu og af því hefði hann mestar áhyggjur. „Við vonum að sjálf- sögðu að hægt sé að leysa þetta mál friðsamlega og trúum að það sé hægt við samningaborð- lið. Það vill enginn nýtt þorska- stríð og það þarf að koma þessum málum á fastan grundvöll, þannig að stöð- ug óvissa og spenna |sé ekki ríkjandi milli íslendinga og Breta með nokk- urra ára' millibili." Chapman sagði að ef brezkir togarar yrðu útilokaðir frá 50 milunum við ísland myndi það hafa hroða- legar afleiðingar á atvinnu- ástand og 2000—3000 manns missa atvinnuna. Allir gætu séð hverjar afleiðingár það myndi hafa I för með sér, einkum þegar á atvinnuástand í land- inu í heild er litið. „Við gerum okkur grein fyrir því að líklegt er að 200 mílurnar verði að veruleika á næstunni en eigum erfitt með að trúa þvi að þær verði til að útiloka veiðar okkar skipa við ísland um alla fram- tíð. Við verðum að treysta þvi að rfkisstjórnir okkar beri gæfu. til að leysa þetta mál á sann- ,gjarnan og farsælan hátt þannig að hagsmunir beggja verði tryggðir." Þá ræddum við einnig við Dave Hawley, formann og framkvæmdastjóra félags yfir- manna á togurum I Grimsby. Hann sagði að sfnir menn hefðu miklar áhyggjur af landhelgis- málinu. Mjög mikið og alvar- legt atvinnuleysi hefði skoll- ið yfir félagsmenn á undan- förnum 18 mánuðum og nú hefðu aðeins 140 ,af 220 skráðum félögum vinnu þannig að 80 hefðu misst hana. Ef Islendingar lokuðu 50 lilunum myndi það þýða at- vinnuleysi fyrir allan þorra félagsmanna. „Þrátt fyrir þetta vill enginn hugsa til þess að til nýs þorskastríðs komi og við trúum þvf að hægt verði að leysa málið með samningum. Þvi er hins vegar ekki að leyna að hugmyndin um herskipa- vernd er með mönnum undir niðri ef ekki tekst að semja en herskipavernd hefur alltaf verið neyðarúrræði og það siðasta sem menn vilja gripa til.“ Talsmaður utanríkisráðuneytisins í Bonn í samtali við MbL: Bíðum enn eftir tillögu um fund „NU EFTIR að útfærslan hefur átt sér stað ættu rfkisstjórn- irnar báðar að leggja allt kapp á að koma saman og reyna að Talsmenn brezku ríkisstjórnarinnar; „No commeut” TALSMENN sjávarútvegs- og utanrikisráðuneytjsins i London vildu ekkert segja um útfærsluna. Beðið væri eftir þvi að nýr viðræðufundur yrði haldinn og á meðan væri ekkert unnt að segja um framvindu mála. semja um málin áður en til alvarlegra árekstra gæti komið,“ sagði talsmaður vestur- þýzka utanrfkisráðuneytisins f Bonn f samtali við Morgunblað- ið f gær. „Afstaða stjórnarinnar til útfærslunnar sjálfrar er vel kunn, en hún leggur nú mikla áherzlu á að lausn finnist á friðsamlegan hátt. Við bfðum aðeins eftir tillögu frá fslenzku rfkisstjórninni um tfmasetn- ingu viðræðnanna. Á fundi utanrfkisráðherra beggja ríkj- anna í New York lofaði Einar Ágústsson að gera tillögu um fund háttsettra embættis- manna frá rfkisstjórnum beggja, og við vonum aðeins að Belgfskur togari frá Ostende var mflna markanna útaf Reykjanesi f einn þriggja belgfskra togara sem voru á veiðum f hólfi innan 50 gær. slfk tillaga berist hið fyrsta svo að viðræður megi hefjast.“ Talsmaðurinn kvaðst ekki geta farið inn á smáatriði varðandi siglingar vestur-þýzku togar- anna og eftirfitsskipanna eftir útfærsfuna, m.a. vegna þess að slfkt væri fyrst og fremst mál togaraeigenda og skipstjóra þeirra. I AP-frétt frá Bonn í gær segir að fiskveiðideilan kunni að koma til umfjöllunar á reglubundnum blaðamanna- fundi ríkisstjórnarinnar á morgpn, miðvikudag. Ernst Stabel, ræðismaður í Cuxhaven, i samtali við Mbl.: „Hljótt um útfærsluna enn sem komið er” „ÞAÐ var nú aðeins smáklausa um útfærsluna I blaðinu hér á staðnum í dag,“ sagði Ernst Stabel, ræðismaður Islands i Cuxhaven, í samtali við Mbl. f gær. „Það hefur verið fremur hljótt um þetta og mér hafa ekki borizt til eyrna nein sér- stök viðbrögð, nema hvað fisk- kaupmenn kvarta mjög undan því að fá ekki fisk. Ég veit ekki hvernig útgerðarmenn lfta á málin, en sjálfsagt reyna togar- arnir að veiða áfram eins og þeir gerðu þegar fært var út I 50 mflur. Það er hins vegar mál sem er á milli útgerðarmann- anna og skipstjóra, og jafnvel áhafnirnar fá Iftið að vita um það. En það er litið talað um þetta hér enn sem komið er.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.