Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÖBER 1975 11 standa fast á okkar málstað í þessu lífshagsmunamáli okkar, og beita allri þeirri hörku með land- helgisgæslu og öðrum þeim ráð- um sem við höfum tiltæk til að gera útlendingum ómögulegt að stunda veiðar við landið. Við heit- um á alla Islendinga að standa fast saman um þjóðarhag. Auðun Auðunsson, Karlscfni; Hans Sigurjónsson, Vigri; Sig- urður Jóhannsson, Harðbakur; Þráinn Kristinsson, Narfi; Sverrir Valdimarsson, Kald- bakur; Sigurjón Stefánsson, Ingólfur Arnarson; Sigurjón Jóhannsson, Ólafur Bekkur; Kristján Rögnvaldsson, Dagný; Gunnar Hjálmarsson, Suðurnes; Stefán Aspar, Sólbakur; Ólafur Aðalbjörnsson, Rauðinúpur; Steingrfmur Aðalsteins, Sigluvfk; Sævar Brynjólfsson, Hrönn; Ragnar Franzson, Dagstjarnan; Friðgeir Eyjólfsson, Harðbakur 2; Jóhann Sigurgeirsson, Skafti; Áki Stefánsson, Sléttbakur; Ólafur Ólafsson, Trausti; Júlfus Skúlason, Maf; Halldór Hallgrfmsson, Svalbakur; Sverrir Erlendsson, Þormóður goði; Guðmundur Jónsson, Júnf og Guðmundur Sveinsson, Kross- vfk.“ Islandsmótið í handknattleik hefstíLaugar- dalshöll í kvöld 23 togaraskipstjórar skrifa ríkisstjórninni: Islandsmótið f handknattleik hefst f kvöld f Iþróttahöllinni f Laugardal klukkan 20.15 f kvöld. Fyrsti leikur mótsins verður á milli Vals og Gróttu f 1. deildinni, en strax að honum loknum mæt- ast íslandsmeistarar Vfkings og lið Hauka f Hafnarfirði. AIIs verða leikir mótsins um 900 tals- ins f sex flokkum karla og f jórum flokkum kvenna. Leikið verður á átta stöðum á landinu og eru beinir þátttakendur rúmlega 3000. ^ Vfkingar báru sigur úr býtum á síðastliðnu Islandsmóti og var það í fyrsta skipti, sem það félag hlaut þann titil. Oftast hafa FH-ingar sigrað f meistaraflokki karla, eða 10 sinnum, en Fram og Valur fylgja FH-ingum fast á eftir. Þau fjegur félög, sem nefnd hafa verið hér að framan eru af flestum talin lfklegust til sigurs í deildinni. Auk þeirra leika Haukar, Ármann, Grótta og Þróttur f 1. deild karla. Verkefni handknattleiksmanna verða mörg á komandi vetri og auk þátttöku Vfkings og FH f Evrópumótum félagsliða, þá leik- ur landslið karla fleiri landsleiki en oft áður og kvennalandsliðið fær fleiri verkefni og erfiðari en nokkru sinni fyrr. ÞS verður unglingastarf handknattleiks- fólks með sama sniði og áður. Handknattleikur hcfur af ýms- um verið kölluð „hin nýja þjóðar- fþrótt“ fslendinga og árangur fs- Ienzkra handknattleiksmanna á alþjóðavettvangi er mjög at- hyglisverður. Hróður fslenzkra handknattleiksmanna hefur farið vfða og um þessar mundir leika Ríkisstiórnin standi fast á málstað okkar” fimm fslenzkir landsliðsmenn f handknattleik með þýzkum félög- um. Margir óttast að fjarvera nokkurra sterkustu handknatt- leiksmannanna kunni að verða til þess að handknattleikurinn verði minna sóttur f vetur en áður. Stjórnarmenn f HSl eru þó á annarri skoðun, segja að maður komi f manns stað og þvf verði handknattleikurinn bæði spenn- andi og skemmtilegur f þvf móti, sem hefst f LaugardalshöIIinni f kvöld. TUTTUGU og þrfr togara- skipstjórar hafa sent ríkis- stjórn tslands og forsætis- ráðherra bréf, þar sem þeir fagna útfærslu fisk- veiðimarkanna i 200 sjó- mílur, en jafnframt mót- mæla skipstjórarnir öll- um nauðungarsamningum innan hennar. Heita skip- stjórarnir á alla íslendinga að standa fast saman um þjóðarhag f máli þessu. Bréf skipstjóranna er svohljóð- andi: „Til ríkisstjórnar tslands, herra forsætisráðherra Geirs Hallgríms- sonar. Við undirritaðir skipstjórar fögnum útfærslu fiskveiðiland- helginnar f 200 sjómílur. En jafn- framt mótmælum við öllum nauð- ungarsamningum innan hennar. Fiskaflinn við landið fer hrað- minnkandi miðað við sókn frá ári til árs, það sýna aflaskýrslur. Til- koma 50 nýrra skuttogara til við- bótar þeim sem fyrir voru hefur aðeins getað bjargað því, að heildarafli okkar hefur ekki farið hraðminnkandi undanfarin ár, en þessi nýju skip hafa sótt sinn afla á svæði sem útlendingum voru látin eftir vegna fækkunar í togaraflota okkar á áratugnum milli 1960 og 70. Ástæðan fyrir fækkun íslensku togaranna var meðal annars sú, að um 1960 fóru þjóðir, sem sóttu á íslandsmið að ríkisstyrkja togaraútgerð sína. Við það versnaði samkeppnisað- staða íslenskra skipa til muna. Það, ásamt háum innflutningstoll- um, hefur valdið því, að sam- keppnisaðstaða okkar hefur verið meira en 40% verri heldur en þeirra eigin skipa á erlendum mörkuðum, ásamt meiri og minni löndunarhindrunum þar, vegna þeirra eign skipa, sem hafa gengið fyrir I höfnum þeirra. Þorsk-, ýsu-, ufsa- og karfamagn hefur stórum minnkað á miðunum undanfarin ár, og er nærri uppurið á stórum svæðum við landið. Af þessu ætti að vera ljóst, að áframhaldandi undanþágur til handa erlendum þjóðum stefna þjóðarhagsmunum og því að hægt sé að byggja ísland og halda hér uppi menningarlífi, í beinan voða. Enda sýnir það hvert stefnir að eytt hefur verið hér 10—15% meiru en aflað undanfarin 2 ár. Við álítum að allir Islendingar mun ætlast til að öllum erlendum skipum verði bönnuð veiði innan 200 mílna fiskveiðimarkanna og fiskstofnarnir ræktaðir upp. En til þess þarf einbeitni stjórnvalda sem töluvert hefur skort á til þessa. Það er nú fullsannað að erlendar þjóðir eiga engan rétt til veiða á Islandsmiðum. Meirihluti þjóða á Hafréttarráðstefnunni er nú fylgjandi því, að fiskveiðiland- helgi verði 200 sjómílur. Tíma- bundin viðskiptavandamál ein- stakra aðila mega ekki ráða ferð- inni þegar um lífshagsmuni ís- lenskrar þjóðar er að ræða. Við heitum á íslenska ríkisstjórn að Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík efna til fundar um: ÚTFÆRSLU LANDHELGINNAR í 200 MÍLUR Miðvikudaginn 1 5. október efna Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík til fundar t um útfærslu landhelginnar í 200 mílur. Geir Hallgrímsson, forsætisráð- herra og Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra flytja ræður. Fundurinn verður haldinn i Súlnasal, Hótel Sögu og hefst kl. 20.30. Miðvikudagur 15. okt.-Kl. 20:30 - Súlnasalur Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.