Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1975 200 mílur 17 -164 FÆREYJAR 62 -60 Kortið sýnir 3ja mílna fiskveiði- mörkin, sem breytt var á ár- unum 1950 til 1952 og nýju 200 mflna markalfn- una, sem verður að veruieika f dag. Reiknað hefur verið út, að 3ja sjómflna svæðið hafi ver- ið 25 þúsund ferkílómetrar, en hið nýja er 750 þúsund fer- kflómetrar og hefur þvf fisk- veiðilögsagan 30-faldast á sfð- ustu 25 árum. Barátta fyrir miklu velferðarmáli „ÞEGAR litið er á fiskveiðimörkin eins og þau voru við setningu landsgrunnslag- anna frá 1948 og þau mörk, sem taka gildi í dag, verður augljós sá stórkostlegi árang- ur, söm náðst hefur á síðustu áratugum." Þetta sagði Hans G. Andersen, sendiherra og formaður íslenzku sendinefndarinnar á Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, er Morgunblaðið ræddi við hann um gild- istöku reglugerðarinnar um fiskveiðiland- helgi Islands, sem tekur gildi í dag. Hans G. Andersen er sá maður, sem gjörþekkir sögulega þróun „landhelgis- málsins“, þvl að allt frá upphafi baráttu íslendinga fyrir víðari fiskveiðimörkum, hefur hann verið sá embættismaður, sem staðið hefur í orrahríðinni á alþjóðavett- vangi og barizt þar fyrir réttindum Islend- inga. Hans G. Andersen sagði: „Við setningu landgrunnslaganna voru mörkin 3 mílur frá lágfjöru á ströndum, þó þannig, að i flóum og fjörðum var þriggja mílna fjarlægðin miðuð við línú, þar sem 10 mílur voru yfir fjörð eða flóa næst mynni. 1 dag er miðað við 200 mílna mörk frá beinum grunnlínum, sem dregn- ar eru þvert yfir flóa og firði. Hin nýju mörk, sem ganga I gildi í dag, eru byggð á þeim árangri, sem náðst hefur á alþjóða- vettvangi og þá fyrst og fremst á Haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.“ „Hver eru helztu atriðin 1 þessari þró- un?“ „Aðalatriðin i þróuninni eru tvö. Ann- ars vegar að stefnan var mörkuð með setningu landgrunnslaganna frá 1948. Með þeim var það mark sett, að öll fiski- mið landgrunnsins ættu að vera innan hins islenzka yfirráðasvæðis. Hitt var, að unnið var markvisst að þvi að hafa áhrif á þróun þjóðarréttar, þannig að hægt væri að framkvæma landgrunnslögin á grund- velli þeirrar þróunar. Þvi var hrundið af stað með því, að alþjóðalaganefndinni var falið samkvæmt tillögu íslands 1949 að taka reglur þjóðarréttarins á þessu sviði til gagngerrar heildarrannsóknar. Nefnd- in vann að verkinu fram til 1956 og skilaði þá viðamiklu uppkasti að hafréttarsátt- mála, en lagði til að kölluð yrði saman alþjóðaráðstefna til að semja um viðáttu landhelgi og fiskveiðimarka. Þetta tvennt hefur haldizt í hendur — þróun þjóðar- réttar og framkvæmd landgrunnslaganna. Og nú stöndum við andspænis markinu." „Þetta hefur verið þungur róður allan tfmann?" „Þessi barátta hefur verið löng og hörð. Jafnvel fyrir fáum árum á fyrstu og ann- arri hafréttarráðstefnunni 1958 og 1960, var það alveg ljóst, að útilokað var að fá samþykki fyrir víðari fiskveiðimörkum en 12 mflum. Jafnframt var ljóst, að eina Hans G. Andersen flytur ræðu á Hafréttarráðstefnunni f Caracas sumarið 1974. Sendinefnd íslands á Hafréttarráðstefnunni í Genf f vor. Fremst situr Hans. G. Andersen formaður nefndarinnar, í annarri röð eru Þórar- inn Þórarinsson og Lúðvík Jósepsson og aftast Benedikt Gröndal og Jón Arnalds. Spjallað við Hans G. Andersen um fiskveiði lögsöguútfærslur fyrr og nú leiðin til breytinga væri fólgin í að bíða þess, að fleiri ríki, sem hlynnt yrðu út- færslu, bættust í hóp samfélags þjóðanna, þannig að atkvæðamagn gjörbreyttist. TIu árum seinna var þessi breyting komin og ákvað þá Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna samkvæmt tillögu Islands og ann- arra ríkja að kveðja sarnan þriðju Hafrétt- arráðstefnuna og að sérstök undirbún- ingsnefnd skyldi vinna að málinu. Sú ráð- stefna kom saman í Caracas sumarið 1974 og var haldið áfram I Genf síðastliðið vor. Og nú er aðstaðan öll önnur en áður var, enda þótt málinu sé enn eigi lokið.“ „Hvað liggur svo eftir allar þessar ráð- stefnur?" „Það sem fyrir liggur nú á Hafréttarráð- stefnunni er frumvarp að heildartexta, sem unnið verður eftir við framhald máls- ins. I þessu uppkasti er gert ráð fyrir, að strandriki sé heimilt að koma á efnahags- lögsögu allt að 200 mílum frá ströndum, þar sem það hafi fulíveldisrétt yfir auð- lindum. Að þvi er fiskistofna varðar, er þá miðað við að strandrikið ákveði sjálft leyfilegan hámarksafla á svæðinu og getu sína til að hagnýta hann, en leyfi erlend- um mönnum að hagnýta það, sem umfram er samkvæmt sérstökum samningum og skilyrðum.“ „Er reglugerðin, sem tekur gildi f dag, í samræmi við þennan texta, sem skapazt hefur á Hafréttarráðstefnunni?“ „Reglugerðin, sem tekur gildi í dag, hefur stoð I þessum texta, enda þótt þar sé ekki um samþykktan texta að ræða, því að þessi texti er sönnun fyrir hinum mikla stuðningi, sem þessar meginreglur hafa á ráðstefnunni. Hins vegar telja þær þjóðir, sem hagsmuna hafa að gæta á íslands- miðum, að þær séu ekki bundnar af upp- kasti því, sem fyrir Hafréttarráðstefnunni liggur, fyrr en endanlegt samk,omulag hafi náðst og er það þá skilyrði af hálfu Framhald á bls. 33

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.