Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1975 200 mílur 35 haldið sem mestu sér í hag. Þau vega og meta hverju sinni hverju ber að sleppa til að geta haldið öðru. Þessi mál eru oftast afar flókin, mun flóknari en margur virðist gera sér grein fyrir heima á Islandi. Hin tiltölulega einföldu sjónarmið Islendinga í haf- réttarmálum bera þó aftur vott um sérstöðu i þeim efnum. Beinar línur geiranna eftir lengdarbaugum, sem getið var hér að ofan, munu að visu ekki færa íslandi neina skák af Norður-Ishafinu. Þær voru nefndar hér til að benda á að ýmsar leiðir hafa verið farnar við skiptingu óbyggðra svæða jarðar, og reyndar einnig byggðra svæða eins og á nýlendutímunum. Þó skal ítrekað að málefni Norður-Ishafsins varða tslendinga vegna legu lands þeirra á suðurmörkum Norðurhafa. AUÐLINDANÝTING OG MENGUN SJAVAR Samningur mun vera í gildi um að halda Suður- skautslandinu vopnlausu, og auðlindanýtingu þar er enn haldið i skefjum, en á hinn bóginn er i samningn- um lögð rik áherzla á visindalega þýðingu þessarar miklu og köldu álfu. Ver hefur gengið að varðveita sumar auðlindir hafsins suður þar. Dæmi um það er hve gengið hefur á hvalastofnana þrátt fyrir tilraunir til úrbóta og nú er litið hýrum augum tíl smárra krabbadýra (kríli) Suðurhafa til mjölframleiðslu með takmarkaðri vissu um afleiðingarnar. Enginn samningur er til um vopnlaus Norðurhöf, enda etja þar tvö stórveldi kappi saman. Auðlindanýt- ingu þar eru og yfirleitt ekki settar neinar hömlur, nema t.d. með fiskveiðikvótum vegna ofveiði, og nú er verið að koma fyrir olfuvinnslustöðvum norður þar auk alls vopnabúnaðarins, sem fyrir er. Margir hafa vissulega, t.d. bæði í Bandaríkjunum og Kanada, áhyggjur af framvindu mála á Norðurhöfum, en við öfluga er að etja um forsjá. I höfuðstöðvum stórra og smárra ríkja er Iagt kapp á að afla hráefna og orku, af aðilum, sem því miður eru oft víðsfjarri öllum tengslum eða þekkingu á samspili náttúru og manna. Vandamálunum þarf að mæta með íhugun og skilningi á umhverfisháttum og náttúrulögmálum. Nokkurra framfara virðist gæta á þessu sviði svo e.t.v. er ekki ástæða til að vera svartsýnn. Enn er það þó svo, að á þingum og ráðstefnum, sem fjalla um auð- lindir jarðar, sitja oftast nær eingöngu fulltrúar lög- lærðra, stjórnmálamanna eða svonefndra athafna- manna, en ekki náttúrufræðinga eða vistfræðinga. Þeir fáu náttúrufræðingar, sem sitja þessar ráðstefn- ur, eru oftast á vegum yfirvalda eða ríkisrekinna rannsóknastofnana atvinnuvega, en ekki á vegum óháðra vísindastofnana með vistfræðileg sjónarmið og þekkingu að leiðarljósi. Oft virðist tæknin og gróða- vonin ein ráða ferðinni, en ekki siðalögmál úr riki náttúrunnar. íslendingar verða að vera á verði I þessum efnum bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum, svo mjög sem við eigum hagsmuna að gæta f landi með viðkvæma nátt- úru og til að halda hafinu umhverfis landið lifvænlegu fyrir æðra og lægra sjávarlíf. LOKAORÐ Þessi grein er skrifuð til að benda á legu Islands við innhafið Norðurhöf og til að benda á nauðsyn þess fyrir Islendinga að fylgjast vel með þvf, sem þar gerist, og jafnframt að freista þess að hafa áhrif á þróun mála. Greinin er skrifuð i Seattle á vesturströnd Banda- rfkjanna, þar sem höfundur dvelst um tima við úr- vinnslu á gögnum frá hafinu norðan íslands. Verkefn- ið er á vegum Haffræðideildar Washington-háskóla og Hafrannsóknastofnunarinnar í Reykjavík. Banda- rikjamönnum er mörgum vel ljós þýðing Norðurhafa fyrir þeirra hagsmuni og okkur ber einnig að vera það. Að lokum vil ég minnast einnar kvöldstundar hér í Seattle, en það var á sýningu Þjóðleikhússins heima á ýmsum þáttum islenskra leikbókmennta og söngs. Sýning þessi, sem var haldin vegna 100 ára minningar- hátiðar Islendingabyggða í Vesturheimi, fór fram fyr- ir fullu húsi í glæsilegum sal, sem tekur tæplega 1000 manns í sæti. Urðu þó nokkrir að standa. Sýningin var öll hin Skemmtilegasta og var henni mjög vel tekið af leikhúsgestum, sem voru flestir Vestur-Islendingar. Islendingafélagið í Seattle mun hafa skipulagt móttök- ur fyrir leikhúsfólkið og flutti forseti þess, Gusta Brock, stutt ávarp. Meðal gesta að heiman voru Vil- hjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra sem einn- ig flutti ávarp, og eiginkona hans. Gunnar Eyjólfsson hafði framsögu og kynnti dagskrá með sinni alkunnu raust. Ég vil þakka Gunnari skelegg orð hans um sjó og land heima og játa að fiðrings gætti við orð hans um að landinn vilji berjast fyrir sínu hafi. Það er aðeins eitt, sem ég að lokum f gamni og til að halda mér við efnið, vil benda á til bóta. Það er orðalagið beggja vegna Atlantshafs á ekki við um ísland, því Island er á miðju Atlantshafi og tilheyrir landfræðilega ekki nokkurri heimsálfu nema ef vera skyldi Miðhafsálfu eða (Jthafsálfu. Yfirlitsmynd af 200 mílna mörkunum og geiraskiptingu á norðurhöfum. (Afstaðan til Svalbarða og Jan Mayen er þó óljós vegna sérstöðu þeirra i alþjóðasamningum)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.