Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 21
20 200 mílur MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1975 , ,Landhelgisgæzla hlýtur alltaf að vera dýr” Litið inn í bækistöðvar Landhelgisgæzlunnar og starfsmenn teknir tali „Það er sérlega góður andi innan þess- arar stofnunar, og það er fyrst og fremst hann sem heldur mönnum hér gangandi, varla eru það launin og ekki er heldur hægt að segja að beinlfnis sé verið að hlaða undir mann varðandi aðstöðu og húsakost,** sögðu piltarnir f stjórnstöð landhelgisgæzlunnar þegar við litum við hjá þeim á dögunum til að heyra f þeim hljóðið út af útfærslu fiskiveiðilögsög- unnar f 200 mílur. Og satt er það — Ifklega búa fáar rfkisstofnanir við þrengri húsnæðiskost en einmitt Landhelgisgæzl- an f húsi Vita- og hafnarmálastjórnar vestur við Seljaveg, — tvö samliggjandi herbergi á annarri hæð fyrir skrifstofu og forstjóra en stjórnarstöðin má kúldrast uppi f risi. Enda segir forstjóri Landhelg- isgæzlunnar, Pétur Sigurðsson, að við stofnun hans rfki öfugt við Parkinsons- lögmál — „þvf að allt er hér lagt f endur- nýjun tækja en svo til ekkert til að bæta aðstöðuna hér.'“ spurðir hvernig þeim litist á blikuna vegna útfærslunnar. „Bara vel,“ svaraði Hálfdán, „Ég held að við höfum sjaldan verið betur undir út- færslu fiskveiðilögsögunnar búnir en núna.“ „Þið sjáið sko að hann er búinn að kaupa blýantana og svo er hann lfka kom- inn með vasatölvu. Hann er við öllu bú- inn,“ sagði Pétur forstjóri og glotti. Hálfdán er annars eins konar æðsta ráð í stjórnstöðinni ásamt Gunnari Ólafssyni skipherra, er var f leyfi þegar okkur bar þarna að. Hálfdán hefur starfað hjá Land- helgisgæzlunni um 15 ára skeið, var að loknu prófi frá stýrmannaskólanum stýri- maður á varðskipum þar til í maf f fyrra, að hann var um eins árs skeið erindreki hjá Slysavarnafélagi Islands. I vor fór hann aftur til Landhelgisgæzlunnar og hóf þá störf í stjórnstöðinni. „Það er ákaflega skemmtilegt starf að vera hér í stjórnstöðinni," sagði hann. „Maður fær héðan afar góða yfirsýn yfir allar veiðar við ísland og hefur góða möguleika á að fylgjast með þvf hvernig Gæzlan sinnir sínum störfum í heild. Við erum ekki alltaf sammála þeim á skipun- um um hversu árangursrfkt gæzlustarfið er, og það stafar af þvf að við höfum betri yfirsýn um fjölda og ágang veiðiskipa á miðunum." SJÖ SINNUM ISLAND Það lá auðvitað beint við að spyrja þá fjórmenninga hvort þeim óaði ekkert við öllu því flæmi sem nú bættist við fyrra vörzlusvæði íslenzku landhelgisgæzl- unnar. „Við erum bjartsýnismenn," svar- aði Hálfdán. „Hafsvæðið sem kemur í okkar hlut núna er að vísu rúmlega sjö sinnum stærra en ísland aó flatarmáli, svo að þetta verður varla létt verk, sem sést kannski bezt á því að bera saman þann skipa- og flugvélakost sem við höfum nú til gæzlustarfa og þær ráðstafanir sem Norðmenn telja sig þurfa að gera til efl- ingar landhelgisgæzlu sinnar, ef þeir nú færðu einnig út í 200 sjómílur. Fyrir það REYNSLA Landhelgisgæzlan ræður yfir sex varð- skipum, Fokker Friendship og tveimur litlum þyrlum en von er á annarri Fokker Friendship-vél í nóv. 1976. „Eldri vélin eða TF-Sýr verður að fara í mikla klössun um sama leyti og hin nýja kemur, svo að það getur orðið áhorfsmál hvort ráðast skuli í svo mikið fyrirtæki eða hreinlega selja hana. Það er Ifka helzta ástæðan fyrir þvf að við lögðum áherzlu á að fá keypta aðra Fokker Friendship vél í stað- inn, „tjáði Péturokkur. Varðandi starfsemina í landi kvað Pétur Skipaútgerð ríkisins hafa með höndum allar mannaráðningar og daglegan rekstur en allar ákvarðanir um notkun varðskipa og flugvélar eru hins vegar teknar af honum sjálfum og stjórnstöðinni. Auk að- stöðunnar í húsi Vita- og hafnamála hefur Landhelgisgæzlan allt frá 1958 haft að- stöðu í flugskýli nr. 3 á Reykjavíkurflug- Arvakur og Albert, minnstu varðskipin, í varðskipahöfninni. velli vegna flugreksturs síns og f höfninni leigir gæzlan eina bryggju, þar sem höfð er varzla með þeim meðan þau eru í höfn. „Ég hef ekki tekið það saman nákvæm- lega, en ég gizka á að starfslið Landhelgis- 3^. JAN MAY A - 70 r 3RÆNLAND petta kort hefur Hálfdán Henrýsson í stjórnstöð Lananeigisgceziumi- ar útbúið en svarti geirinn sem dreginn er suðvestur af landinu er jafnstór íslandi að flatarmáli. Má af því dálítið marka víðfemi 200 mílnanna. gæzlunnar sé samtals milli 120—30 manns,“ sagði Pétur ennfremur. „Þar af eru rösklega 100 manns á skipunum og 10—15 menn starfa i tengslum við flugið. Segja má að fastir skipherrar við gæzluna séu átta, þar eð skipherra er á hverjú skipi, einn við flugvélina og svo er jafnan einn skipherra í landi í stjórnstöðinni. Þetta eru reyndir menn, hinn elzti þeirra með 26 ár að baki hjá Landhelgisgæzlunni en hinir yngstu með 17 ára starf hjá okkur. Sjálfur hef ég verið viðloðandi Landhelgisgæzluna allt frá 1927—8, en nokkur ár þar á eftir var ég eiginlega ýmist úti eða inni hjá gæzlunni, m.a. við sjómælingar á varðskipinu eða allt til árs- ins 1952 að ég var forstjóri Landhelgis- gæzlunnar. „Pétur hefur þannig stýrt Landhelgisgæzlunni í öll þau skipti er íslendingar hafa fært út fiskveiðilögsögu sína I trássi við vilja stórveldanna. Pétur leiddi okkur þessu næst inn f stjórnstöð Gæzlunnar í risinu. Stjórnstöð- in gegnir einhverju álíka hlutverki fyrir Landhelgisgæzluna og heilinn fyrir mannslíkamann — öll fjarskipti við varð- skip fara fram þaðan, þaðan fá skipin allar fyrirskipanir sínar og þangað berast allar upplýsingar um ferðir varðskipanna og tilkynningar þeirra um ferðir erlendra skipa við íslandsstrendur. Fjarskiptin fara fram á dulmáli og dulmálslyklanna gæta svo starfsmenn stjórnstöðvarinnar eins og sjáaldurs augna sinna. Pétur for- stjóri hafði sagt okkur að alla jafna væru 3—4 menn f stjórnstöðinni — einn eða tveir loftskeytamenn og einn eða tveir yfirmenn eftir því hversu annir væru miklar. HEILABÚIÐ Þessa stundina eru líka fjórir menn við störf í stjórnstöðinni, einn yfirmaður og þrfr loftskeytamenn. Þeir voru Hálfdán Henrýsson stýrimaður, Jón Steindórsson, sem gegnir störfum yfirloftskeytamanns í fjarveru Berents Sveinssonar og loft- skeytamennirnir Guðni Skúlason og Valdimar Jónsson, og þeir voru auðvitað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.