Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1975 Mupli Leiöarvisir a fylgir MUPLEX p^er einstaklega handhæg og traust sýningavél og auðveld í allri notkun. • Tekur 8 mm og 8 mm super filmur • Linsa f 19 F 1:2 • Halogen lampi 6 v 20 w • 220 v rafdrif • Sjálfþræðing • TekurSO m spólur 120 MúplexL MR3 er kvikmyndatökuvél með frábærum myndatökugæðum, hljóðlát og auðveld I meðförum. létt og stöðug i hendi. • Bjart sjónauga xo. 5 • Rafmótor með 4, 1,5 v. rafhlöðum • Rafhlöðurnar endast í töku á 10 filmum • Hraði 18 m á sek. • Sjálfvirkur filmulengdarteljari • Taska fylgir með myndavélinni • Leiðarvísir á islenzku fylgir MUPI S4 Traust og þægileg myndavél, einföld í notkun og gefur góðar og skfrar myndir. ► Tekur venjulega 126 gerð af filmuhylkjum l Kassi úr léttu og sterku plasti. ► Takki varnar endurtöku ofan í tekna mynt » Stíllingar eru skírðar með myndtjáknum. ► Númer“ sýnir fjölda tekinna mynda. ► Myndavélin tekur ekki flashkubb » Stærð 105x70x55 mm. Sendið pöntun ásamt greiðslu í ávísun eða inná gíróreikning 50505. Sendum myndalista ef óskað er. TÓNABÍá Sími31182 frumsýnir í dag kvikmyndina TOMIVIY: SÝND í DAG KL. 9 og 11.30 Nokkur sýnishorn af erlendri gagnrýni: Melody Maker: „TOMMY" Ken Russels er glæsilegur sigur, verk sem einkennist éf tækni- legri hugkvæmni og sterkum til- finningaáhrifum, svo ekki fer hjá þvi að nafn þess verði letrað óafmáanlega í sögu kvikmyndanna. „TOMMY" er mögnuð kvikmynd í sérflokki. Films and filming, London: „TOMMY" táknar tímamót í breskri kvikmyndagerð. 4 stjörnur Time: Það hefur aldrei verið gerð söngleiks- mynd að öllu leyti eins og Tommy. Tommy er hin besta skemmtun. Newsweek: Með afbrigðum hrífandi. Tæknilega séð er kvikmyndin undraverð. Los Angeles Times. Ken Russell er hóflausasti táknmynda- smiður í kvikmyndagerð i dag. Minnir mann á Fellini og Bunuel. Variety: Hin magnþrungna kvikmyndun Ken Russels á rokkóperunni er athyglisverð á allan hátt að kalla. Verkið er stórkost- legt. Londons Living Guide: TOMMY er magnþrungnasta upp- hafning rokktónlistarinnar, sem ég hef nokkurntima kynnst. B.T. Kaupmh. 4 stjörnur Esktrabladet, Kaupmh. 4 stjörnur. Þóra Friðriksdóttir og Róbert Arnfinnsson í hlutverkum sfnum. Sporvagninn Girnd Q (A Streetcar named Desire) Q Eftir Tennessee Williams Q Þýðandi: Örnólfur Árnason Q Lýsing: Kristinn Daníelsson Q Leikmynd: Birgir Engilberts Q Leikstjóri: Gfsli Alfreðsson Á laugardaginn var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu hið víðkunna leik- rit Tennessee Williams, A Streetcar named Desire, sem á fslensku hefur hlotið nafnið Spor- vagninn Girnd. Allir sem eitthvað fylgjast með leikhúslífi og leikrit- un munu kannast við þetta verk og margir eflaust séð kvikmynd- ina sem Elia Kazan gerði og höf- undur átti þátt að sjálfur. Ný kynslóð með nýja lífsaf- stöðu, ný viðfangsefni, nýja tísku- stæla, er oftast grimm og misk- unnarlaus í garð höfunda næstu kynslóðar á undan og gefur engin grið; á þessu hafa margir fengið að kenna, Ibsen forðum, Shaw, Eliot, Anouilh, Giraudoux okkur nær, svo nokkur nöfn séu tekin af handahófi Núvirðiströðin komin að hinum bandarisku leikskáld- um eftirstríðsáranna og bráðum verða það absúrdistarnir, Sartre og Brecht, en um hann mun gef- ast tækifæri til þess að ræða nán- ar um jólaleytið. Skyldi hann ekki hafa verið ofmetinn, ekki sem leikhúsmaður heldur sem höfund- ur? Mikið dáðum við þetta leikrit á sinum tíma og undirritaður gekk svo langt að þýða nokkra kafla fyrir leikskóla Þjóðleikhússins f eina tíð. En hvernig hefur verkið þá staðist tímans tönn? Ekki fer á milli mála að margt virðist okkur úrelt og kemur ankannalega fyrir sjónir, — hið sálfræðilega leikhús á ekki beinlínis upp á pallborðið hjá okkur um þessar mundir nema það sé þeim mun dfabólísk- ara —, en allt um það er þetta vel byggt leikrit og gefur leikurunum mikla möguleika til persónusköp- unar og listrænnar tjáningar. Sýning Þjóðleikhússins að þessu sinni er misjöfn að gæðum. Svo að ég víki fyrst að þvi sem miður fer, þá hefur leikstjóra og leikmyndarsmiði ekki. tekist að laða fram það andrúmsloft sem verkið býður upp á. Þrátt fyrir fallega undinn járnstiga garðs- meginn (i leiksviðsmerkingu) á sviðinu, eru hinar einingarnar alltof geómetrískar og hyrntar að mínum dómi. Innbúið er í sjálfu sér trúverðugt en hefði ekki t.d. mátt hafa ruggustól f stað djúpa stólsins til þess að fá ibjúgari og munaðarfyllri línur i myndina? Þrátt fyrir óvenjugóða lýsingu og vel valda tónlist, tekst ekki að veiða fram þann þrúgandi esp- andi hita og kitlandi munúð sem einkennir verkið, ég hafði það aldrei á tilfinningunni að vera staddur í New Orleans, enn slður í Nouvelle Orléans, þetta hefði alveg eins getað verið í Berlín, Reykjavík eða Happaranda. Götu- atriðin á baksviðinu minntu miklu fremur á róstur og kjass að loknum dansleik í Klúbbnum en letilegan, sensúelan göturúnt sunnar. Aftur á móti fórst sjálf stjórn Ieikaranna vel úr hendi og flestir skiluðu þeir hlutverkum sinum með prýði, sumir með miklum ágætum. Fyrst ber að nefna aðal- hlutverkið, Blancþe, sem Þóra Leikllst eftir EMIL H. EYJÓLFSSON Friðriksdóttir leikur. Þóra vinnur stóran leiksigur með túlkun sinni á hinni föllnu, taugaveikluðu suðurrfkjakonu sem má muna sinn fifil fegri. Eftir nokkurt hik og helst til þvingaðan leik í upp- hafi nær hún fullum tökum á hlutverkinu og skapar mjög eftir- tektarverða persónu, átakanlega i allri sinni lífsblekkingu. Túlkun hennar er framúrskarandi blæ- brigðarík og einlæg og öryggi hennar og myndugleiki sem Ieik- konu með miklum ágætum. Ég minnist þess ekki að hafa séð hajna betri (þó raunar sé það ekki mikið að marka, svo fátt sem ég hef séð af sýningum hérlendis). Liklega hefur verið misráðið að velja Erling Gíslason i hlutverk Stanleys. Erlingur er fyrst og fremst intellektúel leikari og hann nýtur sín bezt f þess konar hlutverkum, grófleiki og rudda- skapur- eru honum ekki eigin- legir. Engu að siður gerir hann Stanley mjög sómasamleg skil. Vesalings Mitch er leikinn af Róbert Arnfinnssyni og gerir hann það listavel. Það er engu líkara en Róbert geti allt leikið. Persónusköpun hans hér er með eindæmum skemmtileg og hvergi ýkt eins og oft hefur viljað brenna við um þetta hlutverk. Margrét Guðmundsdóttir er prýðileg, sönn og eðlileg, í hlut- verki Stellu, hinnar ástföngnu, ,,misþyrmdu“ eiginkonu Stanleys. Aðrir leikarar standa fyrir sfnu í smærri hlutverkum. Þýðing Örnólfs Árnasonar er á góðu máli, kannski of ,,góðu“ máli, og honum tekst ekki að ná mismuni á orðfæri persónanna en við vitum lika öll sem höfum eitt- hvað fengist við þýðingar hversu erfitt það er á íslensku. Og á ekki tungumálið sjálft, islenskan, ein- hvern þátt í því að ekki tekst að laða fram það andrúmsloft sem ég gat um f upphafi? Emil H. Eyjólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.