Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTOBER 1975 41 fclk f fréttum + Anthony Quinn hefur nú yf- irgefið eiginkonu sfna Yolöndu, en þau hafa verið gift I 29 ár og eiga saman tvö börn, Francesco 12 ára og Danielo 10 ára. Leikarinn er sagður hafa fundið sér aðra konu, leikkon- una Claire Bloom, sem mun vera 43ja ára. Hún er þekktust fyrir hlutverk sitt f mynd Chaplins „Limelight“. Skilnað- urinn kom öllum á óvart. Al- mennt var talið að hjónaband þeirra Anthony og Yolöndu væri mjög hamingjusamt. En Atnhony Quinn sagði: — Það er ekki hægt að búa með sömu konunni alla ævina. Það er svo niðurdrepandi. Anthony Quinn og Yolanda meðan allt lék f Iyndi. Claire Bloom. Eyrarbakki: Milljónatjón í eldsvoða Eyrarbakka 14. okt. LAUST fyrir kl. 3 f nótt varð vart við eld f veiðarfærageymslu Hrað- frystistöðvarinnar á Eyrarbakka. Var þá þegar mikill eldur f hús- ínu og þegar slökkviliðið kom á vettvang nokkrum mfnútum seinna var þak hússins fallið að hluta og húsið alelda. Var engu hægt að bjarga úr þvf og húsið brann til kaldra kola með öllu sem f þvf var. Hús þetta var steinhús, hæð og ris með timbur- lofti og áfast við það var 300 ferm. bogaskemma. 1 húsinu var geymt mikið af veiðarfærum, m.a. öll humartroll Hraðfrystistöðvar- innar ásamt miklu af öðrum veiðarfærum, bæði frá Hrað- frystistöðinni og viðskiptabátum hennar. Einnig var f húsinu lftil trilla sem brann einnig. Tjón f þessum eldsvoða skiptir Skoðanakönnun BSRB: 85% vilja verkfallsrétt A TlMABILINU frá 3,—13. október hélt BSRB alls 53 fundi víðs vegar um land til þess m.a. að gera skoðanakönnun meðal félaga BSRB um verkfallsrétt. 3300 manns sóttu þessa fundi en í skoð- anakönnuninni voru lagðar fram tvær spurningar. 1. Vilt þú að aukin áherzla verði lögð á bar- áttuna fyrir verkfallsrétti öpin- berra starfSmanna? 2. A að grlpa til aðgerða 1. nóv. n.k., ef samn- ingar takast ekki, f stað þess að leggja málið fyrir Kjaradóm? Fyrri spurningunni svöruðu 3248 og sögðu 2776 já, eða 85,5%, en nei sögðu 472, eða 14,5%. Seinni spurningunni svöruðu 3112 og Sögðu 2614 já, eða 84%, en nei sögðu 498, eða 16%. 95 seðlar voru auðir og ógildir. mörgum milljónum króna, en veiðarfæri voru lágt vátryggð miðað við það verð sem nú þarf til þess að koma sér upp öðrum stofni. Eldsupptök eru ókunn. — Óskar. Ekki stríðshugur Framhald af bls. 48 orðalags og ráðherrar voru þeirrar skoðunar að ef þau væru rétt túlkuð væri um alvar- lega tilraun að ræða til að stór- spilla fyrir samningaumleitun- um. Hver voru viðbrögð manna hér? „Menn hér í Grimsby fögnuðu þessum ummælum að sjálfsögðu, einkum og raunar eingöngu vegna þess að al- menningi I sjávarútvegi finnst ekkert vera að gerast I land- helgismálinu. Nú er ekki nema tæpur mánuður eftir af sam- komulaginu og menn vilja fara að sjá hreyfingu. Ég held að tilgangur Croslands hafi fyrst og fremst verið að ýta við Is- lendingum en ekki að hóta . þeim, þótt því verði ekki neitað að út úr ummælunum hafi mátt lesa harðlínuafstöðu." — Er þetta mál mjög ofarlega á baugi hjá mönnum hér? „Já, ég held að það verði að segjast, að I mínum daglegu samskiptum við menn í fisk- iðnaðinum eru menn alltaf að spyrja mig hvað sé að gerast.“ — Eru menn herskáir? „Nei, það vilja allir fara samningaleiðina og segja að það verði að forðast annað þorskastríð. Menn hafa einnig mikinn áhuga á að fá fisk af fslenzkum skipum, bæði freð- fisk og fsfisk. Ég hef undan- farið fengið 4 fyrirspurnir frá mönnum sem vilja kaupa freð- fisk frá íslandi og það er í fyrsta skipti síðan 1972. Markaðshorfur eru einnig geysilega góðar. íbúum Hull og Grimsby er mjög hlýtt til Is- lendinga og vilja eiga góð sam- skipti við þá og þorskastríðin hafa aðeins verið leiðindatíma- bil sem allir harma. Það er hins vegar eðlilegt að þetta fólk hugsi um atvinnu sfna, því að það er ekki glæsilegt ástand f atvinnumálum í Bretlandi f dag. Margir hafa t.d. spurt mig hvort ekki sé hægt að fá pláss á fslenzkum togurum og það eru menn sem hafa misst atvinnu sfna undanfarið. Þeir skilja af- stöðu Islendinga til friðunar- mála en eiga erfitt með að sætta sig við að vera útilokaðir frá miðum sem þeir hafa stundað í 500 ár. Flest skipin eru líka þannig úr garði gerð hvað stærð snertir að þau geta ekki veitt utan 50 mílnanna þótt vilji væri fyrir hendi. Tugum skipa hefur verið lagt á undanförn- um árum og ef 50 mflurnar verða lokaðar þýðir það, að langstærstum hluta flotans yrði að leggja." — Fylgi Framhald af bls. 48 „Ég vil ekki segja að einhliða útfærsla landa eins og íslands og Mexico muni torvelda að sam- komulag náist,“ sagði Amerasinghe að lokum. „Þetta er svo afskaplega viðkvæmt mál.“ — Veiðiheimild Framhald af bls. 48 viðbúin að stugga við væntan- legum landhelgisbrjótum, Vestur-Þjóðverjum, sem eiga nú að fara út fyrir 200 mfl- urnar, og Bretum með um- samin svæði, þá er sú kynlega staða fyrir hendi um sinn að brezkir landhelgisbrjótar á 50—200 mflna bilinu geta flú- ið inn fyrir 50 mflurnar á um- samin svæði. Þegar Morgunblaðið spurði Ólaf Jóhannesson dómsmála- ráðherra um þetta atriði f gær, svaraði hann: „Réttur Breta nær aðeins til þeirra ákveðnu svæða, sem um er samið. Hann er bundinn við ákveðin svæði, nánar tiltekin á 12—50 mflna bilinu.“ i F / A T r 125P STATION * lækkun' á verksmiðjuverði J MHCtUMCMHCCfCfl Áður Nú 4 2 964.000— 884.000— Vegna nýrra hagstæðra samninga við Fiat verksmiðjurnar getum við nú boðið hinn glæsilega Fiat 125P á þessu hagstæða verði. Hafið samband við okkur sem fyrst og tryggið ykkur góðan bíl á hagstæðu verði. Sýningarbíll á staðnum FIAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI Davíð Sigurðsson h.f., SÍÐUMÚLA 35, SÍMAR 38845 — 38888. Upplýsingar í dag, miðvikudag — í síma 12929. Garðahreppur Byggung, Garðahreppi Aðalfundur Byggung i Garðahreppi verður haldinn i félagsheimilinu við Lyngás, miðvikudaginn 22. okt. kl. 8.30 stundvíslega. Auk venjulegra aðalfundarstarfa, mun Páll Friðriksson, framkv.stj. segja frá nýjungum i byggingariðnaði og rætt verður um stofnun nýrra byggingarhópa. Fjölmennið og mætið stundvíslega. s, IMDILcr;-q rf EF ÞAÐ ER FRÉTT- 8) NÆMTÞÁERÞAÐÍ % MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.