Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1975 5 Annar Rússi fær Nóbelsverðlaun Stokkhólmi, 14. október. AP. Reuter. NÓBELSVERÐLAUNUM í hagfræði var í dag úthlutað Bandarfkjamanni af hollenzkum ættum, prðfessor Tjall- ing Koopmans við Yaleháskðla, og sovézkum prðfessor, dr. Leonid Kantorovich, sem hefur beitt sér fyrir vald- dreifingu í sovézku efnahagslífi. Sænska vísindaakademían veitti þeim verðlaunin fyrir störf þeirra að hagkvæmri nýtingu efnahagsauðlinda og sagði að þeir hefðu stuðlað að bættri skipu- lagningu efnahagsmála. Dr. Kantorovich er fyrsti hagfræð- ingurinn frá Austur-Evrópu sem hefur fengið verðlaunin síðan þau voru fyrst veitt 1969. Prófessor Erik Lindberg úr sænsku vísindaakademíunni kveðst hafa áhyggjur af því að Kantorovich fái ekki leyfi til að fara til Stokkhólms og taka við verðlaununum þar sem sovézk yfirvöld hafa reiðzt því að friðar- verðlaun Nóbels voru veitt Andrei Sakharov. Lindberg sagði að þetta væri „athyglisverð og erfið spurning". Hann bætti því við að nefndin hefði ekki haft hugmynd um að Sakharov ætti að fá friðarverð- launin. „Ólánið virðist elta okkur,“ sagði hann. „I fyrra völdum við Svía, Gunnar Myrdal, og þá fengu tveir Svíar bókmenntaverðlaunin og núna veljum við Rússa og þá fær Rússi friðarverðlaunin." Dr. Kantorovich sagði I dag að hann vonaðist til að geta tekið við verðlaununum. „Verðlaunin eru mér mikils virði, sérstaklega þar sem þau eru veitt fyrir 40 ára starf mitt á þessu sviði,“ sagði- hann. „Nefndin nýtur mikils álits og öllum vísindamönnum þykir vænt um slíka viðurkenningu." Starf Koopmans og Kantorovich felst i því að meta hvað eigi að framleiða og hvernig. Þeir meta einnig hvað mikið af framleiðslu eigi að fara í neyzlu og hvað mikið í sköpun nýrra verðmæta. Giscard í Moskvu Moskvu, 14. október. Reuter. FORSETI Frakklands Valery Giscard d'Estaing, kom til Moskvu í dag í fimm daga opin- bera heimsókn. Hann mun aðal- Iega ræða við sovézka ráðamenn um frekari slökun spennu I Evrópu. Forsetinn er fyrsti vestræni þjóðarleiðtoginn sem komið hefur til Moskvu siðan Helsinki- ráðstefnan var haldin. Tugir þúsundir Moskvubúa fögnuðu honum á leiðinni M Kremlar. Leonid Brezhnev cók á móti honum og virl.„t % .ð góða heilsu þrátt fyrir fréttir um alvarleg veikindi. Hugsanlegt er, að Giscard d’Estaing ræði við Boris Spassky, fv. heimsmeístara í skák, sem ný- lega kvæntist starfskonu franska sendiráðsins. Forsetinn mun leggja áherzlu á loforð Rússa um aukið persónufrelsi, ferðáfrelsi og upplýsingafrelsi og aukin mannleg samskipti. F abiao lét undan Lissabon 14. október.AP. YFIRMAÐUR portúgalska Iandhersins, Carlo Fabiao hershöfðingi, lét undan kröfum uppreisnarher- manna í dag og samþykkti að hermenn sem hafa verið Flugslys reknir úr flutningaher- deild í Oporto yrðu aftur teknir í herdeildina. Samkomulag varð um þetta á fundi sem Fabiao átti í Oporto með for- ingjum uppreisnarinnar og þar með virðist hafa verið afstýrt hættu á átökum innan hersins. Samkomu- lagið gæti bundið enda á uppreisnina en gengur í berhögg við þá stefnu stjórnarinnar að koma aft- ur á aga i hernum, segja fréttaritarar. O. Johnson & Kaaber hf PÓSTHÓLF 1436, REYKJAVIK. >4 MUSTAD THE FISH HOOK PEOPLE O MUSTAD & SÖN A/S NORWAY — Skarpur oddur, af augljósum ástaaðum. — Rétt öngullag. svo að fiskurinn sleppi ekki af. — Nákvæm málmherðing, til að fyrirbyggja öngulbrot. — Og auðvitað, mikið ryðviðnám. MUSTAD KEY BRAND önglar hafa alla þessa eiginleika, sem er skýring þess, að fiskimenn um allan heim treysta á norsku önglana frá MUSTAD. A öllum fiskveiðum er góður afli forsenda góðs fjárhags. Á öllum linuveiðum er góður afli háður gæðum önglanna. Hverjir eru eiginleikar góðs önguls? Valletta, 14. okt. Reuter AÐ minnsta kosti þrír flugliðar og ein kona biðu bana þegar Vulcan- sprengjuþota brezka flughersins sprakk f tætlur og steyptist til jarðar skömmu fyrir lendingu á Möltu f dag. Tveir flugliðar björg- uðust í fallhlíf. Óvfst er um afdrif fimm manna. r Askorun Dyflinni, 14. október. Reuter. ÍRSKU stjórninni barst í dag hljóðrituð áskorun frá hollenzka iðnrekandanum Tide Herrema um að sleppa þremur föngum sem ræningjar hans krefjast að fá leysta úr haldi í skiptum fyrir hann. Þar með hefur í fyrsta skipti heyrzt frá Herrema sfðan á fimmtudag. Bylting í Argentínu? Buenos Aires, 14. október. AP. ANGELO Robledo, innanríkisráð- herra Argentinu, neitaði því í dag að hugsanlegt væri að herinn gerði byltingu. Þó er þrálátur orð- rómur um byltingu þar sem Isabel Peron forseti hyggst taka aftur við völdum á föstudag. Rússum lánað? London, 14. október. Reuter. RÚSSAR þreifa fyrir sér um að minnsta kosti 300 milljón dollara lán á alþjóðlegum peninga- markaði samkvæmt góðum heimildum. Nr. 41 — 46 Kr. 5.550 Skóverzl. Þórðar Péturssonar Kirkjustræti 8 v/Austurvöll — Sími 14181 Léttir og liprir úr mjúku rauðbrúnu leðri og með slitsterkum sólum Verð kr. 4.995 Léttir og liprir úr mjúku rauðbrúnu leðri með slitsterkum Nr. 35 - 40 Kr. 5.450

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.