Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.10.1975, Blaðsíða 35
34 200 mílur MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÖBER 1975 Svend-Aage Malmberg: í sland og Norðurhöf Uthöfin Viðtekin venja nú á dögum er að skipta heimshöf- unum I þrjú úthöf, Indlandshaf, Atlantshaf og Kyrra- haf, og er hið síðastnefnda jafnt samanlagðri víðáttu hinna tveggja. Öll önnur strandhöf og innhöf, auk flóa, fjarða og sunda, eru þá talin til úthafanna þriggja. Strandhöf eru grunn höf á jöðrum meginlandanna og er botn þeirra jarðfræðilegur hluti þeirra, eins og t.d. Norðursjór og Barentshaf. Innhöfum er skipt í tvo flokka, stór og smá innhöf. Stóru innhöfin eru tiltölu- lega mikil og djúp höf og liggja á milli meginlanda (interkontinental), en þau smáu eru tiltölulega lítil og grunn og liggja inn I meginlönd (intrakontinental). Dæmi þeirra síðarnefndu eru t.d. Eystrasalt og Persa- flói. Stóru innhöfin eru talin fjögur, þ.e. Miðjarðarhaf milli Evrópu Asíu og Afríku, Mexfkóflói og Karabfska hafið milli Norður- og Suður-Ameríku, Eyjahafið í Austurindíum milli Asfu og Ástralíu, og að Iokum Norður-íshafið ásamt Norðurhafi, hér í heild nefnd Norðurhöf, milli Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku. NORÐURHÖF Þekktast stóru innhafanna er Miðjarðarhaf, „Mare Nostrum" Rómverja, en stærst er aftur á móti Norður- höf, alls um 15 milljónir ferkílómetrar að flatarmáli, sem er um fimm sinnum meira en flatarmál Miðjarð- arhafs. Meðaldýpi Norðurhafa er um 1500 m, en mestu dýpi um 4000 m. Norðurhöf skerast inn úr Norður-Atlantshafi frá íslandsálum og Noregi um Norðurhaf og Norður- Ishafi og allt að Beringssundi milli Síberíu og Alaska, þar sem kemur að kyrrahafi. Beringssund er aðeins um 50 m djúpt og 85 km á breidd. Norður-íshafið er umlukt grunnum strandhöfum, sem nefnast Barentshaf, Karahaf, Laptevhaf, Austur- Síberíuhaf, Chuketshaf og Beaufortshaf. Norðurhaf er svo samnafn yfir hafsvæðið milli Grænlands og Skandinavfu, frá Norður-lshafinu suður að neðansjáv- arhryggnum milli Grænlands, Islands, Færeyja og Hjaltlands, og þaðan að sunnanverðum Vestur-Noregi. Mestu dýpi Norðurhafs eru um 3—4000 m, en á neð í- sjávarhryggnum að sunnan eru dýpi vfðast mest um 4—600 m. Norðurhaf greinist I þrjú höf, Noregshaf, Norður- Grænlandshaf og Islandshaf. Hér verður ekki fjölyrt um þessi nöfn, en vísað til greinar höfundar f Morgun- blaðinu á s.l. ári (Hvar er íslandshaf?) og þess minnst, að allir eru ekki á eitt sáttir um þau. LEGA ISLANDS OG MENGUN SJAVAR Islendingum er ekki alls ókunnugt að land þeirra liggur á mörkum Norðurhafa og Norður-Atlantshafs, svo mjög sem fjallað hefur verið um mikilvægi lands- ins frá hernaðarlegu sjónarmiði. Þá ber einnig að hafa í huga að ísland er ekki aðeins eyja á úthafi fjarri öðrum löndum, heldur einnig land á mörkum innhafs. Island liggur að innhafi engu síður en t.d. Spánn. Þessi oft hernaðarlega staðreynd hlýtur að vera áhugaverð á ýmsum sviðum. Hernaðarlegu viðhorfin eru kunn, en vafasamt er hvort t.d. viðhorfin til mengunar sjávar séu rétt metin. Á því sviði er oft ranglega vitnað til legu landsins á úthafinu fjarri öðrum löndum til að gera og þá væntanlega af þekk- ingarskorti, minna úr vandanum en efni standa e.t.v. til. Mengun sjávar veldur áhyggjum um heim allan, og er hún víða alvarlegt vandamál, einkum á innhöfum eins og t.d. Eystrasalti, Miðjarðarhafi og Persaflóa. Innhöfum er því oft gefinn sérstakur gaumur í þess- um efnum á alþjóðaráðstefnum I reglugerðum, milli- ríkjasamningum og ályktunum („enclosed and semi- enclosed seas“ eðalandlukt hafsvæði). Þótt Norðurhöf séu stærst innhafanna þá getur einnig verið hætta á mengun þar eins og í hinum innhöfunum og höfunum yfirleitt. Þróunin er að vísu ekki komin á sama stig þar og vfða annars staðar, enda strjálbýli og óbyggð mikil með ströndum Norðurhafa. Þetta gæti þó breyst. Á Norðurhjaranum eru nú fjöldi svonefndra gereyðingarvopna, og þær þjóðir, sem lönd eiga að Norðurhöfum, eru margar af miklu kappi að undirbúa olfuvinnslu á Iandgrunnum strandhaf- anna. Þessari framvindu fylgir áhætta vegna hugsan- legrar mengunar og eru þrætur innanlands með þjóð- um viðkomandi landa um þessi mál. Bæði er rætt um beina mengunarhættu og um þjóðhagsleg málefni eins og byggðamál og arðskiptingu af vinnslunni. Enginn vafi virðist leika á því, að næst á eftir notkun gereyðingarvopna, og strfði yfirleitt, þá er mengun af völdum ólíu örlagaríkasta og hættulegasta vá, sem við búum við í dag. Á þetta ekki sfst við um hugsanlega olíumengun í köldum sjó Norðurhafa þar sem eyðing olíunnar er hægfara og áhrifin því Iang- vinn og auk þess sérstaklega varhugaverð í viðkvæmri náttúru harðbýlla slóða. ísland liggur að Norðurhöfum og meginhafstraumar þaðan leita suður á bóginn um Islandsála, bæði í yfirborði — Austur Grænlandsstraumur og Austur Islandsstraumur — og dýpra (botnstraumar). Þessir straumar hafa mikil áhrif á veðurfar, hafísastand og ástand sjávar við landið ogþá álífsskilyrðin ásjó og landi. Islendingar verða þvf að kunna skil að Norður- höfum og einnig að fylgjast vel með m.a. framvindu olíuvinnslu og annarra athafna manna á þeim slóðum, og taka þátt f umræðum og aðgerðum, sem ráða málum um nýtingu og stjórnun þessa hafs. FISKVEIÐILÖGSAGAN VIÐ ISLAND Islendingar munu færa fiskveiðilögsögu sína út að 200 sjómílna mörkunum 15. október og er það vel. Aherzla hefur verið lögð á, að þetta sé fiskveiðilög- saga, en að beðið verði með ákvarðanir um efnahags- lögsögu og mengunarmál þar til síðar eða að fenginni niðurstöðu í hafréttarmálum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Islendingar leggja því enn sem fyrr nokkra áherzlu á sérstöðu sína f hafréttarmálum, sérstöðu, sem hefur skapast vegna legu lands þeirra við auðug fiskimið, sem lifsafkoma þeirra byggist á. Því er stundum haldið fram nú, að 200 mílurnar séu lokatakmark Islendinga í landhelgismálinu, og að þær séu f anda Iandgrunnslaganna frá 1948. Að mati höfundar verður lokatakmarki f máli þessu vart náð einhvern ákveðinn dág og beri reyndar að forðast slfkar fullyrðingar heldur er aðeins um tfmabundna lausn að ræða. Viðhorf manna eru sveiflukennd og aðstæður allar breytilegar.,,Takmörk landgrunnsins" við Island hafa t.d. af tæknilegum ástæðum breyzt mikið sfðan 1948, og.í raun eiga 200 mflurnar ekkert skylt við landfræðilegt landgrunn, heldur virðist vera um einhvers konar „lagalegt" eða „tæknilegt land- grunn“ að ræða. Meðalbreidd landfræðilegra land- grunna heimshafannaertalið vera um 50 sjómílur og meðalbreidd landgrunnspalla að rótum landgrunns- halla er um 100 sjómílur. Þessar tölur voru því til skamms tfma stundum notaðar í umræðum og tillög- um um hafréttarmál, en nú er svo komið að mest samstaða hefur náðst um 200 sjómílur. Greinarhöf- undi er ekki vel Ijóst hvað er í raun haft til viðmiðun- ar, nema ef það er framtak Suður- og Mið-Ameríku rfkjanna, sem fylktu liði um 200 mílur eftir yfirlýs- ingu Trumans Bandaríkjaforseta 1945 um réttindi strandrfkis (Bandaríkjanna) á sjávarbotni. Truman- yfirlýsingin mun einnig hafa verið hvati að land- grunnslögunum íslensku 1948. Þrátt fyrir mikla samstöðu ríkja nú um 200 sjómílna efnahagslögsögu strandríkja er ekki enn séð fyrir endann á nákvæmri skýrgreiningu á því hugtaki. Skipting heimshafanna þjóða á milli innan 200 mílna efnahagslögsögu er af landfræðilegum og stjórnmála- legum ástæðum óvíða jafn auðveld og á hafinu um- hverfis Island. Framundan eru erfiðir og langvinnir samningar milli ríkja um hvar eigi að draga mörkin og hvernig eigi að skipta hugsanlegum auðlindum og einnig geta orðið strfð, stór eða smá, ef ekki semst, eins og íslendingar þekkja af eigin raun. Þannig eru 200 mílurnar ekki nauðsynlega neitt lokatakmark í fiskveiðilögsögumálum Islendinga í hverfulum heimi heldur aðeins tímabundin lausn e.t.v. til langs tíma, e.t.v. til skemmri tfma en nokkurn grunar. VIÐMIÐUNARLINUR Fiskveiðilögsagan við Island verður nú 200 sjómílur út frá ströndum landsins, en efnahagslögsagan gæti allt eins farið eftir miðlínum (jafnfjarlægð milli landa), og f stað þess að fara eftir bugðóttum jafnfjar- lægðarlfnum þýkir e.t.v. heppilegra siðar meir að skipta hafinu f reiti með „beinum lfnum" á milli ákveðinna staða (hnita). Benda má á, að Suðurskauts- landinu er að einhverju leyti skipt í geira frá strönd- um til Suðurskautsins milli þeirra ríkja, sem telja sig eiga ítök þar, en það eru a.m.k. Bandaríkin, Sovétrík- in, Stóra Bretland, Frakkland, Noregur, Japan, Arg- entína, Chile, Auður-Afríka, Ástralía og Nýja Sjáland. Norður-tshafinu og óbyggðum eyjum þess hefur einn- ig verið skipt í geira á svipaðan hátt út frá ströndum aðliggjandi landa að Norðurskautinu. Þessari reglu mun hafa verið fylgt norður þar að meira eða minna leyti, nema hvað Bandarikin hafa ekki viðurkennt hana af skiljanlegum landfræðilegum ástæðum. Norð- menn og Sovétmenn munu og að undanförnu hafa rætt þessa skiptingu nánar. Reyndar er það svo, að hvort sem 200 sjómólur eða geirar ráða skiptingu Norður-tshafsins, þá verður hlutur Sovétríkjanna þar langmestur, en Bandarfkin og jafnvel Kanada eiga bágt með að sætta sig við að Norður-íshafið verði að miklu leyti yfirráðasvæði Sovétríkjanna. Dæmi eins og þetta varpar e.t.v. Ijósi á varkárni og hik stórvelda og annarra meiri háttar ríkja í hafréttarmálum. Þessi ríki eiga eftir aðstæðum svo margra mismunandi hagsmuna að gæta að þau fara sér hægt til að geta 130' 130* 30* lO8 !0* 30° Dýptarkort af Norður-lshafi og Norðurhafi. Mismunandi dýpi auðkennd þannig: Dökkgrátt: meira en 4000 m; doppótt: 2000—4000 m; ljósgrátt: 1000—2000 m; hvítt: innan við 1000 m. (Eftir Unnstein Stefánsson. Hafísinn A.B. 1969).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.