Morgunblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 1
48 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI 122. tbl. 63. árg. ÍVIIÐVIKUDAGUR 9. JUNÍ 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Mikið mann- fall í Líbanon Beirút 8. júní AP — Reuter. IIARÐIR bardagar með miklu mannfalli geisuðu { Lfbanon f dag þrátt fyrir tilkvnningu um vopna- hlé milli Saiqasveitanna. sem njóta stuðnings Sýrlendinga, og Frelsishreyfingar Palestínuar- aba, PLO. Vopnahlé þetta átti að ganga f gildi á miðnætti aðfarar- nótt þriðjudags, en ekkert bendir til að svo hafi orðið. Ostaðfestar fregnir hafa bonzt af hörðum bardögum milli sýr- lenzkra hersveita og sveita vinstri Carter og Ford taldir öruggir sig- urvegarar Los Angeles og Washington 8. júní AP — Reuter. (JRSLITANNA í forkosning- unum, sem fram fór f dag f Kalifornfu, Ohio og New Jer- sey, var f kvöld beðið með mik- illi eftirvæntingu, en þetta voru sfðustu þrjár kosningarn- ar í baráttu demókrata og repúblikana fyrir að hljóta út- nefningu flokka sinna sem for- setaframbjóðendur. Mest athygli manna beinist að Kaliforníu, þar sem í veði eru 167 kjöríulltrúar repú- blikana og 280 fulltrúar demó- krata. Fulltrúum demókrata er deilt niður eftir hlutfallstölu atkvæða greidd hverjum fram- bjóðanda, en sá sem flest at- kvæði fær í hópi repúblikana, fær alla fulltrúanna. 1 kvöld var talið að um 70% kjósenda á kjörskrá hefðu neytt atkvæð- isréttar síns og svipað hlutfall í hinum fylkjunum, þó heldur meira f Ohio. Þeir Ronald Reagan og Ford forseti eru einir í framboði fyrir repú- blikana íöllumfylkjunum, en miklu fleiri eru á lista demó- krata. í New Jersey er kosið , Framhald á bls. 46 manna um 30 km fyrir austan Beirút. Erfitt er að henda reiður á sannleiksgildi frétta, þar sem svo til sambandslaust er við Líbanon, en útvarpið í Damaskus hefur það eftir Beirútútvarpi að Sýrlending- um miði vel í tilraunum sínum til að koma á friði í Líhanon eftir blóðuga borgarastyrjöld í eitt ár. Sýrlenzka stjórnin heldur því fram að hermenn hennar hafi engu skoti hleypt af í tilraunum sínum til að koma á friði. Diplómataheimildir í Damaskus hermdu í kvöld, að Abdel-Salam Jalloud forsætisráðherra Líbýu, sem staddur er í Damaskus til viðræðna við Assad Sýrlandsfor- seta, hefði fengið samþykki Yassers Arafats leiðtoga PLO fyr- ir friðaráætlun, sem byggðist á vopnahléi meðan verið væri að Framhald á bls. 46 Sýrlenzkt stórskotalið við Masnaa-Chtaura-þjóðveginn i Líbanon. Hið versta afstaðið fyrir sterlingspundið Bretum tryggt 5 milljarða dollara lán London 8. júnf AP-Reuter. ALLT útlit er nú fyrir að hið versta sé um garð gengið fyrir brezka sterlingspundið. Sem kunnugt er hrapaði gengi punds- ins niður f 1.70 cent gagnvart Bandarfkjadollar fyrir helgi, en þegar gjaldeyrismarkaðir opnuðu f gær byrjaði það að hækka á ný og náði 1.73 centum er þeir lok- uðu. ! morgun var svo tilkynnt, að Bandaríkin, V-Þýzkaland, Japan, Frakkland og Italfa hefðu bund- izt samtökum um að veita Bretum 5 milljarða dollara lán til 6 mán- aða til að gefa Englandsbanka tækifæri til að gera ráðstafanir til að snúa við hinni óhagstæðu markaðsstöðu pundsins. Við þessa frétt hækkaði gengi punds- ins verulega og fór allt upp f 1.80 cent, en var 1.77 cent, er gjald- eyrismarkaðirnir lokuðu. Til- kynningin f morgun varð til þess, að þeir sem höfðu verið að selja pundin sfn hófu nú að kaupa. Það hjálpaði einnig pundinu, að svissneska stjórnin gerði um- fangsmiklar ráðstafanir heima fyrir til þess að stöðva hina miklu eftirspurn eftir svissneskum frönkum sem verið hefur undan- farið og sem hefur hækkað gengi frankans verulega. M.a. voru vextir lækkaðir í 2%. Þrátt fyrir þessa þróun f dag ákvað Ihaldsflokkurinn undir for- ystu Margrétar Thatcher að leggja fram í brezka þinginu van- trauststillögu á stjórnina, sem atkvæði verða greidd um á morg- un, miðvikudag. Telja stjórnmála- fréttaritarar þessa ákvörðun mjög illa tímasetta og engar vonir til að hún verði samþykkt, þar sem 13 þingmenn Frjálslynda flokksins hafa sagt að þeir muni ekki styðja hana og ákváðu í dag að leggja fram viðbótartillögu, þar sem einnig er lýst vantrausti á stjórnarandstöðuna. í ræðu, sem frú Thatcher flutti er hún lagði fram tillöguna, sakaði hún stjórn Verkamannaflokksins um að taka aukin lánT sem aðeins þjónuðu þeim tilgangi að auka á gífurlega skuldabyrði landsmanna. James Callaghan forsætisráðherra svar- aði með því að segja að hrun pundsins þjónaði engum hags- munum í hinum vestræna heimi. Hann sagði að þjóðirnar 5 hefðu ákveðið að veita Bretum lánið, þar sem þeir teldu gengi þess of lágt skráð og ekki mætti grafa frekar undan því, slikt myndi eyðileggja eina af undirstöðum vestræns fjármálakerfis. Talsmaður v-þýzku stjórnarinn- ar fagnaði í dag ákvörðuninni um að veita Bretum lánið og sagði hana sönnun mikilvægis alþjóð- legrar samvinnu í fjármálum, sem ákveðin hefði verið á leið- togafundinum í Rambouillet. Þá var brezku stjórninni hrósað fyrir aðgerðir til að endurreisa efna- hagslegan stöðugleika án þess að gripa til innflutningshafta. V- Þjóðverjar lögðu fram 800 milljönir dollara af heildarláninu. Pundið styrktist verulega gagn- vart markinu i dag og hækkaði úr 4.42 mörkum í 4.55 mörk fvrir pundið. Bretland: Mikill sigur launamála- stefnu stjórnarinnar London 8. júní. AP. mikilsverðan sigur f baráttu sinni EBE synjar Bretum um 50 mílna einkalögsögu BREZKA stjórnin vann í gær | gegn verðbólgunni f landinu, er samtök brezkra námaverkamanna samþvkktu í allsherjaratkvæða- greiðslu að fallast á takmörkun launaha'kkana við 5% á næsta ári. Höfðu námaverkamennirnir verið stjórninni þyngstir í skauti. en nú er talið fullvfst, að lands- þing brezka alþýðusamband-sins, sem haldið verður 16. júnf, samþykki þessa launamálastefnu. Mikil hreyfing í 200 mílna málum Mexfkó City, San Diego, Bríissel og London AP-Reuter-NTB. MIKIL hreyfing virðist nú vera á landhelgismálum f heimin- um. Fyrir helgi tilkynnti Kan- adastjórn að hún myndi færa fiskveiðilögsögu sfna út f 200 mflur 1. janúar nk. Talsmenn mexfkanska utanrfkisráðuneyt- isins staðfestu f dag, að 200 mflna reglugerð Mexfkó hefði tekið gildi á sunnudag og þar með var Kalifornfuflóa lokað fyrir erlendum fiskimönnum, þótt bandarfskir fiskimenn fái að halda veiðum þar áfram út þennan mánuð meðan viðræður um veiðiréttindi standa vfir milli Bandarfkjastjórnar og Mexfkóstjórnar. Þá tilkynnti formaður sam- taka bandarískra túnfiskveiði- manna um helgina, að nokkrar Afríkuþjóðir hefðu þegar tekið sér- 200 milna fiskveiðilögsögu m.a. Ghana, Angóla, Græn- höfðaeyjar, Senegal o.fl. Sagði hann að óliklegt væri að banda- rískir túnfiskbátar færu framar á þessar slóðir, en afli þeirra á Afríkumiðum á sl. ári nam um 20 þúsund lestum. Framkvæmdaráð Efnáhags- bandalags Evrópu vísaði í dag á bug kröfu Breta um allt að 50 milna einkalögsögu innan 200 mílna sameiginlegrar efnahags- lögsögu EBE-ríkjanna. í tillög- Framhald á bls. 46 Brezka stjórnin hefur sagt, að ef verkalýðssamtökin samþvkki launamálastefnuna muni það hraða mjög baráttunni gegn verð- bólgunni. Launahækkanir á sl. ári voru takmarkaðar við 6 sterlings- pund á viku. Verðbólgan á 12 mánaða tímabilinu. sem lauk i apríl, var 18.9%, en var 21 % fyrir 12 mánaða tímabilið, sem lauk í marz. Meðallaun brezkra verka- manna eru 60 sterlingspund á viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.