Morgunblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JUNt 1976
Dans á listahátíð
LISTDANSSVNINGIN í Þjóð-
leikhúsinu á laugardag og
sunnudag samanstóð af
tveimur aðskildum þáttum.
dansi íslenzka halletflokksins
og hallettvfdönsum gestanna
Helga Tómassonar og Önnu
Áragno og er það í rauninni
ágæt tilhögun. Þá er ekki eins
mikil hætta á að áhorfandinn
fari að hera saman, sem er auð-
vitað ósanngjarnt. Undirrituð
sá sunnudagssýninguna, hljóp
þá í skarðið í forföllum.
Helgi Tómasson og Anna
Aragno dönsuðu í fyrri hluta
dagskrárinnar ,,Pas de deux“
úr Hnetubrjótnum, dansinn
sem sykurplómudísin (Sugar
Plum Fairy) og fylgdarsveinn
hennar dansa í ballettinum. En
Helgi hefur einmitt komið því á
framfæri við Þjóðleikhúsið hér.
að heppilegt væri að koma upp
sýningu á Hnetubrjötnum til
árvissrar sýningar um jólaleyt-
ið, eins og nú er víða gert ann-
ars staðar. Auk þess, sem það
gefi balletskólanum tækifæri
til þátttöku og föstum dönsur-
um til stuttra sólódansa, megi
ef vill fá gestadansara hverju
sinni til að dansa þennan
tvidans sykurplómudísarinnar,
sem er einna erfiðastur, en sem
flestir beztu balletdansarar
kunna tökin á. Helgi dansar
hann t.d. með N.Y. City
ballettinum á hverju ári.
Þessi tvídans er ákaflega fal-
legur og sýndi vel þá tvo kosti,
sem þykja prýða Helga Tómas-
son, að hann er frábær stuðn-
ingsdansari meðan parið dans-
ar saman og hann ber ábyrgð á
mótdansaranum, en færist í
eftir ELÍNU
PÁLMADÓTTUR
aukana, þegar kemur að ein-
dansinum og hrífur þá
áhorfendur með leikni sinni og
glæsilegum stökkum. Þá kemur
í Ijós, að þessi mikli klassíski
ballettdansari hefur glóð, sem
hleður andrúmsloftið spennu
og hrífur áhorfendur með.
Þessi dans er einmitt saminn af
Ballanchine, en það er ekki að
ástæðulausu að tveir af viður-
kenndustu balletmeisturum
nútímans, Robbins og
Ballachine, hafa valið að semja
dansa fyrir Helga Tómasson.
Mótdansari hans nú, Anna
Aragno, sem lengi hefur verið
sólódansmær í Metropolitan-
ballettinum, hefur ákaflega
fágaða og nákvæma tækni og
beitir látlausu öryggi þess, sem
hefur hverja smáhreyfingu al-
gerlega á valdi sínu. Þessi
tvidans var því ákaflega fal-
legur og áhorfendur fögnuðu
dönsurunum ákaft.
Tveir af dönsunum, sem
íslenzki flokkurinn flutti, eru
samdir og stjórnað af Kenneth
Tillson, sem var ásamt finnska
dansaranum Alpo Pakarinen
gestur Þjóðleikhússins nú.
Hann þekkir flokkinn og veit
Cr Kerrunni
Helgi Tómasson
sýnilega hvað honum hentar. I
fyrsta ballettinum, hinum
rómantíska Valsi, fæst tækifæri
til að sýna ferskt yfirbragð og
ballettgetu þessara ungu
stúlkna, er þær svifa tvær
saman eða í hópi um sviðið. Og
ágætlega tekst að leysa þann
vanda, að ekki er á að skipa
nema tveimur karlmönnum,
Erni Guðmundssyni og Alpo
Pakarinen. Ungverskur dans
eftir Ingibjörgu Björnsdóttur
gefur tækifæri til að sýna dans-
gleði þessa unga flokks. Kerran
eftir Tillson er líklega fyrsta
viðfangsefni flokksins af þess-
ari tegund, en hann er allt eins
mímuleikur sem dans. I seinni
sýningunni var skipt um hlut-
verk stúlknanna. 1 þeirri
sýningu fengu aðrar tækifæri í
hlutverkunum en í þeirri fyrri.
í þetta sinn var Nanna Ólafs-
dóttir unga stúlkan, sem kemur
aðvífandi og setur líf flökku-
fjölskyldunnar með kerruna úr
skorðum og leysti það prýði-
lega, Ásdís Magnúsdóttir var
móðirin, Ingibjörg Pálsdóttir
kona yngri bróðurins og Ólafía
Bjarnleifsdóttir sakleysinginn,
Anna Aragno I Don Quixote
en hún hefur sýnilega skemmti-
legan neista til gamansams lát-
bragðs í dansi. Örn Guðmunds-
son var eldri bróðirinn og Alpo
Pakarinen sá yngri og reyndi
meira á hann, en honum tókst
vel að sýna ofsa þessa manns í
hreyfingum. Yfirleitt skolaði
þetta ,,drama“ sér ágætlega til
áhorfenda í túlkun
dansendanna.
Seinast á dagskrá var
Tvídansinn úr „Don Quixote",
sem þau Helgi Tómasson og
Anna Aragno dönsuðu. Þar
kom vel fram karlmannleg
túlkun Helga í danshlutverki,
en gífurleg tækni og léttleiki
Önnu Aragno. Þetta mun vera
eitt af hennar þekktu hlutverk-
um, þar sem hún er viðurkennd
fyrir að sýna „fagran styrkleika
og fagra viðkvæmni". í þessu
hlutverki blasir líka við hjá
Helga þessi dramatík, sem
Helgi er kunnur fyrir að geta
dregið fram hvenær sem á þarf
að halda, án þess að það haggi
fallegurr) línum hans í stöðum
og óbilandi tækni.
Menning í deiglu
LISTAHÁTÍD:
FÆREYSKT KVÖLD í
NORRÆNA
ÞAU Annika Hoýdal, Eyðun Johann-
essen og Finnbogi Johannessen
fluttu færeyska dagskrá í Norræna
húsinu á hvitasunnudag Ðagskráin
var sambland þjóðlegra bókmennta
og tónlistar og þess sem nú er efst á
baugi í Færeyjum
Sýnishorn -úr leikritunum Hvönn
stakkin skal eg fara i. pápi? eftir
Jens Pauli Heínesen og Ein byrjan
og Skipið eftir Steinbjörn Jacobsen
gáfu til kynna að þungamiðja fær-
eyskra leikrita sé eins og viðast hvar
annars staðar raunsæisleg lýsing
hversdagsins Eftir Jens Pauli Heine
sen hefur komið út smásagnasafn á
íslensku: Gestur (1973). Verk hans
hafa vakið athygli viða Sama er að
segja um Steinbjörn Jacobsen, en
hann er kunnastur fyrir Ijóð sín.
Gaman væri ef unnt reyndíst að
koma á nánara sambandi milli Fær-
eyinga og íslendinga I leiklist og að
sjálfsögðu á hið sama við um bók-
menntir og aðrar listir Þegar Nor-
ræna húsið i Færeyjum hefur starf-
semi sina stanþa vonir til að þetta
samstarf aukist.
Þótt átakalaust sé fyrir islending
að lesa venjulegan færeyskan texta
gildir ekki hið sama um talað mái
Það þarf nokkra æfingu til að skilja
Aftur á móti er dagskrá færeysku
listamannanna þriggja með þeim
Lelkllst
h--------—
L 4 LISTAHA TIÐ
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
hætti að auðvelt er að hafa af henni
gagn Söngur og leikur, gaman og
alvara eru þar í æskilegu jafnvægi
Auk leikritanna fyrrnefndu sem
nokkur vísbending fékkst um fæst
innsýn í trega þjóðkvæðanna og
tvíræðni nútíma danskvæða Annika
Hoydal og Eyðun Johannessen túlk
uðu þetta efni af öryggi við gitar-
undirleik Finnboga Johannessen og
með hjálp segulbands. Eyðun
Johannessen er fyrsti Færeyingur-
inn sem hlotið hefur leiklistarmennt-
un og er nú leikhússtjóri í Þórshöfn
Það var gaman að kynnast túlkun
hans á verkum Hans A Djurhuus
(bróður Janusar), en þeir bræður
hafa haft mikið gildi fyrir færeyskar
nútímabókmenntir Annika Hoydal
er upprennandi leikkona og hefur
m.a. sungið með Harkaliðinu sem
margir kannast við hér heima Eins
Framhald á bls. 34
Færeyskir gestir á Listahátíð. Frá vinstri: Eyðun Johannessen, Annika
Hoydal og Finnbogi Johannessen
Skyldurækni og verðleikar
tMYNDUNARVEIKIN
eftir Moliére.
Þýðing: Lárus Sigurbjörnsson.
Bundið mál: Tómas Guðmunds-
son.
TónlistrJón Þórarinsson.
Dansar: Ingibjörg Björnsdótt-
ir.
Leikmynd og búningar: Ali-
stair Powell.
Leikstjóri: Sveinn Einarsson.
ÞAÐ ER í mesta máta eðlilegt
að f Þjóðleikhúsinu séu öðru
hverju leikin klassísk verk.
Meðal þessara verka er ímynd-
unarveikin eftir Moliére, í senn
uppáhald atvinnuleikhúsa og á-
hugamannaleikflokka um ailan
heim.
Þótt þetta verk sé að mörgu
leyti úrelt eins og ádeiluverk
verða oft þegar fram líða stund-
ir er enn í því broddur sem
hittir í mark. Það á bæði við um
s'iúklinea og lækna.
En ímyndunarveikin er ekki
leikin vegna ádeilunnar, háðs-
ins sem átti svo vel við fyrir um
það bil þrjú hundruð árum,
heldur vegna þess að hún er
samin ^f manni sem kunni skil
á hinu leikræna og listrænt
gildi hennar varir. Að mínu viti
Lelkllst
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
hefur Sveini Einarssyni,
leikstjóra verksins, tekist að
gæða sýninguna þeim Iétta blæ
(stundum ýkjufullá) sem gerir
hana skemmtilega. Verkið er að
vísu nokkuð langdregið á köfl-
um, einkum framan af, en í því
eru sprettir sem engan láta ó-
snortinn. Það er sjálfsagt unnt
að setja Imyndunar,veikina upp
á þúsund vegu. Þó held ég að
gáskafull og litrík sýning Þjóð-
leikhússins eigi vel við. Það var
góð stemning í Þjóðleikhúsinr
það kvöld sem ég sá sýninguna.
Hvert rúm leiksins er vel
skipað kunnum iéikurum. Ramt
sætir snjöll túlkun Baldvins
Halldórssonar (Diafoirus lækn-
ir) mestum tíðindum. Samspil
þeirra Jóns Gunnarssonar
(Tómas, sonur hans) var
kátlegasta atriði sýningarinnar.
Herdís Þorvaldsdóttir
(Toinette vinnukona) Iék af
öryggi og festu. Sama mætti
segja um fleiri leikara.
Argan,hinn ímyndunarveika,
lék Bessi Bjarnason. Bessi hef
ur svo mikinn hljómgrunn hjá
leikhúsgestum að hann þarf
ekki annað en sýna sig til að
kliður fari um salinn. Þetta er
dálítið hættulegt vald og getur
freistað til ódýrra bragða. Ég
verð að viðurkenna að mér
þótti Bessi ekki nógu sannfær-
andi sjúklingur. Ef til vill
hefði mátt leggja meiri áherslu
á imyndunarveiki hans? Það
átti sannarlega betur við hann
að leika þann sem læknast
hafði af imyndunarveikinni.
Imyndunarveikin er eins og
fyrr sagði á sviði Þjóðleikhúss-
ins vegna skyldurækni við
gamla hefð og eigin verðleika.
Hún minnir okkur á hlut
Moliéres i leikbókmenntunum.
Siálfnr var hann leiknri. Ilann
varð fyrir áhrifum frá
Commedia d‘ell arte og þau á-
hrif eru rík enn í dag meðal
þeirra leikritahöfunda sem í
krafti skopsins fletta ofan af
samtfð sinni. Ég nefni aðeins
Dario Fo í því sambandi. Það
ætti að nægja.