Morgunblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JUNl 1976
3
íslenzkir hljóðfæraleikarar æfa fyrir fyrri kammertónleikana á listahátíð, sem
eru á Kjarvalsstöðum í kvöld. Þar er mjög fjölbreytt dagskrá, m.a. flutt tvö verk
eftir ísl. höfunda. Páll Pálsson stjórnar þarna flutningi á oktoetti eftir Stravinskv.
Aukin vörukaup frá
PORTÚGAL könnuð
KAUP íslendinga á vörum frá Portúgal hafa minnkað ár
frá ári í hlutfalli við það vörumagn, sem Portúgalir
kaupa af okkur íslendingum. Þannig var hlutfallið af
innflutningi til íslands af útflutningi til Portúgals árið
1973 9,5%, 1974 var hlutfallið 6,4, í fyrra 6,1% og fyrstu
fjóra mánuði ársins 1976 var hlutfallið aðeins 4,3%. Á
fyrstu fjórum mánuðum þessa árs seldu tslendingar
Portúgölum fyrir andvirði 1.353 milljóna króna, en
keyptu fyrir andvirði 58 milljóna króna.
Williams kemur
ekki — skarst á fingri
SKURÐUR inn að beini á
fingri kom í veg fyrir að gftar-
leikarinn frægi John Williams
gæti leikið á tslandi. Uppselt
var á tónleika hans í Háskóla-
bíói, á sunnudagskvöld, er
skeyti kom um að tneiðsli
kæmu í veg fyrir að hann gæti
komið. Verður listahátfð þvf að
endurgreiða miðana. nær eina
milljón króna.
Óhappið varð daginn áður en
gítarleikarinn átti að leggja af
stað til tslands. Holdið rifnaði á
fingri strengjaleikarans og
taugar sködduðust, svo hann
getur ekki leikið á hljóðfæri
sitt í bráð. Var á sunnudags-
morgun sent skeyti um að aft-
urkalla yrði tónleikana. og
þrátt fyrir yfirvinnubann í út-
varpinu, tókst að fá tilkynning-
una um það lesna.
Þórhallur Asgeirsson, ráðu-
neytisstjóri, sagði i viðtali við
Mbl. í gær, að á vegum ráðuneyt-
isins hefði farið fram sérstök at-
hugun á því, hvort unnt yrði að
auka innflutning á vörum frá
Portúgal. Hefðu mörg innflutn-
ingsfyrirtæki sýnt áhuga á mál-
inu, en aðalþröskuldurinn hefði
verið hinn efnahagslegi órói, sem
verið hefði i Portúgal undanfarin
misseri. Kvaðst Þórhallur vonast
til að unnt yrði að auka innkaup
frá Portúgal, þegar þar kæmist á
stjórnmálaleg ró.
Annars er það ekki einsdæmi, að
íslendingar kaupi minna af er-
lendum þjóðum en þeir selja til
viðkomandi landa. Skýrasta dæm-
ið eru Bandaríkin, en þaðan
keyptu tslendingar vörur á fyrstu
fjórum mánuðum þessa árs fyrir
1.825 milljónir króna, en við seld-
um á Bandarikjamarkaði vörur
fyrir 4.954 milljónir á sama tíma.
Kaup okkar af Bandaríkjamönn-
um eru því 36% af andvirði þess,
sem við seljum þeim þessa fjóra
mánuði ársins 1976.
Spilandi fjöl-
skylda á íslandi
FJÖLSKYLDA Michala Petri sat í gestaherberginu í
Norræna húsinu, er blaðamann bar þar að garði í
gær. En tríóið, sem kennt er við þessa 17 ára gömlu
stúlku, lék í Norræna húsinu í gærkvöldi og aftur í
kvöld. Þarna var móðirin Hanne Petri, sem leikur á
sembal, bróðirinn David, sem leikur á selló, og
faðirinn Gilegoman, sem er fararstjóri.
Michala Petri kvaðst hafa
byrjað að læra á blokkflautu
þegar hún var þriggja ára
gömul og hefur leikið á flautu
síðan, var farin að leika á
hljómleikum 10 ára. Nú eru
samin sérstaklega verk fyrir
blokkflautuna hennar í Evrópu
og í Japan, því þó blokkflautan
væri vinsæl á barroktímanum,
þá tók þverflautan við af henni
um langt skeið, og ekki fyrr en
nýlega sem blokkflautan fór
aftur að ná fyrra sessi. Móðirin,
Hanne Petri, er píanóleikari,
sem kvaðst hafa verið í námi
með Guðrúnu Kristinsdóttur í
Höfn og i Vín. En þegar tríóið
var stofnað 1969 og tók að leika
músik frá Barroktímanum
snéri hún sér að sembal. I upp-
hafi var Gunnar Kvaran með í
tríóinu og lék á selló og siðan
tók annar við. En eftir að
David, sem verið hafði nemandi
Gunnars Kvaran, varð fullorð-
inn, þá kom hann með í trióið,
svo nú er það fullskipað fjöl-
skyldunni.
Fjölskyldan kom um helgina
og kvaðst vera búin að fara til
Krýsuvíkur. Hún hefði óskað
eftir því i þetta sinn að fá að
skoða ófurlítið landið og þegar
stungið var upp á að tríóið léki
lika á Akureyri, var ákveðið að
fara þangað á laugardag og fá
tækifæri til að skoða sig um. Og
svo ætla þau að hlusta á Benny
Goodman á tónleikunum hans
hér.
Annars sagði Michala að þau
ferðuðust mikið um. Sjálf hætti
hún í skóla 11 ára gömul og
fékk einkakennslu, en David
bróðir hennar fær frí úr skólan-
um, er t.d. nú í prófum. sem
hann verður að fresta vegna
hljómleikaferðar til tslands.
Fjölskyldan var nýlega kom-
in úr tónleikaferð um Belgíu og
London, og eftir íslandsdvölina
standa fyrir dyrum nokkrir
hljómleikar i Danmörku og
síðan kemur sumarleyfið. Þá er
ætlunin að aka til Berlínar. Þó
alltaf sé verið á ferðalögum, er
aldrei tími til að skoða sig um
sagði Michala, og lítið hægt að
sjá annað en hótelherbergi og
hljómleikasali. Fram að hljóm-
leikum eru æfingar og undir-
búningur, rætt við blaðamenn
o.fl. og svo er þotið af stað
aftur. Svo fjölskyldan leggur
aftur land undir fót í sumar-
leyfinu. Island er undantekn-
ing, sögðu þau.
FERÐIR TIL GAGNS OG GLEÐI
MEÐ FERÐAMIÐSTÖÐINNIA8,28,33
Bretlandsferð
— brottför 11. júní. —
11 dagar
Ekið um marga fallegustu staði Eng-
lands og Skotlands og sögufrægar
slóðir skoðaðar Meðal viðkomu-
staða eru York, Bawtry Cambndge,
Wmdsor, Oxford, Shottery.
Stratford-on-Avon, Warwick,
Chester, Bowness-on-Wmdermere,
Carlisle, Gretna Green. Edinborg.
(Gististaðir eru með feitu letri )
Einnig dvalið 5 nætur I London þar
sem kostur gefst á skoðunarferðum
um borgina og nágrenm hennar
Flogið er til — og frá — Glasgow
íslenskur fararstjóri
Spyrjist fyrir um þessa sérstæðu
ferð
Alþjóðleg sportvörusýning
Köln
Hópferð
Brottför 25 september
photokino
World Fair of Photography
Hópferð
Brottför 9 september
Ódýru
Spánarferöirnar
Costa Blanca,
Benidorm.
Frankfurt
Alþjóðleg
bókasýning
Hópferð
Brottför 1 5.
september.
2ja og 3ja vikna ferðir
í allt sumar. Fjölskylduafsláttur,
íslensk hjúkrunarkona og barnfóstra.
Brottfarardagar:
14. júni nokkur sæti laus.
28. júni nokkur sæti laus.
1 9. júli nokkur sæti laus.
2. ágúst aukaferð
9. ágúst laus sæti.
1 6. ágúst
23. ágúst
30. ágúst.
6. sept.
1 3. sept.
20. sept.
aukaferð.
biðlisti
aukaferð
aukaferð
uppselt
laus sæti.
Odýrar Noröurlandaferöir í allt sumar. Seljum einnig farseöla með öllum
flugfélögum um allan lieim á sérstaklega hagkvæmum fargjöldum.