Morgunblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. jUNt 1976 45 VELVAKAIMIDI Velvakandi svarar í sima 10-100 kl 14—1 5, frá mánudegi til föstu- da&s # Blaðburður Hólmfríður Einarsdótlir skrifar: Þaö eru sumir sem rífast yfir öllu án þess þó að kynna sér málin frá fleiri en einu sjónar- miði. Þú kæri blaðlesandi sem skrifar í Velvakanda um blað- burðarfólk hinn 3. júní ert þvi miður einn af þeim. Þú hefur greinilega ekki kynnt þér reglur blaðanna nógu vel. Þegar ég byrjaði að bera út Morgunblaðið fékk ég smáblað með reglum sem ég átti að fara eftir og þar stóð greínilega að blöð skyldu vera komin til kaupanda fyrir klukkan hálf níu á virkum dögum og hálf tíu á sunnudögum. Þar stóð ekki að aðrar reglur giltu fyrir vetrar- tíma og sumartíma. Skýringin á því að blöðin koma fyrr til kaupanda á veturna er oftast sú að blaðburðarbörnin þurfa að mæta í skóla að morgni og þurfa þvi að vinna verk sitt fyrir þann tíma. Finnst þér nokkur ástæða að þau séu að vakna fyrr en nauðsynlegt er. Ef blöðin eru komin fyrir tilskilinn tíma get ég ekki séð annað en verkið sé vel leyst af hendi og finnst mér engin ástæða til að kvarta þó svo að þú og fleiri séu komnir í vinnu fyrir þann tíma. Ekki er það okkur að kenna eða hvað? ^ Þakkar kórsöng Jóhanna Kristinsdóttir í Keflavík skrifar: Það er kannski að bera i bakkafullan leikinn að skrifa um kór nú þegar allir kórar sýna getu sína eftir æfingavetur. Þó langar mig til að þakka „Skagfirzku söngsveitinni“ fyrir hennar fram- lag til sönglistarinnar þetta árið, og þá sérstaklega söngstjóranum, frú SnæbjörguSnæbjarnardóttur. Það er mjög sjaldgæft að sjá kvenstjórnanda, en einkar skemmtilegt, lagavalið gott og fellur mjög vel að eyrum hlust- enda. ’>arna voru frumflutt fjögur ísienzk lög, eitt eftir Eyþór Stefánsson og þrjú eftir frú Maríu Bryr.jólfsdóttur, skemmti- leg lög, sérstaklega þó „Lestin“, enda klappað upp. Eftir hlé gerðist svo undrið, þegar frú Snæbjörg stjórnaði kvennakór og söng einsöng í bráð- fallegum aríum Donnisettis. Þetta gera ekki margir söngstjórar, nema kannski Willy Buskowsky, þegar hann spilar einleik á fiðlu, jafnframt því að stjórna stórri sinfóníuhljómsveit. Þá var undir- leikur Ólafs Vignis Albertssonar frábær. Það voru þakklátir og ánæaðir, Og á sekúndubroti leit hún I auguGautier. Hann varp öndinni mæðulega, og hljóðlega tók hann byssuna upp úr vasa sfnum. Helen starði á hana. — Hún veit, sagði Gautier til skýringar við David. — Hún átti við Paul Derain. — Veiztu þá eitthvað? spurði David hana. — Þetta er að verða sjúklegt og ægilegt í senn. Já. ég veit allt. Þegar ég var ekki að stjórna sfma- viðgerðarmönnum héraðsins sat ég f kyrrð og ró í hílnum og hugsaði og ég komst að nokkrum lygilegum niðurstöðum. Þegar ég kom inn og sá andlit þitt, David, vissi ég að ég hafði á réttu að standa. Mér þvkir leitt að ég gerði þessa skyssu og lét hann finna að ég vissi. Kg er ekki nógu dugleg að leika þennan leik. — Mér skilst hann ætli að drepa okkur bæði. — Við skulum ráðast á hann, sagði Helen. — Hann getur ekki skotið okkur bæði í einu. væntingarfullar raddir þurfi að tala til þfn... en þvi miður allt of fáir áheyr- endur í Félagsbíói í Keflavík laugardaginn 29. mai. Óska ég Skagfirzku söngsveitinni til hamingju og vona að hún komi aftur til Keflavíkur og syngi fyrir fullu húsi. 0 Lék áttræður og stjórnaði Ur þvi minnzt er á listafólk, sem bæði stjórnar og flytur sjálft á tónleikum, má Velvakandi til með að geta um Iturbi gamla, sem í haust hélt upp á 80 ára afmæli sitt með tónleikum í Lincoln Center í New York og var heiðraður um leið af New York borg og þessari listamiðstöð. Þar stjórnaði hann sinfóníuhljóm- sveit og lék hvern píanókonsert- inn á fætur öðrum með henni um leið. Og ekki nóg með það. Hann upptendraðist svo af móttökun- um, að hann gaf hvert auka- númerið á fætur öðru á eftir og Iék þá hiklaust erfiðustu píanóverk. Geri aðrir betur um áttrætt. Og ekki nóg með það, hann virtist ekki hafa látið á sjá víð flutninginn á verkunum. % Ósnyrtilegt raðhús inn á milli Fossvogshúi skrifar: Ég bý í vesturhverfinu í F'ossvoginum, sem flestir voru fluttir í fyrir 1965. Ég er svo heppinn að búa með góðu fólki, þarsem allireru samstilltir umað gera umhverfið sem snyrtilegast og fallegast. En því miður sé ég að ekki eru allir svo heppnir. Á stöku stað má sjá í raðhúsum, að einn og einn íbúi fylgist ekki með. Þar má sjá eitt hús í húsa- lengju enn ómálað, eðá stundum i allt öðrum lit en hin húsin, og jafnvel getur að líta ófrágengið hús eða lóð inni í raðhúsalengju. Þetta hlýtur að vera mikil raun hinum, sem hafa lagt sig fram um að snyrta og fegra og ganga vel um, þvi raðhúsafölkíð er þarna háð hvert öðru. Það truflar jafn- vel okkur, sem göngum um hverfið og stingur í augun nú, eftir að hverfið er orðið svona fallegt. Er raunverulega ekkert sem getur skyldað þessa sérvitringa eða trassa til að taka tillit til annarra og ganga eins um? Skemmtileg og vönduð innrétting — hönnuð sérstaklega til að rúma sem mest. Algjörlega sjálfvirk afþýðing. PHILIPS KANN TÖKIN ATÆKNINNI HÖGNI HREKKVÍSI í--» SIG€A V/öGA £ 'í/LVtWU Orka ogöryggi VOLVO BM1240 Það, sem mælir með kaupum á Volvo BM1240 mokara, umfram aðrar gerðir, kemur aðallega fram í sparneytni, orku og aðlögunarhæfni. Þegar fjárfest er í tólf tonna mokara verður nýting og öryggi með veigamestu eiginleikum, sem taka verður með I reikninginn. Volvo BM1240 hefur áberandi kosti vinnuhæfni, svo sem: Stór hjól og mikla orku. eykur vinnuhæfni. örugga dieselvél með átaksauka Vel hannað og einangrað öryggishús og „Power shift“ gírkassa. tryggir þægindi stjórnanda. I.ipur skófluvirkni og brotkraftur Hafið samband við Jón Þ. Jónsson í Volvosalnum um nákvæmar tækniupplýsingar viðvíkjandi Volvo BM1240 — mokaranum mikla frá Volvo. VOLVO Suðurlandsbraut 16-Sími 35200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.