Morgunblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 45
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9, JÚNI 1976 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JUNl 1976 25 /■ Framararnir Sfmon Kristjánsson og J6n Pétursson með Ólaf Danívalsson á milli sln, en ekki verður annað séð en FH-ingurinn nái knettinum samt sem áður. „Markatvíbararnir verða að fylgjast að” — ÞAÐ var ekki erfitt að eiga við vörn Akurnesinganna i þessum leik, þeir léku gjörsamlega flata vörn, þannig að ekki var erfitt að spila í gegnum þá. Þeir voru hlægi- legir á timabili i seinni hálfteiknum og við hefðum átt að gera fleiri mörk i leiknum. Við vorum i búningsklefa Valsmanna að leiknum við ÍA loknum og þeir Guðmundur Þorbjörnsson og Atli Eðvaldsson mæltu það sem hér fyrir ofan er ritað. Báðir áttu þeir góðan leik, Guðmundur gerði tvö mörk og Atli átti góðan þátt í tilbúningi nokkurra marka liðs sins. Við spurðum Atla hvers vegna hann hefði ekki skotið sjálfur er hann gaf á Hermann og hann skoraði seinna mark sitt i leiknum og sjötta mark Valsmanna. — Maður verður að leyfa þeim að fylgjast að, „marktvíburunum" Guðmundi og Her- manni, sagði Atli og hló við. — í fullri alvöru þá var Hermann einfaldlega i betra marktækif æri en ág og þvi sjálfsagt að gefa á hann. Það segir sina sögu um vörn Skaga- manna i þessum leik að við vorum hvaðeftir annað 2—3 I dauðafærum á markteignum hjá þeim, sagði Atli. Leikgleðin skein af Valsmönnum meðan á leiknum stóð og i búningsklefanum var gleðin ekki minni. Youri llytchev þjálfari Valsliðsins var að vonum ángæður með leik sinna manna og við spurðum hann hvers vegna hann hefði skipt Sigurði Oagssyni út af fyrir Ólaf Magnússon undir lok leiksins. — Olafur stundar nám á Laugarvatni og getur því litið æft með okkur, sagði Youri. — Ég hef litið séð til hans siðan ág kom hingað i vor og vildi þvi nota tækifærið i þessum leik og prófa hann. Ég var hræddur um að hann yrði taugaóstyrkur ef hann þyrf ti að fara inn á i erfiðan leik seinna meir án þess að hafa fengið tækifæri til að koma inn á. Eftir þennan leik er ég þess fullviss að ég get fyllilega treyst honum. nú veit ég að ég hef tvo góða markmenn i Valsliðinu. sem ég get báðum fyllilega treyst sagði Youri llytchev að lokum. Ein af fáum sóknarlotum Skagamanna, sem kallast gat hættuleg Sigurður Dagsson ver skalla Jóns GunnlaugssOnar. Sjálfsmark á síðustu mínútu — og Fram hirti bœði stigin af FH — ÉG HENTI mér fram og ætlaði að skalla boltann í horn en það tókst ekki betur til en svo að ég sneiddi boltann framhjá Ómari og í markið. Þetta er fvrsta sjálfsmarkið sem ég geri og grátlegt að við skyldum tapa leiknum á því, sagði Viðar Halldórsson bakvörður FH, sem var svo óheppinn að skalla boltann í eigið mark á síðustu mínútu leiksins við Fram á sunnudaginn. Þetta mark dugði Fram til sigurs 2:1 og eftir gangi mála verður það að teljast heppnissigur. Jafntefli hefði verið réttlátara í þessum leik, sem engan veginn gat talizt stórbrotinn en inn á milli komu þó sæmilegir sprettir, sem gerðu leikinn þess virði að horfa á hann. Fr það meira en hægt er að segja um suma aðra leiki í deildinni. Sterkur austanvindur var þegar leikurinn hófst og léku FH-ingar undan vindinum í f.h. Vindurinn varð þeim þó að litlu gagni, alla vega voru það Framarar sem sáu um að sækja fyrsta hálftímann. Voru FH-ingarnir eitthvað utan- gátta til að byrja með. Það var ekki fyrr en einhver kallaði til þeirra inn á völlinn að ástæðu- laust væri að bera nokkra virð- ingu fyrir Frömurum, að þeir fóru að sýna klærnar. Kannski hefur sá hinn sami hitt naglannn á höfuðið? Framarar fengu sitt fyrsta tækifæri strax á 2. mínútu þegar þeir sóttu upp hægra meg- in. Boltinn barst fyrir til Péturs Ormslevs, sem hafði autt markið fyrir framan sig en Pétur hrein- lega „svaf“ og missti af færinu Þrjú næstu tækifæri féllu í skaul Rúnari Gíslasyni en tvisvar varði Ömar markvörður FH frá honum en einu sinni fór boltinn yfir. í það skiptið var Ómar i einni af sinum mörgu „skógarferðum" eins og Daninn kallar það og markið tómt. Fyrsta hættulega tækifæri FH kom ekki fyrr en á 35. mínútu. Þá lék Ólafur Danivalsson, sprækasti framlinumaður FH, laglega á Jón Pétursson, hljóp síðan með bolt- ann upp að endamörkum hægra megin og gaf fyrir en félagar hans fylgdu ekki nógu vel eftir og tæki- færið fór forgö'rðum. Rétt á eftir lék Ólafur á nokkra Framara Texti: Sigtrvggur Sigtryggsson. Mvnd: Ragnar Axelsson. vinstra megin, gaf síðan fyrir á Helga Ragnarsson, sem skaut framhjá af stuttu færi. En Helgi bætti um betur á 38. mínútu þeg- ar hann lék upp hægra megin og skaut snúningsbolta á markið. sem Árni hélt ekki. Boltinn barst út í teiginn, Leifur Helgason skaut að marki, boltinn fór í Ás- geir Elíasson, þaðan til Árna markvarðar, sem gat ekkj gert betur en hálfverja boltann og loks í höfuð Símoni bakverði, sem skallaði boltann upp undir þak- netið. En boltinn mun hafa verið kominn inn fyrir marklinuna þeg- ar Símon skallaði i hann, svo að þetta furðulega mark verður skráð á nafn Leifs Helgasonar. Sú breyting var gerð á liði Fram í hálfleik, að Marteinn Geirsson fór útaf enda orðinn draghaltur í f.h. Kom Eggert Steingrimsson inn i stað Marteins en Ásgeir Eliasson var gerður að miðverði. Voru þetta mistök af hálfu þjálfara Fram, því Ásgeir hafði verið langbeztur af miðju- mönnum Fram. Síðar var þessu breytt, Asgéir færður framar og fóru þá hlutirnir að ganga betur hjá liðinu. Framan af s.h. gekk boltinn mest um á miðjunni. Það var ekki fyrr en á 33. mínútu s.h. að fjör færðist í leikinn. Kæru- leysisleg sending til markvarðar var orsök þess að Fram fékk horn vinstra megin. Pétur Ormslev gaf boltann fyrir markið. Jón Péturs- son stökk upp og skallaði boltann inn í teiginn til Eggerts, sem skor- aði með fallegu skoti. Sigurmark- ið kom svo á 45. minútu s.h. I.ogi varamaður var þá einum of kæru- laus og lét Gunnar Guðniundsson hirða af sér boltann. Gunnar lék upp hægra megin. og gaf síðan góða sendingu inn í teiginn. Stefndi boltinn beint í fang Omars markvarðar þegar viðar kom á fullri ferð og hugðist skalla í horn. En margt fer öðruvísi en ætlað er og með þessu sjálfsmarki missti FH öruggt stig. I STUTTU MALI: Nýi grasvöllurinn i Laugardal, sunnudagur 7. júní. 1. deild. Fram —FH 2:1 (0:1 ). Mörk Fram: Eggert Steingrims- son 78. mínúta og Viðar Halldórs- son (sjálfsmark) 90. mínúta. Mark FH: Leifur Helgason 38. mínúta. Ahorfendur 520. Áminning: Engin. ,,ökkar innlegg í L istaháí í ðina'! - sagði Hermann Gunnarsson eftir að Valur hafði tekið íslandsmeistara Akraness í kennslustuntí og unnið þá 6:1 Mistök gáfu mörk Fyrsta mark leiksins kom á 17. mínútu leiksins eftir ljót mistök í vörn Skaga- Texti og myndir: Ágúst Jónsson, Sigtryggur tryggsson og Ragnar Axelsson. □ Listahátfð hófst í Reykjavík á föstudaginn með opnun sýningar austurrfska snillingsins Hundertwasser. ~] Á laugardaginn tóku Valsmenn lið íslandsmeistara Akraness í kennslustund f 1. deildinni f knattspyrnu og sigruðu þá með 6 mörkum gegn 1. ~| — Þetta er okkar innlegg til Listahátíðar, sagði Hermann Gunnarsson, einn snillinganna f Valsliðinu, að leiknum loknum. Hermann var á skotskónum í þessum leik og gerði tvö mörk og hefur nú skorað 90 mörk í 1. deildinni frá því að hann hóf að leika þar fyrir 13 árum. ~] Hermann er nú markahæstur í 1. deildinni ásamt félaga sínum Guðmundi Þorbjörnssyni, sem gerði einnig 2 mörk á laugardaginn, en báðir hafa þeir gert 6 mörk. Þeir Atli Eðvaldsson og Ingi Björn Albertsson fvrirliði Valsliðsins voru einnig á listanum yfir markaskorara f leiknum á laugardaginn. [] Fyrir Skagamenn skoraði Sigþór Ómarsson og bjargaði þannig núllinu, en hann lék þennan leik fyrir Matthfas Hallgrfmsson, sem var á heimleið frá Svfþjóð á sama tfma. Matthfas skrifaði þar undir hálfatvinnumannasamning eins og getið er um á öðrum stað f hlaðinu. [[] Ahorfendur að leiknum á laugardaginn voru 2150 og er það met f 1. deildinni í ár. Til að byrja með mátti ekki f milli greina í fvlgismönnum hvors liðs hevrðist meira, en f seinni hálfleiknum voru Valsmennirnir nær einráðir f stæðunum sem inni á vellinum. Það er orðið langt siðan Valsmenn hafa unnið svo stóran sigur sem í leikn- um á laugardaginn og sömuleiðis síðan lið IA hefur verið svo grátt leikið. Lengi framan af leiknum var jafnræði í leikn- um. Valsmenn kannski ívið sterkari, en Skagamenn ógnandi allan tímann. í seinni hálfleiknum náðu Valsmenn svo algjörum tökum á leiknum og röðuðu mörkunum. Urðu þau 4 í seinni hálfleik, en i leikhléi var staðan 2:1. Það sem fyrst og fremst gerði þennan mikla mun, sem hefði getað. orðið meiri ef öll dauðafæri Valsmanna hefðu endað með marki, var óöryggi varnarmanna ÍA. Þeir voru illa skipulagðir í leiknum og vissu greinilega aldrei hvar þeir höfðu leikmenn Valsliðsins. Miðjuleik- mennirnir börðust sæmilega í fyrri hálf- leiknum, en baráttan var ekki nóg í seinni hálfleiknum og Valsmennirnir spiluðu hreinlega í kringum þá. Fram- línumenn IA áttu aldrei möguleika, þeir fengu fáar sendingar til að vinna úr og var vel gætt „maður á mann“ af varnar- mönnum Vals. Hinu er svo ekki að neita að í þessum leik tókst nær allt hjá Valsliðinu, en lítið sem ekkert hjá liði ÍA. Hefðu bæði liðin leikið eins og þau bezt geta þá er hæpið að munurinn hefði orðið svo mikill, en sennilega hefði Valur samt unnið því Valsliðið er um þessar mundir betra en lið Skagamanna þegar það var upp á sitt bezta í fyrrasumar. Guðmundur Þorbjörnsson skorar fyrsta mark leiks Vals og IA og sitt fimmta mark f tslandsmótinu, Þröstur Stefánsson á ekki möguleika á að ná til knattarins. Sig- manna. Guðjón og Jón Áskelsson misstu báðir klaufalega af knettinum og siðan Guðmund Þorbjörnsson framhjá sér. Pilturinn sá hefur sýnt það í leikjum sínum í sumar að hann neitar ekki boði um að skora fái hann það og Davíð Kristjánsson átti litla möguleika á að verja skot Guðmundar í hornið nær rétt innan við vítateig. Skagamenn jöfnuðu fljótlega og var Sigþór Ómarsson þar að verki. Þröstur sendi háan bolta inn í vítateiginn og Sigþór náði að skalla aftur fyrir sig í markstöngina og hann fylgdi siðan vel eftir og mokaði knettinum inn fyrir lín- una. Sigurður Dagsson virtist hreinlega freðinn á marklínunni og gerði varla tilraun til að verja. Atli Eðvaldsson átti síðan síðasta orðið í fyrri hálfleiknum er hann skoraði ör- ugglega úr vftaspyrnu. Björn Lárusson hafði brotið á Albert Guðmundssyni inn- an vítateigs er Albert var að komast í markfæri eftir að hafa leikið á tvo varn- armenn. Bæði lið áttu tækifæri í fyrri hálfleiknum sem ekki nýttust, Björn Lárusson bjargaði t.d. á línu skalla frá Inga Birni og Skagamenn áttu sínar hættulegu sóknarlotur á tímabilinu milli þess sem Valur skoraði sín mörk. Markasúpa í seinni hálfleik Strax á 2. mínútu skoraði Ingi Björn gott mark eftir að hafa fengið góða send- ingu frá Hermanni innfyrir vörn Skaga- manna og skot hans fór f hliðarnetið og inn. Var þetta mark vísirinn að þeirri markasúpu, sem síðan varð f seinni hálf- leiknum. Ingi Björn þakkaði Hermanni fyrir sendinguna sem gaf þriðja mark Valsliðsins á 11. mínútu hálfleiksins er hann teiknaði fjórða mark Valsliðsins. Skaut Ingi í stöng af stuttu færi, þaðan hrökk knötturinn yfir í hina stöngina og síðan út til Hermanns sem afgreiddi knöttinn örugglega f netið, 4:1. Það sem næst gerðist markvert var að Pétur Pétursson átti skót í þverslá og yfir, en Valsmenn voru fljótir að snúa vörn i sókn og á 25. mínútu hálfleiksins kom fallegasta mark leiksins. Hermann Gunnarsson gaf góða sendingu fyrir markið frá vinstri og Guðmundur Þor- björnsson kom að á fullri ferð og sneiddi knöttinn snyrtilega í slá og inn. Síðasta mark leiksins og sjötta mark Vals Gerði Hermann Gunnarsson siðan fjórum mínútum síðar. Ingi Björn gaf á Atla Eðvaldsson sem var í góðu færi, Atli skaut þó ekki sjálfur heldur renndi knettinum á Hermann Gunnarsson, sem var í enn betra færi og átti ekki f erfið- leikum með að skora. 6:1. Eftir þetta áttu Valsmenn nokkur góð færi, en Davíð varði nokkrum sinnum mjög vel. I stuttu máli: Islandsmótið 1. deild, Laugardalsvöll- ur 5 júní. Valur — ÍA 6:1 (2:1) Mörk Vals: Guðmundur Þorbjörnsson á 17. og 70 mín., Hermann Gunnarsson á 56. og 74 mínútu, Atli Eðvaldsson á 38. mínútu og Ingi Björn Albertsson á 47. mínútu. Mark ÍA: Sigþór Ómarsson á 22. mín Áminning: Engin Ahorfendur: 2148 Barist um knöttinn I Keflavfk, Guðni Kjartansson, Ólafur Júlfusson, Lúðvfk Gunnarsson, Hinrik Þórhallsson og Heiðar Breiðfjörð. Með faUegum mörkum lögðu Btikamir ÍBK ÞRJÍI glæsileg mörk er það sem er helzt minnisstæðast frá leik Keflvíkinga og Breiðahliks í 1. deild, sem fram fór í Keflavík á laugardag. Eins og í kvæðinu hans Ómars um Lalla varamann, sem alltaf skaut efst í hægra hornið, fundu Blikarnir þar smugu til að skora, enda sá Þorsteinn markvörður við skotum þeirra, sem höfnuðu annars staðar. Keflavíkingar máttu að þessu sinni þola sitt annað tap á heima- velli, það sem af er mótinu og þeir áttu litla möguleika í þessum leik og máttu raunar þakka fyrir að hljóta ekki stærra tap. Það er langt síðan ég hef séð þá tefla fram slakara liði. Það voru helzt varnarmennirnir sem stóðu fyrir sínu, en þeir áttu lítið í miðjunni og framlínan var bitlaus. Blikarnir léku þennan leik ágætlega á köflum og börðust allan tímann. Uppskeran varð tvö mörk, sem hefðu gjarnan getað orðið fleiri eftir marktækifærum. Róleg byrjun: Leikurinn fór rólega af stað og lítið markvert gerðist fyrsta stundarfjórðunginn. Síðan fóru Blikarnir að sækja í sig veðrið og á 20. mín. var Ólafur Friðriksson í góðu færi eftir sendingu frá Heiðari Breiðfjörð, en Þorsteinn markvörður varði. Fjórum mín. siðar varði Þorsteinn vel skot frá Valdimar Valdimarssyni af löngu færi og litlu síðar bjargaði hann aftur skoti af suttu færi. Á 37. mín. munaði minnstu að Blikarnir tækju forystuna, er Hinrik Þórhallson komst frír inn- fyrir vörn ÍBK, en skot hans fór í stöngina. Rétt fyrir lok hálfleiksins fengu Keflvíkingar sitt hættulegasta tækifæri í hálfleiknum, er skot Ólafs Júlíussonar fór í Einar Þór- hallsson og breytti um stefnu, en Texti og myndir: Helgi Danfelsson Ólafi markverði tókst að bjarga í horn á síðustu stundu. Glæsileg mörk: Síðari hálfleikur var betur leikinn, sérstaklega þó af Blikun- um, sem að mestu höfðu undirtök- in leikinn út, ef frá eru taldar nokkrar mínútur um miðjan hálf- leikínn, er Keflvíkingar sóttu nokkuð. Fyrsta markið kom á 59. mín. og var það með fallegri mörkum sem sjást. Blikarnir sóttu og var Heiðar Breiðfjörð með knöttinn á vítateig án þess að pokkur hætta væri sjáanleg. Allt í einu skaut hann og hafnaði knötturinn efst í markhorninu, án þess að Þor- steinn ætti minnstu möguleika að verja. Og áfram sóttu Blikarnir og áttu bæði Ólafur Friðriksson og Gísli Sigurðsson góð skot, sem ekki hittu markið. Á 72. mín. var dæmd horn- spyrna á Blikana og fékk Guðni Kjartansson knöttinn vel á fótinn og sendi hann með hörkuskoti í netið. Eftir markið færðist kapp í Keflvíkinga, sem sóttu án þess tó' að skapa sér marktækifæri. Á 80. mín. náðu Blikarnir aftur forystunni með marki sem Einar Þórhallsson skoraði með skalla eftir aukaspyrnu. Hafnaði knötturinn efst í markhorninu, svo að segja á sama stað og þegar Heiðar skoraði. Rétt fyrir leikslok áttu Blikarnir enn tækifæri til að auka við markatöluna, er Hinrik Þór- hallsson komst einn innfyrir vörn Keflvíkinga. I stað þess að skjóta i hornið fjær, ætlaði hann að skjóta milli fóta Þorsteins, sem sá við slíku og varði. Lauk leiknum því með verð- skulduðum sigri Blikanna, sem nú hafa leikið þrjá Ieiki og hlotið þrjú stig, sem verður að teljast ágæt byrjun hjá nýliðunum. Þessi leikur hlýtur að vekja Kefl- vikinga til umhugsunar um lið sitt, sem varla hlýtur mörg stig ef ekki verður breyting á leik þess. Ágætur dómari í þessum leik var Rafn Hjaltalín frá Akureyri, en hann á það sammerkt með öðrum dómurum sem ég hef séð dæma í sumar að nota flautuna helzt til mikið. Mér finnst oft á tíðum helzt til mikil nákvæmni í þvi að finna staðinn, þar sem brot- ið var framið, sem gerir það að verkum, að þeir sem brjóta af sér hagnast á brotinu. í STUTTU MÁLI: 1. deild — Keflavíkurvöllur 5. júní IBK — UBK 1—2 (0—0) Mörkin: 59. mín. Heiðar Breiðfjörð UBK 72. mín. Guðni Kjartansson ÍBK 80. min. Einar Þórhallsson UBK Gul spjöld: Engin Dómari: Rafn Hjaltalín. , Viðhöfðum gfírburði’ GUÐNI Stefánsson formaður Knattspyrnudeildar Breiðabliks var að vonum ánægður er við hittum hann að loknum leik tBK og UBK. — Við höfðum yfirburðí í leiknum, sagði hann og mörkin hefðu getað orðið fleiri. Þá voru öll mörk leiksins mjög glæsileg. — Það er ekki hægt að segja annað, en að það hafi gengið eftir atvikum vel hjá okkur til þessa. Við töpuðum að vfsu fyrsta leiknum fyrir Val, en vorum óheppnir að tapa öðru stiginu til KR, þar sem við áttum að vinna þann leik. Nú í dag unnum við, þannig að við höfum hlotið þrjú stig eftir þrjá leiki. — Næstu leikir leggjast vel f mig og er ég viss um að við eigum eftir að ná stigi eða stigum að öllum þeim liðum, sem við eigum eftir að leika gegn. — Valur ber af, það sem af er mótinu og á ég von á að þeir sigri, en hvaða lið fellur vil ég engu spá um, öðru en þvf, að það verður ekki Breiðahlik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.