Morgunblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 41
21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JUNI 1976
Karl og Hannes
tœplega á ÓL
ALLT útlit er nú fyrir að
handknattleiksdómararnir
Karl Jóhannsson og
Hannes Þ. Sigurðsson
verði ekki á meðal þeirra
24 dómara sem dæma á
Ólympíuleikunum. Munu
hafa orðið mistök í þýðingu
skeytis á sínum tíma, þar
sem þeir voru beðnir að
vera tilbúnir hér á landi ef
eitthvað brygöi útaf hjá
hinum dómurunum á
síðustu stundu. Þegar
skeytið var fyrst þýtt hér
sagði þýðandinn að þeir
Hannes og Karl ættu að
fara til Montreal og vera
þar til taks.
Tveir handknattleiksdómarar
eru þó á förum vestur um haf,
þeir Karl Jóhannsson og Björn
Kristjánsson. Munu þeir dæma
þar m.a. leiki i móti því sem
íslenzka karlalandsliðið tekur
þátt í ásamt Bandarikjamönnum
og Kanada. Einnig dæma þeir
leiki í kvennakeppni liða frá
Japan, Bandarikjunnin og Afríku
um það hvert þessara liða fer á
Ólympiuleikana í Montreal.
SKÓRNIR HANS HERMANNS Gunnarssonar virðast í fljótu bragði ekki vera
neitt frábrugðnir öðrum knattspyrnuskóm. Einhver kraftur virðist þó fylgja þeim
og Hermann líefur nú skorað 6 mörk í 1. deildinni í ár og nálgast óðum 100 mörk í
1. deildinni samanlagt. Það er Hannes Þ. Sigurðsson línuvörður á leik Vals og I.V
sem þarna athugar skó Hermanns. Grímur, Vilhjálmur, Óttar og Kristinn fvlgjast
með, en Bergsveinn snýr baki í ljósmyndarann.
Veður var gott til keppni á laug-
ardaginn, en á sunnudaginn var
hins vegar erfiðara þar sem bæði
þoka og rok hrjáðu skíðamennina.
Þeir létu veðrið þó ekki aftra sér
en áttu með sér hörkukeppni i
knattspyrnu að mótinu loknu að
hefðbundnum sið. Sigruðu heima-
menn, en þó ekki fyrr en að lok-
inni vítaspyrnu.
Þeir stóðu sig bezt f stórsvigi Skarðsmótsins og á skíðamótum vetrarins
f heild, Arni Óðinsson, Sigurður Jónsson og Ilaukur Jóhannsson.
Skarðsmótið var um leið og það
var síðasta skíðamót keppnistíma-
bilsins nokkurs konar uppskeru-
hátíð og voru þeim einstaklingum
sem bezt stóðu sig á mótum vetr-
arins afhent sérstök verðlaun.
Steinunn Sæmundsdóttir sigraði i
kvennaflokki á undan þéim Mar-
gréti Baldvinsdóttur og Jórunni
Viggósdóttur, en hvorug þeirra
var meðal keppenda á Skarðsmót-
inu. I karlaflokki sigraði Haukur
Jóhannsson, Árni Oðinsson var
annar og Sigurður Jónsson i
þriðja sæti.
Helztu úrslit á Skarðsmótinu
urðu sem hér segir:
Stórsvig karla:
Sigurður Jónsson I 88.76
Haukur Jóhannsson Ak. 89.48
Arni Óðinsson Ak. 90.41
Karl Frimannsson Ak. 90.79
Tómas Leifsson Ak 90.80
Stórsvig kvenna:
Steinunn Sæmundsdóttir R 78.25
Aldís Arnardóttir Ak 88.48
Kristín Ulfsdóttir I 91.44
Svig karla:
Hafsteinn Sigurðsson I 84.51
Valþór Þorgeirsson UÍA 88.44
Ágúst Stefánsson S. 91.06
EinarV. Kristjánsson 194.28
Jónas Sigurhjörnsson Ak. 95.56
Svig kvenna:
Steinunn Sæmundsdóttir R 66.84
Aldís Arnardóttir Ak. 73.01
Kristin Ulfsdóttir I 97.85
Alpatvfkeppni karla:
Hafsteinn Sigurðsson I 17.9 stig
Ágúst Stefánsson S 136.38 stig
Jóhann Vilbergsson R. 189,91 stig
Alpatvfkeppni kvenna:
Steinunn Sæmundsdóttir 0.00 stig
Aldís Arnardóttir Ak. 121.62 stig.
Kristín Ulfsdóttir í 280.36 stig
Ganga 10 km.
Magnús Eiriksson Sigluf. 30.54
Guðjón Höskuldsson Í 33.21
Jónas Gunnlaugsson í 33.26
Þröstur Jóhannesson i 34.05
Páll Guðbjörnsson R 34.14
Toppliðin
í 2. deild
leika í kvöld
EINN leikur fer fram f 2. deild-
inni í knattspvrnu í kvöld er Ar-
mann og ÍBV mætast í Laugar-
dalnum. Samkva'mt leikjahók
hefst leikurinn klukkan 19 og
ætti að geta orðið um skemmtileg-
an leik að ræða, því þessi lið eru
efst og einu taplausu liðin í 2.
deildinni. Vestmanneyingar hafa
reyndar af sérlega glæsilegri
markatölu að státa, eða 13:0, og
verður að telja þá sigurstrang-
legri í leiknum í kvöld.
Sigurður Olafsson varð fyrstur islenzkra sundmanna til að ná
Ólympiulágmarkinu fyrir leikana í Montreal í sumar.
Sex íslandsmet í Caréiff
og ferseðill fyrir Signrð
á (Ílynipíiileikana í Montreal
SIGURÐUR Ólafsson náði Ólympíulágmarkinu f 200 metra skrið-
sundi f átta landa keppninni f sundi, sem fram fór í Cardiff f
Wales um helgina. Er Sigurður fyrsti tslendingurinn, sem nær
Ólympfulágmarkinu, en alls voru sett sex tslandsmet f keppn-
inni. Eins og búizt var við rak fslenzka liðið lestina f þessari
keppni, en Norðmenn sigruðu með glæsibrag og eru þeir að ná
upp mjög harðsnúnu liði sundmanna.
islandsmetin hjá sundfólkinu
komu i eftirtöldum greinum:
Sigurður Ólafsson setti islands-
met í 200 metra skriðsundi er
hann synti vegalengdina á
2:01.4, eldra metið átti hann
sjálfur og var það 2:02.9.
Ólympíulágmarkið í greininni
var 2:01.5, en í 400 metra skrið-
sundi er lágmarkið 4:17.0, en
Sigurður synti á 4:18.5. Er það
talsverð bæting á islandsmet-
inu, sem Sigurður átti sjálfur.
Bjarni Björnsson bætti
íslandsmetið í 200 m baksundi
er hann synti á 2:24,1, eldra
metið var 2:25.8. Þórunn
Alfreðsdóttir setti íslandsmet í
100 m flugsundi, synti á 1:10.0.
Þá er að geta tveggja
íslandsmeta Vilborgar Sverris-
dóttur úr Hafnarfirði, en hún
var af landsliðsfólkinu kosin
fyrirliði íslenzka hópsins áður
en haldið var utan. Vilborg
'setti fyrst met i 200 m skrið-
sundí er hún synti á 2:16.7 og
síðan í 400 m skriðsundi á
tímanum 4:46.7. Er Vilborg í
hópi þeirra sundmanna, sem
talsverða möguleika eiga á að
ná Ólympíulágmarkinu og mun
hún örugglega gera harða hrið
að lágmörkunum á islands-
mótinu, sem verður eftir hálfan
mánuö.
íslendingar urðu í neðsta
sæti í keppninni með aðeins 57
stig, en það er þó mun meira en
islenzka liðið hefur náð undan-
farin ár. Norðmenn sigruðu
með 217 stigum, síðan komu
Skotar með 158 stig, Spán-
verjar 153 stig, Belgar 151,
Walesbúar 148, Svisslendingar
138 og ísraelar fengu 88 stig.
Hvorki meira né minna en 36
landsmet voru sett á mótinu og
var norska sundfólkið þar
iðnast við kolann. Bezta sund-
kona mótsins var kosinn Lena
Jenssen frá Noregi, en þess er
að geta að Skotar gátu ekki
mætt með allt sitt bezta fólk til
mótsins.
í fréttaskeytum er ekki
minnzt á árangur islending-
anna, nema um met hafi verið
að ræða. í þremur af efstu
sætunum varð íslenzkur sund-
maður aðeins einu sinni,
Sigurður Ólafsson í 200 metra
skriðsundinu.
Steinunn í sérflokki stúlknanna
á Skarðsmótinu en piltarnir
deildu með sér verðlaununum
STEINUNN Sæmundsdóttir var í
sérflokki kvennanna, sem mættu
til leiks á Skarðsmóti á skíðum
sem fram fór í Siglufirði um helg-
ina. Sigraði Steinunn bæði í svigi
og stórsvigi og hafði yfirburði I
báðum greinunum. í stórsvigi
karla má segja að allt hafi farið
eftir bókinni þar sem Ólympíu-
fararnir Sigurður Haukur og arni
röðuðu sér í efstu sætin. 1 svigi
karla var það hins vegar sá
„gamli" kappi, Hafsteinn Sig-
urðsson, sem skaut þeim yngri
aftur fyrir sig og fékk fjórum
sekúndum betri tíma en næsti
maður, sem var Austfirðingurinn
Valþór Þorgeirsson. 1 sviginu
voru þeir ýmist dæmdir úr leik
eða urðu að hætta keppni Árni,
Tómas, Karl, Haukur og Sig-
urður. Ilafsteinn sigraði einnig í
alpatvíkeppni karla.
Þær röðuðu sér I efstu sætin á Skarðsmótinu, Kristfn Ulfsdóttir.
Steinunn Sæmundsdóttir og Aldfs Arnardóttir. (Ljósm. Kristinn
Steingrfmsson).