Morgunblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JUNI 1976 17 Öryggisstýri. Snúningshraðamælir. Klukka. Tveggja hraða rúðuþurrkur. Rafmagns- rúðusprauta. Góð miðstöð Upphitun afturrúða. Stillanleg framsæti. Framhjóladrif og hin fullkomna Citroen vökva- og gas-fjöðrun sem heldur sömu hæð frá jörðu óháð hleðslu. Þrjár hæðarstillingar gera akstur í snjó og hálku mjög öruggan. Sérlega rúmgóð 600 lítra farangursgeymsla. Aðalfundur V erkst jórafélagsins: Stjórnin var endurkjörin AÐALFUNDUR Verkstjórafélags Reykjavfkur var haldinn 13. maí, sl. í fundarsa! félagsins Skipholti 3. Á fundinum kom fram að starf- semi félagsins var gróskumikil á liðnu starfsári, og er fjárhagur félagsins með ágætum. Helstu viðfangsefni aðalfundarins voru auk almennra félagsmála, fræðslumál verkstjórastéttarinn- ar og var kosin sérstök fræðslu- nefnd á fundinum. Kosning stjórnar fór þannig að stjórnin var öll endurkjörin, en hana skipa: Haukur Guðjónsson formaður, Einar K. Gíslason rit- ari, Rútur Eggertsson gjaldkeri, Kristján Jónsson varaformaður og Guðlaugur Jakobsson vara- gjaldkeri. Miklar umræður voru á fund- inum um nýgerða kjarasamninga við vinnuveitendur. Verkstjórafé- lag Reykjavíkur hefur undanfar- in ár leigt félögum sumarhús sitt við Skorradalsvatn. í sumar tekur félagið í notkun nýtt sumarhús að Borgarholti í Stokkseyrarhrepp. Félagsmenn eru nú 524, segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Eyjólfur J. Eyfells listmálari nírœður Hljóðlát loftkæld vél (enginn frostlögur) með yfirliggjandi knastásum, tvöfalt bremsukerfi með diskabremsum á öllum hjólum einnig viðvörunarljós, sem segir til um slit á bremsuborðum. Þó það séu sem betur fer marg- ir sem ná því að verða níutíu ára, ery þeir snöggtum færri sem ná þeim aldri og stunda enn sitt skapa'ndi starf. Eyjólfur J. EyfellSn listmálari, sem varð ní- ræður þann 6. júní s.l., töfrar á vinnustofU. sinni dag hvern fram fegurð íslenskrar náttúru með þeirri leiknisog þeirri alúð, sem einkennir meistara listarinnar. Eyjólfur er fæddur þann 6. júní 1886 að Seljalandsseli undir Eyja- fjöllum, sonur Jóns bónda Sigurðssonar og Guðríðar Eyjólfs- dóttur. Yndi Eyjólfs af því að teikna kom strax i ljós í bernsku og hann hóf snemma að gera mál- verk af bæjum og landslagi í Fló- anum, en þar bjó hann mestmegn- is fram undir 22 ára aldur. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur var hann þrjú ár í teikniskóla Stefáns Eiríkssonar og síðar, vet- urinn 1923 til 1924, við framhalds- nám hjá prófessor E.O. Simonson- Castelli við listaháskólann í Dresden. Á sinni löngu starfsævi hefur Eyjólfur málað þúsundir mál- verka og þó að til séu eftir hann forkunnarfagrar andlitsmyndir þá hefur Eyjólfur nær eingöngu helgað sig því verkefni að festa á léreft fegurð og tign íslenskrar náttúru. Sem sannur náttúruunn- andi og natúralisti stefnir Eyjólf- ur að því I list sinni að endur- skapa í málverkum sínum skilvís- lega þau hughrif sem fyrirmynd- in vekur. Til þess að festa á flöt tilraunaaðferð er beitt. Einnig kom snemma í ljós að Eyjólfur hafði huglæknishæfileika og þó að hljótt færi um þá gáfu hans nutu ýmsir vinir og vandamenn hans góðs þar af. Slíkir hæfileikar eru hjá Eyjólfi samofnir heim- spekilegum trúarlegum áhuga- málum og á grundvelli hans eigin andlegu reynslu mótaðist sú inn- sýn inn í eðli lífsins, sem gerir hverja samverustund með hon- um svo djúpa og lærdómsrika. Samskipti min við þig, Eyjólfur, hafa gert mig að betri manni og fegurðin sem þú tjáir í myndum þínum hefur ómælanlega auðgað hinn íslenska menningarheim. Eg veit að þær þúsundir tslendinga sem þekkja þig og verk þín hugsa til þin með hlýjum þakklætishug og sameinast um að senda þér hjartans bestu kveðjur og hamingjuóskir í tilefni af níræðis- afmælinu. Lifðu heill. Geir V. Vilhjálmsson. 1920 skýrslum, oft vottfestum, um þennan hæfileika Eyjólfs og gerði með honum athyglisverðar til- raunir i hlutskyggni, sennilega fyrstu athuganir íslenskra vis- indamanna á þessu sviði þar sem þá mynd af landslagi sem augað sér þarf mikla kunnáttu og næmt handbragð, en meira kemur til, háþróuð skynjun, og það sem ger- ir myndir Eyjólfs oft svo hrífandi er hið djúpa innsæi og hin sterku tegsl við náttúruna sem hann skynjar og sem myndir hans bera vott um. Það er samt meira en málara- snilldin, sem gerir Eyjólf Eyfells markverðan í mínum augum. Hann er einn sá heilsteyptasti og skýrasti maður sem ég hef kynnst, fullur af góðvild og mann- kærleik, dugmikill, minnugur og fróður, mikilhæfur fulltrúi þeirra íslendinga sem í gegnum ald- anna rás hafa kunnað að skapa og viðhalda því sem kallað hefur ver- ið gott mannlíf. Eiginkona Eyjólfs, Ingibjörg Einarsdóttir Eyfells, sú fjölhæfa gáfukona, ; hér mikinn hlut að máli og ei heimili þeirra rómað fyrir gest risni og rausnarskap, ávallt i þjóð braut hinna mörgu ættingja of vina þessara ágætishjóna. Þegar í bernsku kom í ljós að Eyjólfur var berdreyminn og er hann komst á fullorðins ár komu i ljós miklir skyggnihæfileikar. Safnaði prófessor Guðmundur Finnbogason á árunum 1919 og ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU .MGLYSINíiA- SÍMINN KR: 22480 Verðtilboð: GS 1220 Fólksb. 1.720.000,- GS 1 220 Station 1.81 5.000 - Vel formaðar ytri línur, sem veita lágmarks loft-mótstöðu og litla bensíneyðslu. G/obusf LÁGMÚLI5, SÍMI81555 CITROEN ALLTAF A UNDAN CITROÉNAGS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.