Morgunblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JUNÍ 1976 41 fclk í fréttum Hrak- falla- bálkur „ Gulur, rauður, grœnn og blár...” + „Ef ég ætla I partý eða á diskðtek mála ég mig aðeins lítilsháttar en þegar við kom- um fram á sviðinu grfpum við til strfðsmálningarinnar. Það gerir hlutina litrfkari og skemmtilegri.“ Þannig segist honum frá, gftaristanum í hljómsveitinni Kiss, sem nú nýtur mikilla vin- sælda f Bandarfkjunum. „Mörgu eldra fðlki býður við framkomu okkar á sviðinu en við höfðum bara til unga fólksins sem er miklu opnara fyrir því sem óvenjulegt er. Það er ekkert óeðlilegt við það að karlmenn máli sig. Stúlkur t.d. skipta ekki um kyn þó að þær gangi f sfðum buxum.“ + Tuttugu og fimm ára gamall Englendingur, Gilbert Evans að nafni, er enginn venjulegur hrakfallabálkur. A dögunum þegar hann var á leið vfir ársprænu á 17 ára giimlum bíl sfnum drap bfllinn á sér þar sem vatnið var dýpst og vildi með engu móti f gang aftur. Fullur beizkju út í skrjóðinn sem gert hafði honum marga skráveifuna hellti hann bensfni yfir hann og bar eld að. Ekki vildi þó betur til en svo, að eldurinn læsti sig f fötin hans Evans svo að hann varð að baða sig upp úr ánni til að slökkva eldinn. Gegnvotur og illa til reika leitaði hann skjóls í kofa á árbakkanum, og vegna þess að lokað hafði verið fyrir gasið kveikti hann bál á svefnher- bergisgólfinu — með þeim af- leiðingum að kofinn brann til kaldra kola. Nú hefur Evans verið dæmdur í 30.000 kr. sekt og skilorðsbundið fangelsi í tvö ár. Auk þess verður hann að sæta geðrannsókn. Ekki mánú mikUL. + Það reyndi á þolrifin í Lindu McCartney þegar maðurinn hennar, Paul McCartney. virtist gleyma bæði stund og stað og gerði ekki annað en að tala við þá frægu ekkju, Jackie Kennedy Onassis, f veizlu sem þau hjónin voru viðstödd. Að lokum stóðst Linda ekki mátið og rauk út í fússi. Nánir vinir þeirra hjóna segja þó að þetta jafni sig allt á milli þeirra. Um Jackie er það aftur að segja að ekki er um annað meira talað en ástir hennar og banka- mannsins Skip Stein, sem reyndar var viðstaddur veizluna og hélt f hönd Jackie meðan hún talaði við McCartney. + Nýskipaður sendiherra Japans, hr. Eiji Tokura, afhenti 1. júnf sl. forseta íslands trúnaðarbréf sitt að við- stöddum Vilhjálmi Hjálmars- syni menntamálaráðherra sem gegndi störfum utanrfkisráð- herra í fjarveru Einars Agústs- sonar. Sfðdegis þá sendiherrann boð forseta tslands að Bessastöðum ásamt nokkrum fleiri gestum. Sendiherrann hefur aðsetur í Stokkhólmi. Þvottavinda Vil kaupa þvottavindu (ca. 10 — 20 kg.) fyrir þvottahús. Upplýsingar í síma 31380. LYSTADÚN SVAMPUR Vió skerum hann i hvaða form sem er. Þ.á.m. dýnur i tjöld* hjólhýsi.tjaldvagna og sumarbústaði. Tilbúnar, og eftir máli. Við klæðum þær, eóa þú. Þú ræóur. *ísta<3 vindsænganna, sællar minningar LYSTADÚN - DUGGUVOGI 8 - SÍMI 8 46 55 4 EIK3 5 EIK RUSTICAL 6 MERBAU 7 ACACIA 8 PANGA PANGAj^ f 9 BELINGA 10 fura ;; u 11 IROKO/KAMBALA pmeti á gólfió - hvaó annaó? OKKAR BOÐ - YKKAR STOÐ réttingaval I Surtdoborg - Reykjavík - Stiwí 64660 m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.