Morgunblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 38
46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JUNI 1976
Fundur Samtaka ríkja Ameríku:
Chile-stjórn sök-
uð um að virða
ekki mannréttindi
Santiago — 8. júní
Reuter — AP.
Á FUNDI Samtaka ríkja
Ameríku (OAS), sem nú stendur
f Santiago, höfuðborg Chile, er
útlit fyrir, að mannréttindamál
Chile verði aðalumræðuefnið.
Sérstök mannréttindanefnd sem
starfar að staðaldri á vegum sam-
takanna hefur dreift skýrslu þar
sem Chile-stjórn er sökuð um
margvíslegar ávirðingar í þessu
efni, svo sem pyntingar, ofsóknir
og gerræðislegar handtökur.
Nokkrum klukkustundum áður
en fundur samtakanna átti að
hefjast á mánudaginn lýsti
Augusto Pinoehet, forseti Chile,
þvf yfir, að 60 fangar hefðu verið
látnir lausir, en f sfðasta mánuði
sleppti stjórnin 305 föngum. Hef-
ur Chilestjórn vfsað ásökunum
mannréttindanefndar samtak-
anna á bug, og segir þær reistar á
fölsunum ófyrirleitinna eða illa
upplýstra manna.
í skýrslu mannréttindanefndar-
innar segir, að tilslakanir Chile-
stjórnarinnar í meðferð fanga að
undanförnu virðist fremur í ætt
við áróður, en að þeim sé ætlað að
vera raunhæfar aðgerðir í þágu
mannréttinda.
Henry Kissinger, utanríkisráð-
nerra Bandaríkjanna, situr fund-
inn í Santiago. Hann mun dveljast
í borginni í þrjá daga, og er búizt
við, að hann muni eiga viðræður
við Chile-stjórn í því skyni m.a. að
þrýsta á um aukin mannréttindi í
landinu.
S.l. mánudag lýsti Kissinger því
yfir á fundi með fréttamönnum
að hann mundi leggja tillögur um
aukin mannréttindi fyrir fund-
inn. Um leið lýsti hann því yfir,
að Bandaríkin mundu snúast til
varnar ríkjum Suður-Ameríku ef
um íhlutun Kúbumanna í málefni
þeirra yrði að ræða. Tók ráðherr-
ann sérstaklega fram á fundinum,
að Bandaríkin mundu ekki horfa
aðgerðarlaus á hegðun eins og þá,
sem Kúbumenn sýndu í Angóla.
Á fundi, sem Kissinger sat í
Santo Domingo í Dóminikanska
lýðveldinu á leið sinni til fundar-
ins í Chile, lagði hann ríka
áherzlu á mikilvægi þess, að
mannréttindi yrðu virt í ríkjum
Ameríku. Sagði hann, að mis-
brestur á því f þessum heims-
hluta, þar sem réttindi einstakl-
ingsins hefðu gegnt svo veiga-
miklu hlutverki, sem raun bæri
vitni, gæfi til kynna, að mannrétt-
indi væru í hættu hvarvetna í
veröldinni.
Þetta er í annað skipti á fjórum
mánuðum, sem Kissinger ferðast
um riki Suður-Ameríku.
Myndin sýnir skarðið f stfflunni f Trton ánni (til vinstri á myndinni).
Stíflan brast 35 þús-
und heimilislausir
Idaho Falls, Bandaríkjunum,
8. júní — AP, Reuter
SKARÐ rofnaði f stfflugerð f
Teton-ánni f Idaho á laugardag,
og féll flóðbylgja niður eftir ánni,
sem sópaði burtu öllu, sem á vegi
hennar varð.
Vitað er að sex manns hafa far-
izt f flóðinu, 80 slasazt og 135 er
saknað. Eignatjón er mjög mikið.
Þegar skarðið kom f stíflugarð-
inn var þegar hafizt handa að
flytja á brott íbúa á flatlendi við
ána. Einna verst úti varð bærinn
Rexburg, og sagði talsmaður
björgunarliðsins þar, að 35 stór
hljólhýsi hefðu horfið í elginn, en
verið væri að leita fólks í eftir-
standandi húsum. Mörg hús flutu
af undirstöðum sínum, og dauður
búfénaður lá eins og hráviði um
flatlendið.
Unnið er að því að koma upp
bráðabirgðahúsnæði fyrir þá sem
misst hafa heimili sín, en áætlað
er að það séu um 35 þúsund
manns. Þá er beðið eftir að sjatni
í ánni, svo unnt sé að leita i braki
og strönduðum trjádrumbum að
lifendum og látnum.
Eignatjón er talið nema hundr-
uðum milljónum dollara, og hefur
Gerald Ford forseti heitið rifleg-
um fjárstuðningi hins opinbera
við uppbyggingu á flóðasvæðinu.
Stíflan, sem skarðið kom í, er
um 100 metra há, og nærri kíló-
metra breið. Var hún ekki alveg
fullgerð.
79 þúsund erlendir
ferðamenn hingað 1975
A ÁRINU 1975 var heildarfjöldi
erlendra ferðamanna sem kom til
landsins 79.006 einstaklingar,
segir í frétt frá Ferðamálaráði.
Happdrætti
SVFÍ
DREGIÐ hefur verið í Happ-
drætti Slysavarnafélags Islands
og komu vinningar á eftirtalin
númer: Mazda 818 Station 1976
kom á miða nr. 16468, sólarlanda-
ferðir fyrir tvo eftir vali til ítaliu
eða Spánar komu á miða nr.
46724, 10036, 07312 og 45560.
Tölvur komu á nr. 11129 og 32792,
útigrill á miða nr. 36643 og 48153
og Bosch-borvélar á nr. 23338,
00424 og 10028. Vinninga er hægt
að vitja á skrifstofu SVFl á
Grandagarði 14 en upplýsingar
eru veittar í sima 27000. Slysa-
varnafélagið hefur beðið blaðið
að koma á framfæri þakklæti til
allra þeirra, sem liðsinntu félag-
inu við þessa þýðingarmiklu fjár-
öflun til styrktar slysavarna- og
björgunarstarfinu.
ALVARLEGT umferðarslys varð
á laugardag sl. við Höfðahóla á
Höfðaströnd. Fólksbifreið var þar
á ferð'á leið til Siglufjarðar en
lenti ( lausamöl svo að ökumaður
missti stjórn á bifreiðinni. Enda-
stakkst hún fram af veginum, valt
Sambærilegur fjöldi á árinu 1974
var 74.214 einstaklingar, en það
er fjölgun á milli ára sem nemur
4.792 einstaklingum eða 6.5%. Af
heildarfjölda ferðamanna komu
71.068 eða 90% með flugvélum.
Með bflferjunni Smyrli komu til
landsins 608 erl. ferðamenn eða
0.8% af heildarfjöldanum. Með
16 ferðum skemmtiferðaskipa,
sem höfðu hér skamma viðdvöl,
komu 7.330 erl. ferðamenn eða
9.3% af heild.
Flestir hinna erl. ferðamanna
komu frá Bandaríkjunum, en þeir
voru 25.053 eða 31.7% af heild.
Næstir að höfðatölu voru Vestur-
Þjóðverjar 7.877 eða 10,0% af
heild. Danir voru 6.665 eða 8,4%
af heildarfjöldanum.-Svíar voru
5.751 eða 7,3% af heildinni, en
Englendingar voru 5.649 eða
7,1% af heild. Áberandi er hve
norrænum ferðamönnum fjölgar
árlega, en á árinu 1975 voru þeir
samtals 18.967 eða 24,0% af heild-
arfjölda erl. ferðamanna það ár.
Af heildarfjölda erl. ferðamanna
á árinu 1975 komu 51.893 eða
65,7% frá byrjun maímánaðar til
loka ágústmánaðar.
og gjöreyðilagðist. Þrennt var í
bifreiðinni — ungur piltur scm
ók og tvær stúlkur. Slösuðust
stúlkurnar alvarlega og voru flutt-
ar f sjúkrahúsið á Sauðárkróki.
Reyndist önnur þeirra höfuð-
kúpubrotin.
Beinar og óbeinar tekjur vegna
hinna erl. ferðamanna, sem komu
til landsins á árinu 1975, námu
samkv. upplýsingum frá Hagdeild
Seðlabanka Islands 3 milljörðum
og 10 milljónum ísl. kr. Sambæri-
leg upphæð á árinu 1974 var kr.
2.372.500.000,00. Þannig varð
aukning á milli áranna sem nem-
ur kr. 637.500.000,00. eða 26,9%.
Hryggbrotnaði
í bílveltu
SUNNUDAGSKVÖLDIÐ varð bíl-
slys nálægt Felli f Kjós. Bronco-
jeppi valt útaf veginum, og slös-
uðust tveir menn sem I honum
voru, en einn slapp ómeiddur.
Mennirnir þrír eru allir útlend-
ingar, mennirnir tveir, sem slös-
uðust eru bandarískir varnarliðs-
menn en þriðji maðurinn er Þjóð-
verji. Annar Bandaríkjamann-
anna hryggbrotnaði en hinn axl-
arbrotnaði. Sá hinn síðastnefndi
ók bílnum, en mun ekki hafa haft
til þess réttindi.
Þá varð 4ra ára barn fyrir bif-
reið á Sauðárkróki á laugardag,
og varð að flytja það í sjúkrahús.
Reyndist það hafa lærbrotnað og
skrámazt f andliti.
Á MORGUN, fimmtudaginn 10.
júní, verður Hjalti Gestsson frá
Hæli, framkvæmdastjóri Búnað-
arsambands Suðurlands, sextug-
ur. Hann tekur á móti gestum i
félagsheimilinu Árnesi, Gnúp-
verjahreppi, milli kl. 4 og 7 sið-
degis á afmælisdaginn.
— Mikið
mannfall
Framhald af bls. 1
ganga frá itarlegri friðaráætlun,
sem samin yrði af fulltrúum
Alsírs, Libýu, Sýrlands, Líbanons
og PLO. 1 áætluninni er gert ráð
fyrir að Sýrlandsher dragi sig til
baka til Bekaadals í A-Líbanon og
að PLO láti í staðinn lausa leið-
toga Saiqa og aðra foringja
hlynnta Sýrlandi, sem handteknir
voru á sunnudag og sfðan muni
fulltrúar fyrrnefndra aðila vinna
að lausn allra deiluatriða hinna
striðandi afla.
Fundur utanríkisráðherra
Arababandalagsríkjanna hófst í
Kaíró I kvöld, en hann var kallað-
ur til að fjalla um hið alvarlega
ástand í Líbanon.
— EBE
Framhald af bls. 1
um nefndarinnar er gert ráð
fyrir að hvert land fái að halda
12 mílna fiskveiðilögsögu, en
síðan verði aflakvótum út-
hlutað á öðrum svæðum. Segir
nefndin, að Bretum muni bætt
upp neitun 50 mílnanna með
stærri aflakvótum en öðrum
þjóðum. Er gert ráð fyrir að
kvótar þessir verði ákveðnir í
upphafi hvers árs.
Þá skýrði talsmac r banda-
rísku hafrannsókns .ofnunar-
innar við Washingtonháskóla í
Seattlefylki frá því í dag að
Búlgariustjórn hefði tekið að
senda skip til veiða á Kyrrahafi
þrátt fyrfr að slik útgerð
borgaði sig alls ekki fjárhags-
lega til þess eins að tryggja sér
hefð, er til samninga kemur um
veiðar innan 200 mílna Banda-
ríkjanna, en skv. bandarísku
200 mílna lögunum mega þjóð-
ir, sem veitt hafa undan Banda-
ríkjaströndum fyrir útfærsl-
una, stunda veiðar innan 200
mílnanna geti bandarískir
fiskimenn ekki nýtt stofnana. 2
búlgarskir togarar eru nú að
veiðum undan Kyrrahafsströnd
Bandafíkjanna og eru það
fyrstu togarar frá því landi,
sem vitað er að þar hafi
stundað veiðar. Þá hafa einnig
sézt þarna pólskir og a-þýzkir
togarar.
— Carter
og Ford
Framhald af bls. 1
um 67 fulltrúa repúblikana og
108 demókrata, í Ohio um 97
repúblikana og 152 demókrata.
Talið var vfst að Ford bæri
sigur úr býtum í New Jersey
og Ohio og Jimmy Carter í hópi
demókrata, en Reagan hafði
forskot í Kaliforníu og Jerry
Brown ríkisstjóri var talinn
öruggur sigurvegari yfir
Jimmy Carter, Morris Udall og
Frank Church hjá demókröt-
Alvarlegt umferðar-
slys á Höfðaströnd