Morgunblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JUNÍ 1976 Tónllst Á LÍSTAHÁ TÍÐ eftir JÓN ÁSGEIRSSON Sœnsk Afríka FYRIR nokkrum árum var und- irritaður viðstaddur tónleika i Munck-safninu I Ósló, þar sem nokkur ungmenni léku á ýmis sérkennileg hljóðfæri af afrlsk- um uppruna. Tónlistin var að mestu samin á staðnum og byggð á þrástefjum (ostinato), sem eru smástef, endurtekin á sama stað, að mestu án breyt- inga. Tónleikar þessir vöktu mikla athygli og umræðu hjá tónskáldum, hvað hér væri að gerast og framtíð þeirra hug- mynda, að lausnin úr listrænni sjálfheldu nútímans væri end urhvarf til frumstæðra tónhug- mynda. Stirðnað tónleikaform, þar sem spariklæddur og hlut laus áheyrandinn hlýðir á „út- spekuleraðan" leik langskóla- gengins snillings á 100 til 200 ára gömlum tónverkum, er að mati þessa fólks dauð og dáð- laus listneyzla. Boðskapur þessa fólks er, að hljóðfæri séu þroskaleikföng og þegar tónlist hætti að vera hluti hins daglega leiks, sé hún fölsk og ósönn í eðli sínu. Carl Orff gerði fyrir 50 árum tilraunir með einföld ásláttarhljóðfæri, sem börn gætu leikið á, án undangeng- innar þjálfunar og vöktu kennsluaðferðir hans mikla at- hygli. Nú hefur þessi ásláttar- leikur fengið á sig nýja mynd og eru hugmyndir að gerð hljóðfæra og tónstefja sóttar til Afríku og þær kryddaðar með þjóðlegu ívafi og alls konar „poppstælum". Á tónleikum Gunnars Walkare og félaga, en tveir þeirra voru með „grúpp- unni“, er kom fram í Ósló, sem fyrr var getið, gat að heyra skemmtilega og einfalda tón- list, leikna á hljóðfæri, sem að þvi er virðist allir,geti spilað á. Þeir léku bæði hljóðfæratónlist og fluttu auk þess ýmiss konar söngva. Þessi tónlist er af sömu ætt og tónlist finu og lærðu tónskálda nútimans, en án þeirrar innpökkunar, sem þró- að neyzlusamfélag leggur áherzlu á. Þarna gat að heyra ungt fólk leika sér og bjóða öðrum að leika sér með, án þess að þykjast standa hlustendun- um framar, eða vera þeim ein- hver fyrirmynd snilldar. Hvað sem liður listgildi, sem oft er ekki reiknað eftir öðru en per- sónulegri aðstöðu og áhrifum höfundar eða sölumöguleikum, cr víst að í leik Gunnars og félaga var ósvikin leikgleði. Mitt I þessum ásláttarleik tóku tveir félaganna fram venjulega fiðlu og nyckehörpu, sem er skyld miðalda hljóðfærinu Hurdy-gurdy, og léku tvö göm- ul sænsk danslög. Að því loknu lék öll „grúppan" sænskt al- þýðulag, einn á þessa gömlu nyckehörpu og hinir á afrísku hljóðfærin, lag sem að formi minnir á vikivaka og var þessi sænsk-afríska uppfærsla á lag- inu mjög skemmtileg. il A Dí2M%SnL ' V z. i ■ <• ■ } . 1 m Áœm Tónsmiðja EITT af skemmtilegustu uppá- tækjum á listahátiðinni I ár er án efa tónsmiðja Gunnars Walkare Þama fær fólk, fullorðiS og böm að leika sér við smíði alls konar hljóðfæra og leika á þau að vild. Að hljóðfæri séu þroskaleikfóng og smiði þeirra sé hugsanleg án mikillar tækniþekkingar er i hróp- andi mótsögn við „predikun" menningarpostula, að iðkun tón- listar útheimti margra ára þjálfun og gildi hljóðfæra skuli mælt eftir „antik" sjónarmiðum i sömu verð- flokkum og „límósín" eða „katilakk" glæsibif reiðir. Þessi finheita sjónarmið hafa, þvi miður, átt sinn þátt i að fæla almenning frá heilbrigðri iðkun tónlistar og um leið einangrað æðri tónlist. Einföld tónlist er í eðli sinu ekki fráburgðin þeirri flóknu. og eðlilegast er, að fólk njóti og hafi um hönd hvoratveggja Æðri list er sprottin upp úr jarðvegi alþýðulistar og á lif sinn undir þörf manna fyrir fegurð og að geta tjáð tilfinningar sinar á annan hátt en með orðum og athöfnum eingöngu. Það var mjög skemmtilegt og um leið óvenjulegt að sjá unga og gamla leika sér við og smiða hljóðfæri á Kjarvalsstöðum. Væri óskandi að þessum þætti listahátíðar væri ætlaður lengri timi en nú stendur til. Sérstaklega ættu tónmennta kennarar að gefa þessari starfsemi gaum, enda stunda sumir smiðju menn einmitt þá atvinnu heima- fyrir. Þá væri ekki úr vegi ef Tón- menntakennarafélag íslands fengi smiðjumenn til að halda þeim smá námskeið i þessari skemmtilegu iðju. William Walker WILLIAM Walker er frábær söngvari, hefur fengið í vöggu- gjöf góða rödd og þjálfað sig í frjálslegri framkomu, sem er einkennandi og ekta fyrir Ameríkana. Það er ekki auðvelt að brjóta niður hátíðlegar tón- leikavenjur Evrópubúans og flestar tilraunir þeirra i þá átt hafa orðið klámhögg. Walker er sambland góðs listamanns og skemmtikrafts. Þessi blanda er ef til vill einkennandi fyrir amerískt listalif, þar sem klassísk, jazz- og skemmtitónlist hafa búið i meira nábýli en þekkist i Evrópu. í forspjalli óperunnar I Pagliacci eftir Leoncavallo sló Walker í gegn og í aukalagi, kynningararíu rakarans eftir Rossini, var með- ferð hans krydduð strákslegum og glettnum „leiktrikkum" sem færir þessa tónlist nær okkar tíma, en er áreiðanlega ekki vel liðin af þeim, er vilja láta tónlistina tala án alls leikaraskapar. Um þetta efni mætti fjalla í longu og leiðinlegu máli og skiptir litlu hvað teldist rétt eða rangt, þvf hvor leiðin, sem yrði val- in, yrði að vera flytjanda eðli- leg. Hjá Walker fer saman án allra tilgerðar góður söngur og frjálslegur og glettinn leikur. í meðferð Walkers urðu útþvæld og oft illa sungin svo- nefnd vinsæl lög úr amerískum söngleikjum að góðri tónlist, en hann lauk tónleikunum á nokkrum lögum úr Oklahoma, Camelot og Carousel og krydd- aði þennan hluta tónleikanna með frjálsmannlegri og skemmtilegri gamansemi, eins og frábærum skemmtikrafti sæmir. Tónleikarnir hófust á fjórum ítölskum söngvum eftir Torelli, Cavalli, Sarti og Legrenzi. Þessi lög voru vel sungin, án alls leikaraskapar og sérstaklega Lungi dal caro bene eftir a Sarti. Undirrituðum féll ekki meðferð Walkers og undir- leikarans Joan Dorneman á lög- um Schuberts, sem má vera vegna mótaðra hugmynda á flutningi slíkrar tónlistar, en í stuttu máli, meðferðin var nerhandaleg, meðvituð og illa upp byggð. Þarna mátti greina menningarskil, sem mörgum góðum listamanni hefur reynst erfitt að brúa. Allt um það. William Walker er frábær söngvari og nýtur sín áreiðan- lega bezt þar sem við verður komið leik, eins og sýndi sig I óperuaríunum og lögunum úr amerísku söngleikjunum. Saga hermannsins Tónllst 1 LISTAHÁ TÍÐ eftir JÓN ÁSGEIRSSON Leiktexti eftir Charles-Ferdinand Ramuz Tónlist eftir Igor Stravinsky Þýðandi leiktexta: Þorsteinn Valdemarsson Höfundur listdans: Helga Magnúsdóttir Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson Hljómsveitarst jóri: Páll Pamplicher Pálsson Utlit sýningar: Jón Þórisson Ljósahönnuður: Gissur Pálsson Leikendur: j Sögumaður ...........i.... ..........Jón Sigurbjörnsson Jósef dáti ................ ........Harald G. Haraldsson Kölski .....Sigríður Hagalin Trúðir........Valgerður Dan .........Danfel Williamsson Kóngsdóttirin..........*... ..........Nanna Ólafsdóttir Hljómlistarmenn: Rut Ingólfsdóttir, fiðla Jón Sigurðsson, bassi Gunnar Egilsson, klarinett Sigurður Magnússon, fagott Lárus Sveinsson, trompet Ole Kr. Hanssen, básúna Jóhannes Eggertsson, slagverk SAGA hermannsins er meðal skemmtilegustu verka Stravinskys og undirrituðum sérstaklega minnisstætt frá þeim tfma er dr. Páll ísólfsson kynnti það I sögutíma í tónlist- arskólanum, sem þá var til húsa í Þjóðleikhúsinu. Jafnframt því sem verkið hljómaði okkur, óvönum hlustendum slíkrar tónlistar, sagði Páll söguna og á stundum lék hana. Það er víst að gestum Leikfélags Reykja- vikur og Kammersveitar Reykjavíkur verður þetta verk minnisstætt eftir sýninguna í Iðnó s.l. mánudag og má hik- laust telja þessa uppfærslu með þeim merkari, sem Listahátið býður upp á að þessu sinni. í heild var verkið vel flutt, þó örðugt væri um vik fyrir hljóð- færaleikara og þeir of nærri áheyrendum. Verkið er mjög erfitt í samspili og kom fyrir að nokkuð skorti á nákvæmni í samleik, sem er ekki tiltökumál í þessum þrengslum. Það sem undirrituðum fannst helzt vanta var jafnvægi milli þeirra þátta verksins, þar sem hrynur þess er tvístraður í stak- ar tónhendingar og standa á hornum í tónröðun, og þeirra þátta, þar sem hrynur og lag- gerð verða allt i einu háttbund- in. Tvístrun og háttbundin skipan er einn af megin and- stæðum þessa verks, er fléttast þannig saman að tvístrunin er undirbúningur og stefnir að háttbundinni skipan, sem síðan er leyst upp að nýju. Við þessi atriði þarf að staldra ögn án þess þó að missa sjónar á hryn- rænni spennu verksins. „Beint af augum“ spilamennska er ólistræn og gefur leikhreyfingu ekki nægjanlega undirstöðu. Af hljóðfæraleikurum, sem allir stóðu sig með prýði, er sérstök ástæða til að þakka Rut Ingólfsdóttur fyrir mjög góðan leik. Um frammistöðu leikar- anna er það að segja, þó tónlist- in standi fyrir sínu, að þeir voru skapendur þessarar sýn- ingar. Á stundum var sýningin við það að vera of frek, en í heild var hún mjög áhrifarik. Márkl-strengjakvartettinn Tónllst 1 IJSTAHÁ TÍÐ eftir EGIL FRIÐLEIFSSON Bústaðakirkja 5. og 7. júni Flytjendur: Márkl-strengja- kvartettinn Efnisskrá: L. v. Beethoven. strengjakvartettar op. 18 nr. 2. op. 130, op. 59 nr. 2 — op. 95, op. 1 35 og op. 59 nr. 1. Þegar rætt er um strengja- kvartetta Beethovens. er þeim venjulega skipað i þrjá aðgreinda flokka, þvi þrisvar á ævi sinni sneri Beethoven sér að samningu strengja k va rtetta. Skilin milli áðurgreindra flokka eru mjög skörp hvað varðar efni og úr- vinnslu, og er lærdómsrikt efni til samanburðar fyrir þá, sem kynn- ast vilja þróunarferli tónskáldsins. í fyrsta flokknum eru kvartettarnir 6 op. 18 er hann samdi fyrir alda- mótin 1800 og má á þeim glögg- lega merkja áhrif þeirra Haydns og Mozarts og eru þeir hlaðnir fjöri og áhyggjuleysi æskumannsins. í öðrum flokknum eru kvartettamir, sem samdir eru á árunum 1806—1810, og hefur Beet- hoven þá mótað sinn eigin sterka persónulega stil með sinum snöggu blæbrigðum, ýmsum nýjungum [ meðferð hljóma, auk óvenjulegs ástriðuhita. Siðustu kvartettana 5 semur hann á siðustu árum ævi sinnar, og eru þeir gerðir af slfkri snilld, þroska og göfgi að vandfundinn er samanburður i allri tónlistarsög- unni. Eru þeir jafnan taldir til hins besta sem tónbókmenntirnar geyma. Márkl-strengjakvartettinn frá V-Þýskalandi flutti okkur 6 af kvartettum Beethovens er spanna yfir timaskeiðin þrjú i Bústaða kirkju um sfðustu helgi. Á laugar- dag voru leiknir kvartettarnir op. 18 nr. 2, op. 130 og op. 59 nr. 2, en á mánudag op. 95, op. 135 og op. 59 nr. 1. Márkl- strengjakvartettinn er góður kvartett og verðugur fulltrúi þýskra kammermúsik-flytjenda. Meðlimir kvartettsins eru e.t.v. ekki virtuósar, tæknin er ekki óbrigðul. né samspil með öllu hnökralaust, en flutningurinn var mjög vandaður og kúltíveraður, þar sem fyllsta virðing var borin fyrir meistara Beethoven og klassískum anda hans. Hér verður ekki farið út I vanga- veltur um meðferð einstakra verka eða þátta þó freistandi sé, t.d. hvað varðar hraðaval sem var á stundum full varfærið, heldur skal Márkl-kvartettinum þakkað gott framlag til listahátiðar 1976. og þeir kvaddir sem aðrir góðir gestir þess fullvissir að þeir eru ávallt velkomnir aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.