Morgunblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JUNÍ 1976
31
„Þjóðin
stynur und-
ir áfengis-
bölinu”
- segir umdæmisstúk-
an nr. 5 á Akureyri
VORÞING Umdæmisstúkunnar
nr. 5 á Akureyri var haldið 22.
maf s.l. í fréttatilkynningu um
þingið segir m.a.:
„Þingið vekur athygli á öllu því
böli, sem hlýst af áfengisneyslu í
landinu. Af þeim hljótast alls
konar slys bæði á heimilum og
vegum úti. Fjölmiðlar telja að
smygl og leynisala sé tengd
áfengissölu í veitingahúsum og
jafnvel grófari afbrot. Þessum af-
brotum virðist fjölga og þjóðin
stynur undir því böli sem stafar
af aukinr.i vínnautn unglinga þar.
Mikill tími löggæzlunnar fer í að
upplýsa afbrot, sem tengd eru
övlun. Yngri unglingar en áður
neyta áfengis og er það mikið
áhyggjuefni. Þetta sorglega böl
þjáir mörg heimili í landinu. Þá
má ekki gleyma öllum þeim slys-
um, sem stafa af ölvun við akstur.
Þingið flytur dómsmálaráð-
hérra þakkir fyrir að loka áfengis-
versluninni og banna áfengissölu
i vinveitingahúsum meðan verk-
fallið stóð í vetur og telur að það
hafi komið í veg fyrir margs
konar vandræði. Þá kom berlega í
ljós, hve sumir einstaklingar eru
blindir i þessu efni, er þeir heimt-
uðu brennivín, en fengust ekki
um, þó að börnin skorti mjólk.“
Aðalfundur Félags
bókasafnsfræðinga:
Else Mia
Einarsdótt-
ir var kosin
formaður
AÐALFUNDUR f Félagi bóka-
safnsfræðinga var haldinn í bóka-
safni Kennaraháskólans mánu-
daginn 10. maf s.l.
í stjórn og varastjórn voru kjör-
in: Else Mia Einarsdóttir formað-
ur, Kristfn H. Pétursdóttir vara-
formaður og Erla K. Jónasdóttir,
Guðrún Gísladóttir, Hrafn Harð-
arson og Sigrún Klara Hannes-
dóttir. Félag bókasafnsfræðinga,
sem er stéttarfélag bókasafns-
fræðinga á Islandi, var stofnað
1973. Hlutverk félagsins og verk-
svið eru að efla hag islenzkra
bókasafna og þeirra, sem þar
starfa, m.a. með því að stuðla að
hagnýtingu bókasafnsfræðilegrar
þekkingar og vinna að auknum
skilningi iandsmanna á gildi
hennar og fylgja eftir hagsmuna-
málum bókasafnsfræðinga. Félag-
ið hefur beitt sér fyrir ýmsum
verkefnum, m.a. er í undirbún-
ingi útgáfa skrár yfir íslenzk rit
1944—1973 og útgáfa á spjald-
skrárspjöidum til bókasafna yfir
þetta sama timabil. Félagið hefur
gefið út og selt veggspjöld, sem
minna eiga á gildi bóka og bóka-
safna, segir í fréttatilkynningu
frá félaginu.
Komið og sjáið
Þar sem húsrými er lítið er þessi innrétting það
eina rétta. Hún þjónar mörgum hlutverkum í
senn. Á daginn er hún tilvalin setustofa, á kvöld-
in getur fjölskyldan setið og horft á sjónvarpið...
og á nóttinni tilvalin svefnaðstaða, fyrir einn eða
KOMIÐ, SJÁIÐ OG SÁNNFÆRIST.
Litaver sími 82645.
„Biðjið um Kalmar
Kök bæklinginn“
SVFH Dreg,ð
hefur verið í happdrætti félagsins Upp komu
númer 1 973 — 1 240 — 1 1 13
Stangaveiðifélag Reykjavikur.
* Létt, sterk.ryðfrí
* Stillanleg sláttuhæð
* Slær upp að húsveggjum og út fyrir kanta
áé Sjálfsmurð, gangsetning auðveld
* Fæst með grassafnara
'i
n r
Garðsláttuvél kf hlÍR UF
... hinna vandlátu Uarun nr
V J
/ t
1
á tréverk í garði og húsi.CUPWNOL vióarvörn
sér inn í viðinn og ver hann rotnun og fúa.
_ Síippfé/agið iReykjavík hf
Málningarverksmiðjan Dugguvogi
Símar 33433og33414