Morgunblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JUNI 1976 Barnið og björninn Eftir Charles G. D. Roberts helzt láta einhvern sjá þessa stórkostlegu veiðimennsku sína. Flekinn var festur með því einu, að eitt horn hans stóð á botni á sandgrynningu. Og þó drengurinn væri ekki þungur, þá stóð hann venjulega á þeim helming flek- ans, sem sneri út að vatninu. ()g þetta, ásamt hinu, að hann gat oft ekki við sig ráðið, en hoppaði hátt af kæti, gerði það að verkum, að flekinn losnaði smám sam- an af grunninu. Og drengurinn var allt of niður sokkinn í veiðiskapnum, til þess að taka nokkuð eftir því. Allt í einu, þegar hann var nýbúinn að taka vænan silung af færinu, tók dreng- urinn eftir því, að hið skógivaxna nes, sem skyggt hafði á útsýn hans út á vatnið, hafði allt i einu verið dregið inn í landið, eða svo fannst honum það. Hann fékk ákafan hjartslátt, sneri sér við og sá að það voru svo sem tíu metrar milli flekans og vatnsbakkans. Flekinn rann rólega, en ekkert mjög hægt frá bakkan- um og nálgaðist stöðugt hinar hvítfextu öldur, sem risu þar, sem landvarinu sleppti. Drengurinn lagði veiðistöngina niður á flekann, því hann var alltaf reglusamur. Svo stóð hann um stund eins og stirnað- ur. Þetta var einn þeirra skelfilegu at- burða, sem stundum koma fyrir og hann hafði heyrt um. Komu fyrir annað fólk, og hann hafði lesið um. Þetta var eins og hann hefði verið að lesa hryllilegt æfin- týr og væri allt í einu kominn sjálfur inn í atburðarásina. Og honum fannst hvítfextu öldurnar úti á vatninu glápa á sig og teygja út hendur eftir sér. Hann rak upp tvö æðisleg óp, sem titruðu í loftinu eins og hnífar í tré. „Hvað er að?“ var kallað skelfdri röddu inni á milli trjánna á vatnsbakkan- um. Þetta var rödd Andrésar frænda. Hann hafði þá komið aftur fyrr en búizt var við. Og um leið hvarf ótti drengsins. Hann vissi að allt myndi verða komið í lag eftir stutta stund. „Ég er á reki. Á reki á flekanum hans Villa“, svaraði hann og röddin hljómaði eins og hann væri stórmóðgaður við flek- ann. „Nú það er það“, sagði Andrés frændi um leið og hann kom fram á milli trjánna. „Þú ert kominn á rek lagsi. Ég var hræddur um að þú værir að sökkva eftir skrækjunum að dæma. Vertu nú rólegur, ég skal sækja þig strax. Og svo skulum við vita hvaó flekinn, segir, þegar við förum að tala yfir honum fyrir að haga sér svona.“ 3. Andrés hratt barkbátnum á flot og var kominn út aö flekanum með nokkrum áratogum. Síðan dró hann flekann til strandar aftur. „Hversvegna í ósköpunum gafstu frá þér þessi hryllilegu hljóð?“ spurði Andrés frændi, „í stað þess að kalla bara á mig eða Villa og biðja okkur að koma og hjálpa þér?“ Drengurinn hugsaði sig dálítið um og sagði svo: „Þú skilur, Andrés frændi, að ég var dálítið að flýta mér,... mér lá á . .. og ég hélt að þið Villi mynduð flýta ykkur meira, ef ég hrópaði svona, í stað þess að kalla bara á ykkur.“ „Ja ég held nú,“ sagði Andrés frændi, settist á trjábol og tók pípuna sína upp úr vasanum. „Ég held nú að nokkuð óvænt hafi gerzt, meö öðrum orðum að þú hafir á réttu að standa. Ég þekkti einu sinni krakka, sem hefði getað bjargað sér og sparað foreldrum sínum mikið erfiði og áhyggjur, ef þeir hefðu hrópað eins og þú gerðir á réttu augnabliki. En þau gátu það ekki eða gerðu það að minnsta kosti ekki og þessvegna gerðust þeir atburðir, sem ég skal nú segja þér frá, ef þig langar til að heyra um þá.“ Drengurinn lagði veiði sína frá sér á kaldan stað undir nokkur blöð og kom Eiga þau von á okkur? Helgi læknir mætir Rósu, gamalli skólasystur, á götu í Reykjavík. Helgi: — Hvar býrðu núna? Rósa: — Vestur á Ffflagötu hjá manninum mfnum. Helgi: — Hvað heitir maður- inn þinn? Rósa: — Jón Jónsson full- trúi. Helgi: — Er hann giftur? Rósa: —Já, auðvitað. - Og hver er hans Ég- O, vesalings maður- X Ur sendibréfi: — Ég legg hér inn f bréf til konunnar þinnar frá frænd- konu þinni, konunni minni, sem — þvf miður — hefur legið allt of lengi hjá mér. Helgi: - kona? Rósa: — Helgi — inn. X Maður nokkur kom eitt sinn til Árna biskups Helgasonar f Görðum og bað hnn um lán eða nokkrá' hjálp, en gat þess um leið, að það væri nú fyrir sér eins og öðrum fátæklingum, að hann byggist ekki við að geta borgað það, og úrræði sitt yrði þvf að biðja guð um að launa honum það. Arni biskup svaraði: — Ekki er nú í kot vfsað. Þú munt eiga hjá honum. X Menntun er — segja menn — þau áhrif lærdómsins, sem eft- ir verða f hverjum manni, þeg- ar hann er búinn að glevma því, sem hann hefur lært. Arfurinn í Frakklandi Framhaldssaga eftir Anne Stevenson Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 83 lega að þið hefðuð ákveðið að fara og leita að Mariu Desgranges. Eg ákvað þá að koma hingað á heim- ili Bonifaee, og fjarlægja alit sem gat varpað grunsemdum á sjálfan mig. Mér datt ekki f hug að þið mvnduð koma hingað í kvöld. Eg ætlaði að setja aðra mvnd á vegg- inn f staðinn fyrir myndina af Therese Herault og Boniface svo að allt liti sem bezt út. Eg er hræddur um að heimsókn þfn hingað sé þitt ólán. Þú hefðir ekki átt að vera svona þrjósk- ur. — Kg leitaði hingað á flótta mínum undan Garrier, sagði Davfd dapur í bragði. — Eg leit- aði hingað til að flýja hótanir hans og Paul og þessa hilaða Georges. Það virtist sem þú va-rir mín eina vernd og hlff. — Þú flýðir frádauðanum til þess eins að finna að hann híður þfn á öðrum stað, sagði Gautier. Eg fagna þvf hversu heimspeki- lega þu tekur örlögum þfnum. David lokaði augunum andar- fak. — Kennir þig afskaplega til f sárinu? spurði Gautier. — Ef svo va‘ri sa^ði David. ætlar þú greinilega að sjá lil þess að ég la'knist af þvf. Hann var að brjóta um það heilann meðan hann hlustaði á lögfra-ðinginn hvernig hann a*tti að vara Helen við og yfirbuga Gautier. Hann vissi að hégóma- girndin var veikasla hlið lög- fræðingsins, en hann var bæði mjiig klókur og myndi árefðan- lega ekki svífast neins. Hann myndi ekki hika við að grfpa til þeirra ráóa sem hann sagði. En sá möguleiki var fyrir hendi að hann slakaði á, eftir að hafa nú skýrt frá leyndarmáli sínu. David varð að bfða átekta enn um hrfð. — Vinur minn, sagði Gautier. — Ég hef ekki minnstu löngu til að drepa þig né heldur Helen. En ég hef því miður ekki trú á þvf að þið mynduð ekki koma upp um mig og hver er annar kostur sem ég hef? — Og hvernig hefurðu hugsað þér að koma þvf f kring? spurði David rólega. — Vnnað bflslys? Gæti það ekki vakið athvgli lög- reglunnar, hversu grunsamlega mörg bflslys yrðu hér f ná- grenninu. Hann hafði heyrt fótalak frammi. Svo opnuðust útidyrnar. Helen datt ekki f hug að fara gætilega enda vissi hún enga ástæðu til að óttast. Gautier reis snögglega upp og stóð við dvrnar. — Mundu aðsegja ekkert, sagði hann. Helen kom inn. Hún hélt á flösku og pappírspoka og dró upp úr honum þrjú glös. Hún leit glaðlega á þá til skiptist. — Halló, Jacques, sagði hún. — Hefur David verið að segja þér frá ævintýrum okkar? Jæja. David. Þú skipaðir mér að fara og ná í vfn að drekka og hér er það. Hún rétti þeim sitt hvort glasið og hellti sfðan í fyrir sig. David sá að Gautier hafði stung- ið byssunni niður í vasann en hafði höndina á skeftinu. Hvað sem öðru leið var hættan ekki eins yfirvofandi að sinni. — Fyrir hverju eigum við að skála? Dauða gullræningjanna? — Hún veit ekkert, sagði David við Gautier. Gautier kinkaði knlli. — Veit ég ekki hvað? sagði Ilel- en. — Að Boniface á frábæran vfn- kjallara. Við erum þegar búnir að svelgja f okkur eina flösku. — Það finnst mér í meira lagi ósvffið. Ætlið þið ekki að spyrja mig, hvers vegna ég hafi verið svona lengi í burtu? — Hvar varstu? — Ég er búin að vera f hálftfma að reyna að fá gert við sfmann hérna. Ég hef verið f sambandi við alla viðgerðarmenn í nágrenn- inu. Og allir eru snarvitlausir út í mig. En allt um það tókst mér að fá því framgengt að sfminn yrði lagaður Og ég hýst við að hann komist f samband á hverri mfn- útu. — Það skipti út af fyrir sig ekki höfuðmáli, sagði Gautier. — Ég er þvl sem næst búinn að vínna það verk hér sem ég ætlaði og þá verður húsið autt. — Mér fannst satt að segja gaman að þessu. sagði Helen. — Mér fannst gaman að sýna mátt minn og megin. Og þó að þú verðir hér aðeins f nótt getur komið sér betur fyrir skjól- stæðinga þfna að vita hvar þú ert. Það er aldrei að vita nema ör-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.