Morgunblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JUNÍ 1976 Gunnar Walkaro kennir fólkinu að smíða sér hljóðfæri , 'r' W Jfes IP> " ■* * y* * jÉfe " % % M Fullorðnir smíð- uðu flautur og börn börðu bumbur UM HELGINA var mikið um að vera eftir hádegið á Kjarvals- stöðum. Þar heyrðust högg og mikill trumbusláttur úr austur- enda byggingarinnar. Þarna var tónsmiðja Gunnars Walkare í fullum gangi. Full- orðnir voru þar i óða önn að smíða sér hijóðfæri undir stjórn Gunnars Walkare og félaga hans svo sem flautur úr banbusi, trommur og ásláttar- hljóðfæri. En í ráðstefnusaln- um sátu krakkar og nokkrir fullorðnir og slógu taktinn á einföld ásláttarhljóðfæri. Var auðséð að krakkarnir skemmtu sér vel. Gunnar Walkare var þarna sjálfur. Er hann var spurður hvernig það hefði viljað til að hann byrjaði á þessari tón- smiðju sagði hann að fyrir 7 árum hefði í Svíþjóð orðið mikil vakning, menn hefðu farið að leita til hins uppruna- lega í músik f stað hins hefð- bundna. Árið 1969 kvaðst hann sjálfur hafa verið í Austur- Afríku og kynnzt mörgum frumstæðum hljóðfærum. Og þegar heim kom fór hann að sýna hljóðfærin og fólk fékk áhuga, svo hann tók að ferðast um með nokkurs konar tón- smiðju. Allir virðast hafa áhuga og hann kvaðst hafa farið með smiðjuna til Óslóar. Þegar Mai Britt Imnander var í Stokk- hólmi, ræddi hún við svo- kallaða Ríkiskonserta sem bentu henni á hljómlist hans. Hann kom því til íslands á lista- hátíð með sex manna hljóm- sveit, sem lék á sérkennileg hljóðfæri á Kjarvalsstöðum á sunnudag og mánudagskvöld. Margir kennarar og tónlistar- menn voru sýnilega mættir í tónsmiðjunni á sunnudag og höfðu gaman af að búa sér til þessar einföldu flautur, sem auðvelt er að fá efni í hér. Fullorðnlr og börn sátu og trommuðu af miklu f jöri, LISTSYNINGIN á verkum Ger- ards Schneiders, sem franska ríkið hefur lánað á listahátfð, var opnuð á Kjarvalsstöðum kl. 2 á laugardag að viðstöddum forseta íslands, Kristjáni Eld- járn, forsetafrú, frönsku sendi- herrahjónunum, borgarstjóran- um í Reykjavík, Birgi ísl. Gunnarssyni, og frú, og menntamálaráðherra, Vil- hjálmi Hjálmarssyni, sem opnaði sýninguna með ávarpi, þar sem hann sagði þessa sýn- ingu opna með vínar kveðju frá vinarþjóðinni frönsku, sem hann kvaðst fagna. Franski sendiherrann í Reykjavík, de Latour Dejean, flutti ávarp við þetta tækifæri. Hann drap á þau tvö atriði lista- hátíðar, sem franska utanríkis- ráðuneytið legði til, sýningu Schneiders og leik tónlistar- manna Arts Antica, sagði að annað flytti áheyrendur aftur til tónlistar miðaldanna og Renesansetímans, en hitt, Schneidersýningin, væri leið- sögn til nútímans í Frakklandi, þar sem listamaðurinn er enn á lífi. Honum hefði verið boðið að vera viðstaddur opnunina, en iþar sem hann er 78 ára gamall •og hefur nýlega gengið undir uppskurð, svo hann er á tveim- ur hækjum, var ferðin talin of erfið fyrir hann. Varð hann því að hafna boðinu, sem hann hafði hlakkað tíl, þar sem hann er enn andlega mjög skarpur og athafnasamur. Sendiherrann minntist orða Mussets um að listin ætti ekkert föðurland, en sagði að þó mætti segja að hún ætti nokkra uppáhalds stefnu- mótsstaði, svo sem Paris, sem hefði haft forustu á síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta þeirrar 20. Einn af þeim ungu mönn- um, sem þangað komu frá Sviss, Gerard Schneider, hóf þar með félaga sínum nýtt við- horf i málaralist, sem þeir vildu að tengdist mjög tónlist. Þeir hlustuðu alltaf á tónlist meðan þeir máluðu, kölluðu það „Harmonist Painting". Og það kvað sendiherrann mega greina, þegar horft væri á myndirnar á Kjarvalsstöðum, svo fullar af lífi og rythma. Kvað hann málverk þessara Umfangsmesta ny t j alistar sýning, sem hér hefur verið Tízkusýningar eru á fatnaði finnska hönnuðarins Vuokko á nytjalistarsýningunni. SYNINGIN íslenzk nytjalist var opnuð í Norræna húsinu við hátiðlega athöfn kl. 5.30 á laugardag, að viðstöddum menntamálaráðherra og borgarstjóranum í Reykjavík. Á sýningunni eru um 200 sýn- ingarmunir, gerðir af 50 hönn- uðum. Sagði Jón Ólafsson, formaður framkvæmdanefndar, er hann opnaði sýninguna, að þetta væri umfangsmesta nytjalistar- sýning, sem hér hefði verið efnt til. Og að þeir, sem að henni stæðu, væru ánægðir með að geta sýnt framlag listhönnuða, þegar svo mikið lægi við f þjóð- félagi okkar. Sérstakir gestir sýningar- innar eru finnsku hönnuðirnir frægu, Vuokko og Antti Nurmesniemi. Auk sýningar- muna þeirra er efnt til tízku- sýninga með fatnaði Vuokko. Voru nokkrar um helgina, en frá fimmtudegi og fram til sunnudags verða tízkusýningar kl. 8.30 á kvöldin og aukasýning kl. 4 á sunnudag. Við opnunina sagði Mai Britt Imnander, for- stöðumaður Norræna hússins, í ávarpi, að allt frá byrjun hefði verið miðað að því að fá á sýn- ingu frá finnsku hönnuðunum, Frá opnuninni á sýningu Gerards Schneiders á Kjarvalsstöðum. Schneider kom með nýtt viðhorf í málaralistina félaga minna á nýjan hátt á orð Leonardos de Vincis: „Mál- verkið er ljóð, sem maður getur allt eins vel séð og fundið“ og „Málaralistin verður að reyna að halda í við alheiminn". Loks minntist sendiherrann á að málverk Schneiders mundu virðast Islendingum kunnug- leg, þar sem svo margir íslenzk- ir listamenn komu til Parísar til að læra og færa eitthvað upp úr sambræðslupotti listanna, sem þar var og sem Sehneider lagði mikið í. Því væri Schneider kunnugur mörgum íslenzkum listamönnum, sem hann nefndi, og sem enn eru starfandi meðal okkar. Þess vegna væri sýning Schneiders meira en listræn skilaboð frá Frakklandi, hún flytti til íslands vin ýmissa hér- lendra listamanna, mann sem hefði lagt mikið til samtímans — viðfangsefni, er hefðu fært vináttu, sameiginleg verkefni og listræna leit, og mótað rætur listarinnar og listrænna anda. Utihöggmyndasýning var opnuð með lúðrablæstri Skðlahljómsveit- ar Kópavogs eftir hádegi á laugardag og má á Lækjartorgi og I Austurstræti sjá höggmyndir eftir Islenzka myndhöggvara meðan á listahátíð stendur. Þarna er ungur áhugamaður að skoða verk eftir Þorbjörgu Pálsdóttur. N i«fl S Hntia I k 1 í5 1 Á sýningunni íslenzk nytjalist, sem opnuð var í Norræna húsinu á laugardag. Innst ( salnum má sjá sýningarmuni finnsku hönnuð- anna, en fremst eru munir eftir ísl. hönnuði. föt og húsgögn, en engum hefði dottið í hug að hægt væri að gera svo góða og sérstæða sýn- ingu úr þessu tvennu, sem raun ber vitni. Að sýningunni standa félagið Listiðn með stuðningi Félags ísl. iðnrekenda.Utflutningsmið- stöðvar iðnaðarins, Listahátíðar og Norræna húsið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.