Morgunblaðið - 09.06.1976, Síða 39

Morgunblaðið - 09.06.1976, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JUNt 1976 47 Milljarðaeigandinn J. Paul Getty látinn Los Angeles og London, 8. júní — AP, Reuter. BANDARlSKI auðjöfurinn J. Paul Getty andaðist á óðali sfnu Sutton Place, skammt frá Lond- on, á hvftasunnudag. Verður lfk hans flutt flugleiðis til Kali- fornfu, þar sem hann verður jarð- settur á fimmtudag. Getty var 83 ára. Getty var lalinn einn auðugasti maður heims, en ekki er vitað með vissu hve miklar eignir hans voru. Keraur það væntanlega f ERLENT Sovézka vélin fórst við Malabo Luanda Angóla, 4. júní. AP. SOVÉZKA farþegaþotan, sem saknað hefur verið frá því á þriðjudag, er hún lagði upp í flug frá Luanda til Moskvu með milli- lendingu í Malabo, fórst skömmu fyrir lendingu í Malabo og allir sem með henni voru. Ijós við birtingu erfðaskrár hans, en eignirnar hafa verið áætlaðar 2 — 4 milljarðar dollara (368 — 736 milljarðar króna). Getty kvæntist fimm sinnum, og öll hjónaböndin enduðu á skilnaði. Hann á þrjá syni á lífi og 16 barnabörn. Þó er búizt við að megnið af auði hans renni til líkn- ar- og hjálparstofnana, enda hafði hann þegar í lifanda lífi búið vel að framtíð afkomenda sinna. Getty fæddist 15. desember 1892 í Minneapolis í Bandarikjun- um. Faðir hans, George Getty, var þar lögmaður, og auðgaðist síðar á olíuvinnslu i Oklahoma. Þegar faðirinn lézt, lét hann eftir sig um 15 milljónir dollara, en aðeins lít- ill hluti þess auðs féll í hlut Paul Getty, því faðirinn hafði verið lít- ið hrifinn af hjónaböndum sonar- ins. Paul Getty lauk háskólanámi í Kaliforníu og tveggja ára fram- haldsnámi við Oxfordháskóla í Bretlandi. Ætlaði hann sér þá að gerast rithöfundur eða ganga í bandarísku utanríkisþjónustuna, og iagði mikla rækt við tungu- málanám. Olían átti þó sterk itök i honum, og hann var aðeins 23 ára þegar hann eignaðist fyrstu oliu- lindina og komst þar með í tölu milljónamæringa á dollaramæli- kvarða. Getty var alla tíð vinnuforkur mikill, og áhuginn var slíkur að í síðustu viku, rétt fyrir andlátið, skýrði einn samstarfsmanna hans frá því að Getty eyddi fullum vinnudegi í skrifstofu sinni við að leysa skattavandamál í sambandi við olíuvinnslu á botni Norður- sjávar. Hann lýsti því nýlega yfir að hann hvorki vissi né vildi vita nákvæmt verðmæti eigna sinna, og bætti við: „Sá sem getur talið aura sina á ekki milljarð dollara." Fyrir tveimur árum sagði í skýrslu um Getty Oil Co. að Paul Getty ætti tvo þriðju hlutabréfa félagsins, en mark- aðsverð þess hluta er í dag tveir milljarðar dollara. Auk þess á Getty miklar eignir aðrar, allt frá safninu I Malibu í Kaliforníu, sem kostaði hann 20 milljónir dollara og hefur að geyma listaverk metin á 200 milljónir dollara og að Sutton Place, um 50 km fyrir suðvestan London, en þessari 450 ára gömlu höll hans fylgja rúmlega 400 hekt- arar lands. Höllina keypti Getty árið 1959 fyrir 300 þúsund sterlingspund. Var hann þá að koma úr leiðangri til Mið-Austurlanda, þar sem hann hafði verið að fylgjast með rekstri olíulinda sinna. Leiddist honum að þurfa sífellt að búa í gistihúsum, og keypti því höllina af þáverandi eiganda, hertogan- um af Devonshire. Sagt er að Hinrik konungur VIII hafi fyrst hitt Anne Boleyn í þessari höll. Elísabet I gisti þarna árið 1591. Hún vildi hafa hlýtt í húsinu, og voru kynntir svo miklir eldar í eldstónum að aðal móttökusalur- inn brann til ösku. Var hann end- urbyggður árið 1721. Eftir skilnaðinn 1956 kvæntist Getty ekki á ný. „Sá sem hefur brotlent fimm sinnum hættir að fljúga“, sagði hann. Síðustu 15 árin hefur Rosabella Burch, 42 ára gömul ekkja frá Nicaragua, búið með honum. J. Paul Getty. Sviss vill lækka frankann Zurich, 8. júní — AP. SVISSNESK yfirvöld hafa gripió til róttækra aðgerða til að draga úr eftirspurn eftir svissneskum frönkum á erlendum gjaldeyris- mörkuðum, og meðal annars lækkað forvexti og vcölánavexti úr 2,5 f 2% ogúr 3,5 13%. Er talið að þessar aðgerðir séu i samráði við erlenda banka, og til þess ætlaðar að draga úr stöðugri hækkun svissneska frankans að undanförnu á kostnað annarra gjaldmiðla, svo sem dollars og vestur-þýzkra marka. Svissneski rikisbankinn hefur um nokkurt skeið látið verðsveifl- ur annarra gjaldmiðla sig engu skipta, en mun framvegis gripa inn í með gjaldeyriskaupum og sölu til að tryggja verðgildi þeirra. Dregið verður úr sölu á frönkum til erlendra aðila, og frá 15. þessa mánaðar hafa svissnesk- ir bankar og útibú þeirra erlendis fyrirmæli um að forðast öll þau viðskipti, sem sýnilega fela í sér brask með frankann. Vaxtalækkunín tekur gildi nú þegar, og hafa vextir ekki verið lægri i Sviss síðan á árunum 1959—64. Býður ekkert iðnvæddu ríkjanna upp á jafn lága útlána- vexti. Afleiðingar þessara aðgerða eru þegar farnar að sýna sig, og hafa erlendir gjaldmiðlar hækkað nokkuð gagnvart frankanum. Þannig hefur til dæmis dollarinn hækkað úr 2,3900 frönkum í 2,4535 franka. um. Víst er talið, að Jimmy Carter muni eftir þessar kosn- ingar vera öruggur um útnefn- ingu demókrata, en að ekki verði skorið úr um framboð Fords og Reagans fyrr en á flokksþinginu í Kansas City í ágúst þótt Ford sé talinn nokk- uð viss um sigur. Síðasta skoðanakönnun i Kaliforniu sýndi, að Reagan hafði 24% meira fylgi en Ford, en talsmenn Fords segja að hann hafi stöðugt verið að vinna á. Nái Ford góðum árangri i Kaliforníu má telja vonir Reagans um útnefningu búnar að vera. Fyrir þessar kosningar hafði Ford stuðning 806 fulltrúa af 1130, sem þarf til að hljóta útnefningu, en Reagan hafði 690. í hópi demó- krata hafði Jimmy Carter hlot- ið stuðning rúmlega 900 full- trúa af 1505, sem þarf til út- nefningar og gert var ráð fyrir að hann myndi vinna 250 — 300 fulltrúa til viðbótar i dag. — Hjassmálið Framhald af bls. 48 maður i gæzluvarðhaldi vegna málsins. Er það 23 ára gamall háskólanemi, sem fór ásamt hin- um ungmennunum til Marokkó, þar sem hassið var keypt. Hann fór flugleiðis þaðan til Spánar en ekki með ferju eins og hin, en þau voru einmitt tekin þegar ferjan kom til Spánar og fannst hassið í bíl þeirra. Fyrrnefndur maður kom til íslands á laugardaginn, og var þá úrskurðaður i allt að 20 daga gæzluvarðhald. Það sem aðallega hefur vakið grunsemdir um að fleiri kunni að vera í spilinu er það fjármagn, sem þarf til að kaupa umrætt hassmagn og sækja það. Eftir þvi sem Mbl. hefur fregnað, mun kaupverð á hassi í Marokkó vera um 200 dollarar hvert kg og kosta því tæp 15 kg um 550 þúsund islenzkar krónur. Ungmennin þrjú fóru til Spánar með járn- brautarlest frá Kaupmannahöfn og keyptu miða fram og til baka. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. aflaði sér hjá ferðaskrifstofu i Reykjavík i gær, kostar slíkur farmiði á 2. farrými rúmar 30 þúsund krónur fyrir manninn. Ef uppihald er reiknað með, er kostnaður við kaup og öflun á hassinu minnst 800 þúsund krón- ur, og það fé allt í erlendum gjald- eyri. Þykir það afar ótrúlegt að ungmennin hafi ein lagt fram fjármagnið, þvi tvö þeirra voru nýkomin úr skóla og þriðji aðilinn tiltölulega nýkominn úr dönsku fangelsi, þar sem hann hafði af- plánað tveggja mánaða vist fyrir ólöglega meðferð á heróíni. Ef fleiri eru viðriðnir þetta smygl, kemur tvennt til greina, annaðhvort að einn fjársterkur aðili standi ábakviðþettasmygl eða um sé að ræóa samskot margra. Um er að ræða mikinn hagnað ef smyglið heppnast, því söluverð á hassi innanlands mun vera um 1500 krónur grammið og söluverðmæti þess magns, sem smygla átti til islands, er talið vera um 22 milljónir króna. Fíkniefnadómstóllinn hefur eins og að framan segir öll atriði þessa máls til rannsóknar, svo sem hvert hafi verið hlutverk hvers og eins og það hvort fleiri kunni að vera viðriðnir málið. Þá er einnig í rannsókn hvernig hafi átt að smygla hassinu til íslands. Morgunblaðið hefur það eftir að- iluni, sem vel þekkja til, að hæpið sé að smygla hafi átt hassinu í einu lagi til landsins. Ef ung- mennin hefðu farið með járn- brautinni sömu leið til baka, hefðu þau þurft að fara um 7 landamæri og því fylgir mikil áhætta. Er talið líklegast að smygla hafi átt hassinu í smá- skömmtum með íslenzkum vélum, sem sækja munu sólarlandafar- þega til Spánar í sumar. Er Mbl. kunnugt um, að eitt þeirra ung- menna, sem viðriðip eru málið, hafi kannað meá' hugsanlega leigu á íbúð á Spáni í sumar. Ungu mennirnir tveir, sem við- riðnir eru málið, hafa áður komð við sögu fikniefnamála hér á landi, en stúlkan ekki. — Hiti eykst í Víti Framhald af bls. 48 lækkaði yfirborð Öskjuvatns um 2 metra þar eð þá væri ekkert aðrennsli í vatnið og þess vegna væri ekkert ósenni- legt að vatnið í Víti væri heitara nú vegna minna ýatns svo árla sumars. Hins vegar kvaðst hann alls ekki vilja úti- loka að hiti væri að aukast í Víti og sagði að nauðsynlegt væri að athuga þetta nánar. Hins vegar taldi hann ósenni- legt að nokkurt samband væri milli aukins hita i Víti og jarð- hræringanna á Mývatnssvæð- inu i vetur, þó að ekki væri hægt að þvertaka fyrir það. — Mikil og jöfn umferð Framhald af bls. 48 Óskar að þetta væri atriði, sem þyrfti að kippa snarlega í liðinn. Að sögn Óskars, dreifðist fólk á ýmsa staði en lítió var um að fólk safnaðist á sömu staðina. Flestir voru á Þingvöllum, og gizkaði Sel- fosslögreglan á að þar hefðu gist um 2000 manns í tjöldum, mest unglingar. Bar töluvert á ölvun meðal þeirra en lögreglan hafði gott eftirlit á hlutunum og kom í veg fyrir óspektir og skemmdir á gróðri. — Laun hækka Framhald af bls. 48 Niðurstaða útreiknings Kaup- lagsnefndar er á þann veg að vísi- töluhækkun 1. júní 1976 er 14.85 stig umfram 557 stig og svarar það til 2,67% hækkunar, eins og áður segir. Vísitöluhækkun launa 1. júlí er þar með ákveðin 2.67% og í tilkynningu Kauplagsnefndar er athygli vakin á því að sam- kvæmt umræddum rammasamn- ingi reiknast þessi hækkun á laun eins og þau verða frá 1. júli sam- kvæmt ákvæðum samningsins. Miðað vlð hina umsömdu 6% hækkun launa frá 1. júli nk. verður af þessum sökum saman- lögð hækkun launa 8.83% frá júli- byrjun 1976. — Utvarpsmenn Framhald af bls. 2 dag né mánudag og útvarp frá listahátíð féll niður. Dóra sagði í samtali við Morgunblaðið, að Starfsmanna- félagið hefði ekkert heyrt frá við- semjendum sínum og kvaðst hún ekki eiga vön á því að af slíkum viðræðum yrði heldur væri félagið nú að undirbúa sitt mál í kjaranefnd eins og önnur félög innan BSRB. Frestur til að skila gögnum til kjaranefndar væri til miðvikudags (í dag) en nefndin væri skipuð sömu mönnum og kjaradómur áður, og kvaðst Dóra þvi ekki hafa mikla trú á þvi að starfsmenn útvarpsins fengju mikla leiðréttingu þar. Helzta vonarglætan væri sú að búið væri að semja við kennara innan BHM og þeir fengið þar einhverja hækkun meiri en útvarpsmönn- um hefði verið boðið til þessa. Guðmundur Jónsson, fram- kvæmdastjóri útvarpsins, sagði að sér vitanlega væri ekki nein hreyfing á þessu máli en hann kvað yfirvinnubannið valda ýms- um erfiðleikum. I þessari viku myndu t.d. allir fréttaaukar falla niður og ekki yrði heldur beint útvarp frá listahátíð, eins og til stóð. Þá gæti yfirvinnubannið einnig haft einhver áhrif á upp- töku leikrita, sem oft væru einmitt tekin upp á timanum frá 5—7 þar sem sá timi kæmi leikur- unum oft bezt— Þá hafði Morgunblaðið sam- band við Odd Gústafsson, for- mann Starfsmannafélags sjón- varpsins. Hann kvað ekki neinar aðgerðir fyrirhugaðar af hálfu sjónvarpsmanna að sinni heldur væri unnið að því að ganga frá gögnum til kjaranefndar en síðan yrði séð hvernig úrskurður hennar yrði. — Þyrlur sóttu Framhald af bls. 2 um var ensk stúlka illa haldin og talin ástæða til að koma henni undir læknishendur sem fyrst. Hún hafði fyrst kennt sér meins áður en til Egilsstaða kom en læknir þar taldi ekki neitt alvar- legt vera á ferð og hélt stúlkan því áfram með hópnum. Veikindi hennar ágerðust hins vegar þegar á leið og var svo komið þegar að Drekagili kom, að nauðsynlegt var talið að koma henni til læknis sem fyrst. Fékk Slysavarnafélag- ið þyrlu frá Landhelgisgæzlunni sem var við störf á Austfjörðum til að sækja stúlkuna og flytja til Egilsstaða, þar sem hún var lögð i sjúkrahús. — Hörð barátta Framhald af bls. 13 brúnn, eigandi og knapi Baldur Oddsson, á 66. sek. 1 1500 metra brokki sigraði Þyt- ur, 13 v., brúnn, eigandi og knapi Ragnar Tómasson, á 3 min. 49 sek. en annar varð Grani, 14 v„ eig- andi og knapi Einar Ásmundsson, á 3 min. 50,2 sek. Þriðji og fjórði hestur fengu sama tíma en Mósla 8 v„ eign Erlu Sveinsdóttur, knapi Kjartan Jóhannesson, var dæmd sjónarmun á undan Smyrli, 6 v„ gráum, eign Dagnýjar Gísla- dóttur, knapi Tómas Ragnarsson, en Tómas er aðeins 10 ára. Timi þeirra var 3 min. 50,6 sek. Að afloknum kappreiðunum var dregið í happdrætti Fjáröfl- unarnefndar kvenna í Fáki og kom hesturinn á miða nr. 2421, fiugferð til útlanda á miða nr. 2964, vetrarfóður fyrir einn hest hjá Fáki á miða nr. 2989 og reið- föt á miða nr. 435.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.