Morgunblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JUNI 1976 Loftur Eyjólfsson skallar að marki Völsunga, Hermann er of seinn til varnar. Leikmanni vísað af velli og þjálfara útaf vallarsvæðinu EINN leikmaður var rekinn af velli og einn þjálfari útaf vallar- svæðinu, þegar Haukar og Völsungur mættust f 2. deildinni á Kapla- krikavelli f Ilafnarfirði á laugardaginn. Leikmaðurinn, sem fékk að sjá rauða spjaldið var Ólafur Jóhannesson Haukum og þjálfarinn var John McKernan, þjálfari Völsunga. Þá voru tveir Völsungar hókaðir f leiknum. Þetta var það markverðasta við þennan slaka leik, sem endaði með jafntefli 1:1 og máttu Haukarnir í lokin teljast heppnir að fá bæði stigin á heimavelli. Haukarnir sóttu undan vindi í fyrri hálfleik. Voru þeir miklu meira með boltann en náðu ekki að skapa sér hættuleg tækifæri. Völsungarnir náðu fáum upp- hlaupum í f.h. en þau voru sum hver hættuleg, því vörn Hauka var í meira lagi sein og óörugg. Var hún t.d. illa á verði á 30. mínútu þegar Völsungar náðu hættulegu upphlaupi. Boltinn barst yfir á hægri til Sigurkarls Aðalsteinssonar útherja Völsunga og skot hans réðu Haukarnir ekki við þótt varnarmaður einn sýndi góða markmannstilburði. Haukarnir reyndu allt hvað af tók að jafna metin og tókst það nokkr- um sekúndum fyrir hálfleik. Ólaf- ur Torfason fékk boltann inn í vítateig Völsunga, lagði hann fyrir sig og skoraði örugglega framhjá hinum litríka markverði Húsvíkinganna, Sigurði Péturs- syni. I byrjun seinni hálfleiks var mikill kraftur í Haukunum og gerðu þeir harða hríð að markr Völsunga. Skall oft hurð nærri hælum, t.d. fór knötturinn tvisvar í markstöngina. En um miðjan hálfleikinn braut Páll Arnkelsson framvörður Völsunga illa á Ólafi Jóhannessyni, leikmanni Hauka. Gerði Ólafur sér lítið fyrir og greip í fætur Páli og skellti honum flötum. Var Ólafi umsvifa- laust sýnt rauða spjaldið en Páll fékk að sjá það guia. Áður hafði félagi hans Júlíus Bessason fengið að sjá spjald sama litar. Við brottrekstur Óiafs fóru Völsungar að sækja í sig veðrið og hefðu vafalaust skorað a.m.k. eitt mark ef framherjar liðsins hefðu verið aðeins liprari með boltann. Tvisvar varð ágætur markvörður Hauka, Axei Magnússon að verja stórvel til að forða marki m.a. skoti frá ungum og efnilegum Haukar.— Völsungur 1:1 leikmanni Völsunga, Helga Helgasyni. Sluppu Haukarnir með skrekkinn í þetta sinn. Undir lokin sá dómarinn ástæðu til að skipta sér af þjálfara Húsvíkinga, Skota nokkrum, og varð endirinn sá að Skotinn var rekinn af vallar- svæðinu. Bæði þessi lið skortir allmikið til að geta gert stóra hluti í 2. deild, og eftir að hafa horft á Haukana í þessum leik er maður satt að segja þrumu lostinn yfir því hvernig liðið fór að því að vinna Litlu-bikarkeppnina. Athyglisverðustu leikmennirnir voru Axel markvörður, Ólafur Torfason sem reyndar kom inná sem varamaður og Ólafur Jóhannesson, þann tíma sem hann var inná. I liði Völsungs voru miðverðirnir Gísli Haralds- son og Guðmundur Jónsson beztir en Helgi Helgason gerði margt laglegt. Hann fékk þó heldur lítinn stuðning félaga sinna á miðjunni. —SS. KA sótti en Ármann skoraði og sigraði 2:0 „ÞEGAR ég leit á línuvörðinn var hann a leið að vallarmiðjunm og því taldi ég ekkert athugavert við markið. Eftir leikinn sagðist linuvörðurinn hins vegar hafa veifað á rangstöðu, en látið flaggið falla þegar ég dæmdi markið. Hefði Ifnuvörðurinn haldið flagginu uppi hefði markið verið dæmt ólöglegt.“ Þetta voru orð Grétars Norðfjörð dómara f leik KA og Ármanns, sem fram fór f 2. deildinni á Akurevri á laugardag. Markið, sem Grétar talar um, var skorað þegar tvær mínútur voru af leik. Dæmd var auka- spyrna um 35 metra frá marki KA. Sveinn Guðnason, tók spyrn- una og sendi háan bolta í átt að marki, sem síðan skoppaði óáreitt- ur í netið. Heldur döpur byrjun hjá KA í fyrsta leik sumarsins á ágætum grasvellinum á Akureyri. Akureyringarnir sóttu næsta látlaust leikinn út, án þess þó nokkurn tfma að skora þrátt fyrir nokkur ágæt marktækifæri. Ár- menningunum tókst hins vegar að skora eitt markið til í einni af fáum sóknarlotum sínum. Það var Jón Hermannsson, sem skoraði úr þvögu eftir hornspyrnu, þegar um fimm mín. voru eftir af fyrri hálf- leik. Það er ekkí fjarri því að KA- menn hafi verið með boltann í um 75% leiktímans, en það eitt dugir ekki, mörkin telja og Ár- menningunum gekk betur við markið að þessu sinni. Ár- menningar voru langt í frá að virka sannfærandi f þessum leik, og hefir undirritaður vart trú á að þeir setji mörg mörk f deildinni I sumar, aliavega ekki ef þeir leika ekki betur en á laugardag á Akur- eyri. Beztu menn Ármanns voru markvörðurinn, Ögmundur Kristinsson og Gunnar Andrés- son. I liði KA átti Þormóður Einarsson einna beztan leikinn. Grétar Norðfjörð var góður dómari þessa leiks. Hins vegar er Grétari helzt til laus höndin f vasann þar sem hann geymir spjöldin, gulu og rauðu. Þannig fékk einn leikmaður úr hvoru liði að sjá gult spjald fyrir heldur léttvæg brot. Sigb.G. Stigum deilt á ísafirði LIÐ tsfirðinga og Selfyssinga léku í 2. deildinni á tsafirði á laugardaginn og deildu með sér stigum og mörkum, sem urðu tvö f leiknum. Þótti jafntefli eftir gangi leiksins sanngjörn úrslit, en bæði mörkin voru skoruð fyrir miðjan fyrri hálfleik og var vel að báðum þeirra staðið. Rúnar Guðmundsson skoraði fyrir heimamenn fljótlega í leikn- um eftir að hafa einleikið nokkurn spöl og síðan skotið góðu skottð að markj Selfoss, sem markvörðurinn réð ekki við. Á 20. mínútu skoraði markaskorarinn Sumarliði Guðbjartsson síðan fyrir gestina með góðum skalla upp í samskeytin eftir horn- spyrnu. Það sem eftir var leiksins var baráttan í fyrirrúmi og tókst hvorugu liðinu að skora þó svo að heimamenn væru nær þvi. ts- firðingar eru nú komnir með 4 stig í 2. deildinni og hafa leikið 4 leiki. Stigið sem Selfyssingar fengu á Isafirði var hins vegar fyrsta stigið þeirra i mótinu. Markahátíð í Eyjnm er ÍBV vann Reyni VESTMANNAEYINGAR léku sinn fyrsta leik á grasi á þessu keppnistímabili á laugardaginn þegar þeir fengu Reyni frá Árskógsströnd til leiks í II. deildinni. Og í veðurblíðunni í Eyjum réðu þeir sér vart fyrir kæti og kafsigldu Reyni með stórgóðri knattspyrnu. 8—0 urðu lokatölur leiksins og komu flest mörkin eftir sérlega skemmtilegar sóknarlotur. Eins og tölurnar segja raunar til um hafði ÍBV geysilega yfirburði í leiknum og leik- menn þess gátu leyft sér að gera næstum hvað sem var. Til marks um yfirburðina má geta þess, að Reynir átti ekki skot á mark ÍBV allan fyrri hálfleikinn og aðeins tvö góð langskot á markið allan þann síðari. Liðið fékk ekki einu sinni hornspyrnu leikinn út í gegn. Listinn yfir markaskorun Eyja- manna lítur svona út: 1— 0, 22. mín. Skemmtilegt sam- spil ÍBV upp kantinn, Tómas Pálsson gefur fyrir og Valþór Sig- þórsson skorar af stuttu færi. 2— 0, 24. mín. Valþór Sigþórs- son sendir stungubolta inn fyrir vörnina og Örn Öskarsson skorar með föstu skoti. 3— 0, 44. mín. Ölafur Sigurvins- son geysist upp kantinn og sendir háa sendingu fyrir markið, Örn Óskarsson stékkur upp og skallar glæsilega í markhornið uppi. 4— 0, 53. mín. Tómas Pálsson splundrar vörn Reynis eftir lag- lega uppbyggða sókn og gefur rnn á Viðar Ellasson sem skorar ör- ugglega. 5— 0, 68. mín. Viðar Elíasson leikur upp kantinn og gefur vel fyrir, Tómas Pálsson kemur að á fullri ferð, kastar sér fram og skallar i netið. Sórglæsilegt mark. 6— 0, 70. mín. Erni Öskarssyni brugðið í vítateignum og hann skorar sjálfur úr vítaspyrnunni. 7— 0, 74. min. örn Óskarsson skorar sitt fjórða mark í leiknum úr góðri sendingu frá Snorra Rútssyni. 8— 0, 75. mín. Hornspyrna, sent út í teiginn til Friðfinns Finn- bogasonar sem skallar í átt að markinu til Sveins Sveinssonar sem skallar laglega aftur fyrir sig yfir markvörðinn. Eyjaliðið var svo sannarlega í essinu sínu í þessum leik og lagði sig fram um að leika góða knatt- spyrnu. Allir leikmenn liðsins áttu góðan dag, en beztu menn voru Örn Óskarsson, Karl Sveins- son og Tómas Pálsson. Ákaflega erfitt er að segja nokkurn skapaðan hlut um Reyn- isliðið. Þeir vissu vart hvað hitti þá og liðið átti sér aldrei viðreisn- arvon í leiknum. Eintóm hlaup en engin kaup. Enginn skar sig úr. Dómarinn var Einar Hjartarson og átti hann náðugan dag, nema þá helzt við að halda bókhald yfir öll þessi mörk. hkj. ísiandsmðtlð 2. delld s.-.-.-. ' .. * STAÐAN í 2. deild Islandsmóts- ins í knattspyrnu er nú þessi: ÍBV 4 4 0 0 13:0 8 Ármann 4 3 1 0 9:3 7 KA 5 2 1 2 9:10 5 iBt 4 1 2 1 6:5 4 Þór 3 1 1 1 2:2 3 Haukar 3 1 1 1 6:3 3 Völsungur 5 1 1 3 4:8 3 Selfoss 3 0 I 2 3:7 1 Reynir 3 0 0 3 3:17 0 Markahæstir í 2. deildinni eru eftirtaldir: Örn Oskarsson IBV 5 Gunnar Blöndal KA 4 Birgir Einarsson Ármanni 3 Guðmundur Sigmarss. Ilaukum 2 Jón Hermannss. Ármanni 2 Ólafur Torfason Haukum 2 Rúnar Guðmundsson lBl 2 Sigbjörn Gunnarsson KA 2 Örn Oskarsson IBV. Sumarliði Guðbjartss. Splf. 2 Sveinn Guðnason Armanni 2 Tómas Pálsson ÍBV 2 Valþór Sigþórsson tBV 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.