Morgunblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JUNI1976
Glœsimark Gunnlaugs
fœrði Víkingi sigur
VÍKINGAR unnu KR-inga með tveimur mörkum gegn einu á Laugard.alsvellinum í
gærkvöldi og var leikur þessara liöa merkilega góður miðað við aðstæður. Leikurinn
var frekar jafn, en Víkingsliðið þó heldur beittara. tJrslitamarkið í þessum leik
gerði Gunnlaugur Kristfinnsson á 17. mfnútu sfðari hálfleiksins og var það sérlega
glæsilegt. Eftir hornspyrnu hrökk knötturinn til Gunnlaugs Kristfinnssonar út fyrir
vftateiginn. Gunnlaugur sendi knöttinn án nokkurs hiks rakleiðis til baka og án þess
að KR-vörnin hreyfði legg né lið lá knötturinn f netinu. — Þau gerast ekki öllu
lengur glæsilegri, varð einum „sérfræðinganna“ í blaðamannastúkunni að orði og
svo sannarlega hafði hann lög að mæla.
Víkingar gerðu fyrsta mark
leiksins á 26. mínútu leiksins og
það þó að þeir sæktu á móti
nokkrum hliðarvindi í fyrri hálf-
leiknum. Sótt var upp hægri kant-
inn og Haraldur Haraldsson gaf
knöttinn að vítateigi KR-inga. Þar
náði Eiríkur Þorsteinsson knett-
inum og vippaði innfyrir KR-
ingana, þar sem Óskar Tómasson
kom aðvífandi og skoraði örugg-
lega framhjá Magnúsi Guðmunds-
syni markverði KR-inga. Sumir
vildu meina að Óskar hefði verið
rangstæður þegar knötturinn var
gefinn á hann, en línuvörður og
dómari voru á annarri skoðun og
markið dæmt löglegt.
Mark sitt gerðu KR-ingar á 11.
mínútu seinni hálfleiksins. Gefin
var há sending yfir varnarmenn
Víkings sem voru illa með á nót-
unum. Jóhann Torfason var fljót-
ur að nota sér tækifærið og skaut
í hliðarnetið fjær framhjá Dið-
riki Ólafssyni. Magnús Þorvalds-
son gerði heiðarlega tilraun til að
bjarga á marklínu en tókst ekki.
Strax eftir að Víkingar skoruðu
mörk sín áttu KR-ingar dauða-
færi, en í bæði skiptin náði Diðrik
að verja vel. KR-ingarnir reyndu
mikið í þessum leik að stinga inn
á Jóhann Torfason, en tókst ekki
sem skyldi. Bæði vegna þess að
Vikingar gættu Jóhanns vel og
eins vegna þess að Jóhann virðist
hreinlega ekki vera eins fljótur
og áður. Beztu menn KR í þessum
leik voru miðverðirnir og þó eink-
um Ottó, sem vex með vanda
hverjum. Þá er Sigurður Indriða-
son mjög sterkur um þessar
mundir og ekki auðhlaupið að
komast framhjá honum. Björn og
Hálfdán gerðu margt laglegt en
týndust svo á milli.
Gunnlaugur skoraði með
þrumuskoti eins og f leiknum
gegn Fram á dögunum.
Vikingarnir hafa nú hlotið 4
stig úr þremur leikjum og hafa
leikið fæsta leiki liðanna í 1.
deild. Einhver gerði því skóna i
vor að Vikingar myndu verða i
toppbaráttunni og Valur yrði
helzti andstæðingur þeirra þar.
Valsmenn hafa nú hlotið 9 stig, en
leikið 5 leiki, þannig að Vikingar
hafa aðeins tapað einu stigi meira
en Valsliðið. Víkingar eiga þó
erfiða leiki eftir á næstunni og
þeir eru ekki enn búnir að ná
þeim 9 stigum, sem Valur er kom-
inn með. Annars er það athyglis-
vert að Víkingsliðið er búið að fá
4 stig i 1. deildinni i ár gegn
Reykjavíkurfélögum, en undan-
farin ár hafa þeir ekki fengið
Texti: Ágúst I. Jónsson
meira en 2 stig gegn Reykjavíkur-
félögunum.
Stefán Halldórsson kom nú inn
í Víkingsliðið að nýju eftir
nokkra hvíld vegna meiðsla.
Ógnaði Stefán talsvert í leiknum,
en er samt greinilega ekki búinn
að ná upp þeirri æfingu sem hann
hefur misst úr. Helgi Helgason
lék ekki með Víkingunum að
þessu sinni, þar sem hann var i
leikbanni. Af Vikingunum stóð
Diðrik Olafsson sig bezt og varði
nokkrum sinnum mjög vel, auk
þess sem hann sýndi öryggi í
öllum sínum athöfnum. Þá lék
Magnús Þorvaldsson nú sinn
bezta leik á keppnistímabilinu og
virðist vera að komast í sitt gamla
form.
Töluverð harka var í leiknum
og gengu leikmennirnir á lagið, er
þeir fundu inn á hve litið Valur
Benediktsson dómari dæmdi. Auk
þess að dæma litið var hann ósam-
kvæmur sjálfum sér í þessum
leik.
1 stuttu máli:
íslandsmótið 1. deild, Laugardals-
völlur 8. júní
KR — Vikingur 1:2 (0:1)
Mark KR: Jóhann Torfason 56.
mínútu-
Mörk Vfkings: Óskar Tómasson á
26. min. og Gunnlaugur Krist-
finnsson á 62. minútu.
Aminning: KR-ingunum Ottó
Guðmundssyni og Guðjóni
Hilmarssyni var sýnt gula
spjaldið i leiknum.
•N
Llð vlkunnar
Diðrik Ólafsson Vfkingi
Dýri Guðmundsson Val Einar Þórhallsson UBK
Sigurður Indriðason KR
Atli Eðvaldsson Val
Örn Óskarsson IBV
Ásgeir Elíasson Fram
Hermann Gunnarsson Val
Gunnar Bjarnason FH
Albert Guðmundsson Val
Guðmundur Þorbjörnsson Val
fsíandsmútlð l.deild
Staðan í 1. deildinni:
Valur 5
KR 5
Fram 5
Akranes 4
Keflavfk 5
Vfkingur 3
Breiðablik 3
FH 4
Þróttur 4
4 1 0 16:4 9
13 1 7:5 5
2 12 5:6 5
211 4:7 5
2 0 3 9:7 4
2 0 1 4:3 4
111 4:5 3
112 4:8 3
0 0 4 2:9 0
Markahæstu leikmenn 1.
deildar:
Guðmundur Þorbjörnsson Val 6
Hermann Gunnarsson Val 6
Björn Pétursson KR 3
Átli Eðvaldsson Val 2
Friðrik Ragnarsson tBK 2
Gunnlaugur Kristf innsson Vfk-
ingi 2
Heiðar Breiðf jörð UBK 2
Jóhann Torfason KR 2
Ólafur Júlfusson ÍBK 2
Rúnar Georgsson ÍBK 2
Teitur Þórðarson í A 2
t einkunnagjöf blaða-
manna Morgunblaðsins
hafá eftirtaldir hlotið flest
stig, leikjaf jöldi I svigum:
Hermann Gunnarsson Vall6 (5)
Magnús Bergs Val 14 (5)
Guðmundur Þorbjörnsson Val
14 (5)
Ottó Guðmundsson KR 14 (5)
Asgeir Elfasson Fram 13 (5)
Atli Eðvaldsson Val 13 (5)
Björn Pétursson KR 13 (5)
Dýri Guðmundsson Val 13 (5)
Einar Gunnarsson IBK 13 (5)
Bergsveinn Alfonsson Vall2 (5)
Einar Ólafsson tBK 12 (5)
Karl Þórðarson IA 12 (4)
Ólafur Júlfusson IBK 12 (5)
Leikir í 1. og 2. deild í
vikunni
MIÐVIKUDAGUR 9. JUNÍ:
Laugardalsvöllur kl. 19.00, 2.
deild: ÁRMANN — tBV
Selfoss kl. 19.00, 2. deild: SEL-
FOSS — REYNIR
Akureyri kl. 19.00, 2. deild: ÞÓR
— HAUKAR
FIMMTUDAGUR 10. JUNl:
Laugardalsvöklur kl. 20.00, 1.
deild: FRAM — ÞRÓTTUR
LAUGARDAGUR 12. jUNt:
Laugardalsvöllur kl. 14, 1. deild:
VALUR — FH
Akranes kl. 14.30, 1. deild: lA —
UBK
Akureyri kl. 14.00 2. deild: ÞÓR
— ÁRMANN
Kaplakriki kl. 16.00 2. deild:
HAUKAR — REYNIR
Selfoss kl. 16.00 2. deild: SEL-
FOSS — IBV
SUNNUDAGUR 13. JUNt:
Laugardalsvöllur kl. 20.00 1.
deild: VlKINGUR — tBK
23
ElnkunnagjQfln
KR:
Magnús Guðmundsson 2
Sigurður Indriðason 3
Guðjón Hilmarsson 1
Ólafur Ólafsson 2
Ottó Guðmundsson 3
Birgir Guðjónsson 1
Guðmundur Ingvason l
Björn Pétursson 2
Hálfdán Örlygsson 2
Árni Guðmundsson 1
Jóhann Torfason 2
Víkingur:
Diðrik Ólafsson 3
Ragnar Gfslason 1
Magnús Þorvaldsson 3
Róbert Agnarsson 2
Adolf Guðmundsson 2
Eirfkur Þorsteinsson 2
Jóhannes Bárðarson 2
Haraldur Haraldsson 1
Stefán Halldórsson 2
Óskar Tómasson 2
Gunnlaugur Kristfinnsson 2
Dómari: Valur Benediktsson
V_4^
Valur.
Sigurður Dagsson 2
Vilhjálmur Kjartansson 2
Magnús Bergs 3
Dýri Guðmundsson 3
Bcrgsveinn Alfonsson 2
Atli Eðvaldsson 3
Ingi Björn Albertsson 3
Hermann Gunnarsson 4
Guðmundur Þorbjörnsson 4
Kristinn Björnsson 2
Ólafur Magnússon (varam.) 2
Albert Guðmundsson 3
Grímur Sæmundsen (varam.) 1
Akranes.
Davfð Kristjánsson 2
Björn Lárusson 1
Jón Gunnlaugsson 2
Þröstur Stefánsson 2
Jón Áskelsson 1
Guðjón Þórðarson 1
Karl Þórðarson 2
Sigþór Ómarsson 2
Teitur Þórðarson 1
Pétur Pétursson 1
Árni Sveinsson 1
Dómari. Hinrik Lárusson 3
Fram.
Árni Stefánsson
Símon Kristjánsson
Trausti Haraldsson
Gunnar Guðmundsson
Marteinn Geirsson
Jón Pétursson
Pétur Ormslev
Kristinn Jörundsson
Ágúst Guðmundsson
Asgeir Elíasson
Rúnar S. Gfslason
Eggert Steingrfmsson (v)
V^
FH
2 Ómar Karlsson
2 Viðar Halldórsson
2 Andrés Kristjánsson
2 Gunnar Bjarnason
1 Janus Guðlaugsson
2 Asgeir Arnbjörnsson
1 Ólafur Danivalsson
1 Pálmi Sveinbjörnsson
1 Jóhann Rfkharðsson
3 Helgi Ragnarsson
2 Leifur Helgason
2 Logi Ólafsson(varam.)
Dómari. Guðmundur Haraldsson 3
1
2
3
2
2
2
1
1
2
2
I
• %
v ét'
LiðíBK
Þorsteinn ólafsson 2
Lúðvfk Gunnarsson 1
Einar Ólafsson 2
Einar Gunnarsson 2
Guðni Kjartansson 2
Sigurður Björgvinsson 2
Guðjón Guðjónsson 1
Ólafur Júlfusson 1
Þórir Sigfússon 1
Steinar Jóhannsson 1
Þórður Karlsson 1
Hilmar Hjálmarsson (varam.)l
Lið UBK
Ólafur Hákonarson 2
Gunnlaugur Helgason 2
Bjarni Bjarnason 2
Haraldur Erlendsson 2
Einar Þórhallsson 3
Valdimar Valdimarsson 2
Vignir Baldursson 2
Ólafur Friðriksson 1
Hinrik Þórhallsson 2
Þór Hreiðarsson 2
Ileiðar Breiðf jörð 3
Gfsli Sigurðsson (varm.) 2
Dómari. Rafn Hjaltalín 3
bessir ungu menn voru að vfsu ekki að leika f I. deildinni um helgina.
en þeir notuðu tækifærið í leikhléi leiks Fram og FH og sýndu
áhorfendum getu sfna.