Morgunblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JtJNl 1976 IslanÉmet hjá Hreini HREINN Halldórsson setti glæsilegt tslandsmet I kúlu- varpi I slðustu viku á móti i Bratisalava I Tékkóslóvaklu. Varpaði Hreinn kúlunni 19.53 metra og bætti eldra met sitt sem hann setti I fvrrahaust um 5 cm. Hreinn varð í þriðja sæti á mótinu, sem var mjög vel sterkt. Auk Hreins Ilalldórssonar tók annar tslendingur þátt I mótinu, kringlukastarinn Erlendur Valdimarsson, en ekki er vitað um árangur hans. A laugardaginn áttu þeir félagar að keppa I Ostrava I Tékkóslóvakfu en sfðan var förinni heitið til Hollands. Þar keppa þeir annað kvöld ásamt þeim Sigfúsi Jónssyni og Agústi Ásgeirssyni. Þá leggja þeir leið sfna til Fiirth f V- Þýzkalandi þar sem þeir keppa 13. júní á sterku móti þar sem Sigurður Sigurðsson sprett- hlaupari úr Armanni verður einnig meðal keppenda. Gengur illa að fá landsleiki Knattspyrnusambandið vinnur að þvf þessa dagana að fá landsleiki í knattspyrnu hér á landi f ágústmánuði. Heldur gengur treglega að fá lið til að koma hingað á þessum tfma. en KSl hefur þó enn von um að fá Luxemborgara, Rússa eða Pólverja þó svo að Ifkurnar mínnki með hverjum degin- um. Hvað varðar Rússa og Pól- verja þá myndu þeir koma hingað á leið sinni heim frá Olvmpfuleikunum f Montreal. Eins og kunnugt er var áætlað að aðeins tveir landsleikir yrðu hér á landi f sumar, þ.e. leikir Islendinga við Belga og Hollendinga f september- mánuði. Knattspyrnusam- bandið víldi ekki semja um fleiri heimaleiki f sumar, m.a. vegna þess hve óljóst var um hvenær Laugardalsvöllurinn yrði tilbúinn. V________________________> Björgvin Þorsteinsson og Sigurður Thorarensen sigurvegari f Þotu- Loftur Olafsson undirbýr „púttið“ keppninni á Hvaleyri. Sigurður einu höggi betri en Björgvin í Þotukeppninni SIGURÐUR Thorarensen sigraði í Þotukeppninni f golfi, sem fram fór á Hvaleyrinni á sunnudaginn. Lék Sigurður 36 holurnar á 150 höggum, en næsti maður varð Björgvin Þorsteinsson á 151 höggi. Hafði Björgvin leikið fyrri 18 holurnar illa og komið inn á 80 höggum. I seinni hringnum sýndi Björgvin svo hvers hann er megn- ugur og fór 18 holurnar þá á 71 höggi. I þriðja sæti í keppninni á sunnudaginn rð Þorbjörn Kjærbo á 152 höggum, en í fjórða sæti kom svo ungur og Iftt þekktur kylfingur, Magnús Halldórsson úr Keili og lék hann á 157 höggum. Óttar Yngvason og fleiri komu síðan á 158 höggum, en Óttar hafði leikið fyrri 18 holurnar mjög vel, en virtist vanta úthald f seinni hluta keppninnar. Þotukeppnin var fyrsta mót kylfinga þar sem keppt var um stig til landsliðs og gaf mót þetta 160 stig, enda var það vel mannað, með 27 kylfingum úr meistara- flokki og 23 úr 1. flokki. Á laugardaginn var keppt með forgjöf og leiknar 18 holur. Sigr- aði Sveinn Sigurbergsson úr GK á 67 höggum nettó. Ólafur Agúst Þorsteinsson GR kom inn á sama höggafjölda nettó, en tapaði fyrir Sveini í bráðabana á 1. holu. I þriðja sæti varð síðan Sigurður Hafsteinsson GR á 68 höggum nettó. Á mánudaginn, annan í hvfta- sunnu, fór fram á Hvaleyrinni Wella-golfkeppnin fyrir konurnar og sigraði Kristfn Pálsdóttir GK bæði með og án forgjöf, á 93 — 20, nettó 73. I 2. sæti án forgjöf varð Hanna Aðalsteinsdóttir GK á 96 höggum og þriðja Kristín Þor- valdsdóttir NK á 97 höggum. Minnispeningur HSÞ HÉRAÐSSAMBAND Suður-Þingeyinga átti 60 ára afmæli 1974 og f ár eru 50 ár liðin frá stofnun Laugaskóla. Af þessu tilefni gefur HSÞ út minnispening, sem væntanlega kemur á markað f byrjun júlí. Fram- leiðandi minnispeningsins er Isspor hf. f Reykjavfk. Gefnir verða út 500 númeraðir bronspeningar, 50 silfurpeningar og 20 gullpeningar. Skagamenn missa Matthías tilSví- þjóðar í tvö ár SKAGAMAÐURINN Matthfas endilega sigur í 2. deildinni í Hallgrfmsson hefur nú ákveðið að leika með sænska félaginu Halmlia fram til haustsins 1977. Matthfas fór til Svfþjóðar á þriðjudaginn f sfðustu viku til viðræðna við forystumenn þessa félags, en þeir höfðu séð Matthfas f landsleik tslands og Noregs á dögunum, og þegar fengið mikinn áhuga á að fá Matthfas f sfnar raðir. Matthfas kom sfðan heim frá Svfþjóð á laugardagskvöldið og þá með samning upp á vasann, þar sem hann bindur sig hjá félaginu til loka næsta keppnistfmabils. Ekki er hér um að ræða at- vinnumannasamning, en ýmis frfðindi fær Matthfas fyrir að leika með félaginu og getur auk þess nnnið við iðn sfna, rafvirkjun, og aukið menntun sfna f faginu. —Ég má byrja að spila með þeim 3. ágúst, en ætli ég fari ekki út eftir mánuð, eða svo, sagði Matthías er við ræddum við hann í gær. —Þegar ég má byrja að spila með þeim verða eftir um 15 leikir í deildinni hjá þeim, en félagið leikur í 2. deild. Félagið ætlar sér ekki ár, en næsta sumar er allt lagt í að flytjast upp f 1. deildina. I því sambandi hefur félagið ver- ið í sambandi við' enska leik- menn og sænska, auk mfn. T.d. er trúlegt að leikmaður sem verið hefur hjá Everton komi til félagsins. —Nei ég hef aldrei haft sér- legan áhuga á að komast í raun- verulega atvinnumennsku, en hins vegar sé ég mér möguleika með þessum samningi að bæta við mig þekkingu í rafvirkjun og ýmsu f þvf sambandi. Er ekki ágætt að nota sér fótbolt- ann til að sjásig um og auka menntunina, sagði Matthfas að lokum. Það þarf ekki að fjölyrða um það að fyrir lið Akurnesinga er það mikil blóðtaka að missa Matthfas, sem verið hefur einn hættulegasti leikmaður tA síðastliðin 10 ár. Munu forráða- menn knattspyrnumála á Akra- nesi heldur ekki vera sérlega hrifnir af utanför Matthfasar. Matthías hefui verið fasta- maður í meistaraflokki ÍA sfð- an 1965 og þessi 29 ára knatt- spyrnumaður hefur leikið fleiri landsleiki fyrir Islands hönd, en nokkur annar. Að vfsu eru tölurnar um f jölda þeirra nokk- uð á reiki, en þeir munu vera á bilinu frá 36 til 39. Er Matthfas kom til Keflavík- ur á laugardaginn voru honum fljótlega færðar fréttir um úrsl- itin f leik ÍA og Vals, sem farið hefði fram fyrr um daginn. —Ég brosti fyrst í stað, en þeg- ar ég frétti að Valur hafði unn- ið, en ekki Akranes fór brosið fljótlega af, sagði MatthTas. —Hvað gerðist eiginlega i leiknum, þetta er alltof mikið. m Ungmenni tilSkot- lands ogNoregs ÍSLENZK ungmenni munu í sumar fjölmenna til annarra landa til þátttöku í ýmsum iþróttamótum, eins og verið hefur reyndar hvert sumar að undanförnu. Samskipti ís- lendinga og Skota á knatt- spyrnusviðinu aukast með hverju árinu og til Noregs og Svíþjóðar fer ekki minni hópur til keppni i handknatt- leik. í Skotlandi hefur David Moyes unnið mikið að þvl að auka samskipti íslend- inga og Skota I yngri aldursflokkunum I fyrra verðlaunuðu m.a Breiðabliks- menn sín lið með ferð til Skotlands fyrír góðan árangur í knattspyrnumót- unum, en annars hafa FH. Þróttur og Stjarnan verið einna iðnust af félógun- um við að senda sitt fólk til Skotlands i sumar mun hópur um 100 ung- menna faru til Skotlands I keppnisferð og leika við þarlenda jafnaldra sina Er þessi hópur blandaður knattspyrnu- mönnum úr FH, Stjörnunni, Vestmannaeyjum og fleiri félögum Þá munu Vikingar taka á móti skozku liði i sumar, en siðan endurgjalda heim- sóknina næsta sumar. í Noregi fer fram „Oslo Cup ’ i byrjun ágúst og eru islenzk lið frá Fram og FH í fyrsta skipti meðal þátttakenda Það eru fleiri en islenzk lið, sem nú taka í fyrsta skipti þátt i þessu móti og má i því sambandi nefna Brasiliumenn, en auk fyrrnefndra þjóða munu Finnar Svíar, Danir og V-Þjóðverjar eiga þarna fulltrúa Alls er búizt við 450 liðum i „Oslo Cup", sem virðist vera að taka við af „Partillan Cup" i Svíþjóð hvað vinsældir snertir. Sumarnámskeið í Kópavoginum TÓMSTUNDARÁÐ Kópavogs gengst fyrir sumarnámskeiói fyr- ir börn og unglinga á aldrinum 8 — 14 ára i sumar meö lfku sniði og siðastliðið sumar. Námskeiðið nefnist „íþróttir og útilíf“ og stendur yfir I 6 vikur frá 8. júni til 16. júlí frá kl. 10 — 15 hvern virkan dag. 160 þátttakendur sóttu námskeiðið í fyrra og munu 2 íþróttakennarar auk aðstoðar- fólks sjá um framkvæmd nám- skeiðsins. I Austurbænum fer námskeiðið fram á Smára- hvammsvelli, en í Vesturbænum við Kársnesskóla. Innritun fer fram á þessum stöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.